Danir áforma 100% lífræna ræktun

Danmörk er orðið þróaðasta land í heimi í tilliti til lífrænna vöruviðskipta. Nú er danska ríkisstjórnin með metnaðarfyllstu áætlun jarðarinnar um að breyta öllum landbúnaði Danmörku í lífrænan, sjálfbæran búskap og eyða í það meira en fimmtíu og þremur milljónum evra árið 2015. Lífræn ræktun í Danmörku er í farabroddi í heiminum og fagnar 25 ára afmæli í ár og 97% af landsmönnum vita merkingu þess.  Átta prósent heildarútgjalda landsins eru lífrænar vörur og útflutningur danskrar lífrænnar vörur hefur aukist um 200% frá árinu 2007.

Ríkisstjórn Danmerkur vinnur að tveimur áætlunum: önnur er að breyta hefðbundnu ræktuðu landi í lífrænt, en hin er að stuðla að aukinni eftirspurn lífrænnar vöru. Fyrra markmiði var útskýrt í 67-liðum af  Vistfræðiáætlun (Økologiplan) Danmerkur og felst í því að tvöfalda lífrænt ræktunarland fyrir árið 2020 (miðað við 2007). Þessi vistvæna, lífræna aðgerðaáætlun mun ekki aðeins tilheyra starfsemi ríkisins heldur mun ríkisstjórnin styðja og fjármagna þá sem starfa og fjárfesta í þessum geira og vilja þróa nýja tækni og hugmyndir sem hjálpa til að stuðla að vexti. Ekki er aðeins verið að tala um ávexti og grænmeti, heldur einnig búfé – sérstaklega svín.

Seinni þátturinn felst í kynningum sem munu leiða til breytinga. Ráðuneyti, svæði og borgir munu sameinast, og allar stofnanir verða að sýna fordæmi: Fyrsta lífræn markmiðið er að 60% af matvælum þjóni almenningi og skólum. Byrjað verði á leikskólum, sjúkrahúsum og mötuneytum. Opinberar stofnanir sem framleiða u.þ.b. 800.000 máltíðir á dag er ætlað að verða ,,grænni“.

Þótt frumkvæði vistfræðiáætlunar Danmerkur sé stýrt með valdi á vegum matvæla, landbúnaðar og sjávarútvegs, hafa aðrar deildir einnig mikinn áhuga á þessu. Deild varnarmál hefur sagst að hún muni breyta í lífræna fæðu 1.100.000 kílóum af mat mötuneytum sínum (þó að 40% af mat hersins sé þegar lífrænn).

Umhverfisráðuneytið er skuldbundið til að breyta í lífrænt land mörgum af þeim svæðum sem það stýrir. Það þýðir leit að lífrænum framleiðendum sem vilja leigja landið, sem mun auðveldar bændum og búendum að fást við umskiptin og þýðir meðal annarra ráðstafana að lengja leigusamninga á landi.

Menntamálaráðuneytið tekur sinn þátt það mun fyrst og fremst starfa í skólum, en einnig með því að hafa áhrif á stofnanir og bændasamtök. Börn og unglingar vilja læra um mikilvægi lífræns landbúnaðar. Umbætur í menntakerfinu lítur út fyrir að lífga upp á næringu og auka menntun með sérstökum námskeiðum sem fást við mat og lífrænan búskap. Það mun verða rannsakað vísindalega. Á öllu landinu og í öllum stofnunum er verið að byggja upp lífræna framtíð.

Fréttin er endursögð og örlítið stytt, tekin af síðunni ,,Fine DINING LOVERS“ skrifuð af:  Carola Traverso þann 16. júlí 2015, slóðin er: https://www.finedininglovers.com/stories/organic-food-denmark-plan/Flokkar:Umhverfið

Flokkar/Tögg, , , ,

%d bloggers like this: