Tilfinningar og veikindi

Um nokkurra ára skeið hef ég verið að nota útfærslu af ,,Emotion Code og Body Code“ aðferðunum til meðferðar á öllum helstu vandamálum skjólstæðinga minna. Aðferðirnar byggja á því að fá skýra Já eða Nei svörun frá líkamanum og nota síðan þessa svörun til að leiða okkur að rót vandans. Það sem einkennir rót flestra vandamála (99%) eru tilfinningar og hugarmynstur. Þetta á við allt sem hrellir okkur t.d. kvíða, þunglyndi, hverskyns veikindi, verki eða bólgur.

Einhverjar tilfinningar þekkjum við flest. Þó að allar aðstæður í kringum ákveðnar tilfinningar hafi breyst og tilfinningarnar sjálfar virðast horfnar situr minning eftir í líkamanum. Ég líki þessu við „andlegan örvef“.  Við köllum þetta fasta tilfinningu. Föst tilfinning veikir það svæði líkamans þar sem hún situr. Svæðið dregur svo til sín fleiri fastar tilfinningar því það er veikt fyrir og að lokum birtist líkamlegt mein eða veikleiki þar. Tökum sem dæmi hægri öxl þar sem nokkrar fastar tilfinningar hafa sest að. Þessi öxl er nú veikari en sú vinstri. Einstaklingurinn er nú líklegri til að þjást af sliti, gigt, bólgum eða verkjum í þessari öxl. Með því að fjarlægja þessar föstu tilfinningar má stórlega minka verki og óþægindi.

Galdurinn við þessa aðferð er að þegar föst tilfinning er komin uppá yfirborðið má losa hana frá einstaklingnum með einföldum aðferðum. Þannig má losa spennu sem myndast í líkamanum vegna huglægra og tilfinningalegra upplifana. Margir eru hissa á að ekki er algengt að upplifa tilfinningarnar aftur þegar þær eru losaðar þó það geti gerst. Þarna er verið að losa það sem tilfinningaleg upplifun skilur eftir sig þ.e. minningu líkamans. Á næstu mánuðum mun ég skrifa nokkrar greinar sem skýra nánar þessa aðferð og aðrar sem ég nota daglega.

Emotion Code vinnan fer fram í einkatímum sem taka frá ½ – 1 klukkutíma. Þetta er allt gert með fullri meðvitund svo skjólstæðingar mínir vita hvað var gert og hvernig. Tíminn er því bæði lærdómsríkur og áhrifamikill.

Með kveðju,

Einar Gröndal, M.Sci., L. Ac.

Dalsel 8, 2.h.h.

109 Reykjavík

S: 863-2302 og 552-2302

Netf.: einargudrun@gmail.com

Heimasíða: ljosgardur.com

Höfundurinn: Einar Gröndal hefur unnið við náttúrulækningar og heilun síðastliðin 25 ár. Hann lauk námi í austrænum lækningum, nálastungum og næringar fræði árið 2001. Hann er sérhæfður í verkja meðferðum og endurhæfingu. Einar starfar nú í Reykjavík.



Flokkar:Næring

Flokkar/Tögg, , ,

%d bloggers like this: