Kenningar dr. Jóhönnu Budwig um hörfræolíu og kotasælu gegn krabbameini og langvarandi sjúkdómum

Eftirfarandi kafli er upphaf greinar, eftir Mike Vrentas, hjá Independant Cancer Research Foundation Inc. Hann fjallar um rannsóknir og kenningar vísindakonunnar dr. Jóhönnu Budwig.  Greinina í heild ásamt mörgum fleiri mjög áhugaverðum greinum um dr. Budwig er að finna á heimasíðunni www.gustur.is. Eigandi síðunnar og þýðandi greinanna er Guðbjartur Sturluson lyfjafræðingur.

Hér birtist inngangur greinar Mike Vrentas um Dr. Jóhönnu Budwig.
„Í leit minni á vefnum, hefur mörgum sinnum verið vísað á nafn dr. Jóhönnu Budwig. Í greinunum er nefnt, að dr. Budwig notaði lífræna hörfræolíu ásamt lífrænni, lágfitu, kotasælu til þess, að koma í veg fyrir og lækna krabbamein og langvarandi sjúkdóma. Ég hristi höfuðið í vantrú og án þess, að gefa því frekari gaum. Fyrir mér var þetta glórulaust, og ég sá ekki hvernig þetta gæti virkað. En þetta var mjög vanhugsað af minni hálfu.

Ef þú ert að skoða þetta vefsvæði, vegna ástvinar, fjölskyldumeðlims eða vinar, sem þjáist vegna tímabundins eða langvarandi sjúkdóms*, þá er þetta ein af mikilvægustu upplýsingunum, sem ég hef rekist á, í þúsundum klukkustunda athuganna á vefnum. Vinsamlegast taktu þér tíma til að lesa þetta vandlega, þar sem þessi kenning getur bjargað lífi einhvers.

* Terminal and Chronic disease = er hugtak yfir ólæknanlega sjúkdóma, annars vegar þar sem sjúkdómurinn leiðir til dauða sjúklingsins (terminal disease) og hins vegar þar sem sjúklingurinn deyr ekki vegna sjúkdómsins(chronic disease), heldur lifir með honum. Í þýðingunni er þetta nefnt “tímabundinn” (terminal) og “langvarandi” (chronic) sjúkdómur. gs
Kenningar dr. Budwigs fjalla um miklu meira, heldur en hörfræolíu og kotasælu. Ef þú ert, að kynnast þessu í fyrsta skipti núna, þá verðurðu, að lesa þessa grein til enda, til þess að fá innsýn í, hvernig þessar kenningar verka á líkamann. Þetta er mjög öflugur kúr, þegar hann er gerður á réttan hátt, og hefir læknað þúsundir manna með, bæði langvarandi og tímabundna sjúkdóma.

Einn daginn ákvað ég að taka mér tíma til að byrja, að rannsaka dr. Budwig. Mig langaði að vita hver hún væri og læra meira um kúrinn hennar. Ég hafði ekki hugmynd um, að tveimur mánuðum síðar, eftir að hafa lesið þrjár bækur hennar, þýddar úr þýsku yfir á ensku og kembandi internetið, væri ég ennþá, að kynna mér verk hennar. Ég var að reyna mitt besta, til að skilja þessar kenningar, svo ég gæti komið þeim áleiðis til annarra. Ég held, ég skilji núna, af hverju það virðist virka svo vel.

Eftirfarandi eru niðurstöður rannsóknar minnar.  Dr. Budwig fæddist í Þýskalandi árið 1908. Hún lést árið 2003, 94 ára. Hún hefur verið talin fremst meðal evrópskra krabbameinsvísindamanna, lífefnafræðingur, blóðsérfræðingur, lyfjafræðingur og eðlisfræðingur. Dr. Budwig var sjö sinnum tilnefnd til Nobels-verðlauna fyrir störf sín. Í Þýskalandi, árið 1952, var hún aðal ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í fitu og lyfjum.

Hún er talinn einn fremsti sérfræðingur á heimsvísu, í matarolíum og fitu. Rannsóknir hennar hafa sýnt fram á gífurleg áhrif, sem unnin feiti (hertar fitur) og olíur hafa á, og eyðileggja frumuveggi og lækka spennu í frumum líkama okkar, sem síðan leiða til langvarandi og tímabundinna sjúkdóma. Það, sem við höfum gleymt er, að líkami okkar er hlaðinn rafmagni. Frumurnar í líkama okkar eru drifnar áfram af rafhleðslum. Þær hafa kjarna í miðjunni, sem er jákvætt hlaðinn og frumuvegg, sem er neikvætt hlaðinn.

Við erum öll meðvituð um hvernig fita stíflar æðar okkar og slagæðar og eru aðalorsök hjartaáfalla, en við höfum aldrei skoðað ofan í kjölinn, hvernig þessar mjög hættulegu olíur og fitur hafa áhrif almennt, hvernig líkamsfrumur okkar vinna og hvernig þeim vegnar. Dr. Budwig uppgötvaði, að þegar ómettuð fita hefur verið efnafræðilega meðhöndluð, þá eru ómettaðir eiginleika hennar eyðilagðir og sviði rafeindanna eytt. Þessi iðnaðar meðhöndlun á fitunni eyðileggur rafeindasviðið í veggjum frumnanna (60-75 trilljón frumur) í líkama okkar, svið, sem þær verða að hafa til þess, að virka almennilega (þ.e. virka rétt)“.

Framhaldið finni þið á www.gustur.is . Ég hvet ykkur til að kynna ykkur þessa einföldu leið til að bæta heilsu, hún hefur reynst vel gegn hinum ýmsu sjúkdómum. Bent er á myndband með leiðbeiningum  við gerð blöndunnar. Á síðunni er einnig tengill á heimasíðu Jóhanns G. Jóhannssonar tónlistarmanns sem hefur notað kúrinn ásamt fleiri aðferðum gegn krabbameini.

Ingibjörg Sigfúsdóttir netfang: ims1567@gmail.comFlokkar:Kynningar

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , , ,

%d bloggers like this: