1. Munstrin í lífi okkar
Mynstur fíkna – Neikvætt. Of ,,neysla” einhvers = ójafnvægi
Mynstur fjölskyldna – Neikvætt/jákvætt. Ef neikvætt = Leita jafnvægis
Mynstur erfða – neikvætt/jákvætt. Sjúkdómar = bældar tilfinningar. Leita jafnvægis
2. Ást
Elska sjálfa/n sig án sektar, sjálfvorkunnar og fordæmingar. Elska sjálfa/n sig nákvæmlega eins og maður er
Leyfa sér en temja sér aga! Hafa jafnvægi í öllu sem við gerum, neytum og upplifum. Jafnvægi í vinnu, svefni, mat, hreyfingu og áhugamálum. Hvernig er þitt jafnvægi?
Bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. ,,Það sem þið viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra”. Komum fram við aðra eins og við viljum láta koma fram við okkur!
sjálfan
3. fyrirgefning
Fyrirgefa sjálfum sér allt úr fortíðinni
Fyrirgefa öðrum allt úr fortíðinni
Allir hafa ávallt gert sitt besta á hverjum stað og stund. Kannski kunnum við, eða viðkomandi, ekki að hegða sér öðruvísi, bregðast við öðruvísi, vinna úr hlutunum á annan hátt á þeim tímapunkti sem úrvinnslu var þörf
4. kærleikur
Kærleikur og ást eru nátengd: „Elska skaltu sjálfan þig einsog náunga þinn“ Það þýðir að elska sjálfa/n sig fyrst og síðan aðra. Til að geta elskað aðra þarftu að elska sjálfa/n þig
Kærleikur er að elska skilyrðislaust – án skilyrða
Kærleikur felst í að gefa í hvaða formi sem það er; gefa af sér af sínum tíma og gefa gjafir til þeirra sem skortir eitthvað. ,,Sælla er að gefa en þiggja”
5. Sannleikurinn
,,Ég er sannleikurinn, vegurinn og lífið, enginn kemur til föðurins nema fyrir mig”. Sannleikurinn er okkar tilvera. Sannleikurinn er hver við erum. Innst inni erum við guðlegar verur. Við erum öll samtengd alheiminum. Okkar sál er tengd öllum öðrum sálum í heiminum. En samt er hvert og eitt okkar einstök sál
Við gefum skilaboð með „hugskeytum, með því að finna hluti á okkur, með því að skynja hluti, með því að skilja náttúruöflin. Oft afneitum við því sem við skynjum en við verðum að hlusta á okkur sjálf
Við eigum að læra að treysta á innsæi okkar; hlusta á huga okkar, hlusta á líkama okkar, hlusta á varnarorð og hvatningu okkar eigin sjálfs! Besta leiðin til þess er að eiga stund með sjálfum sér – elska að vera með sjálfum sér. Ef við elskum ekki að vera í okkar eigin félagsskap, hvernig getum við þá ætlast til þess að aðrir geti notið þess
6. trú
Trú mín er að ég geti…(allt sem ég ætla mér)
Trú mín á að ég geti læknast… Við nefnilega getum ekki læknast, hvorki af andlegum né líkamlegum kvillum ef við trúum ekki á lækninguna! Jesús sagði við blinda manninn sem hann gaf sjón:
,,Trú þín hefur læknað þig”
Trú á mína hæfileika mína til að minnka og jafnvel eyða kvillum – við búum öllum yfir hæfileikum til að lækna, heila, við verðum bara að trúa því og byrja að nota það á huglægan hátt
7. Von
Trú, von og kærleikur eru náskyld. Von er það sem keyrir áfram lífsvilja okkar. Vonin er lífsneisti okkar
Til að festa von í huga okkar, hjarta og sál verðum við að ,,staðfesta” hana í huga okkar með því að notað orðin ÉG ER…meistari lífs míns , fegurst allra fljóða, hraustur, skuldlaus, ríkur, gefandi, hamingjusöm eða hamingjusamur!
Von er þrá eftir öllu því sem býður okkar – eftir öllu því sem við getum öðlast. Við þurfum bara að leyfa okkur að grípa það úr alsnægtum velviljaðs heims. Við þurfum að vita og skilja að við eigum rétt á því
8. Hugleiðsla / íhugun
Hugleiðsla – læra að þekkja sjálfa/nn sig, eigið sjálf og tengingu við æðri máttarvöld
(okkur) Æðri máttarvöld er þau sömu fyrir alla í heiminum, við bara köllum þau mismunandi orðum: Guð, Java, Jesús, Búdda Allah, jin og jang eða náttúruöflin
Læra aðferðir
Centering prayer (kjarnaíhugun) sem er hluti kristinnar íhugunar (fallegt og/eða kristið orð notað til að skapa innri kyrrð)
Innhverfar íhugunar (transcendral méditation – mantra úr tungumálinu Sanskrít notuð til að skapa innri kyrrð)
Raja Yoga hugleiðslu (Lokuð augu eða opin augu með fókus á einhvern ákveðinn punkt – innri kyrrð án orða)
9. Nú-ið
Nú-ið. Hér og nú. Við getum bara verið í nú-inu. Hversvegna að eyða tímanum í fortíðina sem er farin og kemur aldrei aftur! Það getur enginn verið í fortíð eða verið í framtíð. Æfum okkur í að læra að njóta augnabliksins/stundarinnar – Gerum það sem við þurfum að gera á hverjum augnabliki en leyfum okkur að hlæja, leika okkur og vera til!
Fortíðin.
Við verðum að losa okkur úr fortíðarfjötrum af öllu tagi og gefa okkur leyfi til að verða frjáls. Frjáls í nú-inu – frjáls til að upplifa núið því það er það sem ,,er” Það er í raun ekkert annað til fyrir okkur en nú-ið í lífi okkar hverju sinni því allt er breytanlegt þó allt sé eins og það hafi alltaf verið! Hver dagur er í raun nýtt upphaf – nýr fagur áfangastaður þar sem allir draumar okkar geta ræst. Við þurfum engan farangur á þann áfangastað annan en visku fortíðarinnar. Mættum hverjum degi sem ævintýradegi í lífi okkar og uppgötvum ,,töfra” lífsins!
Framtíðin.
Framtíðin er von og ósk um eitthvað enn betra, enn meiri lífsfyllingu og dýpri visku. ,,Deja vu” upplifun er í raun ,,Er að eiga sér stað” upplifun í nú-inu. Því þegar við upplifun það sem kallað hefur verið Deja vu þá erum við í raunveruleikanum að upplifa það sem við áður höfðum fengið að sjá í lífsbók okkar!
10. Lífssýn
Markmið – framtíðarsýn.
Búa sér til sýn hvernig maður vill sjá líf sitt, sig, sínar aðstæður. Búa til mynd í huga sér og jafnvel skrifa niður á blað. Punktum hjá okkur framtíðardrauma, sjáum þá fyrir okkar í okkar eigin hugskoti, gerum það sem í okkar valdi stendur til að láta það rætast og látum alheimsorkuna um að vinna restina fyrir okkur. Leita eftir því sem maður ELSKAR að gera
Okkar eigin gildismat:
Hafa eigin gildi að leiðarljósi samanber: heiðarleika, virðingu og jafnrétti
Hafa eigin siðfræðireglur
Hafa þekkingu á dyggðunum sjö; visku, hófstillingu, hreysti (hugrekki), réttlæti og trú, von og kærleik sem áður hefur verið nefnt
Allt sem við gerum hér á jörð er viðbótar viska, sumir læra mikið og aðrir læra minna en við förum öll fram á við. Við fetum þannig öll veginn fram á við til eilífðarlífsins
Velferð og lífshamingja
Velferð okkar er í okkar eigin höndum og hamingja okkar getur ekki verið annarsstaðar en þar sem við erum
Það getur enginn gefið okkur hamingjuna nema við sjálf því við ráðum alltaf hvernig við bregðumst við umhverfi okkar, hvernig við bregðumst við þeim sem eru í kringum okkar og hvernig við bregðumst við aðstæðum. Það ræður því enginn nema við sjálf.
Elskum okkur það mikið að við leyfum okkur að nota alla hæfileika okkar, eigin visku og stundum þekkingu annarra til að taka ábyrgð á eigin velferð og lífshamingju!
Höfundur
María Jónasdóttir, NLP master practitioner. Undirvitunarfræði; upplausn hindrana í lífinu og innsetning jákvæðra lífsviðhorfa, ráðgjöf, leiðsögn. Allir.is Sími: 858-5900, Tölvupóstur: maria.jonas@simnet.is, Heimasíða: www.allir.is