Málmsölt og steinefni

Inngangur
Hlutverk málmsalta og steinefna hvað varðar starfsemi og uppbyggingu líkamans er fjölþœtt. Þau styrkja myndun beina og vefja, leggja sitt af mörkum til þess a8: samdráttur vöðva, eðlileg myndun og fjölgun blóðkorna, uppbygging prótína, orkuefna og að ótal önnur þroska- og þróunarferli í líkamanum geti átt sér stað  Málmsöltin eru ómissandi við nauðsynlega efnabreytingar og þau viðhalda eðlilegu eða jöfnu sýrustigi í blóði og öðrum vökvum líkamans svo og vökvaþrýstingi millifrumna og blóðsins og síðast en ekki síst efla þau og styrkja ónæmiskrefi líkamans þ.e. DNA eða kjarnasýrurnar.

Sumir kalla málmsöltin og steinefnin öskubuskur næringarfræðinnar vegna þess að þau hafa verið nokkuð hornreka í allri umfjöllun um hollustu og næringu á kostnað vítamína en líkaminn getur ekki brotið niður vítamínin þannig að þau komi að tilætluðum notum án aðstoðar málmsalta og steinefna sem eru fleiri en 30 talsins. Þó  svo að líkaminn  geti framleitt  sum vítamínin sjálfur getur hann ekki framleitt eitt einasta steinefni sjálfur. Þekktustu málmsölt og steinefni eru þessi: kalk, klóríð, fosfór, magnesíum, kalíum, natríum, brennisteinn, króm, kóbalt, kopar, flúor, járn, mangan, molybden, nikkel, selen, sink, kísill, tin og vanadíum.

Almennt má segja að heppilegast sé að neyta þessara efna við venjulega neyslu hollrar fæðu en þó er talið rétt að taka inn reglulega vítamíntöflu með sem flestum málm- og steinefnum einfaldlega vegna þess að næsta ógjörningur er að setja saman svo heilsteyptan matseðil að þess sé gætt að líkaminn fái öll nauðsynleg næringarefni. Þeir sem ekki neyta kjöts þurfa t.d. sérstaklega að gæta þess að í fæðu þeirra skorti ekki ákveðin steinefni auk þess getur jarðvegurinn þar sem viss ræktun fer fram verið snauður af efnum sem okkur eru nauðsynleg.

Afleiðingin verður þá sú að við fáum ekki þau bætiefni úr fæðunni sem við teljum okkur vera að fá og grasbítar af sömu svæðum innihalda ekki þau snefil-og bætiefni sem okkur væru nauðsynleg m.ö.o. grænmeti, ávextir eða kjöt frá ákveðnu landi eða landssvæði þarf ekki að innihalda sömu bætiefni og sömu afurðir annars staðar frá.

Ýmsir telja einnig mjög heilsusamlegt að neyta grænmetis og ávaxta sem er reyndar alveg „laukrétt“ nema að ekki þykir ráðlegt að neyta ávaxta og grænmetis í sömu máltíð vegna þess að þá mun verða gerjun í meltingarveginum sem orsakar magaverk og vindgang. Málmsölt og steinefni geta eflt virkni hvers annars eða unnið hvert gegn öðru á þann hátt að stórir skammtar af einu efni geta leitt til skorts á  öðru svo að mikil þekking á efnunum þarf að vera fyrir hendi ef menn ætla sér að taka inn stóra skammta af ákveðnu efni í því skyni að hafa á hrif á sjúkdómseinkenni eða í einhverjum fyrirbyggjandi tilgangi.

Engin tök eru á því að gera öllum steinefnum sem þekkt eru full skil vegna þess að í fyrsta lagi er rannsóknum á þeim hvergi lokið hvað varðar hugsanlegan lækningarmátt, magn við inntöku, neikvæðar hliðarverkanir eða áhrif eins steinefnis á annað sem neytt er. Auk ofangreindra ástæðna er engan veginn unnt í stuttri tímaritsgrein að gera þeim ýtarleg skil. Hér verður nú samt efnislega reynt að gera helstu málmsöltum og steinefnum skil og hvert efni tekið fyrir sérstaklega.

Kalk
Það er meira af kalki í líkamanum en nokkru öðru efni. Kalk og fosfór styrkja bein og tennur. Til þess að eðlileg upptaka kalks geti átt sér stað má líkamann ekki skorta D vítamín. Þau 2 steinefni sem konur skortir einna helst eru járn og kalk. Í líkama manns er u.þ.b. 1 kg. af kalki og er mestur hluti þess eða 99%  í beinum og tönnum en 1% í frumum og blóði. Kalk styrkir bein og tennur og kemur jafnvægi á hjartslátt, bætir svefn, hvíld og upptöku járns og styrkir taugakerfið. Þeir sem neyta mikils sykurs, drekka mikið kaffi eða vín þurfa meira afkalki en aðrir, þó ætti enginn að neyta meira en 2000 mg afkalki á dag. Fólki er nauðsynlegt að neyta kalks alla ævina en einkum ættu börn, ófrískar konur og konur með börn á brjósti að neyta kalks, reyndar ættu allar konur sem eldri eru en 50 ara að neyta meira kalks en aðrir vegna hættu á beinþynningu og gisnunar beina þeirra.

Kalk er nauðsynlegt vegna blóðstorknunar t.d. þegar sár eru að gróa auk þess sem það stuðlar aðjöfnum blóðþrýstingi og getur dregið úr líkum á að krabbamein myndist í ristli, það er nauðsynlegt ensímum og hormónum sem hafa áhrif á meltingu, orku og efnaskipti líkamans. Kalk og magnesíum styrkja hjarta og æðakerfi og geta lækkað kólesteról í blóði og geta þar af leiðandi minnkað líkur á t.d. kransæðastíflu. Athuga ber þó að magnesíum verður að vera nokkrum veginn í hlutföllum 1 á móti 2 kalk vegna þess að mikil inntaka af kalki einu og sér getur aukið hættu á kransæðastíflu. Efnin stuðla sameiginlega að sjálfvirkum samdrætti vöðva þar með töldum hjartslættinum og kalk getur einnig dregið úr tannholdssjúkdómum. Eðlilegur dagsskammtur fyrir unglinga og fullorðna er 800-1200 mg.

Magnesíum
Rúmlega helmingur þess er í beinum, 1/4 í vöðvum og afgangurinn í líkamsvessum, vefjum og nýrum. Hlutverk þess er að breyta kolvetni, próteini og fitu í orku og að fjarlægja ofgnótt af eiturefnum eins og ammóníum úr líkamanum, efnið stuðlar að eðlilegum samdrætti og slökun vöðva, flutningi taugaboða og dregur úr hættu á tannholds- og hjartasjúkdómum og óreglulegum hjartslætti.

Hlutverk þess og kalks er svipað og vinna efnin vel saman en ef mikið er tekið inn af öðru efninu á kostnað hins geta tilætluð áhrif farið á allt annan veg t.d. veldur mikil inntaka magnesíums á kostnað kalks því að dregur úr eðlilegri myndun beina. A svæðum eða í löndum þar sem vatnið er „mjúkt“ er skortur á magnesíum í vatninu en þar sem vatnið er „hart“ er það auðugt af magnesíum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fólk sem látist hefur úr hjartasjúkómum hefur afar lítið af magnesíum í hjartanu enda er dánartíðni af völdum hjartasjúkdóma hærri í þeim löndum þar sem mjúkt vatn er að finna.

Magnesíum dregur úr krampa og eykur blóðflæði um líkamann einkum til limanna og er talið geta dregið úr sársaukafullri göngu sjúklinga auk þess sem efnið ásamt B6 vítamíni er talið geta haft bætandi áhrif á einhverfa einstaklinga. Það er talið geta dregið úr höfuðverkjum, svimaköstum og svita kvenna við tíðir þeirra. Skortur á efninu hefur áhrif á alla vefi líkamans, einkum hjarta, taugar og nýru, dregur úr matarlyst, vexti, vöðvasamdrætti, veldur: þunglyndi, jafnvel persónuleikabreytingu, of háum blóðþrýstingi, truflun á eðlilegri meltingarstarfssemi, hárlosi, skemmdum á æðakerfinu – ekki ólíkum æðakölkun – dregur úr einbeitingu og samhæfingu vöðva. Eðlilegur dagsskammtur fyrir unglinga og fullorðna er 300 – 450 mg. Magnesíumauðug fæða er t.d. hnetur, bananar, avocado, hveitiklíð og heilhveiti.

Fosfór
Lítil sem engin hætta er á að skortur sé á þessu efni í líkamanum þar eð efnið er að finna í allri jurta – og dýrafæðu. Í meðalmanni eru 500-700 g af efninu og er um 80% þess í beinum og tönnum en afgangurinn í öllum frumum og vefjum líkamans s.s. nýrum, hjarta, heila og vöðvum og hefur efnið mikil áhrif á vöxt, viðhald og viðgerð allra líkamsvefja og hefur jafnframt áhrif á röð niturbasa í kjarnasýrunum. Fosfór eins og magnesíum breytir kolvetni, próteini og fitu í orku, viðheldur eðlilegu sýrustigi í blóðinu og gerir B vítamínin virk og auðveldar upptöku næringarefna eins og glúkósa sem er sykurinn í blóðinu. Eðlilegur dagsskammtur fyrir unglinga og fullorðna er 800 -1200 mg. Auðugir fosfórgjafar eru: kjöt, fiskur, innmatur, alifuglar og egg.

Brennisteinn
Hann er að finna í öllum líkamsvefjum einkum þeim sem innihalda mikið prótein (hvítu) s.s. hári, húð, vöðvum og í insúlíni sem er hormón  sem stjórnar blóðsykrinum. Brennisteinn gefur  próteinfrumum sinn sérstaka eiginleika t.d. hrokkið hár, á sinn þátt í meltingu fitu, blóðstorknun, að breyta próteinum, kolvetnum og fitu í orku og gerir ákveðin ensím virk og er efnisþáttur kollagen sem er aðalstuðningspróteinið í húð, sinum, beinum, brjóski og stoðvefjum. Litlar sem engar líkur eru taldar á því að líkaminn fá ekki nægilegan brennistein og skortseinkenni eru óþekkt en efnið er að finna í mjólkurafurðum, kjöti og fiski.

Kalíum, natríum, klóríð
Efni þessi (söltin) eru svo nátengd og hvernig þau starfa saman í líkamanum að hægt er að fjalla um þau í einu lagi. Þau er að fínna í öllum líkamsvökvum, þar með töldu blóðinu, öllum kirtlum, jafnt í vökva milli frumna og í frumunum sjálfum. Hlutverk þessara efna er að jafna líkamsvökva og neysluvökva um líkamann og úr honum, viðhalda jöfnu sýrustigi og samdrætti vöðva og hvíld þeirra og eðlilegum taugaboðum. Kalíum er nauðsynlegt jöfnum hjartslætti, við heldur eðlilegum blóðþrýstingi en mikil neysla natríums hækkar hann. Lítil hætta er á að þessi efni skorti nema við langvarandi uppköst, niðurgang eða lystarleysi. Skortur á kalíum getur leitt til hægari vaxtar, bein verði stökkari, lömunar, ófrjósemi, skemmdra nýrna eða hjarta. Langvarandi fasta eða svelti getur leitt til skyndilegs dauða þ.e. hjartalömunar sem rekja má til kalíumskorts. Allur venjulegur matur, meira að segja vatn inniheldur þessi efni þannig að engin raunveruleg hætta er á skorti þeirra ef borðað er reglulega.

Króm
Mun meira af efninu mælist í smábörnum en fullorðnum. Helsta hlutverk þess  er ásamt glúkósa (blóðsykrinum) að styrkja hormónið insúlín við upptöku blóðsykursins í frumurnar og koma jafnvægi á hann. Krómríkt insúlín örvar einnig efnahvörf próteina. Skortur á krómi leiðir til þess að insúlínið hefur alls ekki sömu virkni við að halda blóðsykrinum niðri þannig að mönnum er mun hættara á  sykursýki, menn finna fyrir dofa jafnvel ertingu eða kulda í tám og í fingrum, taugatruflunum í hand- og fótleggjum, blóðsykursóþoli og minnkandi hæfni í samhæfingu vöðva. Skortur á krómi  gæti hækkað kólesteról í blóði og aukið þar af leiðandi hættu á kransæðasjúkdómum. U.þ.b. 90% Bandaríkjamanna eru með of lítið  króm þar sem frumstæðir þjóðfélagshópar hins vegar eru með tvöfalt og jafnvel þrefalt magn  króms og athyglisvert er að króm í líkama þeirra  minnkar ekki frá vöggu til grafar líkt og gerist meðal Bandaríkjamanna. Auk þess má bæta við að sykurinnihaldsríkur matur og miklar líkamsæfingar leiða til þess að mikið króm tapast úr lík amanum við þvaglát. Hýðiskorn, heilhveiti, og ölger eru innihaldsrík af krómi.

Kóbalt
Hlutverk þess er ásamt vítamíninu B12 að mynda eðlileg rauð blóðkorn, viðhalda taugavefjum og eðlilegri myndun annarra fruma. Skortur getur leitt til fækkunar rauðra blóðkoma, truflun á taugastarfsemi og óeðlilegrar frumumyndunar. Þeir sem einungis neyta fæðu úr jurtaríkinu ættu að gæta þess að fá nóg af kóbalti ásamtB12. Sem dæmi um kóbaltsinnihaldsríkan mat mætti nefna líffæri dýra s.s. lifur og nýru auk ostru og annars skelfisks.

Kopar
Efnið finnst í öllum líkamsvefjum en mest er af kopar í: heila, hjarta, nýrum og lifur. Kopar auðveldar starfsemi ýmissa ensíma og á sinn þátt í uppbyggingu og viðhaldi kransæða, hjarta og annarra æða líkamans, beinagrindinni sjálfri, taugakerfinu og heilastarfseminni. Sindurefni geta brotið niður kjarnasýrumar og komið af stað myndun og vexti óeðlilegra fruma sem er 1. stig við myndun krabbameins. Þráavarnarefni hafa það hlutverk að koma í veg fyrir myndun sindurefna eða halda þeim óvirkum þannig að þau skemmi ekki vefi. Mörg steinefni auk kopars s.s. selen, magnesíum og sink eru talin vera þráavarnarefni og eru nauðsynleg til þess að þráavarnarensímin geti starfað eðlilega. Kopar gerir járn í líkamanum virkt og eykur upptöku járns í þörmunum, brýtur niður fituvefi og er nauðsynlegt vegna myndunar insúlíns.

Koparskortur er sjaldgæfur en getur valdið: blóðleysi, litleysi í húð og hári, skemmdum á æðum, hjarta og taugakerfinu, valdið fækkun hvítra blóðkorna sem þýðir að líkaminn verður móttækilegur fyrir kvefi, smiti og sjúkdómum. Gæta ber, að þó svo að nægilegt magn af kopar sé í líkamanum, verður sink að vera í nægilegu magni til styrktar ónæmiskerfinu. Sannað hefur verið með ýtarlegum rannsóknum að koparskortur getur valdið hryggskekkju í dýrum, þetta er þó enn sem komið er ósannað hvað fólk varðar þó þykir sennilegt að hægt sé með réttu mataræði (innihaldsríku af kopar) að bæta mjög ástands sjúklings með hryggskekkju, enda er athyglisvert að koparskortur orsakar litla myndun kollagen, sem er aðal prótín stoð- og bandvefja líkamans. Fullorðnir þurfa þó ekki nema 1,5-3 mg á sólarhring. Kopar er í korni, kjöti og grænmeti.

Flúoríð
Í fullvöxnum líkama er að finna u.þ.b. 2,6 g af efninu, aðallega í beinum og tönnum. Meginhlutverk er að halda tönnum heilum. Talið er að það varni tannskemmdum auk þess dregur það úr beinþynningu og talið er að efnið eigi sinn þátt í því að sár grói og auðveldi upptöku járns. Hæfilegt magn á sólarhring fyrir fullorðna er 1,5-4 mg.

Joð
Í fullorðnum manni er u.þ.b. 20-30 mg af efninu og er rúmt 60% af því í skjaldkirtlinum en afgangurinn í vöðvum, blóði og í eggjastokkum kvenna. Hlutverk eða tilgangur efnisins er að virkja skjaldkirtilshormónin. Þau hormón stjórna efnaskiptum, vexti, starfsemi tauga og vöðva, samruna prótína, vexti húðar og hárs og hvernig frumumar nýta súrefnið, hvernig líkaminn notar orku úr fæðunni og stjórnar þannig eða hefur mikilvæg áhrif á líkamsþyngd. Skortur á efninu eftir að hann hefur fengið boð frá heiladingli veldur stækkun skjaldkirtils. Stækkun skjaldkirtils verður einkum vart hjá stúlkum á aldrinum 12-18 ára og piltum 9-13 ára sem búa á landsvæðum þar sem skortur er á joði í jarðveginum. Joðskortur á meðgöngutíma getur valdið því að afkvæmið verður dvergur og líkamlegt og andlegt atgervi afkvæmisins sé ekki eins og það á að vera. Rannsóknir bandarískra skurðlæknisins Charles H. Mayo f. 1865, d. 1939 leiddu til þess að dauðsföllum af völdum sjúkdómsins fækkaði verulega. Við hann er kenndur hinn þekkti spítali og rannsóknarstofur í Bandaríkjunum. Joð er að finna í fiski, mjólk og flestum tegundum matarsalts.

Járn
Um það bil 15-20 ml af járni er í fullvöxnum mannslíkama og mestur hluti þess er í rauðu blóðkornunum. Hlutverk járns er að flytja súrefni. Þegar blóðið fer um lungun binst súrefnið járninu í blóðinu og er flutt þaðan til allra vefja líkamans og tekur síðan við koltvísýringi og flytur hann til lungnanna sem skila honum sem úrgangi við útöndun. Járn styrkir ónæmiskerfið og eykur mótstöðu gegn kvefi, smiti og sjúkdómum eins og joðið. Skortur á efninu veldur óreglulegum hjartslætti, námstregðu, minnisleysi og skapgerðarbrestum. Þeim sem gjarnan hættir til að skorta járn eru: Yngri en 2 ára, unglingsstúlkur, ófrískar konur, konur í kringum tíðir og roskið fólk. Talið er að konur sem hafa tíðir þurfi tvöfalt meira magn af járni en menn eða 15-20 mg á sólarhring.Járninnihaldsrík fæða er innmatur, kjötvöðvar, nautakjöt, þurrkaðar apríkósur og rúsínur. C-vítamín eykur upptöku járns, B-6 er nauðsynlegt vegna myndunar blóðrauðans (hemo globin) í rauðu blóðkornunum. Mikil neysla kalks, magnesíums eða kopars gæti orsakað lé lega upptöku (leysni) jarns í líkamanum.

Mangan
Efnið á sinn þátt ásamt magnesíum o.fl. efnum í að byggja upp stoð- og bandvefi líkamans, mynda fitu, kólesteról, bein, storknun og prótín. Skortur á efninu dregur úr frjósemi, vexti, fæðingargalla, hugsanlegum ágalla við myndun beina, kvíða og almennum slappleika. Ráðlagður dagsskammtur er 2-9 mg fyrir fullorðna. Mikið er af efninu mangan í tei og rúsínum. Of mikið neysla mangans veldur lélegri upptöku (leysni) joðs og gæti því leitt til joðskorts.

Molybden
Efnið er að finna í öllum vefjum einkum þó í lifur, nýrum, beinum og húð. Efnið finnst mikið í ensíminu xanþín sem á sinn þátt í myndun þvagsýru. Það virkjar járn sem er í forðabúri líkamans, en auk þess er efnið nauðsynlegt vexti og þroska. Ráðlagður dagsskammtur fullorðinna er 10,2 mg. Mikið er af efninu í grænmeti og ávöxtum, mismikið þó og fer það eftir því hve jarðvegurinn sem grænmetið eða ávextimir eru ræktaðir í, er innihaldsríkur af efninu.

Selen
Það var á 7. áratug tuttugustu aldar sem ljóst var að í selen væru efni lífsnauðsynleg manninum. Selen er efnisþáttur þráavarnarensíms sem verndar rauðkornablóðfrumur og frumuhimnur frá skemmdum af völdum mjög hvarfagjarnrar ildissundrunar. Selen upphefur (bætir) virkni þráavarnarefnisins E vítamíns og getur í vissum tilvikum komið í þess stað. Minni hætta er talin vera á því að fólk sem neytir seleninnihaldsríkrar fæðu fái síðar á lífsleiðinni krabbamein í ristil, brjóst, leg, lungu eða hvítblæði. Selen á sinn þátt í framleiðslu prostaglandína sem stjórna m.a. bólgum í liðum, þó hefur það ekki enn verið sannað að hægt sé að beita selen til lækninga eða til að halda niðri liðagigt. Rannsóknir á dýrum sína að skortur á efninu við meðgöngu geta valdið afkvæminu ómældum skaða varðandi vöxt þess og þroska. Neysla selen er talin draga úr hættu á hjarta sjúkdómum og hefur nú þegar verið sannað að ákveðin tegund hjartasjúkdóms – sem fyrst og fremst börn fá – kallaður „keshan’s disease“ hefur verið meðhöndlaður með áhrifaríkum hætti með selengjöf. Seleninnihaldsríkt fæði er t.d. innmatur, sjávarafurðir, heilkom, fjölkorna- og heilhveitibrauð. Hæfilegur dagsskammtur fyrir fullorðna er talinn vera 0,06 mg.

Sink
Efnið er að finna í ótal mörgum ensímum líkamans og hlutverk þess er m.a. að fjarlægja eituráhrif alkóhóls úr lifrinni, upptöku steinefna í beinum, brjóta niður prótín og breyta kalorfum í  orku. Auk þess á það sinn þátt í framleiðslu ým issa prótína og að insúlín líkamans skili sínu hlutverki rétt hvað varðar hringrás blóðsykursins, að viðhalda röð niturbasa í kjarnasýrunum, að sár grói, að viðhalda hæfilegu magni A-vítamíns í blóði og að vefirnir nýti A vítamínið. Sink er ennfremur mikilvægt til þess að: ónæmiskerfið starfi eðlilega, kólesterólmagn í blóði sé hæfilegt, vöxtur og þroski sé eðlilegur, líkaminn framleiði prostaglandín – en þau hafa m.a. jákvæð áhrif á blóðþrýsting og hjarta og fitukirtlar húðar starfi rétt. Þó svo að lystarstol (anorexia nervosa) sé geðrænn sjúkdómur hefur það þegar verið sannað að sink eykur matarlyst þeirra sem haldnir eru ofangreindum sjúkdómi og eykur þyngd þeirra.

Talið er að sink megi nota á fyrirbyggjandi hátt og við meðferð krabbameinssjúkra þar eð efnið styrkir mjög ónæmiskerfið, vinnur gegn afbrigðilegri frumumyndun og vexti en styrkir á hinn bóginn eðlilega frumumyndun og vöxt. Þar eð sink styrkir ónæmiskerfið eflir það að sjálfsögðu varnir líkamans gegn kvefi, smiti og sjúkdómum og er talið geta dregið úr tannholdssýkingu og tannátu. Meira að segja er sink ásamt B6 talið geta aukið mönnum þrek á kynlífssviðinu. Skortur á efninu veldur: fækkun rauðra blóðkoma, dregur úr vexti, sár gróa verr, ófrjósemi, lélegu alkóhólþoli, tefur kynþroska, glúkósaóþoli, hárlosi, húðbólgu og geðtruflunum. Mikið magn af sinki er í ostrum en einnig finnst efnið í t.d. kjöti, jógúrt og möndlum. Hæfilegur skammtur fyrir fullorðna á sólarhring er 15-20 mg. Auk þeirra steinefna og málmsalta sem að framan hafa verið upptalin og lýst, má nefna mörg önnur en þau skipta mun minna máli fyrir líkamsstarfsemina og finnast í mun minna mæli í líkamanum en þau eru: alúmíníum, arsenik, bór, kadmíum, blý, kvikasilfur, nikkel, silikon, tin og vanadíum
.
Lokaorð
Ég vil leggja á það áherslu sem ég reyndar vék að í inngangi mínum að almennt skal varast að neyta í töfluformi mikils magns af ákveðnum steinefnum vegna þess að það getur haft þau áhrif að þau efni bæli, þ.e. dragi úr virkni annarra efna eða líkaminn losi sig óeðlilega hratt við önnur steinefni sem líkamanum eru nauðsynleg. Þannig getur steinefni sem neytt er í því skyni að vinna bug á eða draga úr tilteknum sjúkdómi eða veikindum hæglega snúist upp í andhverfu þ.e. gert slæmt ástand verra.

Mörg steinefni eru þannig að þau geta ekki gert okkur það sem hér hefur verið nefnt að framan nema til komi dygg aðstoð (inntak) annarra efna. Steinefnin þurfa nefnilega mörg hver að vinna saman en gera jafnvel ekkert gagn ein sér eins og reynt hefur verið að benda á. Nauðsynlegt er einnig að hafa í huga magnhlutföll þeirra við neyslu. Sum vinna gegn öðrum þannig t.d. að einstaklingar geta hugsanlega orðið að draga úr eða jafnvel hætta alveg inntöku efnis A ef mikið er tekið af efni B eða jafnvel auka inntöku efnis B margfalt til þess að styrkja eða efla áhrif efnis A á líkamann. Þetta virðist vera flókið eða ruglingslegt og það er það reyndar. Sum efnigeta valdið eituráhrifum séu þau tekin inn í of stórum skömmtum t.d. kalk, króm, kopar, járn, selen og sink

Að þessum „niðurstöðum“ fengnum hlýtur það að teljast ráðlegt að ganga hægt um gleðinnar dyr, ráðfæra sig við sérfræðinga eða kynna sér af kostgæfni, áður en ákvörðun er tekin um inntöku stórra skammta af tilteknum steinefnum, hver áhrifin geta orðið eða hugsanlegar aukaverkanir því að hættulegt verður það að teljast að stunda sjálfslækningar nema að undangenginni mikilli fræðslu. Reyndar er það skynsamlegt að bíða ekki eftir því að sjúkdómseinkenni geri vart við sig heldur er forvarnarstarfið best og skilar mestum árangri og lífsgleði sem er fólgið í því að neyta hollrar trefjaríkrar, vítamín- og steinefnaríkrar fæðu og stunda hófsama líkamsrækt t.d. röskar göngur í friðsömu, fáförnu umhverfi þar sem mengunar gætir ekki eða synda svo eitthvað sé nefnt.

Heimildir: Pills and you höf: cand pharm. Eari Mindell útg. 1984 The Essentíal Guide to Vitamins & Minerals höf: Ma & Rd Elizabeth Somer útg. 1992 Health Media og America The Vitamin Bible höf: cand pharm. Earl Mindell útg. 1984

Höfundur: Guðmundur Guðjónsson kennari



Flokkar:Fæðubótarefni

%d bloggers like this: