Matarsódi gegn kvefi og flensu

Matarsóda er hægt að finna í náttúrunni sem steinefnið natron, það inniheldur mikið magn af natríum bíkarbónati. Þessi steinefni voru notuð við þrif í fornöld en matarsódi eins og við þekkjum hann í dag sem er notaður í bakstur hefur verið framleiddur síðan árið 1846. Matarsódi getur einnig gengt heilsufarslegu hlutverki eins og sjá má af eftirfarandi.

Árið 1924 gaf dr. Volney S. Cheney út bókina ,,Arm & Hammer Baking Soda Medical Uses“ sem fjallar um læknisfræðilega eiginleika matarsóda. Hann hafði fundið út að fólki sem var gefinn matarsódi varð minna veikt af flensu og náði fyrr heilbrigði.

Dr. Cheney gaf drjúga skammta af matarsóda við inflúensu og í mörgum tilvikum hurfu einkennin á innan við 36 klst. Hann ráðlagði einnig að taka matarsóda sem fyrirbyggjandi aðgerð. Almenn trú sem er tengd sjúkdómavörnum er að inntaka matarsóda hjálpi til að viðhalda sýrujafnvægi blóðsins vegna basískra áhrifa sódans á líkamann. Þó að þessi kenning eigi marga stuðningsmenn hefur hún ekki verið vísindalega sönnuð.

Ef einhverjir vilja sannreyna þetta sem vörn gegn flensu og kvefi er uppskrift dr. Cheney frá árinu 1924 eftirfarandi:

  • Dagur 1: taka ½ teskeið af matarsóda í glasi af vatni á tveggja tíma fresti sex sinnum á dag.
  • Dagur 2: taka ½ teskeið af matarsóda í glasi af vatni fjórum sinnum á dag.
  • Dagur 3: taka ½ teskeið af matarsóda í glasi af vatni að morgni og kvöldi.
  • Eftir þetta taka ½ teskeið af  matarsóda í glasi af vatni á  hverjum morgni þar til einkennin eru horfin.

Það sem hér hefur komið fram eru þýddir og endursagðir punktar úr lengri grein sem heitir: How To Fight Cold and Flu With Baking Soda greinina er að finna á heimasíðunni Healthy And Natural World. Slóðin er: http://www.healthyandnaturalworld.com/fight-cold-flu-with-baking-soda/

I.S.  Árið 2015.Flokkar:Annað, Ýmislegt

Flokkar/Tögg, , , ,

%d bloggers like this: