Skýrsla WHO Traditional Medicine Strategy 2014 – 2023 –segir óhefðbundnar lækningar oft vanmetnar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin eða World Health Organization (WHO) hefur gefið út áætlun um óhefðbundnar lækningar sem kallast WHO Traditional Medicine Strategy 2014 – 2023. Þar kemur fram að óhefðbundnar lækningar eru mikilvægur og oft vanmetinn hluti heilbrigðisþjónustu. Í sumum löndum eru óhefðbundnar lækningar eða heildrænar meðferðir kallaðar viðbótarmeðferðir eða complementary medicine (CM). Óhefðbundnar lækningar (TM) hafa fylgt mannkyninu og verið notaðar til að viðhalda heilbrigði og verjast sjúkdómum í aldaraðir, sérstaklega við langtímasjúkdómum.


Áætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um heildrænar meðferðir eða WHO Traditonal Medicine Strategy 2014-2023 hefur þau markmið að styðja aðildarríki WHO til að:

virkja framlag heildrænna meðferða til heilbrigðis, velsældar og   heilbrigðisþjónustu sem snýst um fólk (peoplecentred).

kynna örugga og árangursríka notkun heildrænna meðferða með því að skipuleggja, rannsaka og samþætta heildrænar lækningavörur, meðferðaraðila og starfsemi inn í heilbrigðiskerfi þar sem það á við.

 

Áætlunin miðar að því að styðja aðildarríki WHO í að þróa framsækna stefnumótun og gera framkvæmdaáætlanir sem munu efla hlutverk heildrænna meðferða við heilsuvernd almennings. Byggt er á fyrri skýrslu WHO Traditional Medicine Strategy 2001-2005, þar sem staða heildrænna meðferða var endurskoðuð á heimsvísu og í aðildarríkjum WHO og sett voru fram fjögur lykil markmið:

stefna – innleiða heildrænar meðferðir inn í heilbrigðiskerfi aðildarríkja, þar sem mögulegt er, með því að þróa og innleiða hjá hverju þjóðríki stefnur og áætlanir um heildrænar meðferðir.

öryggi, gagnsemi og gæði – stuðla að öryggi, gagnsemi og gæðum heildrænna meðferða með því að útvíkka þekkingargrunninn, og veita leiðbeiningar um regluverk og festa gæðastaðla.

aðgengi – auka framboð og aðgengi að heildrænum meðferðum með áherslu á fátækari þjóðfélagshópa.

skynsamleg notkun – stuðla að viðeigandi heildrænum meðferðum hjá meðferðaraðilum og notendum þjónustunnar.

Þrátt fyrir umtalsverðar framfarir við að innleiða þessa áætlun á heimsvísu, þá þurfa aðildarríki WHO að takast á við ýmsar áskoranir sem tengjast:

þróun og framfylgni við stefnu og regluverk;

innleiðingu, sérstaklega við að staðfæra og meta stefnur og viðmið til að innleiða heildrænar lækningar í ríkisrekna heilbrigðisþjónustu og frumheilsugæslu (primary health care);

öryggi og gæði, sér í lagi mat á vörum og þjónustu, menntun meðferðaraðila, aðferðafræði og viðmiðum til að meta árangur;

getu til að koma á eftirliti og reglum um auglýsingar og staðhæfingar (claims) um heildrænar meðferðir (TM)  og viðbótarmeðferðir (CM);

rannsóknir og þróun;

upplýsingar og miðlun, svo sem miðlun upplýsinga um stefnur, skipulag, þjónustu og rannsóknargögn, aðgengi að áreiðanlegum upplýsingaveitum fyrir notendur þjónustunnar.

 

Þessi nýja áætlun miðar að því að takast á við þessar áskoranir. Ætlast er til að aðildarríki WHO taki hús á stöðu mála í hverju ríki viðkomandi heildrænum meðferðum (T &CM) og þrói síðan og framfylgi stefnum, regluverki og leiðbeiningum sem endurspegla þann raunveruleika. Aðildarríki WHO geta tekist á við þessar áskoranir með því að skipuleggja eigin starfsemi með eftirfarandi þrískiptum áætlunarþáttum:

1. byggja upp þekkingargrunn sem heimilar virka framkvæmd heildrænna meðferða í gegnum viðeigandi stefnumótun þjóðríkja sem hafa skilning á og viðurkenna hlutverk og möguleika heildrænna og viðbótarmeðferða.

2. styrkja og  tryggja gæði, öryggi og viðeigandi og árangursríka notkun heildrænna meðferða  með regluverki um vörur, starfsemi og meðferðaraðila í gegnum menntun og þjálfun, þróun færni, þjónustu og aðferða heildrænna meðferða .

3. stuðla að alþjóðlegri tryggingu heilbrigðis (universal health coverage) með því að innleiða þjónustu heildrænna meðferða  inní heilbrigðisþjónustu og sjálfshjálparþjónustu með því að veita fjármagni til þeirra til að efla heilbrigðisþjónustu og heilsufar, og með því að auðvelda neytendum upplýst val um sjálfshjálparþjónustu.

 

Fyrir hvert markmið, felur áætlunin í sér fjölda aðgerða til leiðbeiningar fyrir aðildarríki  WHO og fleiri viðkomandi. Áætlunin styður aðildarríki WHO við að hanna og innleiða aðgerðaáætlun í samræmi við þeirra eigin getu, forgangsröðun og viðkomandi lagaumhverfi.  Markmiðið er að aðstoða aðildarríki WHO við að ákveða og forgangsraða þörfum sínum, fyrir árangursríkar þjónustuveitur, styðja viðeigandi regluverk og þróun stefnu og tryggja öryggi á vörum og starfsemi.

 

Þá má geta þess að lokum að í WHO Traditional Medicine Strategy  2014-2023 er m.a. kveðið á um virkt samstarf heilbrigðisstétta annars vegar og heildrænna meðferðaraðila hins vegar.

 

Þar segir m.a. að aukin viðurkenning er á því að heildrænar meðferðir geti stuðlað að bættri heilsu almennings. Lykilatriði í því samhengi er að heildrænar meðferðir geta aukið aðgengi almennings að heilbrigðisþjónustu sem og aukið meðvitund almennings um heilbrigða lífshætti og forvarnir. Þá segir enn fremur í skýrslunni að fram eru komnar sannanir (emerging evidence) sem sýna að heildrænar meðferðir geti bætt heilsu almennings, dregið úr álagi á heilbrigðiskerfi og dregið úr kostnaði. Þetta sýnir hvers vegna mikilvægt er fyrir þjóðríkin að huga að því hvernig megi betur samþætta heildrænar meðferðir inní heilbrigðiskerfi og heilbrigðisáætlanir ríkja. Samkvæmt úttekt WHO á útbreiðslu og almennri notkun heildrænna meðferða þá eru um 100 milljónir Evrópubúa sem nota heildrænar meðferðir og fimmtungur þess hóps notar þær reglulega. Meðal þeirra heildrænu meðferða sem nefndar eru í skýrslu WHO eru nálastungur (acupuncture), smáskammtalækningar (homeopathy), náttúrulækningar (naturopathy), yoga, Ayurveda ofl.

Samantekt unnin úr WHO Traditional Medicine Strategy 2014-2023 gerði I.K.

Sótt 23. mars 2015 af

http://apps.who.int/iris/bitstream/10665/92455/1/9789241506090_eng.pdf?ua=1Flokkar:Kynningar

Flokkar/Tögg,

%d bloggers like this: