Segulóreiða jarðar

æJörðin bíður uppá orku sem ekki er öll jafn góð með  tilliti til svefns og hvíldar.
Ég  missti heilsuna eftir að ég og fjölskyldan fluttum í nýlegt húsnæði. Þá fór ég að prufa mig áfram með að mæla með prjónum (dowsing) einhvers konar  frávik sem ég nam inni í húsum.  Ég var oft beðin um að kíkja á heimili, til að athuga hvort þar væri í lagi með rafmagnið (grein um rafmengun mun birtast síðar). Í eitt skiptið tók ég fram prjónana, áður en ég fór inn í húsið og mældi á gangstéttinni fyrir framan húsið. Þá fann ég að það kom titringur í prjónana og þeir krossuðust fyrir framan mig og þeir gerðu það áfram þótt að ég gengi um í garðinum.  Ég fór svo að athuga nánar og velti fyrir mér hvað þetta væri. Ég gekk  um tún og móa og gerði mér grein fyrir því að þetta svið/orka sem ég vara að mæla var algjörlega náttúrulegt. Það hafði ekkert að gera með manngert rafmagn.

Ég mældi upp þó nokkurt svæði og teiknaði upp á kort straumana sem ég fann, sem voru að meðaltali 60 metra breiðir. Þeir lágu oftast frá heiði og niður að sjó eða þá að þeir lágu í kverkinni þar sem heiðin mætir flatlendinu.  Kortið af svæðinu sem ég var búin að mæla fór ég svo með til jarðfræðings, sem þekkti þetta svæði mjög vel. Hann horfði forvitinn á mig og sagði mér að ég væri búin að teikna upp misgengin á svæðinu og spurði hvernig ég hefði farið að þessu?
Svarið var mjög einfalt = með því að ganga með prjóna, horfa á og finna hvað þeir sýndu mér.

Þegar ég var búin að komast að því hvað þetta var, sem ég var að mæla, fór ég að leggja saman tvo + tvo. Því þar sem þessi misgengi mældust bjó fólk og dýr sem ekki var jafn heilsuhraust og allir vilja vera. Þar sem ég er óvenju næm kona, fór ég að hlusta eftir því sem mér var bent á að handan, bæði í svefni og vöku.  Mér fannst mjög merkilegt að hafa fundið út að jörðin er ekki bara góð. Mér fannst þá að ég yrði að finna lausn til að jafna þessa óreiðu fyrir fólkið, sem hafði byggt húsin sín á þessum svæðum.

Lausnin varð til á mjög skömmum tíma því að ég var dugleg að fara eftir því sem mér var bent á í draumum mínum. Ég brást skjótt við þegar mér var bent á að prófa hitt og þetta til að leiðrétta þessa óreiðu sem kom frá misgengjunum. Þegar ég var búin að átta mig á hver væri hin einfalda og fallega lausn, hafði ég samband við félaga minn Garðar Héðinsson sem vann  á Laxárvirkjun sem vélfræðingur og rafvirki. Hann er snillingur í höndunum og ég bað hann um að smíða kassa utan um þessa lausn sem ég hafði fundið.

Kassinn þurfti að vera bæði fallegur og endingargóður þó hann væri grafinn í jörð. Lausninni varð að finna stað á miðju svæðisins (taumsins) sem ég mældi og það gat oft verið úti á miðju túni þótt húsið sem heilsufarsbrestirnir gerði vart við sig væri í jaðri sviðsins.  Garðar Héðinsson gerði þetta mjög fallega og við komum okkur svo saman um merkingar á ,,Mótvægiskubbnum“, þannig að ég vissi hvernig hann ætti að snúa.  Þessa lausn setti ég niður á nokkrum stöðum hjá þeim sem heilsan hafði verið bágborin hjá síðustu misseri, hvort sem um fólk eða dýr var að ræða. Það komu strax í ljós mjög skýrar breytingar til hins betra.

Þetta vara fljótt að fréttast, sérstaklega á milli bænda, sem vildu sjá betri útkomu á sauðburði og almenna líðan á fé í húsum.  Ég fór því víða með prjónana mældi hjá fjölda býla og í framhaldi af því var mótvægiskubbi komið fyrir á þó nokkrum fjárbúum og kúabúum, þar sem mælingar mínar bentu til að aðgerða væri þörf. Greinilegur bati varð á flestum stöðum í kjölfarið, á frjósemi sauðfjár svo og frumutölu í mjólk kúa. Mikilvægt þótti að safna saman og vinna úr þessum niðurstöðum og birta þær upplýsingar með skipulögðum hætti þannig að þær yrðu aðgengilegar almenningi. Það vara því ákveðið að ráðast í formlega rannsókn á þessum áhrifum segulóreiðu misgengja á heilsufar dýra með sérfræðinga í hverju rúmi.

En að þessari rannsókn unnu með mér, þau:
Gunnar Björnsson bóndi og sérfræðingur í fósturvísatalningum í sauðfé, Sandfellshaga 2.
María Svanþrúður Jónsdóttir, Ráðgjafaþjónustu á Norðausturlandi, ráðgjafi hjá Búgarði.
Dr.Rannveig Björnsdóttir, dósent við viðskipta og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri .
Valdemar Gísli Valdemarsson, rafeindavirkjameistari, skólastjóri við Raftækniskólans í Reykjavík.

Fyrsta skrefið var að safna saman upplýsingum frá fjárbúum sem valin voru með hliðsjón af sögu um tíðan fósturdauða í sauðfé á síðustu árum.

Á hluta bæjanna höfðu ekki verið gerðar neinar breytingar.
Á hluta bæjanna hafði mótvægiskubbi verið komið fyrir.
Á hluta bæjanna höfðu verið unnar úrbætur á frágangi og jarðbindingu rafmagns auk þess sem mótvægiskubbum var komið fyrir í framhaldi af prjónamælingum mínum, sem gáfu vísbendingar um að útihús væru byggð yfir jarðfræðilegum streitusvæðum.  Vonir voru bundnar við að verkefnið og niðurstöður þess yrðu fyrsta skref í þá átt að jarðfræðilegir áhrifaþættir í umhverfi okkar yrðu rannsakaðir frekar og tekið tillit til hugsanlegra áhrifa þeirra við greiningu og meðhöndlun sjúkdóma í mönnum og dýrum.

Mótvægiskubburinn.

Útkoman sýndi að jörðin er ekki bara hólar og hæðir eða flatlendi, heldur býr hún líka til orku/svið sem hentar okkur misvel til hvíldar.

Rannsóknarteymið hefur fengið fleiri opinbera styrki til að vinna áfram að rannsóknum áhrifa þessa á fé og mun sú skýrsla vera birt í febrúar 2012.  En fyrri skýrsluna er hægt að nálgast á heimasíðu minni www.bryndis.is
Það sem ég sá líka, þar sem ég mældi þessa tauma, á túnum og móum var að dýrin, umgengust þetta mjög afgerandi, þau röðuðu sér á þessi svæði til að bíta á, en fóru útaf þeim þegar þau vildu hvílast. Ég sá einnig að hestar sem gengu úti yfir veturinn, sóttu í að bíta á þeim svæðum þar sem ég mældi misgengi, frekar en örum en færðu sig af þeim þegar þeir hvíldu sig.

Þetta á eftir að rannsaka frekar eins og svo margt annað. Þar sem misgengi eru undir vegum,  annaðhvort þvert undir vegina eða undir þeim á löngum kafla er slysatíðnin hærri en annarsstaðar. Hvort þetta er hægt að leiðrétta með mótvægiskubb á eftir að skoða betur .

Höfundur: Bryndís Pétursdóttir árið 20011.. netfang: bdis1@simnet.is Veffang: www.bryndis.is Sími: 860 2206



Flokkar:Umhverfið

Flokkar/Tögg, , , , , ,

%d bloggers like this: