Höfundar

Ábyrgð höfunda

Greinar á vefnum eru alfarið á ábyrgð höfunda og þurfa ekki í öllum atriðum að túlka eða samræmast skoðunum ritnefndar- eða stjórnarmeðlima.

 

Ása S. Harðardóttir
Fædd í maí 1971
M.Sc. í landfræði frá Frakklandi
Heilsuráðgjafi frá CMDQ í Kanada. Klára Heilsuþjálfann vorið 2011 og náttúrulækningar 2015.
Starf: Heilsuráðgjafi á Ása – Heilsuþjálfun, Suðurlandsbraut 6
Netfang: asasigurlaughardardottir@gmail.com

Einar Gröndal

Hefur unnið við náttúrulækningar og heilun síðastliðin 25 ár. Hann lauk námi í austrænum lækningum, nálastungum og næringar fræði árið 2001. Hann er sérhæfður í verkja meðferðum og endurhæfingu. Einar starfar nú í Reykjavík.

Erla Björnsdóttir

Er sálfræðingur hjá Sálfræðiráðgjöfinni (www.salfraedingar.is) og doktorsnemi við Læknadeild Háskóla Ísland

Gyða Ölvisdóttir

lýðheilsu- og geðhjúkrunarfræðingur

Gitte Lassen

hefur unnið sem heilari og þerapisti í meira en áratug og styðst við margvíslegar stefnur og aðferðir. Í dag einbeitir hún sér að djúpstæðri heilun og umbreytingu á krefjandi meðvirkninámskeiðum, þar sem þátttakendur eru staðráðnir að ná árangri. Gitte er dönsk, en hefur búið á Íslandi og í Bandaríkjunum síðan 1989. Hún býr núna á Íslandi og er hægt að hafa samband við hana í gegnum

netfangið: gitte@mi.is og í síma 861-3174.

Gréta Jónsdóttir

Áfallafræðingur, hefur einnig lokið námi í ,,Manchester and Syracuse NY“ í uppeldisaðferð eða lífsspeki sem kallast Umbreyttu erfiðu barni – Hjartanærandi aðferð. Hún er í evrópskum félagasamtökum sem heita ACC Europe. Einnig er Gréta meðlimur í UKPTS og NCP Englandi og í Félagi fagaðila um hópmeðferð.

Gunnar Jón JónassonT

Tæknifræðingur B.Sc., LifeWave Director og sjálfstæður kynningaraðili.

Haraldur Magnússon
Atvinna: Osteópati
Menntun: B.Sc (hons) í osteopathic medicine auk fjölda námskeiða á sviði meðhöndlanna, þjálfunnar og næringu.
Áhugamál mitt er heilsa einstaklingsins í heild sinni, nánar til tekið hvernig þjálfun, næring, stress og umhverfisþættir hafa áhrif á heilbrigði einstaklingsins.
S: 841-7000
hallimagg@hallimagg.is
www.heilsuhvoll.is

Inga Björk Gunnarsdóttir
Menntun: Stúdent af tungumálabraut (1985), hómópati LCPH frá College of Practical Homoeopathy í London (2002), ilmolíu- og sjúkraliðanemi (námslok 2011).
Býr að Sperðli í Vestur-Landeyjum og ræktar þar hunda og hesta.
Netfang: sperdill@emax.is
Veffang: http://www.sperdill.is

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Hefur lokið 7 stigum í  Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun. Sjöunda stigið felst í vinnu með áföll ,,Trauma” í gegnum höfuðbeina- og spjaldhryggjarkerfið. Auk þess hefur hún lokið Thumb_thumb_diploma,  EFT (Emotional Freedom Technique), hvítugreiningu (Slerology)  Námskeiði í náttúrulegu andlidslyftingar-nuddi (natural lift face massage) það nám byggir á einstakri blöndu mjög virkrar tækni úr indversku andlitsnuddi með viðbótum úr japönsku andlitsnuddi.  http://gatewayworkshops.com/Courses.aspx?c=284f0f30-3daa-404a-8a8a-2f0150074eeb

Ingibjörg Sigfúsdóttir
Var ein af stofnfélögum Heilsuhringsins árið 1978. Frá byrjun hefur hún verið virk í starfi félagsins, hún vann á skrifstofu félagsins um árabil sá þá um undirbúning blaðsins til prentunar ásamt því að skrifa greinar og viðtöl. Hún hefur tekið margbreytileg námskeið í heilsumeðferðum þ.á.m.: Svæðameðferð, höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð og orkupunktameðferð o.fl. Einnig hefur hún kynnt sér og tekið þátt í háþrýstisúrefnismeðferð, fjölskylduuppstillingu, býflugnastungum, hláturmeðferð og ýmsum slökunarmeðferðum eins og; jóga, hugrækt, innhverfri íhugun o.fl.. Árið 2003 gaf hún út bókina Dans á rósum: ims1567@gmail.com

Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir

Menntun: nam hómópatíu í London við The College of Homeopathy og útskrifaðist þaðan árið 2000.
Hún er einnig með próf í svæðameðferð og cranio-sacral-reflexology. Hún er einn af stofnendum Heilsuhvols og hefur nú stofnað Heilsuhöndina ehf utan um starfsemi sína, meðferðir, fræðslu, heilsuvörur og útgáfu.
Vefsíðan http://www.heilsuhondin.is býður upp á meðferðir gegnum netið eða “hómópatían heim” sem er nýjung á Íslandi.
Jóna Ágústa er félagi í Organon, fagfélagi hómópata og Bandalagi íslenskra græðara.
Netfang: heilsuhondin@gmail.com


Lilja Petra Ásgeirsdóttir

Höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnari frá The College of Cranio-Sacral Therapy. Hún hefur lært orkusviðsmeðferð (EFT) og tekið viðbótar námskeið í meðferð á börnum. Hún er lífeindafræðingur að mennt og hefur starfað við hjarta– og  æðarannsóknir í 28 ár. Hefur sótt þjálfunarnámskeið Nutrienergetics fyrir NES heilsumælingu og lauk nýlega námi í heildrænni heilsuráðgjöf þar sem notuð er  streitutengd greining út frá læknisfræðilegri sjúkdómsgreiningu. Sími 6990858
Lilja hefur einnig kennt sjálfseflingu og heilun víða um heim síðustu 12 árin.
www.hamingjulindin.is,
Lilja@puls.is

Lilja Oddsdóttir
Formaður Bandalags íslenskra græðara frá 2008.
Lithimnufræðingur, stofnandi og skólastjóri Heilsumeistaraskólans, en hann
býður uppá þriggja ára nám í náttúrulækningum  sjá: www.heilsumeistaraskolinn.com
Sími  848-9585

Ólafur Einarsson
Rafeindaiðnfræðingur frá Tækniskóla ísl.
Framkvæmdastjóri Gleraugnaverslunin Sjónarhóll ehf. og í Allt Hitt ehf. (Allt Hitt fyrir Heilsuna).  Ólafur hefur ásamt Björgu eiginkonu sinni séð um þátt á útvarpi Sögu sem kallast Heilsuspjall.
Netfang: olafur@allthitt.is
Vefsíður: www.sjonarholl.is
www.allthitt.is og www.o3.is

Ragnhildur Richter
Menntun og störf: Cand.mag. próf í íslensku frá HÍ, sérfræðingur í sjálfsævisögum kvenna. Íslenskukennari í menntaskóla, höfundur kennslubóka og NLP-leiðbeinandi.
Netfang: rar@mh.is

Sigmundur Guðbjarnason

Fyrrverandi háskólarektor, prófesssor emeritus

Sigríður Ævarsdóttir
Menntun og störf: Hómópati LCPH frá College of Practical Homoeopathy í London fyrir fólk og fyrir hesta frá Institut Kappel Wuppertal í Þýskalandi.
Félagi í Organon, fagfélagi hómópata og Bandalagi íslenskra græðara.
Formaður Heilsuhringsins á árunum 2008-2010 og hefur um nokkurra ára skeið skrifað greinar um ýmis heilsutengd mál fyrir hann.
Veffang: heilsubot@gmail.com

Selma Júlíusdóttir er skólastjóri Lífsskólans, Aromatherapyskola Íslands.
Hún er rithöfundur og ilmolíufræðingur. Hún hefur gefið út barnabækur og fagrit um Aromatherapy. Hún rak barnaforskóla frá árinu 1967 og hefur gefið út lestrarkennslugögn. Nú rekur hún ásamt manni sínum Óskari Indriðasyni vélfræðingi Lífsskólann Aromatherapyskóla Íslands. Þau eru fyrst á Íslandi að eima plöntur og hafa hafið útflutning á eimuðu íslenku plöntuvatni til Englands. Einnig hefur Selma ásamt Jasbir Chana, kennara hjá Lífsskólanum, hannað vörur fyrir ungabörn með eimaða vatninu í og íslenskum plöntukrafti. Þá hafa þau hannað hársápulínu fyrir fullorðna. Þessar vörur koma á markað vorið 2010

Stefanía Arna Marinósdóttir
Er með grunnskólapróf og eitt ár í ritaraskólanum við Ánanaust. Hefur unnið á skrifstofu og við að passa börn bæði á leikskóla og heima sem dagmóðir. Lærði hómópatíu í rúm tvö ár, blómadropameðferð og hefur kynnt sér heilsufræði í rúm 20 ár.
Símanúmer: 661-0658
Netfang: arnunia@gmail.com
Facebooksíða: Alkemistinn.

Svavar Sigurður Guðfinnsson
Áhugasamur um lífræna ræktun, lífrænar afurðir, heilsu almennt, einkum samspili líkama, andlegra þátta og umhverfis.
Menntun: B.Sc. í landafræði og kennsluréttindi frá HÍ.
Netfang: svavars@gmail.com
Sími / GSM: 567-8956 / 692-2622

Valdemar Gísli Valdemarsson, skólastjóri Raftækniskólans.
Rafeindarvirki frá Iðnskólanum í Reykjavík 1979 og Meistari frá árinu 1995.
Allt frá unga aldri haft mikinn áhuga á hollum lífsháttum og náttúrulækningum. Kynntist Bio Resonance Therapy í kring um 1986 og hóf að skoða kenningar þar á bak við. Síðar eða í kring um 1992 datt inn mikill áhugi á rafsegulgeislun og hugsanlegum áhrifum á fólk og fénað. Stundaði mælingar á rafsegulsvið allt til ársins 2007. Skrifaði bókina Rafsegulsvið! Hætta eða hugarvíl? Sem kom út árið 2005 og held úti vefsíðunni www.simnet.is/vgv um rafsegulsvið. Hef skrifað fjölda greina um þennan málaflokk í blöð og tímarit.  Held námskeið um rafsegulmælingar hjá Rafiðnaðarskólanum og er sjálfur starfandi hjá Raftækniskólanum sem er einn undirskóla Tækniskólans, skóla atvinnulífsins.

Ævar Jóhannesson

Ævar var einn af stofnendum Heilsuhringsins árið 1978 og hefur verið starfandi í ritnefnd frá upphafi . Hann hefur á þessum tíma skrifað mikinn fjölda greina fyrir Heilsuhringinn, meðal annars um ýmsar flóknar heilsu-úrlausnir byggðar á erlendum vísindagreinum. Á vef Heilsuhringsins er hægt að finna greinasafn Ævars undir sérstökum titli þess efnis.
Ævar er lærður húsasmiður og sjálfmenntaður tæknimaður. Á unga aldri beygðist hugur hans til úrlausna hinna flóknustu tæknimála, sem í fyllingu tímans leiddi til ýmissa uppgötvana m.a. nýrra aðferða til framköllunar á litfilmum sem er nú notuð um allan heim.  Ævar starfaði um áraraðir hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands sem tækjafræðingur og hannaði hann þar mörg tæki til úrlausnar ýmissa tæknimála t.a.m. íssjána,  en með henni má skoða lansdlag undir jöklum.
Ævar er þekkur fyrir lúpínuseyðið sem hann ásamt konu sinni Kristbjörgu bjó til úr íslenskum jurtum í áratugi og gaf fólki með ýmsa sjúkdóma en þó aðallega krabbameinssjúklingum. Uppúr þeim jarðvegi má segja að fyrirtækið Saga Medica hafi vaxið því niðurstöður rannsókna á virkni lúpínuseyðisins gáfu ástæðu til frekari þróunar heilsubótarefna úr því hráefni sem í seyðinu voru.
Æviminningar hans ,,Sótt á brattann” voru gefnar út árið 2008 og er þar að finna áhugaverða lesningu um merkilegt lífshlaup þessa eyfirska drengs.
Ævar er í dag á áttræðisaldri og er enn að skrifa fyrir Heilsuhringinn.

%d bloggers like this: