Valda grænu safarnir skjaldkirtilsvanda?

Nýverið birtist á heimasíðunni „Lifðu lífinu til fulls“ grein eftir Júlíu Magnúsdóttur heilsumarkþjálfa undir nafninu ,,Hrátt spínat og skjaldkirtill þinn“. Júlía segir frá því hvernig hún komst að því af eigin raun að efni í spínati truflar starfsemi skjaldkirtils. Júlía segir m.a.: ,,Skjaldkirtillinn framleiðir hormón sem stýra orkunotkun líkamans, sérstaklega á notkun líkamsfitu. Til að framleiða þessi hormón krefst líkaminn steinefnis sem kallast joð. Efni í hráu spínati sem kallast ,,goitrogens“ getur dregið tímabundið úr hæfni líkamans til að nýta joð úr fæðu“.  http://lifdutilfulls.is/hratt-spinat-og-skjaldkirtill-thinn/

Fleiri hafa skrifað um hve ,,goitrogens“ er óæskilegt fyrir skjaldkirtilinn t.d. var grein á heimasíðunni Paleohacks.com. Þar er birtur er listi yfir 11 tegundir matvæla sem innihalda ,,goitrogens“ (Foods That Affect Your Thyroid Health). Hér í framhaldi verða endursagðir nokkrir punktar úr greininni en hana má nálgast á slóðinni: http://blog.paleohacks.com/top-11-goitrogenic-foods-thyroid-health/

,,Goitrogens“ rík matvæli óæskileg fyrir skjaldkirtilinn

Orðið,,goiter“ merkir skjaldkirtilsauki eða stækkun skjaldkirtils vegna joðskorts en orðið ,,goitrogens“ er notað yfir efni í mat sem geta veikt og truflað starfsemi skjaldkirtils. Skjaldkirtillinn á stóran þátt í stjórnun innkirtla- og hormónastarfsemi. Kirtilinn er að finna undir brjóski í hálsinum sem liggur upp við barka og barkakýlið. Hann framleiðir prótein og ræður hve hratt líkaminn notar orku, hefur áhrif á hitastig líkamans, skapið og framleiðir kalsítónín, sem snertir kalsíum. Með öðrum orðum, það er mikilvægt að skjaldkirtillinn starfi eðlilega.

Matvæli sem innihalda mikið ,,goitrogens“

Spergilkál, rósakál, hvítkál, blómkál, grænkál, hnúðkál, sinnep, radísur, rófur,soja, næpur,

Matvæli með  minna af ,,goitrogens“

Bambus, hirsi, ferskjur, perur, jarðhnetur, furuhnetur, radísur, spínat,  jarðarber, sætar kartöflur, hveiti og aðrar korntegundir sem innihalda glúten.

Þó að matvæli innihaldi ,,goitrogens“  þýðir það ekki að alveg eigi að forðast þau. En betra er að borða þau soðin en hrá því að suða dregur úr ,,goitrogenic“ um allt að þriðjung, nema úr soja og hirsi. Ekki ætti að borða margar tegundir sem innihalda ,,goitrogens“ sama daginn; það veldur uppsöfnun. Heilbrigt fólk sem ekki á í neinum skjaldkirtilsvanda ætti að geta neytt þessara matvæla í hófi en fólk með trufla starfsemi skjaldkirtils ætti að forðast þau.

Joð er mikilvægasti þáttur heilbrigðs skjaldkirtils

Almennasta orsök skjaldkirtils stækkunar er joðskortur og viðleitni kirtilsins að ná sér í meira joð úrblóðinu. Ein leið til að vega upp á móti áhrifum ,,goitrogens“ er að borða matvæli rík af joði. Í Bandaríkjunum er mælt með að fullorðnir fái að lágmarki 150 míkrógrömm af joði á dag.

Matvæli sem styrkja skjaldkirtil hafa mikið joð og týrósín

Matvæli rík af joði eru söl, þari og annað sjávarfang, fennel, Jerúsalem þistilhjörtu, kúamjólk, egg og rúsínur. Hægt er að kaupa joðbætt salt.

Matvæli rík af týrósíni

Týrósín er amínósýra sem finnst í hveiti, hnetum, og sojabaunum í þessum tegundum er einnig fullt af ,,goitrogens“. Það er mikilvægt að fá týrósín í matvælum án ,,goitrogens“ t.d. í graskersfræjum, nautakjöti, fiski, mjólkurafurðum, eggjum, banönum, lárperum (avocados), alifuglakjöti og möndlum.Týrósín er í laxi sem er einnig framúrskarandi uppspretta af ómega-3 fitusýrum, þær eru bólgueyðandi og geta hjálpað starfsemi skjaldkirtils.

Mikið er af joði í fiski og sjávarfangi (Söl – Heilsuhringurinn 1996) https://heilsuhringurinn.is/1996/09/06/soel/

Íslenska þjóðin ætti ekki að þurfa að þjást af joðskorti því að sjávarfang er ríkt af joði. Í 100 g af ýsu eru 600-700 ug af joði, í 100 g af mjólk 4-7 ug (getur verið meira ef kýrnar fá fiskimjöl í fóðri), í 100 g af garðávöxtum, korni og kjöti 2-5 ug.

Rannsóknir Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins í janúar 1996 á sölvum leiddu í ljós að söl innihalda mikið af næringarefnum, t.d. kalsíum, magnesíum, kalíum, sinki, járni og joði. Við joðskort stækkar skjaldkirtillinn stundum svo mikið að hálsinn þrútnar, svo kemur að því að hraði efnaskipta minnkar, blóðrásin verður hægari og sljóleiki færist yfir einstaklinginn.

Ef skjaldkirtilsstarfsemi er hæg er meiri hætta á að fólk fitni, en það getur grenst ef starfsemi hans er hröð.

Joðneysla Íslendinga fer sífellt minnkandi

Það kom fram í rannsóknum Júlíusar Sigurjónssonar, sem gerðar voru fyrir seinni heimstyrjöld, að vegna mikillar joðneyslu höfðu Íslendingar þá minnstu skjaldkirtla sem mælst hafa. Í athugun sem gerð var á árunum 1965-67 var meðalneysla Íslendinga á joði talin 200-500 ug á dag. (Til saman burðar er RDS-gildi fyrir fullorðna aðeins 80-130 ug). En rannsókn sem var gerð fyrir u.þ.b. 30 árum á Borgarspítalanum af Gunnari Sigurðssyni lækni í efnaskiptasjúkdómum, benti til að joð hjá Íslendingum væri síður en svo hærra en hjá öðrum þjóðum.

Ætli ADHD stafi af joðskorti?

Í bókinni Gigtarsjúkdómar og alþýðulækningar er fullyrt að skortur á joði valdi órólreika og óeðlilegum æsingi hjá börnum. Höfundur bókarinnar D.C. Jarvis bendir á joðupplausn Lugolsar, sem var franskur læknir á nítjándu öld. Lugols náði miklum árangri við að hjálpa órólegum börnum.

Hlutföllin eru: 1 teskeið af eplaediki og tveir dropar af joði í glas af vatni, hrært vel. D.C. Jarvis segist hafa reynslu af því að ótrúlegur árangur hafi komið fram eftir inntöku upplausnarinnar. Þó að joðskortur geti verið þáttur í ofvirkni barna vil ég benda á að margt getur valdið ofvirkni barna, t.d. skortur á steinefnum eða fæðuóþol.

Um það má lesa í greininni: Ofvirkni og námstregða, afleiðing rangrar næringar: https://heilsuhringurinn.is/1990/04/02/ofvirkni-og-namstregea-afleieing-rangrar-naeringar/

Höfundur: Ingibjörg Sigfúsdóttir



Flokkar:Annað

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , , ,

%d bloggers like this: