Er hægt að gera við brjósk í hné án uppskurðar ?

Hvað á að gera til að endurbæta brjósk í hné manns. Ég get gefið þér persónulega vitnisburð um hvað getur hjálpað segir: David Stewart, Ph.D. er framkvæmdastjóri ,,Center for Aromatherapy Research and Education“. Fyrir 35 árum síðan varð ég fyrir slysi á hné. Það þjakaði mig í tíu ár og ég hélt það myndi aldrei batna. En það batnaði.

Þegar ég náði 60 ára aldri fyrir fjórum árum síðan byrjaði slitgigt í hnénu. Það versnaði smám saman og var farið að angra mig í hverju skrefi. Ég notaði heita og kalda bakstra og kodda undir fótinn til að fá smá svefn á næturnar. Ég gat gengið haltur með verki, en ég gat ekki keyrt eða stokkið án þess að hnéð bólgnaði upp og það var mjög sársaukafullt. Læknir sagði mér að aðeins hné skipti gætu bætt vandann. Ég sagði: ,,Nei takk, það hlýtur að vera til betri leið“.

Þó að ég hefði verið að nota olíu á hné í um eitt og hálft ár hafði mér ekki komið í hug að kjarnaolíur gætu leyst vandræði mín. Sum okkar, eins og ég erum lengi að átta sig á lækningamætti kjarnaolíanna og þurfum að þjást í nokkurn tíma áður en við skiljum að við höfum lækninguna í eigin höndum.

Í janúar 2001 kviknaði sú hugmynd hjá mér að prófa þrjár olíur. Ég tók tvo eða þrjá dropa af ,,Cypress kjarnaolíu, Wintergreen kjarnaolíu og Panaway kjarnaolíu og blandaði þeim saman í lófa mér. Ég bar þær á veika hnéð beindi Vita Flex tækni  að hnénu í eina eða tvær mínútur. (Sjá skýringu neðst.) Ég gerði þetta bæði kvölds og morguns í tvo mánuði og hnéð læknaðist. Þetta var fyrir rúmu ári síðan og nú get ég hlaupið, hoppað, gengið og beygt hnéð án verkja. Það er gróið. Ég hef ekki þurft að nota neinar olíur síðan nema þegar ég hef ofreynt hnéð. En þá hefur dugað að bera Cypress og Wintergreen einu sinni eða tvisvar á hnéð. Slíkt hefur aðeins gerst þrisvar eða fjórum sinnum á síðasta ári. Engra annarra meðferða hefur verið þörf.

Í febrúar á þessu ári dvaldi ég í mánuð á Taiwan, þar sem við gengum 3-5 mílur á hverjum degi. Klifruðum á fjöll, stukkum yfir steina og gengum um götur og í mörkuðum borga. Ég gat hlaupið og gengið og þannig haldið í við alla, en nánast allir voru töluvert yngri en ég. Einu sinn misstum við nærri því af lestinni og þurftum að hlaupa dálítinn spöl með farangurinn. En ég fékk samt engin eymsli í hnéð. Fyrir tveimur árum er útilokað að ég hefði getað það.

Hvort sem um hefur verið að kenna brjóskrýrnun undanfarin eitt til tvö ár, sem valdið hefur því að hnéð gerði mér svo erfitt fyrir. Þá virðist nú hafi verið gert við það. Greinilega hafa olíurnar leiðrétt rangar upplýsingar í dulmáli DNA í frumum vefja hnésins. Þannig er það nú eðlilegt og heilbrigt. Lækningin er varanleg.

Greinin er frá árinu 2012 og höfundurinn David Stewart, Ph.D. er framkvæmdastjóri ,,Center for Aromatherapy Research and Education“.  Slóðin er: http://www.raindroptraining.com

Kjarnaolíurnar: David notar ,,Young Living“ kjarnaolíur – þær eru 100% hreinar meðferðar kjarnaolíur (therapeutic grade ). Allar kjarnaolíur Young Living eru eimaðar úr hreinum jurtum eða villtum jurtum/trjám og gæðastaðall þeirra tryggður með efnamælingum. Þeir sem óska eftir að kaupa eða fá meiri upplýsinga um Young Living kjarnaolíurnar geta haft samband við Lilju Oddsdóttur netfang: lithimnugreining@gmail.com

Vita Flex tækni er gömul aðferð frá Tibet. Orkunni er skotið inn í veika blettinn með fingrum, með sérstakri tækni, sem er þróuð af Stanley Burroughs eftir yfir 50 ára rannsóknir og tilraunir. Tækninni er líkt við svæðameðferð en sögð vera betri því að fólk upplifi minni óþægindi. Um Vita Flex tækni má fræðast á síðunni:  http://essential-oils-by-young.com/reflexology-vita-flex.htm



Flokkar:Annað, Ýmislegt

Flokkar/Tögg, , , , , , , , ,

%d bloggers like this: