Áhugaverðar staðreyndir um banana

Aldrei setja banana í kæli!  Vefðu heldur plastfilmu á endann á bananabúntinu og hengdu það upp við stofu hita. Þannig endast bananar allt upp í finn dögum lengur.

Bananar innihalda þrjár náttúrulegar sykrur, súkrósa, frúktósa og glúkósa ásamt trefjum.  Bananar gefa  fljótvirka, viðvarandi orku. Rannsóknir hafa sýnt að aðeins tveir bananar gefa næga orku fyrir 90 mínútna erfiða æfingu.

Það er engin furða þó að banani sé aðal ávöxtur fremstu íþróttamanna heims. Orka er ekki það eina sem fæst við neyslu banana heldur getur það hjálpað til við að sigrast á eða koma í veg fyrir fjölda sjúkdóma eins og t.d.:

Þunglyndi: Samkvæmt nýlegri könnun á vegum MIND meðal fólks sem þjáist af þunglyndi, leið mörgum miklu betur eftir að borða banana. Þetta er vegna þess að banani inniheldur tryptophan, það er tegund af próteini sem líkaminn breytir í serótónín, sem vitað er að eykur slökun og bætir skap. Bananar innihalda vítamín B-6 sem stjórnar blóðsykri, það getur haft áhrif skap.

Blóðleysi: Banani getur örvað framleiðslu blóðrauða í blóði og unnið þannig gegn blóðleysi.

Blóðþrýsting: Þessi einstaki suðræni ávöxtur er mjög auðugur af kalíum en salt snauður. Neysla hans hjálpar svo mikið við að draga úr blóðþrýstingi að bandaríska Matvæla-og lyfjaeftirlitið hefur viðurkennt hæfileika ávaxtarins til að draga úr hættu á blóðþrýstingur og heilablóðfalli.

Aukin námsgeta: Til að auka heilastarfsemi tvöhundruð nemenda í Twickenham skólanum í Englandi var þeim hjálpað, í prófum á þessu ári, með því að borða banana í morgunmat, í hléum og í hádegismat. Rannsóknir hafa sýnt að kalíum í vöxtum getur hjálpað við lærdóm og gert nemendur meira vakandi.

Þynnka: Góð leið til að lækna timburmenn er að gera banana-drykk (boost) með hunangi. Banani róar magann og með aðstoð hunangs, byggir það upp blóðsykurinn.

Brjóstsviði: Bananar hafa náttúruleg sýrubindandi áhrif, þannig að ef þú ert með brjóstsviða getur banani haft róandi áhrif.

Morgunógleði: Banana á milli mála hjálpar til að halda blóðsykrinum í jafnvægi og forða morgunógleði.

Moskító- bit: Mörgum hefur fundist það draga ótrúlega mikið úr bólgu og ertingu eftir  skordýrabit að nudda viðkomandi svæði með innri hlið bananahýðis.

Taugar: Bananar eru ríkir af B-vítamíni sem hjálpa við að róa taugakerfið.

Ofþyngd vegna vinnuálags: Rannsóknir í sálarfræði á meðferðarstofnum í Austurríki sýndu að þrýstingur í vinnunni leiddi til neyslu á súkkulaði og frönskum. Eftir athugun á 5000 sjúklingum á sjúkrahúsum fundu vísindamenn að mest af offitusjúklingunum voru líklegri til að vera í álagsstörfum. Niðurstöðu þeirra voru að til að forðast álag og slæma fæðu, þarf að hafa stjórn á blóðsykri með bita á milli mála á tveggja tíma fresti til að halda blóðsykursgildum í jafnvægi.

Hitastjórnum: í sumum löndum er litið á banana sem „kælandi“ ávöxt sem er hægt að lækka með bæði líkamlegan og tilfinningalegan hita verðandi mæðra. Í Taílandi, til dæmis, borða barnshafandi konur banana til að tryggja að barnið þeirra fæðist með flott hitastig.

Hægðatregða: Mikið magn trefja í banönum getur hjálpað til að endurheimta eðlilega þarmastarfsemi á þess að gripið er til hægðalyfja.

Innvortis-sár: Vegna mjúkra eiginleika banana eru þeir notaðir sem varnar mataræði gegn þarmasjúkdómum. Aðeins er hægt að borða hráan ávöxt í tilvikum Chron‘s sjúkdóms. Hann jafnar sýrustig og dregur úr ertingu slímhúðar í maga. Þannig er banani mjög náttúruleg lækning fyrir marga kvilla.

Ef þú berð saman epli og banana, hefur banani fjórum sinnum meira prótein, tvisvar sinnum meiri kolvetni, þrisvar sinnum meira fosfór, fimm sinnum meira af A-vítamíni og járni, og tvisvar sinnum meira af öðrum vítamínum og steinefnum, einnig eru þeir ríkir af kalíum. Kannski er kominn tími til þess að breyta vel þekktri setningu þannig að við segjum: ,,Banani á dag forðar okkur frá læknum!“

Hvernig best er að hvíta tennur með bananahýði. Að hvíta tennurnar með bananahýði er mjög öruggt og heilbrigt fyrir tennur. Bananahýði er uppspretta steinefna og vítamína.

Aðferð:  Takta hýði af banana, fletta því frá neðri endanum eins og apar gera (þá losnarðu við þræðina). Nota skal þroskaða banana, í þeim er mikið af steinefnum t.d. kalíum,  magnesíum og mangan. sem hjálpar til að gera tennur hvítar.

2)  Innri hlið hýðisins er varlega nuddað á tennurnar og í kring um þær í tvær mínútur. Gott að endurtaka tvisvar á dag t.d. að morgni og fyrir svefn . Það má bursta tennurnar  fyrst eins og venjulega með náttúrulegu tannkremi, eins má nota bananahýðið fyrst og síðan bursta.

Dökkir gosdrykkir, kaffi, dökk vín , dökkt te og auðvitað reykingar valda blettum á tönnum.

Gott ráð er að kanna vel allar aukaverkanir frá tannhvítuefnum sem nú eru í boði áður en reyndar eru því að margir upplifa vandamál eftir notkun þeirra.

Ekki þarf að henda gömlu hýði af banana, það má frysta. Einnig er það framúrskarandi steinefni og rotnunarefni í safnkassann eða það má þurrka hýðið og mylja niður og dreifa yfir jarðveg einu sinni í mánuði.

Ef þú vilt fá skjótan glans á skó. Taktu þá rönguna á bananahýði og nuddaðu skóna með því.

PS: Bananar hljóta að vera ástæðan fyrir því að apar eru alltaf svona ánægðir!

Ingibjörg Sigfúsdóttir þýddi, stytti og endursagi af Fésbókinn árið 2013..  Því miður kom ekki nafn höfundar fram. Þess vegna á gömul setning við : ,, Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það“.    



Flokkar:Næring

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , ,