Hvað er spírulína?

Spírulina er örsmáir blágrænir þörungar sem eru ræktaðir í ferskvatni (ekki þari). Fjöldi vísindamanna er á þeirri skoðun að þessi örsmáa Spírulina-jurt sé nánast fullkomin undrafæða. Líkaminn nýtir sér næringu úr Spírulinu betur en nokkru öðru fæði, að grænmeti meðtöldu. Mörg hundruð rannsóknir hafa verið gerðar á Spírulinu og fjöldi þeirra birst í vísindatímaritum.

„Lífrænt fjölvítamín“ næringarinnihald
Til að fá skýrari mynd af því hve næringarrík Spírulina er þá inniheldur hún yfir 100 lífræn næringarefni, 13 vítamín, 16 steinefni, mikið af blaðgrænu og andoxunarefnum, SOD, sem er eitt mikilvægasta varnarensím líkamans, 18 amínósýrur, fitusýrur og auðmeltanlegt járn sem ekki veldur magaónotum. Hrein og óblönduð Spírulina í viðbót við sína eigin næringu bætir nýtinguna á grænmetispróteinum og eykur amínósýruupptökuna úr fæðunni. Spírulina er lifandi næringarefni sem líkaminn á auðvelt með að taka upp og nýta sér. Hún er eins og lífrænt „fjölvítamín“ og ákjósanleg sem fæðunæringarauki í viðbót við almennt fæði, jafnt fyrir smábörn sem fullorðna. Til glöggvunar má bera hana saman við venjulegan mat. Til þess að fá jafnmikið af næringarefnum og í fullorðins-dagskammti af Spírulinu sem er 6 litlar grænar töflur, þarf að borða:

7 Gulrætur – Betakaroten
1 Skál af fersku spínati – Járn
1 Skál af hýðishrísgrjónum – Kalium
1 Glas mjólk- Kalk
125 gr. Nautakjöt – Protein + B12 vítamín
30 gr. Hveitigrassafa – Blaðgræna (Chloropyl)
1 Hylki kvöldvorrósarolía – GLA fitusýrur.

Öflug vörn gegn kvefi og flensu
En huga verður vel að því að þörungarnir sem eru keyptir séu af sem bestum gæðum, með hreinleika- og lífræna vottun og töflurnar eða duftið á að vera dökkgrænt og engin ljós aukakorn. Best er að dósirnar séu súrefnistæmdar. Spírulina er mjög styrkjandi fyrir varnir líkamans og hrein Spírulína hefur hátt hlutfall af GLA-fitusýrum, sem styrkja varnir líkamans og taugakerfið og draga úr streitu. Hún hefur einnig reynst vel fyrir börn og fullorðna með athyglisbrest og ofvirkni. Margir foreldrar hafa reynslu af mjög jákvæðri breytingu hjá börnum og unglingum af inntöku. Spírulina kemur jafnvægi á blóðsykurinn, við fáum betri einbeitingu, verðum hressari og síður ofvirk, pirruð eða ör, og er því góð fyrir alla sem eru í námi, prófum og undir miklu vinnuálagi. Chlorophyll sem er blaðgræna eykur súrefnismettun í blóðinu og við verðum hressari en ella, vellíðan eykst og dregur úr sætindaþörf, þar eð jafnvægi kemst á blóðsykurinn. Gæða Spírulina hefur marga jákvæða eiginleika eins og að lækka kólesteról í blóðinu og hreinsa úr líkamanum óæskileg aukaefni og geislanir og þungamálma.

Hressir og veitir kraft áörskotsstundu
Tilvalið er að taka Spírulinu þegar þreyta sækir að og orkubirgðirnar taka að þverra, t.d. síðdegis í vinnunni, eða áður en fara á út að kvöldi, því þá erum við oft þreytt og treystum okkur varla til að drífa okkur af stað. Aðeins hálftíma eftir inntöku fær blaðgrænan í Spírulinunni súrefnið til að flæða um líkamann og við verðum hress og full af orku. Spírulina er eina plantan sem inniheldur Glycogen sem er uppspretta líkamans á skammtíma- og langtímaorku. Þegar við stundum líkamsrækt verður árangurinn betri ef mikið Glycogen er til staðar í líkamanum. Ef Spírulina er tekin inn rétt fyrir aukaálag eða æfingar gefur það aukið þrek, úthald og einbeitingu. Hún er algerlega laus við aukaverkanir sem fylgja kaffi og mörgum orkudrykkjum, sem veldur gjarnan streitu og spennu. Spírulina truflar ekki svefn og sumum finnst þeir sofa betur og vakna úthvíldari.

Fyrir hverja er Spírulina?
Fullorðna, unglinga, börn á öllum aldri, barnshafandi konur og konur með barn á brjósti. Einnig fyrir íþróttafólk, skólafólk og alla sem eru undir miklu álagi. Lífræn uppbygging næringarefnanna er í fullkomnu jafnvægi og samræmi við starfsemi líkamans og er því ákjósanlegt fyrir alla fjölskylduna Spírulina fæst í öllum apótekum og mörgum heilsubúðum.Flokkar:Fæðubótarefni

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , , , , , ,

%d bloggers like this: