Valda ,,heilsurúmdýnur“ alls konar furðulegum sjúkdómseinkennum?

Rætt við Vilmund Sigurðsson raf­einda­virkja­meist­ara um langvarandi veikindi hans af völdum útgufunar eiturefna frá rúmdýnum og hvernig hann náði heilsu aftur. Nú fær Vilmundur orðið:

Fyrir 14 árum keyptum við hjónin okkur ,,heilsurúmdýnur“. Til að byrja með voru þær æðislegar og bakið og herðarnar alltaf í fínu standi. Við svitnum reyndar miklu meira eftir að við byrjuðum að nota þær en pældum ekkert sérstaklega í því. En fljótlega fann ég fyrir ýmsum óþægindum eins og: Sviða í augum, hausverk, slappleika, nefstýflum, blettaskalla bæði í hári og skeggi, heilaþoku, ofnæmi, bólgum í líkama, liðverkjum. Gat ekki hlaupið eða hoppað vegna liðverkja og furðuleg sár mynduðust á sköflungum ásamt fleiru. Einkennin komu ekki öll í einu, heldur mismunandi einkenni á mismunandi tímum, stundum nokkur saman og stundum eitt og eitt. Þetta olli mér miklum heilabrotum og áhyggjum því að læknar fundu ekki orsökina. Ástandið versnaði stöðugt og sumarið 2017 var ég svo slæmur af bólgum í líkama og höfði að ég var farinn að óttast að kafna í svefni og að ég væri með illvígan sjúkdóm.

Einkenni konunnar minnar komu fram í: Þreytu, kláða, höfuðverk, hjartsláttartruflunum, vökvauppferð úr lungum, andnauð og henni fannast hún ekki ná andanum þegar hún vara að fara að sofa. Hún var síðan greind af lækni með bronkítis og astma.

Fann skýringu á netinu.  Um mitt ár 2017 las ég á netinu að heilsuvandamál fylgdu notkun á heilsurúmdýnum. Ég fann síður á ensku- og norðurlandamálum sem fjölluðu um ,,minnisfroðu“ í rúmdýnum og koddum (Memory Foam), efni sem er eldtefjandi eitruefni sem búið er að banna í leikföngum og barnarúmdýnum. En eru samt notuð í rúmdýnur og kodda fyrir fullorna,  Svo öndum við að okkur útgufunni frá þessum hættulegu olíuefnum á meðan við sofum.

Við hjónin losuðum okkur strax við froðukoddana og keyptum dúnkodda. Ég fann jákvæða breytingu á nokkrum dögum. Þremur vikum seinna var ég orðinn nokkuð góður og þá hentum við gömlu dýnunum og keyptum handgerðar belgískar pokagormadýnur sem sagðar voru úr náttúrulegum efnum. En þegar við fórum að nota þær var eitthvað sem truflaði okkur og þegar betur var að gáð kom fram að smá efni var í þeim sem innihélt útgufunnarefni. Þá hófst mikil leit en það virtust fáar dýnur á markaðnum vera lausar við útgufunarefni. Að lokum fundum við samt dýnur hjá breska fyrirtækinu ,,Woolroom“ sem við keyptum. Stuttu eftir að við fórum að sofa á þeim breyttist allt og nú höfum við lokssins náð fullri heilsu.

Áður en við hentum Tempurdýnunum skar ég 40×40 cm tening úr miðjum dýnunum og lét rannsaka og taka sneiðmynd. Efsti sentimeterinn var orðinn dökkur. Myglusveppur hafði myndast í efsta lagi dýnanna. Við höfum því síðustu árin sofið ofan á myglusveppi. Það tel ég að hafi valdið mér auknum skaða. Allavega passar reynsla mín við lýsingar fólks sem veikst hefur af myglusveppi. Málið er að fólk sem sefur á svona dýnum svitnar mun meira. Svitinn fer ofan í dýnuna sem hefur enga öndun, þannig að rakinn gufar ekki auðveldlega upp úr þeim aftur. Það veldur því að í dýnunni myndast kjöraðstæður fyrir myglusvepp.

Auglýstri heilsuvöru fylgir heilsuspillandi mengun. 

Svampur er gerður úr olíuefnum sem innihalda skaðleg útgufunarefni. Minnissvampur er áframhaldandi þróun á svampi og inniheldur enn fleiri skaðleg efni. Ég hef ekki fundið neinar vísindalegar sannanir þess að skaðlega útgufun bæti heilsu fólks. Enda vilja framleiðslufyrirtæki þessara heilsudýna ekki gefa upp úr hvaða efnum þær eru framleiddar. Þegar horft er á þetta gagnrýnum augum er það ótrúlegt að nú á öld upplýsinga ríki nánast þöggun um þau heilsuvandamál sem fólk verður fyrir af þessum völdum.

Síðastliðin tvö ár hef ég unnið að því að vekja athygli íslenskra eftirlitsaðila á skaðlegri efnamengun í svefnvöru. Ég hef tilkynnt formlega um efnamengun til eftirtalinna aðila: Heilbrigðisráðherra, Landlæknis, Umhverfisráðherra og Umhverfisstofnunar. Þeim formlegu erindum mínum hefur ekki verið svarað. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar sem á að hafa eftirlit með skaðlegum efnum segir bara: ,,Það er nóg að lofta út“. Ætli þessi sami sérfræðingur hafi sagt þetta við Suðurnesjamenn þegar hann lét loka Kísilverksmiðjunni í Helguvík vegna Formaldehide mengunar.

Eftir árangurslausar tilraunir til að vekja eftirlits- og söluaðila á Íslandi til vitundar um þá miklu heilsuvá sem fólki stafar af eiturgufum úr svefnvörum ákváðum við hjónin og vinahjón okkar að hefja innflutning á heilnæmri svefnvöru frá Woolroom og  stofnuðum fyrirtækið: www.woolroom.is

Vilmundur-og-Svala

Hugmynd okkar er að bjóða fólki upp á heilnæmar ullarsvefnsvörur, hreinar, lífrænar, endurvinnanlegar afurðir, sem hafa engin neikvæð heilsu-eða umhverfisáhrif.

 Við vitum að vandinn er mjög stór því að tæplega 7000 manns hefur lýst því á Fésbókarsíðu okkar: Er rúmið mitt að drepa mig. https://www.facebook.com/groups/1916958071849778/

Í sýningarrými okkar sem er staðsett í Auðbrekku 24 (bakatil)  koma á milli 20 til 40 manns í hverri viku sem eiga við vandamál að stríða. Þetta fólk segir okkur frá vandamálum sínum sem þau bera ekki á borð almennt. Enda hafa læknar oft verið ráðþrota, eða jafnvel gert lítið úr þeirra vandamálum og aðilar í kringum það skilur ekki að fólki geti liði svona illa án þess að það sjáist sár. Sumir eru orðnir mjög einmanna í sínum vandamálum og jafnvel hugsa hvort að lífið sé komið að endapunkt.

Síðustu 2 árin hafa talað við mig u.þ.b. 1500 einstaklinga sem telja sig hafa veikst vegna  útgufunar frá dýnum og koddum. Þetta fólk hefur náð betri heilsu eftir að það skipti í heilnæmari svefnvöru. Jafnvel sumir hafi verið orðnir mjög alvarlega veikir.

Á þessu þarf að taka strax. Landlæknir ætti að fara þar fremstur í flokki en ekki ég sem er að jafna mig eftir eiturefnamengun. Hunsun Landlæknis á því að láta rannsaka þetta risastóra vandamál er að verða mjög neyðarleg fyrir Landlæknisembættið. Því að rannsókn á þessu stigi snýst bara um gagnaöflun og viðtöl við sjúklinga, fremur en beinharðar vísindalegar sannanir. Það væri hægt að koma í veg fyrir þjáningar fjölda fólks og spara heilbrigðiskerfinu mikla fjármuni.

Þegar einstaklingur hefur þróað með sér efnaóþol frá útgufun úr minnissvampi getur það leitt til þess að næmni verði mikil fyrir kemískri lykt og t.d.: ilmvötnum, límefni, hreinsiefni og síðast en ekki síst myglu mengun.

Mygla gefur frá sér útgufunarefni, svipuð og minnissvampur. Ég er búin að sjá það greinilega, að þeir sem eru komnir með efnaóþol frá útgufunarefnum frá dýnum og koddum, verða oft ofurnæmir fyrir myglumengun. Stór hluti þess hve veikindum vegna myglu hefur fjölgað hér á landi síðustu 20 árin tel ég haldast í hendur við mikla sölu á rúmdýnum með minnissvampi síðustu 20 ár.

Sinnu-og aðgerðarleysið íslenskra eftirlitsaðila sem eiga að koma í veg fyrir kemíska  efnamengun og útgufun er vægast sagt ámælisvert og er ekki hægt að afsaka. Því að sérfræðingur hér á landi hefur með tilþess gerðum mælitækjum  mælt eiturútgufun frá minnissvampi vera yfir heilsuverndarmörkum.

Ráð fyrir þá sem vilja athuga hvort veikindi stafi frá rúmdýnum
Fyrst: skipta um kodda og nota í staðin dúnkodda eða ullarkodda. Til að hindra mögulega kemískra útgufun frá dýnum er til dæmis hægt að kaupa húsgagna-yfirbreiðsluplast í byggingarvöruverslun og klæða dýnuna alveg í plastið, brjóta það undir dýnuna og leggja svo teppi, hlífðarlak og lak ofaná, og sofa þannig í tvær til fjórar vikur og sjá hvort að heilsan breytist til batnaðar.
Áhugaverðar greinar:

Plastmengun = Kulnun!:  https://kjarninn.is/skodun/2019-03-11-plastmengun-kulnun/

Endurheimti heilsuna á ullardýnuhttps://www.sunnlenska.is/frettir/endurheimti-heilsuna-a-ullardynu/

Heilsusamlegur svefn?:   https://www.visir.is/g/2019190739884

Myndin sem fyrlgir er birt með leyfi Guðmundar Karls úr:  www.sunnlenska.is

Viðtal (videó) við Vilmund sem deilt var frá Þvottahúsinu árinu 2022 og hægt að horfa á hér: https://www.youtube.com/watch?v=tMRNW92Wu8Q

Ingibjörg Sigfúsdóttir færði í letur.



Flokkar:Annað, Fjölskylda og börn, Umhverfið

Flokkar/Tögg, , , , , , ,

%d bloggers like this: