Þá er komið að öðru innleggi mínu um Body Code og Emotion Code aðferðirnar. Ég skýrði frá því í síðustu grein hvernig tilfinningalegar upplifanir skilja eftir sig minningu eða „andlegan örvef“ sem við köllum Fasta tilfinningu. Fastar tilfinningar geta orsakað verki og ýmsa veikleika í líkamanum ásamt huglægum og tilfinningalegum vandamálum eins og kvíða, þunglyndi eða þráhyggju. Fastar tilfinningar skapa líka annarskonar heilsu vandamál af ýmsum toga.
Eitt af því sem ég finn hjá næstum öllum sem til mín koma er hjartaveggur. Hjartað okkar er mikið meira en bara dæla. Þeir sem hafa fengið hjarta ígræðslu upplifa oft tilfinningar og hugsanir sem eru framandi. Í flestum tilfellum eru þetta upplifanir þeirrar persónu sem hjartað kom úr. Í austrænum fræðum er sagt að sálin eða andi einstaklings sitji í hjartanu þó hugsun fari fram í heilanum. Hjartað geymir nefnilega bæði minningar og tilfinningar. Segulsvið hjartans er 3 – 4 sinnum stærra en heilans og hafa tilfinningar okkar bein áhrif á þetta svið. Hjartað er því mjög mikilvægt þegar kemur að tilfinning um. Þegar einstaklingur verður fyrir áfalli byggir undirmeðvitundin oft vegg umhverfis hjartað. Veggurinn er til varnar gegn áföllum og ögrunum umheimsins. Undirmeðvitundin gerir þennan hjartavegg úr föstum tilfinningum – raðar þessum andlega örvef upp líkt og múrsteinum.
Oftast líða erfiðir tímar hjá og við þroskumst. Því þurfum við ekki lengur á hjartaveggnum að halda. Ekki veit ég af hverju en undirmeðvitundinni virðist formunað að taka hjartavegginn niður þegar hans er ekki lengur þörf. Sé hans ekki þörf er hjartaveggurinn til vandræða. Hann lokar okkur á vissan hátt af frá umhverfinu og veldur því að við skynjum ekki eins vel hvað er að gerast tilfinningalega í kringum okkur. Hann getur einnig valdið þyngslum og verkjum í hálsi, herðum og brjóstholi.
Með Emotion Code og Body Code aðferðunum má taka þennan hjartavegg niður. Föstu tilfinningarnar eru losaðar og í 2. til 3. meðferðum. Þeir sem hafa upplifað þetta finna oft að samskipti við aðra batna. Við verðum meðvitaðri um tilfinningar og þarfir okkar og annarra.
Í næsta innleggi mínu mun ég fjalla um undirmeðvitundina og hvernig hægt er að vinna beint með hana.
Kveðja, Einar Gröndal, O.B.T., M.Sci., L. Ac.
Símar: 863-2302 og 552-2302 Netf.: einargudrun@gmail.com
Heimasíða: ljosgardur.com
Slóðin á fyrrigreinina Tilfinningar og veikindi er: https://heilsuhringurinn.is/2015/10/17/tilfinningar-og-veikindi/
Flokkar:Hugur og sál