Þörf fyrir varúðarráðstafanir vegna alvarlegra afleiðinga þráðlausrar tækni

Á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó 1992 komu fulltrúar um 180 þjóða sér saman um svonefnda Varúðarreglu. Varúðarreglan felst í því að náttúran eigi að njóta vafans, að ekki megi nota skort á vísindalegri fullvissu um hugsanleg skaðleg áhrif sem rök til að fresta varnaraðgerðum.  Samþykkt Varúðarreglunnar felur því í sér að sönnunarbyrði í umhverfismálum flytjist af tjónþola yfir á meintan tjónvald.

Varúðarreglan og rafsegulmengun

Það er mikilvægt að skoða umræðuna um rafsegulmengun (rafmengun og örbylgju¬mengun), út frá Varúðarreglunni. Það hafa sem sagt komið fram ýmsar vísbendingar um skaðsemina, þó ýmsir haldi fram að fullvissu skorti. Hvort sem skaðinn er talinn vera sannaður eða ekki, þýðir ekki að hann hafi verið afsannaður. Þess vegna ber að grípa til varnaraðgerða þar sem nú þegar liggur fyrir meira en grunur um skaðleg áhrif. Það er því mikilvægt að hlustað sé á aðvörunarorð vísindafólks, að mark sé tekið á niðurstöðum vísindalegra rannsókna sem sýna fram á alvarlegar afleiðingar örbylgjugeislunar og rafmengunar, að hlustað sé á fólk sem er með óþol og að gerðar séu viðeigandi ráðstafanir til að standa vörð um heilsu almennings.

Ástæður til að gæta varúðar vegna þráðlausrar tækni

Árið 2007 og aftur 2012, sendi óháð fagráð út aðvaranir vegna mögulegra afleiðinga rafsegul¬mengunar og geislunar frá fjarskiptabúnaði, farsíma, farsímamastra og útvarps- og sjónvarps¬bylgjum.  Þetta fagráð, The BioInitiative Group, er samansett af heimsþekktum vísindamönnum á hinum ýmsu sviðum sem lúta að þessum málum, komst að þeirri niðurstöðu að það sé mikil ástæða til að hafa áhyggjur af afleiðingum geislunar af þessu tagi. Einnig komust þeir að þeirri niðurstöðu að þau viðmiðunarmörk sem nú er stuðst við séu langt í frá að vernda fólk og lífríki fyrir skaða.

Niðurstaðan BioInitiative hópsins í skýrslunni 2007 er sú að núverandi viðmiðunarmörk ICNIRP (Inernational Commission on Non-Ionizing Radiation Protection) og FCC (Federal Communications Commission sem setur reglur í öllum ríkjum BNA um fjarskiptasamskipti, alþjóðleg og innanríkis) varðandi öryggi almennings gagnvart örbylgju¬og rafsegulsviði (ELF / RF) séu ekki nógu lág til að vernda heilsu almennings. Ennfremur að viðmiðunarmörk sem notuð eru varðandi geislun lágtíðni bylgna og útvarpsbylgna eigi að miðast við líffræðilegar afleiðingar og til að vernda heilsu almennings vegna mögu¬legra neikvæðra áhrifa stöðugrar geislun ELF (Extremely Low-Frequency)og RF(Radio Frequency).

Núverandi viðmiðunarmörk eru byggð á mörkum sem miðast við að varna því að fólk brenni eða hitni, en taka ekki mið af áhrifum lágtíðni sem margar rannsóknir hafa sýnt að hafa líffræðileg áhrif, sem eru afar líkleg til að hafa neikvæð áhrif á heilsu, líffræðilegt jafnvægi og vellíðan þegar fólk býr við hana til lengri tíma.Það er (því afar brýnt að sett séu ný viðmiðunarmörk til þess að koma í veg fyrir röskun eðlilegrar líkamsstarfsemi vegna ójónandi geislunar.

Rannsóknir hafa nú þegar leitt í ljós að rafsegulbylgjur, útvarpsbylgjur  og örbylgjur valda skemmdum á genunum; trufla samskipti frumanna, starfsemi þeirra og endurnýjun;hafa skaðleg áhrif á varnir líkamans gegn krabbameinsmyndun, varnir gegn krabbameini og taugasjúkdómum. Einnig eru rannsóknir sem sýna taugafræðileg áhrif eins og svefntruflanir og svefnleysi, skaðleg áhrif á skilning og minni; valdi þunglyndi, hjartasjúkdómum, sjúkdómafræðilegum leka í blóðmörkum í heila; hafi  slæm áhrif á ónæmiskerfið, og minnki frjósemi.

Það eru yfir 2000 rannsóknir sem sýna fram á mjög alvarlegar afleiðingar örbylgjumengunar og nú hefur WHO sent frá sér ályktun þar sem varað er við hugsanlegum tengslum milli farsímanotkunar og Glioma (illkynja heilaæxli)

Umhverfisnefnd Evrópuráðsins viðurkennir rafóþol og varar við vaxandi afleiðingum rafsegulmengunar á fólk og lífríki og kallar eftir að varúðarreglan sé látin ráða í þessum efnum.

Sérstakir áhættuhópar

Gæta þarf sérstaklega að því að vernda börn, veika og aldraðar fyrir örbylgjugeislun. Notkun þráðlausrar tækni í kringum börn setur þau í hættu. Skólayfirvöld og foreldrar þurfa því að kynna sér málin og taka afstöðu og gæta hagsmuna barna og starfsfólks í skólum.  Ennfremur er mikilvægt að fræða fólk um mögulegt heilsutjón og áhrif þráðlausrar tækni á líðan fólks og hvers vegna börn og aldraðir eru viðkvæmari gagnvart slíkri geislun.

Alþjóðaráð um varnir gegn ójónandi geislun, ICNIRP, sem hefur gefið út þau verndarviðmið sem flestar þjóðir miða við, er afar umdeilt vegna hagsmunatengsla. Það hefur neitað að taka tillit til líffræðilegra áhrifa en miða sín verndarmörk við hitnunaráhrif eingöngu.  Þess vegna hefur Umhverfisráð Evrópusambandsins ályktað um mikilvægi þess að tryggt sé að ekki sé verið að gæta hagsmuna iðnaðar í alþjóðlegum ráðum og nefndum eins og ICNIRP og WHO.

En þrátt fyrir þetta má finna í plaggi sem ICNIRP gefur út 2002 um almennar varnir gegn heilsutjóni vegna ójónandi geislunar að mismunandi hópar geti haft mismunandi þol gagnvart örbylgjugeislun.  Til dæmis geti börn, aldraðir og veikt fólk haf minna þol fyrir einu eða fleiri formum örbylgjugeislunar en aðrir. Það geti því þurft að setja sérstök verndarmörk eða viðmiðunarmörk fyrir slíka hópa (sjá http://www.icnirp.org/documents/philosophy.pdf)

Aukinn fjöldi stofnanna og yfirvalda hafa bannað eða varað við notkun þráðlausrar tækni í skólum.  Margir sérfræðingar, vísindamenn og læknar hvetja t.d. skólayfirvöld til að gera ráðstafanir til að vernda börn og starfsfólk.

Geislavarnir Ástralíu, (The Australian Radiation Protection Nuclear Safety Agency (ARPANSA)), gaf nýlega út staðreyndaplagg, um hvernig megi minnka geislun frá farsímum og öðrum þráðlausum búnaði (fact sheet 14 „How to reduce exposure from mobile phones and other wireless devices“ (February 2013)).  Þar segir meðal annars „tækniþróunin er svo hröð að það er ómögulegt að vera algjörlega viss um að hún feli ekki í sér ákveðna hættu.  Þetta á sérstaklega við um börn, þar sem liggja fyrir fáar rannsóknir um langtíma áhrif slíkrar geislunar á þau.“

Árið 2011 skilgreindi IARC, (Alþjóðastofnun krabbameinsrannsókna) innan Alþjóða heilbrigðisstofnunar¬innar(WHO), að þráðlaus tækni og rafsegulsvið séu nú álitin geta aukið líkur á krabbameinsmyndun.

Það hefur ekki verið sannað að langtímanotkun þráðlausrar tækni sé örugg, samt er ekki hringt neinum aðvörunarbjöllum hér á landi. Margvíslegar vísbendingar eru hinsvegar um alvarlegar afleiðingar.  Öll umræða virðist viljandi og vera þögguð, og ekkert þykir athugavert við að setja hér upp farsímamöstur í íbúabyggð, nálægt barnaskólum eða á skóla, á eða við sjúkrahús eða dvalaheimili aldraðra – hvað þá að börn séu útsett fyrir slíka geislun innan skóla, á dagheimilum og á heimilum frá sígeislandi þráðlausu neti.  Þannig að börnin okkar eru útsett fyrir rafsegulmengun í 6 – 24 klukkustundir 5 – 7 daga vikunnar, allan ársins hring, ár eftir ár, rafsegulmengun/geislun, sem margir vísindamenn hafa sýnt fram á að er skaðleg.  Þó svo iðnaðurinn, yfirvöld og aðrir haldi því fram að það sé ekki nægilega vel sannað að slík mengun sé skaðleg, er enginn sem getur fullyrt að hún sé skaðlaus.  Ber okkur þá ekki að gæta varúðar?  Er ekki alvarlegt að þegja og þagga niður í þeim sem vilja benda á þær vísindalegu rannsóknir sem þegar eru til staðar.

Að vera ábyrg gagnvart heilsu barna

Sem foreldrar, ömmur og afar, kennarar og samfélag verðum við að vera meðvituð um þá áhættu sem við erum að setja okkur sjálf, afkomendur, og nemendur í og gera viðeigandi ráðstafanir á meðan yfirvöld og iðnaður standa ekki nægilega vörð um hagsmuni almennings og tryggja afkomendum okkar tryggt umhverfi.

Þróuninni verður varla snúið við og tækniþróun heillar en hún getur líka verið leikur að eldi. íslenskir skólar standa frammi fyrir endurnýjun á tæknibúnaði þar á meðal tölvubúnaði þar sem þróunin er ör. Það er því nauðsynlegt að fólk sem tekur ákvarðanir í endurnýjun tölvubúnaðar þekki efnið vel, kynni sér allar hliðar og sérstaklega þá gagnrýni sem sett hefur verið fram og þau varnaðarorð sem sögð eru því aðvörunarbjöllurnar hringja hærra og hærra.

Við berum ábyrgð gagnvart börnunum okkar og því sem þau munu erfa sem afleiðingu af okkar gjörðum og því hvort við bregðumst við í dag eða ekki.

Það er mikilvægt að viðkomandi ráðuneyti (þau sem heilbrigðis-, umhverfis- og menntamál heyra undir; bæjaryfirvöld, sveitarstjórnir og skólayfirvöld; og ekki síst foreldrar kynni sér þessi málin og geri viðeigandi ráðstafanir til að draga úr þeirri heilsufarshættu sem þessi geislun setur almenning og ekki síst börn í.

Það er vert að hafa í huga að:

• Það eru ekki til vísindalegar rannsóknir á líffræðilegum afleiðingum þráðlausrar tækni á börn – en það eru til rannsóknir á fullorðnum og dýrum og frumum, sem sýna fram á hversu alvarlegar afleiðingar slík mengun getur haft í för með sér.

• Foreldrar, nemendur og kennarar hafa ekki verið upplýst um hversu alvarlegar afleiðingar rafsegulmengun/örbylgjugeislun getur haft á heilsu og líf barna sem fullorðinna.

• Foreldrar, nemendur og kennarar hafa ekki verið hafðir með í ráðum hvort það er sett upp þráðlaust net í skólum eða hvort farsímamöstur sett á skóla, í nágrenni skóla eða við heimili þeirra.

• Það hefur ekki verið gerð nein áhættugreining í skólum landsins, af hálfu yfirvalda eða Geislavörnum Ríkisins, varðandi langtíma líffræðileg áhrif af notkun þráðlauss nets í skólum og stöðugt geislandi ,,routerum“ og þráðlausum símum á heimilum.

• Það eru engar skipulegar ráðstafanir gerðar í skólum til að minnka örbylgjugeislun og raf-mengun í skólum.

• Kennurum og starfsfólki, foreldrum og almenningi, er hvorki kennt að greina einkenni rafsegulmengunar/geislunar á börn eða gerð grein fyrir mögulegum afleiðingum hennar.

• Þrátt fyrir þekkta áhættuþætti sem heilsu barna og fullorðinna stafar af þráðlaus tækni, er þráðlaus tæki sett upp í skólum án þess að gerð sé könnun á hversu mikil geislun á sér stað t.d. nálægt sendum og styrknum þar sem margir nemendur eru á netinu í einu.

Nú sem stendur er rafsegulsvið eini umhverfismengandi þátturinn sem ekki gilda neinar reglur um.

• Almenningi er ekki gefið frelsi til að velja hvort þau vilja vera útsett fyrir slíka mengun/geislun sem frá þráðlausum búnaði.  Í skólum og á öðrum vinnustöðum hefur fólk ekki val um hvort það er útsett fyrir geislun frá þráðlausu neti eða öðrum þráðlausum búnaði. Því búa þeir sem þjást vegna þessarar mengunar og saklaus og óvitandi börn við alvarlegt ofbeldi og mikið skilningsleysi og fordóma.

• Við öll höfum rétt á að búa í öruggu umhverfi.  Við eigum að eiga rétt á að vinna á öruggum vinnustað.  Börn eiga rétt á að fullorðnir gæti hagsmuna þeirra og þau séu ekki almennt sett út fyrir mengun í umhverfinu sem margir vísindamenn hafa verulegar áhyggjur af.

• Það er mikilvægt að skólaumhverfi barna sé þannig að heilsa þeirra beri ekki tjón af og því sé ekki sett upp þráðlaust net í skólum á meðan margir vísindamenn hafa verulegar áhyggjur og iðnaðurinn hefur ekki getað sýnt fram á að þessi tækni sé skaðlaus.

• Sjá:http://www.youtube.com/watch?v=kmcAXZ-o1K4 og http://www.youtube.com/watch?v=KN7VetsCR2I

Við eigum öll rétt á því að fá skjól fyrir skaðlegri geislun.  Það er mikilvægt að umræðan fari af stað og sú þekking sem þegar er til staðar fái að líta dagsins ljós.

Það eru til stofnanir sem hafa varað við þráðlausri tækni

Það er mikilvægt að skoða hverjir það eru sem eru að vara við afleiðingum þráðlausrar tækni og rafsegulmengun og taka málin til ígrundaðrar athugunar og gera viðeigandi ráðstafanir með hagsmuni almennings og komandi kynslóða í huga.  Hér er því listi yfir þær sem þegar er vitað um.

1993: Environmental Protection Agency (EPA): Viðmiðunarmörk FCC varðandi geislun frá þráðlausum búnaði eru „alvarlega gölluð“.  Opinber yfirlýsing til FCC  varðandi viðmiðunarmörk til mats á afleiðingum rafsegulsviðs örbylgjugeislunar, FCC Docket ET 93-62, 9. nóvember, 1993. ( The Federal Communications Commission (FCC) er sjálfstæð stofnun í Bandaríkjunum, sjá nánar: http://en.wikipedia.org/wiki/Federal_Communications_Commission).

1993: Food and Drug Administration (FDA): „Reglur FCC taka ekki mið af langtímaáhrifum stöðugrar útsetningar fyrir rafsegulssviðs“.  Álit FDA sent  FCC, 10. nóvember, 1993.

1993: National Institute for Occupational Safety and Health (NIOSH): Viðmiðunarmörk  FCC eru óhæf, vegna þess að þau byggjast einungis á einum áhrifa þætti, það er, „neikvæðum afleiðingum vegna hitnunaráhrifa á líkamann“.  Athugasemdir NIOSH til FCC, 11. janúar, 1994.

1994: Amateur Radio Relay League Bio-Effects Committee: ,,Viðmiðunarmörk FCC eru ekki næg til varnar afleiðingum sem verða utan hitaáhrifa“. Athugasemdir ARRL Bio-Effects Committee til FCC, sendar 7. janúar, 1994.

2000: UK Department of Education (Menntamálaráðuneyti Bretlands): Börn undir sextán ára aldri ættu ekki að nota farsíma nema í neyðartilfellum.  . http://www.cellular.co.za/news_2000/news-08052000_uk_schools_warned_over_radiation.htm

2002: Interdisciplinary Society for Environmental Medicine (3000 læknar í Þýskalandi) leggja til að farsímanotkun barna verði bönnuð og að farsímar og þráðlausir símar verði bannaðir í leikskólum, skólum, spítölum, elliheimilum, samkomuhúsum, opinberum byggingum og farartækjum.  (Ath. þráðlaust net hefur sömu áhrif). http://www.powerwatch.org.uk/pdfs/20021019_englisch.pdf

2003: American Bird Conservancy and Forest Conservation Council: Fóru í mál við FCC vegna þess að milljónir farfugla rugluðust vegna örbylgjumengunar og rákust á farsímamöstur. http://www.ewire.com/display.cfm/Wire_ID/1498

2004: International Association of Fire Fighters mótmæla farsíma- og samskiptamöstrum á byggingum brunaliðsins. http://www.iaff.org/HS/Facts/CellTowerFinal.asp

2005: Salzburg, Austria’s Public Health Department bannar þráðlausa síma og þráðlaust net í skólum.bans WLAN and DECT phones in public schools. http://www.safeinschool.org/2011/01/wi-fi-is-removed-from-schools-and.html

Ágúst, 2005: Austrian Medical Association: Varar við notkun barna á þráðlausu neti, þráðlausum símum og farsímum. http://www.thepeoplesinitiative.org/Wifi_and_Schools.html

Ágúst, 2005: Vienna Medical Association varar við notkun barna innan sextán ára aldurs á þráðlausu neti og farsímum. http://www.mastsanity.org/index.php?option=com_docman&task=doc_download&gid=2&Itemid=64

2006: Frankfurt, Ríkisstjórn Þýskalands gefur út yfirlýsingu um að þráðlaust net verði ekki sett upp í skólum fyrr en það hefur verið sýnt fram á að það sé skaðlaust. http://www.icems.eu/docs/deutscher_bundestag.pdf

2006: Skólar í Bretlandi fjarlægja þráðlaus net: Prebandal Preparatory School, Chichester, West Sussex; Ysgol Pantycelyn School in Carmarthenshirem, Wales; and Stowe School, in Buckinghamshire, England. London Times, 20. nóvember, 2006. http://www.timesonline.co.uk/tol/life_and_style/education/article642575.ece

2007: Ballinderry, Grunnskóli, Írlandi: Tók niður þráðlaust net til að vernda ung börn. http://www.safeinschool.org/2011/01/wi-fi-is-removed-from-schools-and.html

2007: Bavaria, Þjóðþing Þýskalands mælir gegn því að þráðlaust net sé haft í skólum.  http://www.icems.eu/docs/deutscher_bundestag.pdf

2007: Ástralskir Demókratar: „Sá gríðarlegi vöxtur sem hefur orðið í þráðlausri samskiptatækni“  er að valda víðtækum heilsufarsvanda. http://www.democrats.org.au/docs/2007/Joining_the_Dots_ExecSummary.pdf

2007: Umhverfisstofnun Evrópu (European Environmental Agency), Helsti varnaraðili í umhverfismálum Evrópu, kallar eftir tafarlausum aðgerðum til að draga úr geislamengun frá þráðlausu neti, farsímum og farsímamöstrum. http://www.nzherald.co.nz/world/news/article.cfm?c_id=2&objectid=10463870

2008: International Commission on Electromagnetic Safety (sem samanstendur af vísindamönnum frá 16 þjóðum): Leggur til takmarkaða notkun barna, táninga, þungaðra kvenna og eldri á farsímum. http://www.icems.eu/resolution.htm

2007: Therold, Ontariolokar þráðlausu stýrikerfi borgarinnar. http://www.glastonburynaturalhealth.co.uk/WhyWi-Fi.html

2008: Lakehead Háskólinn, Ontario bannar þráðlaust net á háskólaskólasvæðinu. http://www.cbc.ca/news/canada/toronto/story/2010/08/15/ontario-wifi.html

2008: Madhya Pradesh, India: Bannar farsímanotkun nemenda og kennara í skólum. http://www.indiaedunews.net/Madhya_Pradesh/Teachers, students_unhappy_with_mobile_phone_ban_in_schools_5241/

2008: Þjóðarbókhlaða Frakka, National Library of France: Fjarlægir þráðlaust net vegna heilsufarsástæðna, og tekur upp beintengt net.  http://www.next-up.org/pdf/FranceNationalLibraryGivesUpWiFi07042008.pdf

2008: Bæjaryfirvöld, París, Frakklandi þráðlaust net fjarlægt úr öllum almenningsbókasöfnum vegna heilremoves Wi-Fi from four public libraries because of health concerns. http://www.accessmylibrary.com/coms2/summary_0286-35451555_ITM

2008 Sainte-Geneviève Háskólinn, París: Tekur niður þráðlaust net úr bókasafninu vegna áhyggna af áhrifum þess á heilsunai.  http://www.next-up.org/pdf/AnalysisWiFiHotSpotsDeactivationSainteGenevieveLibraryParis24052008.pdf

2008: Progressive Librarians Guild mælir gegn notkun þráðlausrar tækni í bókasöfnum. http://libr.org/plg/wifiresolution.php

2008: Rússnesk nefnd um varnir gegn ójónandi geislun (Russian National Committee for Non-Ionizing Radiation Protection) varar við notkun farsíma, þar sem hún sé skaðleg jafnvel þó samtöl séu stutt. Þar segir að Börn undir 16 ára aldri, ófrískar konur, flogaveikir, og fólk með minnistap, svefnvandamál, og taugasjúkdóma ætti aldrei að nota farsíma. http://www.radiationresearch.org/pdfs/rncnirp_children.pdf

2008 Sebastopol, California: Gengur til baka með samning um að setja upp þráðlaust net í borginni. http://www.boingboing.net/2008/03/24/town-of-sebastopol-c.html

2008: University of Pittsburgh Cancer Institute (Krabbameinsstofnun Háskólans í Pittsburg): Börn ættu aldrei að nota farsíma nema í neyðartilfellum.

http://www.post-gazette.com/pg/08205/898803-114.stm

2008: Voice (UK Teachers Union, Kennarasamband Bretlands): kallar eftir því að þráðlaust net sé bannað í skólum. http://www.voicetheunion.org.uk/index.cfm/page/_sections.content.cfm/cid/1326/navid/434/parentid/330

2009: Hérouville Saint-Clair, France: Bannar þráðlaust net í skólum. http://www.wifiinschools.org.uk/4.html

2009: Umhverfissamtök Írskra lækna (Irish Doctors Environmental Association): Vara við því að núverandi viðmiðunarmörk til varnar almenningi varðandi geislun frá þráðlausum búnaði séu ekki „viðeigandi“.  http://www.ideaireland.org/

2009: Karnataka State, India: Bannar farsíma í öllum skólum og menntaskólum. http://www.hindu.com/2009/09/14/stories/2009091454460500.htm

Maí, 2009: U.S. Fish and Wildlife Service (Náttúruverndarsamtök í Bandaríkjunum) hvetur þingið til að skoða möguleg tengsl á milli rafsegulmengunar og hruns býflugnastofna.  http://electromagnetichealth.org/electromagnetic-health-blog/emf-and-warnke-report-on-bees-birds-and-mankind/

Desember, 2010: Franska Þingið setur lög sem bannar auglýsingar sem höfða til barna undri 14 ára; bannar börnum undir 14 ára aldri að nota síma í grunnskólum og almennum skólum, fer fram á að allir farsímar séu merktir þannig að það sé hægt að sjá SAR gildi (styrk geislunar) og þar sem mælt er með því að notaður sé handfrjáls búnaður,, headsets“.  http://www.enviroblog.org/2010/12/french-cell-phone-radiation-disclosure-at-point-of-sale.html

27. maí, 2011: Evrópusambandið (Council of Europe) ákveður að senda út tillögur þar sem mælt er með að þráðlaust net sé ekki í skólum, heldur sé netaðgengi beintengt og sköpuð séu frísvæði þar sem þeir sem eru viðkvæmir fyrir rafsegulsviði getur fundið skjól. http://assembly.coe.int/Documents/AdoptedText/ta11/eRES1815.htm.

August 30, 2011: Menntamálaráðuneyti Ísraels: gaf út viðmið þar sem farsímanotkun á skólasvæðum er algjörlega bönnuð, þar sem vitnað er til aukinnar hættu á að börn og unglingar séu í aukinni hættu á að fá krabbamein og þeirrar óbeinu geislunar sem þeir sem ekki nota farsíma verða fyrir. http://norad4u.blogspot.com/2011/09/israeli-ministry-of-education-is-going.html

8. september 8, 2011: Pretty River Academy in Collingwood, Ontario tekur niður þráðlaust net af skólasvæðinu af varúðarástæðum, og ganga þar með í lið með Roots and Wings Montessori skólunum í Surrey, British Columbia. http://www.safeschool.ca/uploads/CTV_School_cuts_WiFi.pdf; http://www.safeschool.ca/School_Bans_WiFi.html

13. febrúar, 2012: Kennarasamband kaþólskra kennara í Ontario, the Ontario English Catholic Teacher’s Association, lætur í ljós áhyggjur: kennarasambandið sem er í forsvari fyrir 45,000 kennara, kallar eftir því að nýuppsett þráðlaust net í 1,400 skólum í fylkinu ásamt kaþólsku skólunum verði bannað og mælir með því að allir nýir skólar noti einnig beintengt net. http://www.cbc.ca/news/canada/toronto/story/2012/02/13/toronto-oecta-wifi.html

Mars, 2012: Áströlsku læknasamtökin (the Austrian Medical Association (ÖAK)) gefa úr leiðbeiningar varðandi greiningu og meðferð heilsufarsvanda sem skapast þegar fólk er útsett fyrir rafsegulsvið (rafsvið frá raftækjum og raflögnum, útvarps og farsímabylgjur). http://www.aerztekammer.at/documents/10618/976981/EMF-Guideline.pdf

19. júní, 2012: Geislavarnir Rússlands (The Russian National Committee on Non-Ionizing Radiation Protection)  gefur úr opinbera yfirlýsingu um að ekki sé æskilegt að þráðlaust net sé haft í skólum. http://youtu.be/5CemiJ-yIA4.

25. ágúst, 2012: Heilbrigðisráðherra Ísraels, Rabi Yaakov Litzman lýsir yfir stuðningi við kröfur um að þráðlaust net sé bannað í skólum. http://www.mast-victims.org/index.php?content=news&action=view&type=newsitem&id=5723

Kallað eftir strangari reglugerð eða banni

Það er mikilvægt að reglugerðir og lög varðandi þráðlausan búnað og örbylgjusendingar séu teknar til gagngerrar endurskoðunar, þar sem tekið er mið af líffræðilegum afleiðingum.  Það að ekki er vitað um langtímaáhrif slíkrar geislunar og að þegar eru margir vísindamenn, læknar og sérfræðingar á þessu sviði sem hafa verulegar áhyggjur kallar á að gerðar séu varúðarráðstafanir.  Það er ótækt að fjárhagslegir hagsmunir iðnaðarins og tískufyrirbrigði sé látið stjórna ferðinni án tillits til líffræðilegra og heilsufarslegra afleiðinga.  Réttur þeirra sem vilja vera í geislafríu umhverfi þarf að vera virtur, sem og hagsmunir komandi kynslóða og lífríkisins í heild.

Það er vert að vekja athygli á þeim fjölda sérfræðinga og vísindamanna sem hafa kynnt sér málin og komið saman á hinum ýmsu ráðstefnum og samið ályktanir og áskoranir til yfirvalda um að gera viðeigandi varúðarráðstafanir til að verja heilsu almennings.

Sjá:

Vienna Resolution 1998, Salzburg Resolution 2000, Declaration of Alcalá 2002, Catania Resolution 2002, Freiburger Appeal 2002, Bamberger Appeal 2004, Maintaler Appeal 2004, Coburger Appeal 2005, Oberammergauer Appeal 2005 ,Haibacher Appeal 2005, Pfarrkirchener Appeal 2005, Freienbacher Appeal 2005, Lichtenfelser Appeal 2005, Hofer Appeal 2005, Helsinki Appeal 2005, Parish Kirchner Appeal 2005, Saarlander Appeal 2005, Stockacher Appeal 2005, Benevento Resolution 2006, Allgäuer Appeal 2006, WiMax Appeal 2006, Schlüchterner appeal, Brussels Appeal 2007, Venice Resolution 2008, Berlin Appeal 2008, Paris Appeal 2009, London Resolution 2009, Porto Alegre Resolution 2009, European ParliamentEMF Resolution 2009, Dutch Appeal 2009, Potenza Picena Resolution 2013, Int’l Appeal of Würzburg 2010, Copenhagen Resolution 2010, Seletun Consensus Statement 2010.

Einnig er athyglisvert að skoða eftirfarandi:

  • • Behind Interphone, 7. ágúst, 2009
  • • Cellphones and Brain Tumors: 15 Reasons for Concern, Science, Spin and the Truth
  • • An examination of the potential Health Impacts of Radiofrequency Electromagnetic Radiation, 2010 (House of Commons: Report of the Standing Committee on Health)
  • • Council of Europe: “Remove wireless from schools” 2011
  • • Sage Report 2011
  • • Report of The Standing Committee on Health, County of Santa Cruz 2011
  • • Board of American Academy of Environmental Medicine’s Resolution against wireless smart meters, American Academy of Environmental Medicine, January 19, 2012

Vísbendingar um skaðsemi – vísindalegar staðreyndir

Vísbendingarnar um skaðsemi þráðlausrar tækni eru margvíslegar.  Það má finna um 5000 rannsóknarskýrslur á heimasíðu þar sem safnað hefur verið rannsóknarskýrslum sem sýna fram á skaðleg áhrif rafsegulmengunar/geislunar frá rafmagni og þráðlausum sendingum.

Sjá: http://www.justproveit.net/studies. Sjá einnig heimasíðu og skýrslu BioInitiative hópsins sem getið var hér að framan á http://www.bioinitiative.org/.

Það er mjög mikilvægt að vera búin að kynna sér þetta efni og ýmislegt fleira eins og úttekt fjölda vísindamanna og skýrsla um 15 ástæður til að vera uggandi yfir farsímanotkun (Cellphones and Brain Tumors: 15 Reasons for Concern, Science, Spin and the TruthAn examination of the potential Health Impacts of Radiofrequency ElectromagneticRadiation, 2010 (House of Commons: Report of the Standing Committee on Health))sjá http://archive.radiationresearch.org/pdfs/reasons_a4.pdf. Í þessari skýrslu kemur meðal annars fram mikill munur á niðurstöðum rannsókna sem eru fjármagnaðar af iðnaðinum og óháðum aðilum.

Óðháðar rannsóknir sýna að örbylgjugeislun frá farsímum og öðrum þráðlausum búnaði getur skaðað erfðaefnið og truflað eðlilega endurnýjun DNA án þess að hitnun eigi sér stað.  Örbylgjugeislun frá þráðlausum búnaði getur einnig stuðlað að skaðlegum mólekúlum (free radicals) sem getur einnig skaðað erfðaefnið og þar með valdið krabbameini. [1a,b,c]

Farsímafyrirtækin T-Mobil and DeTeMobil Deutsche Telekom Mobilnet gáfu út skýrslu árið 2000 undri heitinu The ECOLOG report.  Þessi skýrsla viðurkenndi að örbylgjugeislun skaðar erfðaefnið, lifandi frumur og ónæmiskerfið.  Síðan þá hefur vísindalegur gagnagrunnur sem sýnir fram á að langtíma farsímanotkun geti skaðað heilsu manna, vaxið verulega.  Í maí, 2011, skilgreindi IARC, (Alþjóðastofnun krabbameinsrannsókna) innan Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar(WHO), að þráðlaus tækni og rafsegulsvið séu nú álitin geta aukið líkur á krabbameinsmyndun („possibly carcinogenic“).

Einnig sýndu vísindamenn í Rússlandi fram á það árið 1950 og 1960 að útvarpsbylgjur hafa áhrif á hjarta, heila og lifur, sem og framleiðslu hormóna kvenna sem karla og frjósemi dýra – sem aftur hefur sýnt fram á með endurteknum hætti af evrópskum rannsóknarteymum.

Þar að auki hafa nokkrir vísindamenn sem hafa gert rannsóknir á dýrum, sýnt fram á að örbylgjur geta skaðað blóðheilaþröskuldinn (blood brain barrier), sem er afar mikilvæg vörn fyrir heilann gegn eiturefnum. Raunin er sú, að farið er að nýta geislun (ójónandi geislun) sem er svipuð þeirri sem kemur frá þráðlausum búnaði til að meðhöndla heila-, brjósta- og lifrarkrabbamein.  Því er algjör fávitaskapur að halda því fram að örbylgjugeislun frá þráðlausum búnaði hafi engin líffræðileg áhrif, eins og margar mætar stofnanir hafa gert.

Ennfremur er sýnt fram á í Rannsókn NIH (National Institude of Health) að einungis með því að setja farsíma sem er í notkun að eyra í fimmtíu mínútur er hægt að auka framleiðslu megin eldsneytis heilans – glúkósa .  Langtímaáhrif af þessu eru ekki þekkt, en breytt glúkósaframleiðsla er ein af vísbendingunum um Alzheimer og aðra taugasjúkdóma. [2]

Aðrar rannsóknir sýna fram á að kanínur sem verða fyrir farsímageislun á meðgöngu, eignast afkvæmi með skaddaðan heila, lifur og feld. [3] Tilraunir hafa einnig staðfest að smá nagdýr sem hafa verið þjálfuð til að hlaupa í gegnum völundarhús, missa hæfileikann til að finna mat eða hulinn pall eða bera kennsl á hluti þegar þau hafa orðið fyrir örbylgjugeislun frá farsíma, sem bendir til eins konar heilarýrnunar eða ,,dementíu“. [4a,b,c]     ,,Case“ rannsóknir, hafa gefið vísbendingar um að þeir sem nota farsíma reglulega í tíu ár hafa auknar líkur á að fá illkynja heilaæxli, krabbamein í kjálka  (parotid gland) og í heyrnartaug (acoustic neuroma)—það er á þeim svæðum höfuðsins sem verða fyrir mestri geislun frá farsímanum. [5-6]

Þrjár samanburðarrannsóknir á fólki sem hefur notað farsíma mikið í rúmlega tíu ár sýna aukna hættu á heilakrabba [7 -9].   Ein af þessum rannsóknum sýndi fram á að líkurnar tvöfölduðust á að greinast með illkynja heilaæxli þeim megin sem síminn er mest notaður í lengri tíma (yfir 10 ár)  (118 cases, OR=1.9; 95% CI, 1.4-2.4). [9]

Ef hættan á að fá heilaæxli tvöfaldast hjá hinum 5.6 milljörðum farsímanotenda, gæti það hugsanlega leitt til þess að 250,000 manns væru að fá illkynja heilaæxli á ári, sem annars myndu vera heilbrigðir.  Til viðbótar við þennan gífurlega heilsufarsvanda (helmingur þeirra sem greinast deyja innan tveggja ára) kostar að meðhöndla eitt krabbameinstilfelli um $ 500,000  eða 59.180.000 milljónir kr. íslenskar á ári, ef miðað er við kostnað í Bandaríkjunum.  Efnahagslegar afleiðingar af slíkum veikind¬um eru því gríðarlegar á heimsvísu.  Farsímanotkun eykst stöðugt í þróunarlöndunum, sem hafa ekki á nægilegu fagfólki að skipa til að sjá um meðhöndlun á auknum krabbameinstilfellum og spurning er hvort það sé hægt að sinna gríðarlegri fjölgun slíkra tilfella í hinum vestræna heimi líka.

Eins og komið var inná hér að framan, er aukning krabbameinstilfella ekki einungis áhyggjuefni vegna sí aukinnar farsímanotkunar og fjölgunar á þráðlausrar tæknibúnaði sem felur í sér aukin og margþætt geislunaráhrif.  Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á alvarlegan heilsufarsvanda í kjölfar slíkrar geislunar, eins og vandamál tengdum fjölgun og taugaskemmdum. Hugsanlegar félagslegar og efnahagslegar afleiðingar þessara og annarra stöðugra ógnanna við heilsu almennings, hafa orðið til þess að ýmsar ríkis- og fylkisstjórnir og heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist við, þar á meðal sérfræðinga IARC (Internationarl Agency for Reasech on Cancer), til að leggja til skynsamlega nýtingu á farsímum (t.s. að halda þeim frá sér og nota hátalarana á meðan talað er eða nota handfrjálsan búnað, vera ekki með símann í kjöltunni þegar send eru SMS –skilaboð, nota beintengda síma heimafyrir og á skrifstofunni,  vara við notkun barna á þráðlausum búnaði og svo framvegis).

Sú samantekt sem hér birtist er of yfirgripsmikil til að hægt sé að horfa framhjá því sem þar kemur fram. Við getum og megum ekki láta okkur standa á sama hvaða afleiðingar óhindruð geislun hefur á börnin okkar og barnabörn og þar af leiðandi á framtíðar kynslóðir

Höfundur: Andrína G. Jónsdóttir

Heimildir:

[1a] http://www.powerwatch.org.uk/science/20110314-cellphone-studies.xls

[1b] Friedman J, Kraus S, Hauptman Y, Schiff Y, Seger R Mechanism of short-term ERK activation by electromagnetic fields at mobile phone frequencies. Biochem J. 2007 Aug 1;405(3):559-68.

[1c] De Iuliis GN, Newey RJ, King BV, Aitken RJ. Mobile phone radiation induces reactive oxygen species production and DNA damage in human spermatozoa in vitro. PLoS One. 2009 Jul 31;4(7):e6446.

[2]     Volkow N et al., Effects of Cell Phone Radiofrequency Signal Exposure on Brain Glucose Metabolism.  JAMA, 2011 Feb 23 (305,8):808-813.

[3]     Tomruk A, Guler G, Dincel AS. The influence of 1800 MHz GSM-like signals on hepatic oxidative DNA and lipid damage in Nonpregnant, Pregnant, and Newly born rabbits.Cellular Biochemistry and Biophysics.2010;56(1):39-47.

[4a] Fragopoulou AF, Margaritis LH. Is cognitive function affected by mobile phone radiation exposure? In, ” Non Thermal Effects and Mechanisms of interaction between electromagnetic fields and living matter “, European J. Oncology-Library vol.5, pp 261-273, 2010 L. Giuliani and M. Soffritti (eds).

[4b] Fragopoulou AF, Miltiadous P, Stamatakis A, Stylianopoulou F, Koussoulakos SL, Margaritis LH. Whole body exposure with GSM 900MHz affects spatial memory in mice. Pathophysiology. 2010 Jun;17(3):179-87. Epub 2009 Dec 1.

[4c] Ntzouni MP, Stamatakis A, Stylianopoulou F, LH Margaritis LH. Short term memory in mice is affected by mobile phone radiation. Pathophysiology, 18(3):193-9, 2011. Epub 2010 Nov 26.

[5]     Sadetzki S, Chetrit A, Jarus-Hakak A, Cardis  E, et al. Cellular Phone Use and Risk of Benign and Malignant Parotid Gland Tumors- A Nationwide Case Control Study.  American Journal of Epidemiology. 2008 Feb 15;167(4):457-67. Epub 2007 Dec 6.

[6]     Han Y, Kano H, Davis D, Niranjan A, Lunfsord L. Cell Phone Useage and Acoustic Neuroma: The Need for Standardized Questionnaires and Access to Industry Data. Surgical Neurology. 2009 Sep;72(3):216-22; discussion 222. Epub 2009 Mar 27.

[7]     Tuor M, Ebert S, Schuderer J, Kuster N. “Assessment of ELF Exposure from GSM Handsets and Development of an Optimized RF/ELF Exposure Setup for Studies of Human Volunteers” Foundation for Research on Information Technologies in Society. BAG Reg. No. 2.23.02.-18/02.001778:17. January 2005.

[8]   Myung SK, Ju W, McDonnell DD, et al. Mobile phone use and risk of tumors: a meta-analysis.J ClinOncol. 2009 Nov 27(33):5565-72.

[9]  Khurana VG, Teo C, Kundi M, Hardell L, Carlberg M. Cell phones and brain tumors: a review including the long-term epidemiologic data. Surg Neurol. 2009 Sep 72(3):205-14; discussion 214-5. Epub Mar 2009.

[10]   Kan P, Simonsen SE, Lyon JL, Kestle JR. Cellular phone use and brain tumor: a meta-analysis. J Neurooncol. 2008 Jan;86(1):71-8. Epub 2007 Jul 10.Flokkar:Rafmagn, Umhverfið

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , , , , , ,

%d