Hörgull á steinefnum í daglegri fæðu er einn alvarlegasti ókostur samtíðarinnar

Mannslíkaminn er byggður upp af steinefnum og steinefni eru lífsnauðsynleg segir í bókinni Læknisdómar alþýðunnar, sem kom fyrst út 1970, eftir bandaríska lækninn D.C. Jarvis M.D. Sjórinn er vökvi mjög flókinnar efnasamsetningar, að þremur og hálfum hundraðasta uppleyst ólífræn steinefni. Sjávargróðurinn breytir þessum ólífrænu steinefnum í lífrænt form. Auk þess berast til sjávar með vatni ýmis jarðefni og úr verður einn allsherjar efnabanki.

Mikilvægustu steinefni líkamsvefjanna eru eftir því sem næst verður komist: joð, eir, kalk, fosfór, mangan, natríum, kalíum, magnesíum, klór og brennisteinn. Öll þessi efni fást úr moldinni nema joð sem fæst úr sjónum. Margir telja að næringarþörf okkar sé fullnægt með neyslu jarðargróðurs og vafalaust ætlast náttúran til þess að svo sé. En hún sá ekki fyrir að skógunum og öðrum gróðri yrði eytt, þannig að vatni væri auðveldað svo mjög að skola steinefnunum úr jarðveginum til sjávar.

Afleiðingar þess er steinefnasnauð mold sem gefur af sér steinefnalausan gróður. Þannig kemur það af sjálfu sér að þeir sem sækja lífsviðurværi sitt í þennan efnasnauða jarðveg líða beinlínis skort í allsnægtunum. Það leynir sér ekki þegar fólk hungrar í sykur, kolvetni og fitu. Þegar ekki lærist að lesa úr merkjum steinefnahungursins og þeim merkjum ekki sinnt um langan tíma verður ástandið enn alvarlegra.

Á síðustu áratugnum hafa komið upp fjölmargir hörgulsjúkdómar sem viðurkennt er að stafi af skorti á lífsnauðsynlegum efnum í fæðunni. Skjaldkirtillinn þarfnast joðs,  kalkkirtlarnir þurfa kóbalt og nikkel, framhluti heiladinguls þarf mangan en afturhluti kirtilsins klór. Kynkirtlarnir þurfa járn.

Járn, eir, mangan, sink og ál hafa á síðustu tímum dregið sérstaklega að sér athygli manna, því að ljóst er orðið að þessi steinefni gegna mjög mikilsverðu hlutverki sem hvatar til örvunar efnaskipta líkamans almennt. Sér í lagi við myndun heilbrigðs blóðs.  (*Of mikið ál  hefur verið talið eina af orsökum Alzheimers.)

Járn tekur beinan þátt í myndun blóðrauðans, sem annast flutning steinefna til líkamans. Blóðleysi er hörgulsjúkdómur, sem gerir vart við sig ef blóðið fær ekki nóg járn. Líkaminn hefur ekki tök á að geyma í sér miklar birgðir járns, svo að nauðsynlegt er að neyta þess reglulega.

Vernda hjartað með þara

Í bókinni er sagt er frá kynnum D.C. Jarvis af dr. Weston A. Price sem fór til Perú vegna rannsókna á orsökum tannskemmda. Dr. Price skoðaði þar tennur í fólki sem bjó í 5000 metra hæð yfir sjávarmáli en sjálfur treysti Price sér ekki ofar en í 3600 metra hæð. Hann tók eftir að allir voru með lítinn poka í bandi um hálsinn sem í var þari. Hann varð forvitinn og spurði hvar þeir næðu í þang þar sem þeir væru svona langt frá sjó. Þeir svöruðu rólega, að þeir sæktu það ti1 sjávar. Hann furðaði sig á þessu, þar sem ferðin fram og til baka til sjávar tók mánuð. Til hvers noti þið þangið? Spurði hann: ,,Til að vernda hjartað“, sögðu þeir.

Bætti hjartaverk

Skömmu eftir að Jarvis heyrði þetta hjá dr. Price fékk hann heimsókn sjúklings, sem var veill fyrir hjarta. Hann kom á föstudegi og Jarvis sagði honum að koma aftur næsta mánudag. Sjúklingurinn sagðist ekki vita hvort hann treysti sér að koma aftur, því að hann hefði þurft að hvíla sig þrisvar í þessum eina stiga upp í lækningastofuna vegna verks fyrir hjarta. Hann sagdist verða að hvílast allan morguninn til þess að geta verið á stjái seinni hluta dagsins og köldið. Jarvis gaf honum nokkrar 300 mg þaratöflur og sagði honum að taka inn eina töflu með hverri máltíð.

Næsta mánudag gekk maðurinn inn í lækningastofuna og rétti fram höndina og bað Jarvis að þreifa púlsinn. Slögin reyndust 72 á mínútu og Jarvis spurði hvers vegna hann hefði beðið um þetta. Maðurinn sagðist hafa verið alveg laus við verk fyrir hjartanu síðan hann tók inn þaratöflurnar og nú hefði hann gengið allan stigann að lækningastofunni án þess að þurfa nokkurn tíma að hvíla sig. Jarvis sgði honum að halda áfram að taka inn eina þaratöflu með hverri máltíð og árangurinn varð sá starfsgeta mannsins óx til mikilla muna.

Stuttu seinna kom prestur til Jarvis sem kvartaði um kvalir fyrir hjartað og var áhyggjufullur þess vegna. Jarvis gaf honum nokkrar þaratöflur og sagði honum að taka eina töflu inn með hverri máltíð.  Það reyndist vel og í framhaldi hurfu hjartaverkirnir.

Þari flýtti fyrir að beinbrot gréru

D.C. Jarvin segir frá rannsóknum prófessors Cavanaugh við Kólumbíaháslóla á ítölskum hænum. Heilsufar hænanna batnaði þegar þeim var gefinn þari. Skurn eggjanna harðnaði og hægt var að henda eggjarauðunum á milli handanna án þess að þær springju. Þegar Cavanaugh fékk spurningar vegna beinbrota sem illa gréru, ráðlagði hann inntöku á þara þar sem hann innihéldi mikið af steinefnum í lífrænni mynd.

Í framhaldi rannsakaði Cavanaugh hvaða áhrif það hafði á græðslutíma beinbrota þegar þangtöflur voru teknar inn daglega meðan brotin voru að gróa. Hann mædi blóðkalkið, fosfór, járn og joð í sjúklingum med beinbrot og athuganar leiddu i 1jós, að græðslutíma beinbrots mátti stytta um fimmtung med því að láta sjúklingana taka inn þangtöflur daglega.

Efnasamsetning mannslíkamans er hliðstæð samsetningu sjávar. Að því athuguðu mætti virðast skynsamlegt að snúa sér að sjónum til að afla líkamanum nauðsynlegra steinefna. Það er hægt að vissu marki med því a neyta fisks og annars sjávarfangs en markið næðist betur með því að taka inn eina 300 mg tölflu af þaramjöli á dag. Það er einfalt og óbrigðult ráð til að forðast þann steinefnaskort, sem okkur er vís ef við neytum aðeins matar, sem ræktaður er á landi.

Heimild: Þetta eru nokkrir punktar úr kaflanum Hollusta sjávargróður á bls. 109 í bókinni Læknisdómar alþýðunnar eftir bandaríska lækninn D.C. Jarvis M.D.. Bókin var þrisvar gefin út á Íslandi á milli 1970 og 1984.  D.C. Jarvis starfaði sem læknir í Vermont í Bandaríkjunum og stundaði þar merkar rannsóknir á ýmsum sjúkdómum. Árið 1980 kom einnig út eftir hann á Íslandi bókin Gigtarsjúkdómar &heilsufræði alþýðunnar.

Ingibjörg Sigfúsdótti. 3.1.15

Greinar sem fjalla um steinefni:

Söl : https://heilsuhringurinn.is/1996/09/06/soel/

Lífvirk efni í þörungum: https://heilsuhringurinn.is/2013/12/26/lifvirk-efni-i-toerungum/

Málmsölt og steinefni: https://heilsuhringurinn.is/1993/04/02/malmsoelt-og-steinefni/



Flokkar:Fæðubótarefni

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , , , , ,

%d bloggers like this: