Hvað er ofvirkni? (Hyperacitvity) Skrifað árið 1990.
Ofvirkni eða óeðlilegur óróleiki er sjúkdómur, sem ekki er óalgengur hjá börnum. Ofvirkni lýsir sér þannig, að barnið getur ekki verið kyrrt andartak, heldur er á stöðugri hreyfingu og getur þá oft ekki látið nokkurn hlut í friði. Það getur ekki einbeitt sér að neinu stundinni lengur og í skóla er það stöðugt vandamál fyrir kennarana. Námsárangur þess er oft lítill eða enginn og í flestum tilfellum langt neðan við það sem greind þess gefur tilefni til.
Oft eru þessu samfara alvarleg hegðunarvandamál, bæði í skóla og heima fyrir, svo að slík börn eru stundum jafnvel nefnd vandræðabörn. Þau eru oft uppstökk og geta ekki samlagað sig öðrum börnum, og á heimilinu eru þau óþolandi frek og skapvond.
Líkamleg einkenni sem oft fylgja þessu er m.a. þurr og hreistruð húð, astma, eyrna bólga, höfuðverkur, nefrennsli, bólur og stöðugur þorsti, sem ekki hverfur við það að drekka. Í sumum tilfellum koma þessi einkenni í ljós strax eftir fæðingu og jafnvel er talið að merkja megi þau meðan á meðgöngu stendur, eða svo segja nýjar rannsóknir frá Bretlandi. Ekki má rugla „ofvirkri“ saman við eðlilega athafnasemi eða óþægð. Mörg börn eru ótrúlega fjörmikil og athafnasöm í eðli sínu og getur það borið vott um gáfur og eðlilega forvitni.
Stuðningshópur fyrir ofvirk börn
Í Bretlandi starfar hópur fólks undir nafninu Hyper-Active Children’s Support Group, sem hefur það að markmiði að safna saman rannsóknum og gera eigin kannanir á þessum sjúkdómi, í þeim tilgangi að hjálpa foreldrum og miðla þeim upplýsingum. Fyrir stuttu barst H. h vænn bunki af upplýsingum frá þessum samtökum, sem ætlunin er að segja örlítið frá hér á eftir. Það ætti að glaðna yfir þeim sem átt hafa í erfiðleikum með ofvirk börn vegna þess að H.A.C.S.G. segja að nú hafi margra ára rannsóknir leitt í jós að sjúkdómurinn stafi af óþoli fyrir einhverju sem barnið nærist á og sé því auðvelt að ráða bót á þessu með neyslubreytingu. Í tímaritinu Journal of Learning Disabilities (tímarit um námsörðugleika) birtist grein eftir ameríska lækninn William G. Crook, MD. þar sem hann fjallar um rannsóknir sínar á ofvirkum börnum allt frá árinu 1954.
Greinin heitir: Getur það sem barnið borðar gert það tornæmt og ofvirkt? Dr. Crook segist vera þess fullviss að svo sé og að flestum börnum sé hægt að hjálpa með því einu að breyta mataræði þeirra. Þó að margir læknar segi ennþá að engar sannanir séu fyrir því að samband sé á milli fæðu og andlegrar heilsu segist hann skilja vantrú þeirra meðan vísindalegar sannanir liggi ekki fyrir. En tregðu þeirra við að kynna sér málið skilur hann ekki, þar sem aðferðin sé fullkomlega hættulaus og er í samráði við sjúklinginn og forráðamenn hans. Áhugi hans fyrir fæðuóþoli vaknaði er hann rak sig á að fæðuval hafði áhrif á ofnæmi og langvinna sjúkdóma. Í sumum tilfellum sjúkdóma sem hann hélt að væru ólæknandi. Hann segir það hafa verið stórkostlegt þegar hann áttaði sig á því að hann gat hjálpað mörgum börnum, sem þjáðust af höfuðverk, þrálátu kvefi, ofvirkni, námsörðugleikum og mörgum öðrum kvillum, með því að breyta mataræði þeirra.
- Árið 1973 hóf hann skipulagðar rannsóknir á börnum, sem þjáðust af taugaveiklun, ofvirkni og námsörðugleikum. í einni slíkri rannsókn sem gerð var 1979 hjá 136 börnum kom í ljós að:
77 þeirra höfðu óþol fyrir sykri,
48 fyrir litarefnum og bragðefnum,
38 fyrir mjólkurafurðum,
30 fyrir maís,
28 fyrir súkkulaði,
20 fyrir eggjum,
15 fyrir hveiti,
13 fyrir kartöflum,
12 fyrir sojasósu,
11 fyrir sítrusávöxtum,
10 fyrir svínakjöti,
9 eða færri fyrir kjúklingum, nautakjöti, eplum, hnetum, lauk, ananas, tómötum, gulrótum, höfrum, hrís og salati.
Hann bendir þeim, sem vinna með börn á einhvern hátt, á að veiklulegt útlit gefi oft til kynna ef um fæðuóþol sé að ræða, eins og t.d. baugar undir augum og nefrennsli. Til að ganga úr skugga um hvort svo sé ráðleggur hann að byrja á því að taka út úr fæðinu algengustu ofnæmisvaldana eins og sykur (oft dugar það), mjólk og öll litar og bragðefni. Oftast komi breytt hegðan í ljós á 7 til 10 dögum. (Þó þarf í sumum tilfellum lengri tíma.) Þegar barnið hefur verið einkennalaust í 48 klst. er einni í einu af þessum tegundum bætt aftur í fæði barnsins og fylgst með viðbrögðum þess. Ef barnið hefur óþol fyrir þessari ákveðnu fæðutegund koma fljótlega fram ofnæmiseinkennin. Hvort sein það var taugaveiklun, ofvirkni eða skortur á einbeitingu. Til að fullvissa sig um hvort um óþol er að ræða þarf að endurtaka þetta.
Fimm sinnum fleiri drengir en stúlkur
Nú hefur það verið uppgötvað að ofvirkni getur stafað af skorti á prostaglandini, sem verður til úr gamma-línslensýru með dihomogamma-línólensýru sem millistig. Meira er um vangetu drengja til að mynda á eðlilegan hátt GLA. Mataræði er afgerandi þáttur sem ákvarðar hlutföll þeirra prostagalandina sem líkaminn myndar. En nútímafæði inniheldur yfirleitt verulegt magn transfitusýra og mettaðra fitusýra sem hvorttveggja kemur í veg fyrir myndun gamma-línolensýru úr Cis-línolsýru. Þar er komin skýringin á því hvers vegna breytt mataræði læknar oft þessi börn.
Kvöldvorrósarolía
Hún inniheldur mikið af þessum nauðsynlegu fitusýrum eða 8-10 hluta af gammalínólensýru og afganginn að mestu Cis-línólsýru en engar trans-fitusýrur. Rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið í Bretlandi, Kanada, U.S.A. og Suður Afríku sýndu að ofvirkum börnum sem gefin var kvöldvorrósarolía ásamt B3 og B6 vítamíni, C-vítamíni og Zinki, batnaði í tveimur þriðju tilfella ofvirknin og mörg læknuðust einnig af asma, ofnæmi og exemi. H.A.C.S.G. hópurinn gefur upp ráðlagðan dagskammt af kvöldvorrósarolíu og vítamínum sem birtist hér. Börn undir tveggja ára aldri þurfa einstaklingsbundna ráðgjöf.
Ráðlagður dagskamtur :
Tveggja til fimm ára
- 2 belgir kvöldvorrósarolía,(belgina á að skera í sundur og nudda innanvert eða á handleggina,
- 250 mg C -vítamín,
- 15 mg B-3 vítamín,
- 50 mg B-6 vítamín,
- 5 mg Zink sulfat.
Sex til sjö ára
- 3 belgir kvöldvorrósarolía (gleypa eða nudda á húð)
- 375 mg C- vítamín,
- 22,5 mg B-vítamín
- 3, 75 mg B-6,vítamín
- 7,5 mg Zink sulfat.
Áta ára og eldri:
- 4 belgir kvöldvorrósarolía
- 500 mg C vítamín
- 30 mg B-6 vítamín
- 100 mg B- 3 vítamin,
- 10 mg Zink sulfat.
Sum börn 10 ára og eldri þurfa 6 belgi af kvöldvorrósarolíunni á dag. Allir aldurhóparnir eiga að skipta ráðlögðum skammti i tvennt og taka inn með mat kvölds og morgna. Stundum veldur kvöldvorrósarolía velgju, þá er best að nudda henni frekar á húðina.
EKKI má gefa flogaveikum börnum kvöldvorrósaolíu.
Magnesíumskortur olli flogaveiki
Skortur á magnesíum getur valdið bæði líkamlegri og andlegri ofvirkni og kann að vera meðvirk orsök æskuafbrota. Komið hefur í ljós að flogasjúklinga vantar magnesíum og reynslan sannar ágæti þess gegn þessum hvimleiða sjúkdómi. Fjögurra ára dreng, sem hafði flogaveiki frá 1/2 árs aldri, voru gefin 450 mg af magnesíumglukonat á dag. Innan 2ja vikna voru öll einkenni horfín.
Dr. Lewis Barnett, yfirlæknir við Hereford sjúkrahúsið í Texas, læknaði 28 flogaveik börn á sama hátt á nokkrum vikum. Magnesíum og kalk hafa innbyrðis tengsl. Vanti annað þeirra á líkaminn erfitt með að nýta hitt. Mikilvægt er því að þau fari saman í daglegri fæðu. 60% magnesíumforða okkar er bundinn í beinakerfínu með kalki. Magnesíum styrkir taugar, vöðva, lifur, kirtla, bein, tennur, hreinsikerfi líkamans, og tengist hvötum í efnaskiptum próteina og kolvetna, eykur nýtingu B-vítamína o.fl. Magnesíum fáum við í: hveitiklíði og kími, heilmjöli, hnetum, möndlum. káli, kartöflum, sólblóma- og sesamfræi, banönum, epl um, appelsínum, þurrkuðum ávöxtum, fiski o.fl.
Áætluð þörf karla er 350 mg en kvenna 300 mg og þungaðra kvenna eða með börn á brjósti 450 mg en líklegt er að íslenskur jarðvegur og vatn innihaldi lítið Mg. Grænmeti og annar garðmatur fullnægir því ekki þörfinni, auk þess sem Mg skerðist við SUÐU. Herberg Saversnik, prófessor við háskólasjúkrahúsið í Ljubljana i Júgóslavíu, hefur rannsakað magnesíum síðastliðin 17 ár. Hann segir að börn sem eru að vaxa eigi að fara varlega vegna þess að magnesíum hægi á upptöku kalks í líkamanum. Hann segir líka magnesíum, eins og kalkið, nauðsynlegt starfsemi taugakerfisins, það verkar róandi, slakar á spennu og dregur úr þreytu. Þessi líkamlega og sálræna slökun er mikilvæg í daglegu starfi.
Áhrif málma – Blý: Börn eru sérstaklega næm fyrir blýeitrun. Áhrif blýeitrunar á börn koma fram í andlegum sveiflum og ofvirkni. Nýleg rannsókn sem gerð var á börnum í Danmörku bendir til að of mikið blý valdi námsörðuleikum. Blýmengun vegna útblásturs frá bílum er að verða verulegt vandamál víða erlendis og Hollustuvernd ríkisins álítur nauðsynlegt að fylgjast með þessu í Reykjavík. Í Bretlandi er staðfest að of mikið blý valdi ofvirkni og námsörðugleikum hjá börnum.
Kvikasilfur: Í algengasta tannfyllingaefni undanfarinna ára, amalgam, er kvikasilfur sem nú er vitað að veldur ofnæmi hjá mörgum. Það hefur komið fram bæði í líkamlegum og andlegum veilum
Ál : Í tímariti H.A.C.S.G. hópsins segir að mjög mörg ofvirk börn hafi óþol fyrir áli og eigi að gæta þess að nota ekki álpotta við eldamennsku. Til að minnka áhrif áls þarf að hafa nóg zink og magnesíum í fæðunni.
Zink : Er nauðsynlegt fyrir myndun beina ásamt kalki, fosfór, magnesíum og flúor, og ekki síður nauðsynlegt líkamanum við myndun prostaglandina. Ráðlagður dagskammtur fyrir fullorðna er 15 mg, barnshafandi konur þurfa 20 mg og konur með barn á brjósti 25 mg Skortur veldur: stressi, pirringi, depurð, hræðslu, gleymsku og fleiri andlegum veilum. Einkenni líkamlegs skorts geta lýst sér í blettum í nöglum og þunnum nöglum, exemi og húðvandamálum, náttblindu, augnþreytu, hægum hárvexti og óeðlilegri sykur löngun (þá vantar oftast B fjölvítamín líka), einnig hefur það áhrif á sykurefnaskiptin. Fýtínsýra og trefjaefni draga verulega úr nýtingu zinks í meltingarvegi. En nokkrar amínósýrur auka nýtinguna.
Kjöt, innmatur, rækjur og krabbi gefa mikið zink, það má einnig fá úr mörgum öðrum matartegundum en í mun minna magni. Rannsóknir benda til að sumstaðar í Bandaríkjunum eigi allt að 5% íbúa við zinkskort að stríða. Það hefur komið fram að ofvirk börn þjást oft af zinkskorti sem í sum um tilfellum byrjar strax í móðurkviði. Í tímaritinu Optimum Nutrition, ráðleggur dr. Patrick Holford öllum barnshafandi konum að taka inn zink í töflum meðan á meðgöngu stendur, vegna þess að zink skortur á meðgöngutíma geri valdið margvíslegum fósturskaða. Talið er að zinkskortur eigi sök á tíðum fósturskemmdum í þróunarlöndum.
Selen
Finnski prófessorinn Matti Tolonen, segir eftirfarandi í bók sinni Vítammer og mineraler: Börn á Norðurlöndum búa oft við slæman kost. Borða of fituríkan mat eins og pylsur, kók og kartöflur og kornflögur, en of lítið af vítamínum og steinefnum. Oft skortir selen í fæðu barna og eykur það hættu á endurteknum kvefsýkingum og fleiri sjúkdómum, þ.á.m. krabbameini. Einnig er líklegt að börn skorti A og E vítamín. Börn hafa tiltölulega meiri þörf fyrir vítamín en fullorðnir vegna þess að þau eru að vaxa. Það er einkum hin síðari árin, sem skilningur hefur aukist á nauðsyn vítamína og steinefna í næringu barna vegna framtíðar heilsu einstaklinganna. Við höfum áhrif á heilsufar þeirra á fullorðinsárum með því sem við gefum þeim að borða í æsku.
Þess vegna er það ákaflega mikilvægt að huga vel að fæði barna. Feril margra langvinnra sjúkdóma má rekja til æskuáranna. Þeir blunda oft með einstaklingnum áratugum saman og brjótast út einhvern tíma á fullorðinsárunum. Dæmi þessa eru t.d. kransæðasjúkdómar og æðakölkun. Krufningar gerðar á bandarískum æskumönnum, sem féllu í Kóreustríðinu á sjötta áratug aldarinnar, sýndu að þeir höfðu kalkaða slagæðaveggi. Hliðstæðar rannsóknir á börnum og unglingum sem látast af slysförum sýna einnig einkenni æðakölkunar. Æðakölkun eykst með aldrinum og einkenni frá hjarta og blóðrás birtast svo þegar fólk kemst á miðjan aldur.
Ungbörn: Því skemur sem börn eru höfð á brjósti þeim mun hættar er þeim við ofnæmissjúkdómum. Nú er brjóstagjöf aftur í tísku. Brjóstamjólkin verndar barnið gegn mörgum sjúkdómum: Krampa, sýkingum og ofnæmi. Brjóstamjólkin verndar barnið einnig gegn truflunum í efnaskiptum, offitu og jafnvel sálrænum truflunum. Þetta kemur í ljós í samanburðarrannsóknum á börnum, sem nærast á brjóstamjólk og þeim sem nærast á einhvers konar eftirlíkingum af brjóstamjólk.
Eyrnabólgur: Tvær rannsóknir sem fram fóru í háskólanum í Colorado og Yeshiva háskólanum í New York sýndu að eyrnabólga er mjög algeng á meðal ofvirkra barna. Í fyrri hópnum sem rannsakaður var höfðu 89% barna þrisvar sinnum fengið eyrnabólgu og 74% höfðu tíu sinnum fengið eyrnabólgu. Í seinni hópnum höfðu 94% fengið eyrnabólgu og 69% tíu sinnum. En í samanburðar hópnum (börn sem ekki voru ofvirk) voru 50% sem höfðu fengið eyrnabólgu þrisvar sinnum og 20% höfðu fengið hana 10 sinnum. Dr. William Crook segir að eyrnabólga sé algeng hjá börnum, sem eigi fjölskyldu með mjólkuróþol.
Sveppasýking
Afleiðing eyrarbólgu er í flestum tilfellum inntaka sýklalyf)a, sem í mörgum tilfellum dregur dilk á eftir sér. Þegar sýklalyf eru tekin inn vinna þau ekki eingöngu á þeim sýklum sem þeim er ætlað að tortíma, heldur einnig á ýmsum öðrum örverum sem lifa í líkamanum. Þar má sérstaklega nefna vissa gerla, sem lifa í heilbrigðum þörmum manna. Þessir gerlar brjót á meðal annars niður viss efni úr fæðunni, sem annars meltast ekki. Þeir mynda ákveðin vítamín aðallega úr B-flokknum og mjólkursýru sem heldur sýrustigi ristilsins hæfilega lágu til þess að óheppilegur gerla- og sveppagróður þrífst þar illa eða ekki.
Við sýklalyfin breytist ástandið í þörmunum því að nauðsynlegum gerlum er tortímt. Sýrustigið hækkar og sveppagróður, sem þolir sýklalyfin vel, heldur innreið sína. Í þeirri fylkingu er gersveppurinn Candida albicans fremstur í flokki. Sé inntöku sýklalyfja fljótlega hætt lagast ástandið stundum af sjálfu sér. En oft er skaðinn orðinn það mikill að þetta lagast ekki hjálparlaust og þarfnast lyfjagjafar. Dr. C. Orian Truss, sem rannsakað hefur sveppasýkingu í fjölda ára, segir að Candida sveppurinn myndi eiturefni í þörmum sem berist þaðan út í blóðið.
Algengt mun vera að sveppasýking valdi andlegum truflunum og ofvirkni hjá börnum og mikilli þörf fyrir orkuríka fæðu og mikla, matarþörf yfirleitt sem m.a. kristallast í stöðugri sókn í kolvetni, mjólkur og gosdrykkjaþambi. Sé sýking á alvarlegu stigi getur hún haft í för með sér kláða í húð, bólumyndanir, jafnvel exemis sár og óþol fyrir öllu milli himins og jarðar. Þessi tegund sveppasýkingar hefur undantekningarlaust í för með sér að blóðsykurinn lækkar, en það veldur svo aftur streitu og lélegri einbeitingu (og helst í hendur við kolvetnis sóknina miklu). Hin alvarlegri stig sýkingarinnar fela í sér að sveppurinn sáir sér í blóðið í formi sveppaspora.
Töluvert hefur verið skrifað um sveppasýkingu í Heilsuhringnum en hér verður vitnað í viðtal við Ólaf Sveinsson, úr D.V. Að mati Ólafs er besta ráðið til að hreinsa Sveppasporana úr blóðinu að efla mjög mótefnaframleiðslu lifrarinnar. Til þess eru fjallagrös einkar vel fallin segir hann. En þau þarf að taka inn á sérstakan máta ef þau eiga að koma að gagni í þessu tilliti.
Hér er uppskrift Ólafs að fjallagrasakúr til blóðhreinsunar:
Sjóðið 10 gr af fjallagrösum i 8 dl. af vatni í 6 mínútur. Síið soðið frá og geymið.
Takið svo inn á fastandi maga 1 dropa af soði í 20 ml. af vatni í 7 daga. Hættið þá inntökum í 7 daga, en takið svo 1 dropa af soði í 20 ml. af vatni í 7 daga. Hættið þá inntökum í 7 daga, en takið svo inn 1 dropa af soði í 30 ml. af vatni í aðra 7 daga.
Ef einungis er um að ræða sveppasýkingu í þörmum telur Ólafúr ráðlegast að drekka 1 dl. af fjallgrasasoði daglega í eina viku.
Ólafur ráðleggur einnig A.B. súrmjólk á morgnana með brytjuðum ávöxtum út í meðan verið sé að koma þarmaflórunni í samt lag. Meðan á því stendur ráðleggur hann fólki að borða ekki trefjaríkan mat og sætindi. Hægt er að kaupa Acidofílus gerla þá er um að ræða blöndu úr þurrkuðum appelsínusafa, þrúgusykri og ýmsum frostþurrkuðum gerlum, t.d. hinum fræga Lactobacillus bulgaricus. Í grein um Germanium í Heilsuhringnum árið 1989 kom fram að snefilefnið germanium vinnur vel á móti sveppasýkingu.
Lágur blóðsykur
Þó að hér að framan hafi komið fram að trefjar séu óæskilegar meðan verið er að uppræta sveppasýkingu eru þær mjög nauðsynlegar. Sé sykurs t.d. neytt án þess að trefjar fylgi með hækkar blóðsykurinn mjög ört að skömmum tíma liðnum. Viðbrögð líkamans við þessu eru þau að briskirtillinn framleiðir insúlín í miklu magni, en það fær blóðsykurinn til að lækka aftur. Vegna þess hversu sykurinn fer hratt út í blóðið þarf miklu meira insúlín til að ná blóðsykrinum niður heldur en magn sykursins í raun og veru gefur tilefni til, ef sykurinn bærist hægar út í blóðið.
Niðurstaðan verður sú, að fljótlega fellur blóðsykurinn mjög hratt, því að enginn nýr sykur berst frá meltingarfærunum, hann vinnst strax upp. Afleiðingin verður of lágur blóðsykur (hypoglycemia). Ef trefja er neytt með sykrinum fer sykurinn ekki nærri því eins hratt út í blóðið, heldur halda trefjarnar honum í sér og gefa aftur frá sér smátt og smátt á nokkuð löngum tíma. Blóðsykurinn fer því aldrei eins hátt og insúlínframleiðslan verður minni. Vegna þess að sykurinn er í langan tíma að berast úr meltingarfærunum út í blóðið fellur blóðsykurinn ekki niður aftur, heldur helst stöðugur í langan tíma.
Höfundur: Ingbjörg Sigfúsdóttir – skrifað árið 1990
Flokkar:Fjölskylda og börn, Greinar