Fitubjúgur er ein af mörgum tegundum bjúgs. Í læknisfræðilegum hugtökum þýðir bjúgur „bólga“. Þegar um fitubjúg er að ræða vaxa fitugeymslufrumur og stækka óeðlilega. Það er einn af mörgum langvarandi bólgusjúkdómum, sem algengari er hjá konum en körlum. Upptök fitubjúgs má oftast rekja til hormóna ástands það er: kynþroska, meðgöngu, tíðahvarfa, einnig áfalla.
Byrjunarstig á fitubjúg getur lýst sér í sverum lærum og leggjum, þykkum rassi og mjóu mitti og mun grennri efri hluta líkamans. Oftast er fóturinn sjálfur eðlilegur. Stundum getur fitubjúgur sest á handleggina en það er talið 80% sjaldnar en á fótleggina. Fitubjúgur getur valdið því að hnén leiti saman ,,það er kallað ,,kiðfætt“, einnig getur fitubjúgur valdið flatfæti og veikum liðamótum, sem gera göngur erfiðar. Oft fylgja fitubjúg eymsli í viðkomandi vefjum og marblettir. Þessi einkenni finnast stundum í fjölskyldum og hafa 15% sjúklinga fjölskyldusögu um fitubjúg sem bendir til þess að erfðir eigi stundum hlut að máli.
Vefirnir taka breytingum
- Stig: húðin er áfram slétt en fitulagið fyrir innan hana eykst.
- Stig: óreglulegar bólur í yfirborði húðar og hægt er að finna hnúða innan fituvefsins.
- Stig: einkennist af stórum uppsöfnuðum vefjum í húðinni.
Sogæðarnar sjá um að hreinsa aukinn vökva úr vefjunum. Smásjágreiningar sýna óeðlilegt mynstur í eitilæxlum sem er frábrugðið því sem sést í fitubjúg. Kenning er um að slæm virkni eitilefna leiði til vökvasöfnunar sem valdi því að fitufrumurnar bólgni og verði óeðlilegar.
Nákvæm tíðni fitubjúgs er ekki þekkt vegna þess að það skortir myndatækni sem með öruggum hætti greinir fitubjúg. Greiningu er aðeins hægt að staðfesta með hæfilegri vissu þegar þjálfaður læknir getur metið ástandið.
Undanfarin ár hefur aukin áhersla verið lögð á skurðaðgerðir til að fjarlægja óeðlilegan fituvef ,,fitusog“. Það getur ekki talist lækning þar sem vandamálið getur endurtekið sig og sjaldan hafa slíkar aðgerðir leitt til þess að eðlilegt útlit útlima komi aftur. En í sumum tilvikum geta þessar skurðaðgerðir verið mjög gagnlegar við að draga úr sjúkdómsbyrði og auka hreyfigetu og minnka óþægindi í viðkomandi útlimum. Oft þarf margar aðgerðir til að ná fullum árangri.
Vísindamenn leita að orsök vandans og það eru virkar tilraunir til að bera kennsl á erfðaefnið sem geta valdið sjúkdómum. Vitað er að breytt mataræði minnkar ekki óeðlilega fitugeymslufrumu, ekki heldur aukin hreyfing. En breytt mataræði og aukin hreyfing getur létt líkamsþyngd að öðru leyti og þannig hjálpað þeim sem kljást við þennan erfiða sjúkdóm.
Áhugi minn á þessum sjúkdómi vaknaði fyrir nokkrum árum er ég kynntist konu sem var með óeðlilega bólgin læri og fótleggi. Þessi fita hafði byrjað að safnast upp eftir að ígerð koms í skurð eftir skurðaðgerð á hrygg hennar. Læknar hérlendis þekktu þetta ekki en þýskur sogæðanuddari sá strax hvers kyns var og benti henni á lýtalækni sem gerði aðgerðir á fótum hennar.
Þessi samantekt eru punktar úr fleiri en einni grein sem ég fann á netinu og myndirnar eru einnig teknar af netinu. Ég læt slóðir fylgja.
Ingibjörg Sigfúsdóttir 31.3.2021.
https://lymphaticnetwork.org/living-with-lymphedema/faqs-about-lipedema
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3309375/
https://chronischkrank.at/verein/unsere-selbsthilfegruppen/lipoedem/
https://doktor.frettabladid.is/fyrirspurn/fitubjugur
http://www.lipoedem-hilfe-ev.de/
Myndir af ýmsum afleiðingum sjúkdómsins. https://www.google.com/search?q=lipedema&sxsrf=ALeKk00GkEiiNS-Xvbxfiy0WSM0rySbf4w:1617118474054&tbm=isch&source=iu&ictx=1&fir=62aBc_JJZgH_XM%252CHSOqe4rtXfdhQM%252C_&vet=1&usg=AI4_-kTYGI3Jdro3tugNwpMCYQudPzIM3w&sa=X&ved=2ahUKEwj-hNLhq9jvAhUihv0HHUyDCdQQ_h16BAgUEAE#imgrc=62aBc_JJZgH_XM
Sogæðabjúgur
https://laekning.is/content/sogaedabjugur.pdf
Eitlabjúgur
https://is.evidentista.org/180919-3912
Koma í veg fyrir eitalbjúg
https://is.845audio.org/Mencegah-Limfedema-3386
Flokkar:Líkaminn