Úrdráttur úr grein eftir Dr. Tim O’Shea, 2001 alla greininina er að finna á www.thedoctorwithin.com
Hvers vegna deyjum við? Hvers vegna eldumst við? Af hverju eyðast hlutir upp? Kemur allt í einu baktería einhversstaðar frá og veldur sjúkdómi sem drepur okkur rétt á meðan við erum upptekin af því að lifa lífinu? Nema það sé fundið rétta lyfið til þess að „drepa bakteríuna.“ Trúir þú þessu? Meirihluti ameríkana trúa þessu virkilega, en þeim sem það gera fer þó stöðugt fækkandi. Fólk er farið að gera sér grein fyrir að lífstíll þess hefur heilmikið með móttækileika þess fyrir sjúkdómum að gera. Lífsstíll: þú veist – mataræði, stress, hugarfar, dagleg hreyfing (eða skortur þar á). Bakteríulaus atriði.
Mörg okkar eru orðin sorgmædd yfir að horfa uppá foreldra okkar deyja úr sömu sjúkdómum og afar okkar og ömmur gerðu. Þrátt fyrir allar miklar „uppgötvanir“ sem við heyrum eða lesum um í vinsælustu fjölmiðlunum er heilsa okkar sem þjóðar ekki að batna hið minnsta (þetta á vel við á Íslandi líka; innsk.þýð.) Í fyrsta kafla (www.thedoctorwithin.com) getum við lesið um 10 aðal banamein ameríkana:
Hjartasjúkdómar 726,000
Krabbamein 539,000
Heilablóðföll 159,000
Krónískar lungnastíflur 109,000
Slys 95,000
Lungnabólga/flensa 24,000
Sykursýki 62,000
Sjálfsmorð 30,000
Nýrnasjúkdómar 25,000
Lifrarsjúkdómar 25,000
National Vital Statistics, 1999
Fyrir utan slys og sjálfsmorð eru þessir umræddu sjúkdómar flestir þess eðlis að það er hægt að koma í veg fyrir þá, vegna þess að það er slæmt mataræði viðkomandi til margra ára sem veldur sjúkdómnum eða gerir hann verri. Þessir sjúkdómar fljúga ekki inn og ráðast inn í saklausan og hreinan líkama okkar með næturloftinu. Ómeltanleg, orkulaus fæða drepur hægt og rólega frumur líkamans og vefi – viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Það sem við segjum síðan að viðkomandi hafi dáið úr fer bara eftir því hvaða líffæri gefur sig fyrst: hann var með lélegt hjarta, hann var með veika lifur, hann var með slæman maga, hann var
lungnasjúklingur, o.s.frv.
Óhrekjanlegar staðreyndir, sem hafa lifað í 75 ár, er nú verið að draga fram í dagsljósið og færa sönnur á, að langlífi og hreysti eru byggð á einu atriði: eiturefnum í blóði. Þegar þér dettur í hug eitur, hugsar þú örugglega fyrst um arsenik, blásýru eða rottueitur. Eins og sérhver góð ninja veit eru margar tegundir eitra til og missterk. Þau bestu drepa þig hægt og finnast ekki við leit í líkamanum. Lítum því á hægvirkasta eitrið af öllum: fæðuna sem við neytum.
Flest nútímafæða sem er í Amerísku (og Íslensku; innsk.þýð.) mataræði er eitur. Af hverju segi ég þetta? Því gott eitur mun:
1. hindra flæði blóðsins
2. minnka magn súrefnis til vefja
3. trufla eitt eða fleiri líffærakerfi líkamans
4. valda fíkn í eitrið sjálft
5. á endanum drepa án þess að verða uppgötvað
Ekkert eitur sögunnar hefur tekist þetta í því magni sem unnin matvara hefur gert.
VIRKNI ENSÍMA
Hvað eru ensím? Við erum umkringd dæmum um virkni ensíma á hverjum degi. Tökum til dæmis grænan banana. Setjum hann í gluggakistuna í nokkra daga. Hann verður gulur og þroskast. Þarna eru ensím að verki. Krókódíll drepur þig í mýrinni, en hann étur þig ekki strax. Í staðinn dregur hann þig að næstu greinahrúgu og setur þig þar til þess að láta þig rotna í nokkra daga. Þegar þú ert svo orðinn nógu marineraður ertu orðinn að aðalrétti. Hvað olli breytingunni? Ensím. Hundur grefur bein. Það var of hart. Eftir tvær vikur grefur hann það upp aftur. MMM mjúkt og fínt. Aftur ensím að verki. Ensím eru einfaldlega hluti af öllum lifandi frumum sem framkalla breytingar. Ensím eru virk í hverri frumu líkama þíns á hverri sekúndu. Ensím breyta hlutum í nýtanleg efni. Líffræðilega séð erum við ekkert annað en samansafn frumna. Það sem kemur fyrir frumurnar okkar kemur fyrir okkur.
MUNURINN Á ENSÍMUM OG STARFSEMI ENSÍMA
Ein og sér eru ensím bara hluti af heildinni. Til þess að þau vinni þau þúsundir verka sem þau vinna, þurfa þau aðstoð. Læknar kalla þessa aðstoð samvirkjandi þátt eða fylgiþátt. Flestir samvirkjandi þættir eru vítamín og steinefni. Ensím og fylgiþættir þess spila þannig saman að úr verður háþróuð lífefnafræðileg symfónía sem kallast samstæða. Þessi ensímsamstæða sér um að viðhalda starfsemi ensímanna – án allra hljóðfæraleikaranna verður ekkert lag. Fæðubótarefni sem inniheldur ensím ætti að innihalda þessa samvirkjandi þætti. Ef það gerir það ekki þarf líkaminn að útvega þau næringarefni sem vantar. Ef sjúklingur er með vítamín- eða steinefnaskort mun honum ekki gagnast að taka inn fæðubótarefni sem inniheldur bara ensím. Ensímstarfsemi er hópvinna.
Vítamínin sem við erum að tala um eru ekki þessi gervivítamín sem þú finnur í matvöruversluninni. Einungis náttúruleg vítamín úr óhreinsaðri fæðu geta unnið með ensímum. Eins og Dr. Lee skrifaði fyrir næstum því 50 árum: „þegar þú einangrar eitt vítamín úr fæðu, sykurhúðar það og setur það á flöskur verður það að efni. Það er ekki lengur hluti af lifandi heild. Það er ekki lengur hluti af lifandi samstæðu sem við köllum ensím.“ Meira um óhreinsað fæði og gervivítamín eru í kafla 11 – Ascorbic Acid is Not Vitamin C. (www.thedoctorwithin.com) Það sem skiptir máli hér er að vítamín, steinefni og ensím þurfa á hvort öðru að halda til þess að virka. Fæðubótarmarkaðurinn gerir lítið annað en að rugla okkur í rýminu, sumir auglýsa vítamín grimmt, aðrir steinefni og enn aðrir ensím, eins og að eitt og sér séu þessi efni einhver töfralausn á öllum okkar vandamálum. Þetta er auglýsingaskrum. Ekkert eitt efni vinnur eitt og sér í líkamanum, þetta snýst um samvinnu og samvirkjandi þætti.
SÉRSTÖK LÖGUN
Ensím eru þekkt fyrir að hafa sérstökum verkefnum að gegna. Virkni þeirra er líkt við lykla sem þurfa að passa í sérstakar skrár. Ensím eru margföld prótín sem eru bundin saman í sérstakri lögun af vetniseindum. Hugsaðu þér bandhnykil sem er haldið í skrítnu formi með litlum bútum af frönskum rennilás. Ef eitthvað kemur fyrir litlu rennilásabútana raknar ensím-hnykillinn upp og glatar sínu sérstaka formi. Þá er það ekki lengur ensím, heldur eitthvað óþekkt prótín. Hvað gera svo óþekkt prótín við líkama okkar? Rétt – valda bólgu og ónæmisviðbrögðum. Þetta er akkúrat lýsingin á sjálfsónæmisviðbrögðum. Líkaminn ræðst á sjálfan sig því hann greinir eitthvað óþekkt um borð. Ef eitthvað kemur fyrir eindirnar sem halda ensíminu saman fellur það saman og getur ekki lengur sinnt sínu hlutverki. Þannig samanfallið ensím er talið vera ónáttúrulegt. Það er margt sem getur valdið því að ensím verði ónáttúrulegt: Hitun yfir 118° F (48°C) (suða)
Lyf
Alkóhól
Flúor
Sindurefni
Vinnsla á fæðu
Niðursuða
Geislun
Erfðabreytingar
SOÐIÐ EÐA HRÁTT?
Edward Howell læknir, sem er mjög virtur á heimsmælikvarða varðandi þekkingu á ensímum og næringu mannsins, segir ensím verða ónáttúruleg ef hituð upp fyrir 48°C. Fyrst vatn síður við 100° C getur þú séð að suða er ekki góð fyrir flesta fæðu. Þess vegna er best að gufusjóða grænmeti til dæmis frekar en að ofsjóða og eyðileggja hina náttúrulegu eiginleika þess. Ofsuða eyðileggur ensím og vítamín. Annar næringarsérfræðingur er Francis Pottenger læknir. Frægar tilraunir hans með ketti á fjórða áratugnum eiga jafn vel við í dag og þá. Hann skipti nokkrum köttum í tvo hópa og sá sjálfur um að fóðra þá í mörg ár. Annar hópurinn fékk eingöngu hráan mat og hinn fékk soðinn. Niðurstöðurnar voru óumdeilanlegar: þeir kettir sem fengu einungis hráan mat lifðu löngu sjúkdómalausu lífi. Þeir sem fengu soðinn mat urðu veikir og dóu yngri (sjá Bieler, bls. 192).
Það sem var einnig greinanlegt var að þeir kettir sem fengu soðinn mat og urðu veikir náðu ekki aftur fyrri heilsu þótt skipt væri yfir í hráan mat. Óafturkallanlegur skaði. Þeir sem fengu soðinn mat áttu einungis tvær kynslóðir afkomenda, sú seinni var ófrjó. Náttúrulögmálið að verki. Tískumatarkúrar sem virða ekki þessar grunnstaðreyndir eru gallaðir. Velja skal hráan mat fram yfir soðinn eða steiktan, gufusoðið grænmeti, linsoðin egg og steikina lítið steikta frekar en mikið: því meira sem ensímin haldast óbreytt í fæðunni því minna krefst fæðan af ensímbirgðum líkamans til þess að melta hana.
SPARIREIKNINGUR
Það eru tvær aðaltegundir ensíma í líkama okkar. Dr. Edward Howell segir okkur í bók sinni Enzyme Nutrition, að það sé eins og okkur sé gefinn sparireikningur með birgðum ensíma í byrjun lífsins. Hann inniheldur tvær tegundir ensímgjaldmiðla.
• Efnaskiptaensím (frumustarfsemi, líkamskerfi)
• Meltingarensím
EFNASKIPTAENSÍM
Efnaskipti er það sem hefur með hin ýmsu líffærakerfi líkamans og virkni þeirra að gera. Frumulíf, taugaboð, heilaboð, hormónadreyfing, súrefnismettun, virkni lifrar, sýrustigsjöfnun í blóði og margt fleira. Öll þessi störf þarfnast sérstakra ensíma til þess að þau séu unnin, frá sekúndu til sekúndu. Efnaskiptaensím eru þau sem halda líkamanum gangandi allan sólarhringinn. Efnaskiptaensím nota næringarefnin sem meltingarensímin hafa brotið niður í meltingarveginum, svo framarlega sem eðlileg melting hafi átt sér stað.
MELTINGARENSÍM
Ensímin sem þú kannast örugglega best við eru þau sem taka þátt í meltingunni. Munnurinn, maginn, brisið, lifrin og þarmarnir framleiða margskonar ensím með það hlutverk að brjóta fæðuna sem við borðum niður í einingar sem líkaminn getur nýtt sér. Það er sama hvað þú borðar af feitum mat, hvítum sykri, hvítu hveiti eða hversu ómeltanleg fæðan er yfirhöfuð, líkaminn mun reyna að brjóta hana niður með ensímum. Sum fæða er mjög auðmeltanleg. Það er fæða sem inniheldur nógu mikið af ensímum til þess að klára meltingu fæðunnar. T.d.: epli, korn, vatnsmelóna, grænn pipar, perur, sellerý; er hugmyndin komin til skila? Hrátt grænmeti og ávextir! Þessi fæða þarfnast ekki orku frá líkamanum til þess að brjóta hana niður í nýtanlegt form.
ÞRJÁR FÆÐUTEGUNDIR
Við vitum öll að fæðu mannsins má skipta niður í þrjá flokka:
fitu
prótín
kolvetni
Hvert fyrir sig er stór sameind, búin til úr minni einingum. Líkaminn vill heldur minni einingarnar og því þarf að brjóta fitu- prótín- og kolvetnasameindirnar niður. Fita er brotin niður í fitusýru; prótín eru brotin niður í amínósýrur; kolvetni eru brotin niður í glúkósasameindir. Þetta niðurbrot er kallað melting.
Nú munu margir læknar og aðrir með litla undirstöðuþekkingu í næringarfræðum segja að við getum borðað hvað sem við viljum, því ensím líkamans munu brjóta fæðuna niður. Þetta væri rétt værum við að borða 80% náttúrulega fæðu. Með þessu meina ég fæðu sem inniheldur eigin ensím til niðurbrots án þess að taka af birgðum sjálfs líkamans. Náttúrulegt mataræði skilur ekki eftir sig leifar í meltingarkerfinu. Það kallast náttúruleg melting. En við borðum ekki náttúrulega fæðu. Flest okkar borða mikið af hamborgurum, frönskum, pizzum, bjór, kartöfluflögum, kleinuhringjum, kók ofl. Þetta er ekki matur og er nýtt manninum. Meltingarkerfi okkar var ekki hannað til þess að brjóta þessa fæðuómynd niður. Þess vegna meltist þessi fæða ekki, heldur situr í þörmunum og rotnar. Óeðlileg fæða = óeðlileg melting.
BLÓÐEITRUN OG ÓBEIN LOSUN
Árið 1926 skrifaði frægur læknir frá Coloradófylki, J.H. Tilden MD, bók sem var hápunktur ferils hans. Hún hét Toxemia Explained (Blóðeitrun útskýrð). Hr. Tilden var róttækur. Hann trúði því ekki að lyf læknuðu sjúkdóma. Hann var með eina einfalda fullyrðingu: ….allir svokallaðir sjúkdómar eru hættuástand vegna eitrunar í blóði, sem þýðir að það er of mikið af einhverju eiturefni í blóðinu þannig að það er komið yfir þolmörk líkamans. Hættuástandið, hvað sem það er kallað – kvef, flensa, lungnabólga, höfuðverkur eða salmonellasýking – er óbein losun. Náttúran er að reyna að losa líkamann við eiturefni“ (sjá Toxemia Explained, bls. 49).
Sjúkdómur fær nafn sitt eftir því hvar eiturefnin safnast saman svo mikið að sá líkamshluti byrjar að bila. Þessi fullyrðing um sjúkdóma (óbein losun) hefur aldrei verið hrakin. Það sem gerist er að hin ýmsu líffæri líkamans reyna, vegna náttúrulegrar sjálfsbjargarviðleitni, að losa sig við eiturefnin og bólgna sjálf í leiðinni. Þetta gerist vegna þess að hinar venjulegu leiðir – lifrin, nýrun, ristillinn – hafa verið yfirbuguð af eiturefnunum sem hafa komið inn (mest frá ómeltanlegri fæðu). Þess vegna hafa önnur líffæri byrjað að hjálpa til, líffæri sem voru ekki hönnuð til úrgangslosunar.
Eitt áberandi dæmi um þetta eru unglingabólur. Þær eru ekki húðvandamál. Þær eru óbein losun: blóðið er hlaðið eiturefnum sem hafa safnast upp hraðar en líkaminn ræður við að losa sig við þannig að hann reynir öfgakennda leið. Hann losar sig við þau í gegnum stærsta líffæri sitt: húðina. Þegar eiturefnin fara erta þau eðlilega húðina og valda graftarútbrotum. Þess vegna duga krem og áburðir skammt við þess konar ástandi. Þetta er ekki húðvandamál. Þetta er krónísk blóðeitrun vegna ómeltanlegrar fæðu. Þriðja heims fólk fær sjaldan unglingabólur. Þær eru sjúkdómur skyndibitalífstílsins.
Krónískt „ólæknandi“ exem og sóríasis eru oft af sömu rótum runnin. Fólk þjáist af þessum sjúkdómum árum saman að óþörfu, fylgir leiðbeiningum velmeinandi húðlækna sem reyna oftast að sannfæra það um að eina lausnin sé að finna rétta lyfið við „húðsjúkdómnum.“ Sama má segja um nýrun. Upprunalegt starf þeirra var einfaldlega að halda vatnsjafnvægi í blóðinu. En með nútímamataræði er þeim haldið uppteknum við að sortera út þessi gerviefni úr blóðinu. Starf sem þau voru ekki sköpuð til að sinna. Afleiðingin: nýrnasjúkdómar – númer níu á listanum yfir aðal banamein ameríkana.
Annar læknir, Dr. Bieler, veitir annað dæmi um óbeina losun: lungun taka við af nýrunum. Þegar eitrun blóðsins er orðin of mikil fyrir nýrun að losa út í þvagi fara lungun að hjálpa til, eiginlega í örvæntingu. Þau seyta eitthvað af eiturefnum úr blóðinu með slímhúð sinni. Þannig eitrun ertir lungun og þau bólgna upp og geta verið orsök lungnabólgu, bronkítis, lungnabjúgs eða hvaða lungnasjúkdóms sem er. Dr. Bieler notar þessa sömu aðferð við að útskýra tíðaverki og hina ýmsu bólgur í móðurlífi kvenna; þegar líkaminn losar eiturefni út í gegnum líffæri móðurlífsins einu sinni í mánuði við blæðingar. Við tíðahvörf þegar þessi leið lokast getur afleiðingin orðið ný vandamál ýmiskonar. Óbein losun: líffæri sem upphaflega var ætlað til æxlunar er nú notað sem neyðarlausn við losun úrgangs.
Síðan teljum við okkur trú um (eða okkur er talin trú um) að viðkomandi líffæri, án tillits til tengsla þess við líkamann, sé vandamálið, þegar raunin er sú að það er yfirbugað af vinnu.
Ef læknisfræðilegar ákvarðanir eru byggðar á röngum skilningi þess að veiklað líffæri sé sjúkdómurinn, þá er sá hugsunarháttur orðinn meira en bara einfaldur, því afleiðingin getur verið lífshættuleg. Dr. Tilden hélt því fram að ómelt fæða í þörmum og í blóði væri aðalorsök allra sjúkdóma. Staðfesting á hugmyndum hans finnast nú í flestum meltingarfæratímaritum, sem eru að rannsaka mjög nákvæmlega það „nútíma“ fyrirbæri:
MELTINGARFÆRALEKA
Ástæða þess að fæða situr ómelt í þörmunum er skortur á ensímum. Það sem gerist er að við borðum ruslfæði og við getum ekki melt það. Það situr í þörmum okkar jafnvel í margar vikur. Slímhúð meltingarvegarins veiklast og hleypir ómeltu, rotnandi fæðunni inn í blóðrásina. Eftir komuna í blóðið getur það sest að næstum því hvar sem er. Sem óþekkt prótín, getur eiturefnið valdið bólguviðbrögðum þar sem það dagar uppi. Síðan erum við sjúkdómsgreind með gigt, vöðvagigt, lifrarbólgu, nýrnabólgu, þarmabólgu, magabólgu eða hvað sem er.
Í framhaldi er okkur gefið lyf til þess að fela einkennin. Læknar halda því fram að þeir geti lagað þennan „vandamálahluta“ líkamans einan og sér. Þess vegna ber það engan árangur. Samkvæmt því sem Dr. Tilden segir þá eru þessir dularfullu krónísku sjúkdómar næstum því alltaf afleiðing eiturefna í blóði. Dr. Tilden var langt á undan sinni samtíð. Hugmyndir hans eru langtum fremri nútíma lyfjafræði. Í flestum krónískum tilfellum, sérstaklega þeim sem læknarséníin standa ráðþrota frammi fyrir, ætti því að prófa aðferðafræði Dr. Tildens fyrst, ef nokkur von á að vera um að ná fullkomnum og endanlegum bata.
Ef þú vilt lesa meira um ristilinn þá er grein á www.thedoctorwithin.com sem heitir Journey to the Center of Your Colon og er mjög góð. (Ég á vonandi eftir að þýða hana seinna.( innsk. þýðanda).
HILLULÍFS-BRANSINN
Unnar matvörur hafa einungis fylgt okkur í um það bil 90 ár. Það byrjaði vegna þess að það þurfti að koma miklu magni af matvælum til hermanna sem börðust í heimsstyrjöldunum án þess að þau skemmdust á leiðinni. Vísindamenn uppgötvuðu að því betri sem aðferðirnar urðu við að fjarlægja ensím úr fæðu því betur entist hún án þess að skemmast. Eftir stríð voru þessar aðferðir síðan notaðar í matvöruverslanaiðnaðinum. Það var fljótlega uppgötvað að hagnaðurinn jókst eftir því sem varan entist lengur í hillunum. Ef það þýddi að eyða þyrfti öllum næringarefnum úr fæðunni, ásamt ensímunum, þá hvað með það? Þeir voru ekki í heilsubransanum, þetta var hillulífsbransinn!
Vísindalegar aðferðir við að fjarlægja ensím úr fæðu og lengja hillulíf hennar hafa þróast gífurlega síðan þá og halda áfram að þróast í dag. Að auki hafa bæst við aukaefnin, sem gera ekkert fyrir líkamann – þetta snýst allt um peninga. Nýjasta nýtt er geislun og genabreytingar. Heldur þú að þessar aðferðir hafi eitthvað að gera með að auka næringu fæðunnar? Láttu þig dreyma. Þetta eru stórviðskipti, keyrð áfram aðeins af einni ástæðu.
HEILBRIGÐ LIFUR – GOTT LÍF
Eitt fyrsta líffærið sem verður fyrir áhrifum eiturefna í skyndibitafæðu er lifrin, sem er eitt mikilvægasta líffæri líkamans. Bieler telur að ef lifrin hefði við að hreinsa eiturefnin úr blóðinu gætum við lifað því sem næst að eilífu (sjá Bieler, bls.63). Áður en melt fæða kemst inn í blóðrásina fer hún í gegnum portæðina til lifrarinnar. Lifrin á síðan að velja hvað verður um þessa fæðu:
a. búa til nýja vefi
b. leysa orku úr læðingi
c. geyma næringarefni til seinni nota
Mannslifrin hefur þróast í 60 milljón ár. Í öll þau ár, fyrir utan síðustu hundrað árin, hefur maðurinn lifað á mjög einföldu fæði, ávöxtum, grænmeti og smá dýraprótíni. Þannig fékk lifrin að þróast eðlilega og einbeita sér að aðalverkefnum sínum, sem voru ekki að brjóta niður eiturefni. Unnin matvara er áfall fyrir þróun mannsins (sjá Food Is Your Best Medicine bls. 183).
Bieler útskýrir heimskuna í því að neyða lifrina og nýrun til þess að vinna meira með því að örva þau með adrenalín-örvandi sterum og þvagörvandi lyfjum, sem er hin venjulega leið sem heilbrigðisstéttin velur. Það er skammtímalausn og leiðir að lokum til tortímingar líffæranna. Lifrin var einfaldlega ekki hönnuð til þess að eyða allri þessari orku í að vinna úr eiturefnum (sjá Bieler, bls. 142.)
WESTON PRICE
Einu sinni var maður sem hét Weston Price. Hann var tannlæknir og á þriðja áratugnum ferðaðist hann ásamt konu sinni um heiminn og safnaði upplýsingum frá tugum landa. Hann var að athuga tannheilsu og beinabyggingu margra frumbyggja og þjóða. Þeirra á meðal voru:
Íbúar við svissnesku alpana
Fídjeyingar
Eskimóar
Seminóla indjánar
kanadískir indjánar
Skotar
Melanesíubúar
Havaíbúar
Það sem hann fann var mjög óvænt en óneitanlegt: yfirleitt voru þessir frumbyggjar með sterkar tennur og bein og lifðu almennt án hrörnunarsjúkdóma á meðan næg fæða bauðst. Ef þeim síðan bauðst ensímlaus fæða iðnvæðingarinnar þá skemmdust bæði tennur og bein mýktust undantekningarlaust innan fimm ára. Svo byrjuðu þau að veikjast af hrörnunarsjúkdómum þeim sem eru útbreiddir í Bandaríkjunum í dag. Eins og Royal Lee og J.H. Tilden segja er Dr. Price að tala um hvítt hveiti, hvítan sykur og alla unna, spillta matvöru. Það sem þessi fæða á sameiginlegt er að vera gjörsamlega ensímlaus.
Dr. Price fann mörg tilfelli þar sem það kom skýrt og greinilega fram að þjóðir sem höfðu notið næstum því fullkomins heilbrigðis í margar aldir fóru að sýna einkenni hrörnunarsjúkdóma á fáum árum ef það fór að neyta fæðu iðnvæddra ríkja. Bók Dr. Price heitir á frummálinu Nutrition and Physical Degeneration (Næring og líkamleg hrörnun) og er enn á markaðnum. Enginn næringarfræðingur í dag getur talist vel upplýstur nema skilja til hlítar verk Dr. Weston Price.
PRÓTÍNKÚRAR
Vegna auglýsingaherferða eru matarkúrar mjög mikið í tísku í dag eins og áður. Það vantar ekki heldur nöfnin á þá: Borðaðu eftir blóðflokki, borðaður eftir líkamsgerð, borðaðu eftir vöðvaprófun, borðaðu eftir þjóðfræðinni, borðaðu eftir stjörnukortinu þínu, eða eftir niðurstöðu hárprufu. Ruslvísindi eru í hámarki í Ameríku í dag. Nú er verið að hampa kúr sem er nærri eingöngu prótín.
Vegna goðsagnarinnar um tengslin á milli kólesteróls og hjartasjúkdóma hafa prótínkúrar gengið um eins og frelsari meðal manna. Ef einhver er að borða eingöngu ruslfæði og breytir yfir í prótínfæði mun hann upplifa miklar jákvæðar breytingar. En sé neytt engöngu prótíns í langan tíma án þess að hafa góða fitu og náttúruleg kolvetni mun það reyna mikið á nýrun, lifrina og blóðið.
Við niðurbrot prótíns hækkar sýrustig blóðsins. Það setur af stað ferli þar sem kalk er leyst úr beinum og tönnum til þess að bjarga blóðinu frá of háu sýrustigi. Afleiðingin er kristöllun þvagsýru sem safnast síðan í líffærin og liðamótin, beinþynning og algjör sundrung á virkni nýrna og brissins þegar þau reyna að jafna sýrustigið. Þar að auki rotnar prótínið í þörmunum og veldur leka og stíflum í honum ásamt mörgum öðrum þarmavandamálum.
Prótínkúrum er líka hampað af þjónum sojaiðnaðarins. Þeir sköpuðu þá lygi að sojabaunir innihéldu fullkomin og örugg prótín, miklu meira svo en dýraprótínin, og hafa náð fullkomnum árangri í því með stöðugu auglýsingaskrumi sínu í öllum fjölmiðlum. Þetta er jafn vitlaus hugmynd og prótínkúrinn. Ef þú vilt alla söguna um sojavörur er hana að finna á síðu sem heitir www.truthaboutsoy.com .
Fæðusérvitringar gera í því að gera hlutina nógu flókna, búa til reglur og mynstur úr engu. Yfirleitt er tilgangurinn sala á nýrri bók, fæðubótarefni eða mat. Jafnvægi í prótíni, fitu og kolvetnum í mataræði er bara heilbrigð skynsemi. Mikilvægara er í hvaða formi fæðan er sem við borðum: Meltanleg eða ómeltanleg? Náttúruleg eða unnin? Hrá eða soðin? Úðuð gegn skordýrum eða lífræn? Hreinsar hún eða stíflar? Með eða án ensíma? Þetta eru spurningarnar sem við ættum að spyrja í sambandi við gæði matvæla.
Annar misskilningur er fituleysisfóbían. Henni er stjórnað með auglýsingum frá matvælaiðnaðinum. Rangar upplýsingar eru allsstaðar um hversu hættuleg fitan sé gagnvart kólesterólinu og að hún valdi þannig hjartasjúkdómum. Lausnin? Hún er að sjálfsögðu unnar sojavörur, eitrað, ómeltanlegt óæti sem inniheldur allraverstu fitutegundina: umbreytta fitu. Kaldhæðnin er að Ameríkanar eru haldnir fituskorti, þar sem búið er að narra þá til að trúa því að öll fita sé slæm. Við þurfum á góðri fitu að halda og við fáum hana ekki. Sjá www.westonaprice.com ef þú vilt læra nokkur undirstöðuatriði í að þekkja muninn á góðri fitu og slæmri.
MJÓLK – NÆRINGARLAUS, ENSÍMLAUS FÆÐA
Gott dæmi um ensímlausa fæðu er nútíma mjólkin. Mjólkin er talin gerilsneidd þegar búið er að fjarlægja öll ensím úr henni með hitun. Úr henni fáum við síðan smjör, ís, osta, jógúrt og mjólkursúkkulaði svo eitthvað sé nefnt. Vandamálið er að þetta er allt ómeltanleg fæða. Hún fer því um allan líkamann og veldur bólgum og stíflum. Þess vegna vilja flestir næringarfræðingar sem stunda heildrænar heilsueflingar meina það að mjólkin sé aðal ofnæmisvaldurinn. Trúir þú því ekki? Prófaðu að taka alla mjólkurvöru af ofnæmissjúklingnum í 60 daga. Þá er verið að tala um alla mjólkurvöru. Sjáðu hvað gerist (sjá Treshold of Reactivity á www.thedoctorwithin.com). Gerilsneidd mjólk getur ekki uppfyllt kalkþörf líkamans því í hana vantar ensímið fosfatasa sem er nauðsynlegt til upptöku kalks.
Mjólk er mjög algengt dæmi um gervi-fæðu, búin til af mannahöndum. Það á við alla aðra unna matvöru líka, þar sem búið er að ræna hana öllum ensímum sem gerðu hana lifandi til að byrja með.
Það sem sagt er um mjólk hér að ofan á aðeins við um gerilsneidda, fitusprengda mjólk. Hrá mjólk úr kúm sem aldar eru upp á grasi sem er ríkt af steinefnum er allt annað mál. Dr. Price skráði niður heilsufar fólksins í svissnesku ölpunum, það sem var einangrað frá unninni matvöru. Sumt þetta fólk lifði á fæðu þar sem uppistaðan var hrátt smjör og hrár ostur, úr kúm og geitum. Heilsa þeirra var mun betri en okkar í dag. Aðalatriðið hér er að náttúruleg, óunnin, ógerilsneidd mjólkurvara getur verið afburða fæðuundirstaða vegna þess að hún er pökkuð fituuppleysanlegu vítamínunum A, D og E, ásamt steinefnum og ensímum. Það sem eyðileggur mjólkina er siðmenningin: hún drepur ensímin með hita, gefur kúnum hormón (ekki á Íslandi, held ég; innsk.þýð) og sýklalyf, elur kýrnar upp í steinefnasnauðu umhverfi og vinnur hana svo þannig að hún geymist í sem lengstan tíma. (Price).
Nú skulum við tala um fæðuna sem við borðum. Flest okkar vitum hvað við eigum að borða. En þegar til kastanna kemur þá borðum við flest bara það sem okkur langar í í það skiptið. Það er ekki hægt að álasa okkur fyrir það heldur. Milljónum dollara (króna) er eytt í að móta skoðanir okkar á því hvað hungur okkar kallar á. Lítum bara í kringum okkur; sjónvarpið, auglýsingaskilti, útvarpið og blöðin – hverju er verið að troða framan í okkur á hverjum degi? Myndir af hamborgurum, frönskum, ís, kartöfluflögum, gosi, sælgæti, kleinuhringjum, mjólk, osti ofl. Þetta er ,,besta” eitur sem framleitt hefur verið.
Náttúruleg og hrá fæða inniheldur næringarefni og ensím, en unnin fæða er ónáttúruleg, það er ekkert í henni sem líkami okkar getur nýtt sér. Unnin fæða er búin til til þess að græða á henni, hún þarf að endast í hillum stórmarkaðanna. Það hefur oftast ekkert með næringu líkamans að gera.
OFNÆMI!
Viðbrögð líkamans við ómeltri fæðu hefur verið talin ástæða fyrir um það bil 90% af öllum ofnæmisviðbrögðum (sjá Threshold of Reactivity www.thedoctorwithin.com ). Öll þessi ofnæmisviðbrögð birtast ekki allt í einu án nokkurrar ástæðu, eða vegna einhverra erfðaeiginleika. Fólk talar um að vera með ofnæmi fyrir ryki, frjókornum, hundahárum, kattarhárum, hestafjöðrum, tunglstöðunni …. En hvers vegna að leita að einhverri framandi orsök þegar það augljósa er fyrir framan nefið á þér? Áralöng neysla matvöru sem líkami þinn getur ekki brotið niður, hefur fyrirsjáanlegar og ákveðnar líkamlegar afleiðingar. Mataræði hefur ekki aðeins áhrif á heilsu þína, það ákveður heilsu þína. Prófaðu 60 daga án mjólkurafurða.
ENSÍM OG ÖLDRUN
Það er augljóst hvernig skortur á ensímum tengist öldrun: ómelt fæða stíflar meltingarveginn. Sú fæða rotnar og framleiðir eitur- og sindurefni. Sindurefni eyðileggja frumur og valda ótímabærri hrörnun í vefjum. Sindurefni ráðast á frumur og eyðileggja frumuhimnuna þannig að hún þornar upp. Stórar ómeltar sameindir síast inn í blóðrásina úr þörmunum og þykkja blóðið, þannig að súrefnið dreyfist ekki eins hratt um líkamann. Frumurnar svelta. Þetta er óumdeilt, allar sjúkdómafræðibækur staðfesta að þarmaleki (leaky gut syndrome), hár blóðþrýsingur og æðaþrengsli eru afleiðingar ómeltrar fitu.
Það sem verra er þá treystir ónæmiskerfið á að hvítu blóðfrumurnar ferðist um blóðrásina. Ef þær geta það ekki vegna óhreininda í blóðinu veldur það veiklun í ónæmiskerfinu: sem sagt öldrun. Fyrir 50 árum þurftu líksmurningarmenn að undirbúa líkin strax. Vegna ævilangrar neyslu rotvarnarefna, krydda, aukaefna og hertrar fitu geta þau beðið í nokkra daga án þess að rotna. Þau eru súrsuð. Með nútíma mataræði hefur okkur tekist að múmíugera okkur lifandi.
VEIK DÝR
Í bókinni Enzyme Nutrition segir Dr. Howell að maðurinn sé eina dýrið sem veikist. Hugsaðu aðeins um það; hversu margir sjúkdómar eru taldir upp í sjúkdómafræðibókum 500? 1000? Hvaða dýr í náttúrunni fær t.d. 5 sjúkdóma af þessum fjölda? Af hverju ætli þetta sé? Við erum einu dýrin sem borða unna matvöru. Öll dýr fá ensímin sín í fæðunni sinni. Munnvatn hesta og kúa inniheldur ekki einu sinni ensím eins og okkar. Melting þeirra er háð ensímunum í grasinu sem þau borða. Hugsið ykkur álagið á meltingarkerfið ef við borðum eingöngu ensímsnauðan mat.
BLÓÐIÐ – HIÐ INNRA UMHVERFI
Ef við snúum okkur nú aftur að blóðinu og hugmyndinni um eitrun þess. Þú manst að blóðið dreyfir eiturefnunum og skilur þau eftir hingað og þangað um líkamann. En rauðu blóðfrumurnar verða líka fyrir áhrifum þess. Ómelt fita og prótín í líkamanum valda því að rauðu blóðkornin klumpa sig saman. Þetta hindrar blóðflæðið og getur verið aðal orsakavaldur síþreytu. Flæði blóðsins er eina leiðin fyrir frumur líkamans til að fá súrefnið sem þær þurfa á að halda hverja einustu sekúndu. Ef blóðflæðið er hindrað þá fá vefirnir ekki súrefni og þá erum við ekki aðeins að tala um síþreytu heldur hrörnun vefja, ótímabæra öldrun og dauða.
Stingandi verkir niður í fótleggi eða handleggi eru stundum einfaldlega afleiðing þess að vöðvarnir eru þvingaðir til þess að vinna án súrefnis og þeir öskra þannig í mótmælaskyni. Skortur á súrefni getur valdið hrörnun og óvirkni hvaða líffæris sem er: hjarta, lungna, húðar, nýrna, æða eða meltingarfæra.
SÍÞREYTA
Hefurðu nokkurn tíma fengið matareitrun? Eða þekkirðu einhvern sem hefur fengið matareitrun? Þegar okkur dettur matareitrun í hug þá erum við að hugsa um uppköst, niðurgang og aðra vanlíðan í nokkra daga vegna einhvers sem við höfum borðað. En það er til önnur tegund matareitrunar sem er miklu algengari, í rauninni er þar um að ræða faraldur. Þetta er ástand sem læknar geta ekki alveg hent reiður á. Manneskjan er máttlítil, með verki á magasvæði sem koma og fara, með slæma húð, andfýlu, krónísk væg ofnæmi og tilfinningu um yfirvofandi ógæfu (eins og eitthvað sé ekki eins og það á að vera) en samt kemur ekkert út úr rannsóknum sem gerðar eru. Þetta er dæmigert fyrir síþreytu. Eftir margra ára ensímlaust mataræði er líkaminn að svelta vegna skorts á næringarefnum. Óhefðbundnir læknar kalla þetta fyrirbrigði vannæringu þeirra auðugu. Það er furðulegt til þess að hugsa að manneskja sem er kannski 30 til 40 kílóum of þung sé að svelta, en það er akkúrat það sem er að gerast. Stöðugt hungur er fylgifiskur þessa mataræðis því líkaminn kallar sífellt á meiri mat í von um að fá einhver næringarefni. Þess vegna á of þungt fólk erfitt með að léttast, því þegar líkaminn fær mat hleður hann utan á sig fitu því hann heldur að hann sé að svelta.
KRÓNÍSK MELTINGARTRUFLUN – LÍMT FYRIR OLÍULJÓSIÐ
Loftmyndun, uppþemba, brjóstsviði, magaverkur, að vera pakksaddur eftir nokkra bita, krampar í þörmum, ófullnægt hungur – þetta eru dæmigerð einkenni ensímskorts. Flestir læknar álíta þetta skort á lyfjum! Dæmigert fyrir þetta er lyfið Tagamet og Prilosec, sem er gefið við brjóstsviða og meltingartruflunum. Ástæðan fyrir verkjunum er þessi: allur þessi dauði ensímlausi matur sem við borðum situr í meltingarfærunum. Maginn reynir eins og hann getur að framleiða nægar magasýrur til þess að brjóta niður þetta aukaefnahlaðna gums sem við ranglega köllum fæðu. En hann getur það ekki. Allar þessar magasýrur sem myndast þarna brenna magann og veldur óþægindum. Þegar við kyngjum skvettast þessar sýrur upp í vélindað og valda því sem við köllum bakflæði eða brjóstsviða.
Vegna þeirrar hugmyndar að alla þessa magasýru þurfi að þurrka upp prófa læknar fyrst Tagamet og þegar það virkar ekki er Prilosec reynt til þess að stöðva bara meltinguna með því að hefta framleiðslu meiri magasýru! Til skamms tíma hverfa verkirnir að sjálfsögðu, en hvað verður um allt gumsið sem situr þarna ennþá í maganum? Það byrjar að þrána, rotna eða gerjast eftir því hvort það var fita, prótín eða kolvetni. Þá erum við komin með meltingarstíflu, sem veldur sjúkdómum eins og magasári, Chron´s sjúkdómi, krónískum ristilbólgum, þarmaleka og ristilkrabba. Þannig geta lyf eins og Prilosec undirbúið jarðveginn fyrir ástand sem læknar kalla sjálfvirka vímu (sjá kaflann um ristilinn á www.thedoctorwithin.com ).
TÍSKA OG STEFNUR
Næringarfræðingar eru duglegir að flokka fæðu eftir kolvetnum, prótíni, kaloríum eða hverju sem er, en gleyma því að það skiptir minna máli hvað er í matnum en það hversu mikið af því skilar sér til frumna líkamans. Ekki festast í Milligrammaleiknum eða Kaloríuleiknum. Byrjaðu á grunninum. Ef maturinn brotnaði ekki niður í meltingarveginum þá hefur hann farið beint í gegnum þig, eða það sem verra er; hann er þar ennþá! Það skiptir ekki máli hvað við borðum heldur hvað við meltum.
Svínabændur lærðu snemma að svínin fitna tvisvar sinnum hraðar ef þeim er gefin eldaður matur. En eldaður matur er snauður af hverju? Rétt, ensímum. Fyrir tveimur árum sýndu tölfræðilegar upplýsingar um offitu að um það bil einn af hverjum átta Ameríkönum væri haldinn offitu (Íslendingar fylgja fast á eftir; innsk.þýð.). Offita er skilgreind þannig að manneskja er 30% of þung miðað við sína eðlilegu þyngd. En í Desember sama ár gaf Center for Disease Control (Sjúkdómaeftirlitsstofnun) út þær tölur að einn af hverjum þremur Ameríkana væri of feitur. Ef einhver efast um raungildi þessara talna er honum ráðlagt að fá sér sæti í næstu verslanamiðstöð og skoða sjálfur.
STÓRA ÞJÓÐIN
Það sem skiptir líka máli varðandi offitu Ameríkana er magnið sem þeir borða. Við þurfum um það bil 25 grömm af prótíni á dag en meðalneyslan er 125! Hvað varðar hvítan sykur þá borðum við um það bil 80 kg. á ári, en þurfum engan! Það er ekkert næringarlegt gildi í hvítum sykri (sjá Sugar: The Sweet Thief of Life – á www.thedoctorwithin.com ). Svo er það fitan, það er saga útaf fyrir sig. Líkaminn þarfnast fitu til þess að halda heilsu en aðeins náttúrulega fitu – eins og í lárperum, hráum hnetum, kókoshnetum og fiski.
Þessi matur inniheldur fituensímið lípasa, sem brýtur fituna niður. En þetta er ekki fitan sem við neytum mest. Fitan sem við borðum mest af er gervifita eins og sú sem er í snakki, frönskum og smjörlíki. Þessar gervifitur eru fæðuleysur, ómeltanlegar og safnast saman í líkamanum. Þessar tilbúnu fitur valda því að æðar þrengjast, að það myndast cellulite og varadekk; þegar þær koma inn í líkamann verða þær að fitusýrum sem þrána. Fitusýrur sem hafa þránað eru miklir framleiðendur sindurefna og það þýðir öldrun, niðurbrot frumna og DNA stökkbreyting – staðfest pöntun á væntanlegu kostnaðarlausu fríi á bráðamóttöku spítalanna.
Lítum svo á magnið af þessari hertu fitu sem við borðum. Þú hefur kannski tekið eftir sölubrellum sem fá okkur til að borða meira. Á skyndibitastöðum er boðið uppá skammt af frönskum sem eru ómeltanlegar í sjálfu sér, en það er ekki nóg með það heldur er þér boðinn risaskammtur fyrir aðeins 25 kall í viðbót. Þetta leiðir óhjákvæmilega til ofáts og offitu. Sama má segja um gosdrykki, sem eru hlaðnir hvítum sykri sem breytist í fitu í líkamanum. Fólki er freistað með fáránlega stórum skömmtum með því að láta það halda að það sé að gera svo góð kaup. Við höfum gleymt hinni algildu reglu – rusl á betra verði er samt rusl.
Flest dýr sem veikjast neita öllum mat þangað til náttúran hefur séð um að henda eiturefnunum út. Oft er meiri hluti eiturefnanna matur sem hefur stíflast í meltingarveginum. Náttúran veit best. Þannig er best að gleyma því sem okkur var kennt um að reyna að koma mat ofan í veikt fólk. Bíðum eftir að sjúklingurinn verði svangur. Hlustum á líkamann; hann hefur oftast rétt fyrir sér.
SKILUM ÞVÍ AFTUR
Hver er svo lausnin? Sama og vandamálið: ensím. Annað hvort verður þú að borða 80% náttúrulegt fæði fullt af náttúrulegum ensímum eða nota fæðubótarefni með náttúrulegum ensímum í. Það þarf að láta í matinn aftur það sem var tekið úr honum með alls konar vinnslu. Viltu hreinsa út líkama þinn? Þá er valið þetta: annað hvort náttúrufæða eða náttúruleg ensím. Eða hvoru tveggja.
ENSÍM: NÚTÍMA LÍFLÆKNINGAR
Aðeins á síðustu tíu árum hafa verið til fæðubótarefni sem innihalda náttúruleg og kröftug ensím. Ensím eru svo einföld lausn á margskonar heilsuvandamálum, þar af mörgum lífshættulegum, en nútíma læknavísindi taka þau almennt ekki einu sinni til athugunar. Flestum læknum er kennt að leita að hinni dramatísku björgun, hinu fljótvirkandi lyfi og hetjulegri aðferð sem bjargar sjúklingnum frá yfirvofandi dauða, eða svoleiðis! Það er flottara, „raunveruleg vísindi”. Fyrir það fyrsta vita flestir læknar ekki um tilveru ensíma í náttúrulegri, lifandi fæðu. Þau eru of ódýr fyrir lyfjafyrirtækin að selja; ennþá. Annað vandamál er að læknar læra ekki um ensím á þennan hátt í læknaskólum.
Það hafa innan við 20 meltingarensím verið uppgötvuð, en það eru um 5000 efnaskiptaensím. Þau eru stöðugt að breytast og að raða sér upp á nýtt. Ef þetta væri ekki svo værum við mörg hver löngu dáin, því líkami okkar hefði ekki getað fengið efnaskiptaensím að láni til að aðstoða meltingarensímin sem eru hlaðin yfirvinnu. Inngripsaðlögun – að lifa af.
BESTU NÁTTÚRULEGU ENSÍMIN
1. eru úr Aspergillus, ræktuð í heilkorni
2. innihalda alla nauðsynlega samverkandi þætti
3. og frumurnar verða að geta nýtt sér þau
Elsta og stærsta fyrirtækið sem framleiðir ensím í Bandaríkjunum er National Enzyme Company. Í dag framleiðir það ensím fyrir um 400 fyrirtæki sem framleiða fæðubótarefni. Vísindamenn uppgötvuðu fyrir áratugum að ensím ræktuð í heilkorni væru best fyrir manninn vegna þess að þau virka á því mismunandi mikla sýrustigi sem er í meltingarvegi mannsins. Það þýðir að þau geta melt fitu, kolvetni og prótín. Bestu fyrirtækin bæta við cellulasa sem er ensímið sem meltir trefjaefni, sem gerir það að verkum að vítamín og steinefni sem eru í trefjunum losna úr þeim og komast inn í blóðrásina. Vélindað, maginn, smáþarmarnir og ristillinn eru með mismunandi hátt sýrustig og Aspergillus vinnur vel í öllu þessu umhverfi. Bestu ensím fæðubótarefnin innihalda einnig öll nauðsynlegustu vítamín og steinefni sem eru nauðsynleg sem samverkandi þættir fyrir virkni ensímanna. Án þeirra mun líkaminn þurfa að láta af birgðum sínum og getur það valdið vandamálum. Mundu að ensím, vítamín og steinefni virka aðeins saman.
Aðeins eitt fyrirtæki, sem ég veit um, hefur lagt áherslu á að bæta í vöru sína sameindum sem gera það að verkum að næringarefnin ná ekki aðeins að fara úr meltingarveginum og inn í blóðrásina heldu gera þau frumunum kleift að nýta sér ensímsameindirnar. Þetta er það sem er kallað hrein vara, hún skilur ekkert eftir sig í meltingarveginum. Fullkomin melting. Fyrirtækið heitir Infinity (sími 1 800 572 6204).
ENSÍMMEÐFERÐ
Ef við getum ekki borðað 80% hrátt fæði þá verðum við að taka inn fæðubótarefni sem innihalda ensím til þess að vera viss um að við brjótum örugglega niður alla fæðu sem við neytum. Vandinn er að finna fæðubótarefnin sem uppfylla öll fyrrnefnd atriði. Heildrænir næringarfræðingar hafa uppgötvað að það er tvennt sem vinnst með einfaldri ensímmeðferð og það er betri melting og hreinsun á blóði. Þegar ensím er tekið inn með máltíð fer öll orka þess í að melta fæðuna, en séu þau tekin inn á tóman maga fara þau inn í blóðrásina og vinna að því að brjóta niður úrgangsefni sem hafa safnast þar og þykkt blóðið. Bæði þessi atriði eru nauðsynleg til þess að halda sem bestri heilsu. Það sama á við um líkamann og frumurnar – ef úrgangsefni hlaðast upp veldur það hrörnun og niðurbroti.
Flestir læknar segja sjúklingum sínum að mataræði hafi lítið að gera með þeirra tiltekna sjúkdóm. Stundum segja þeir að mataræðið gæti hafa haft einhver áhrif á að þessi tiltekni sjúkdómur myndaðist, en næstum því aldrei munu þeir segja að mataræði geti læknað sjúkdóminn. Það er bara hægt að lækna sjúkdóm með lyfjum! Ekki satt?
GEISLANDI HEILBRIGÐI EÐA AÐ LIFA AF
Á hverjum degi höfum við tækifæri til að bæta heilsu okkar annars vegar eða bara lifa af næsta sólarhringinn. Heilsa okkar til þessa er afleiðing af vali okkar á fæðu í fortíðinni. Það eru þrír áhrifavaldar sem eru stöðugt að reyna að ráða vali okkar á fæðu:
1. heili okkar, sem geymir ýmsar upplýsingar
2. auglýsingamáttur fæðuframleiðeinda
3. næringarlausu aukaefnin sem sett eru í fæðu til þess eins að gera okkur háða henni gegnum bragðlaukana og taugakerfið.
Að borða þegar við erum ekki svöng eða bara til þess að komast í gegnum daginn eða/og að velja þá fæðu sem er handhægust hverju sinni mun leyfa okkur að lifa af. Það er til önnur leið: að velja þá fæðu sem mun hreinsa líkama okkar, byggja upp ónæmiskerfið og auka gæði lífs okkar. Það sem hefur mest áhrif til bættrar heilsu er sú geta okkar að velja þá fæðu sem líkami okkar raunverulega þarfnast fremur en að fara eftir forrituðum þörfum sem fæðuframleiðendur hafa skapað.
Lítum í kringum okkur. Hversu oft sjáum við dæmi um geislandi heilbrigði, jafnvel meðal ungs fólks? Sjáum við ekki oftar dæmi um offitu, óhreina húð og andlega vanlíðan? Frumur okkar breytast í unna matvöru. Við breytumst í unna matvöru. Aldrei vanmeta þá krafta sem eru að verki við að forrita okkur til þess að borða eins mikið og við getum í okkur látið af unnum mjólkurafurðum, hertri jurtafitu, hvítum sykri og hvítu hveiti. Við erum orðin háð því sem eitrar líkama okkar.
LYKILLINN AÐ VANDANUM
Besta lausnin við þessum vanda væri að sjálfsögðu að borða 80% ensímríka, hráa fæðu. Það er engin spurning. En flest okkar geta ekki staðist forrituðu þarfirnar okkar og við huggum okkur með því að við „lifum nú bara einu sinni og er ekki lífið til að njóta þess?“ o.s.frv. Þannig hugsunarháttur leiðir flest okkar að unninni matvöru og skyndibitafæði. Í dag höfum við þó aðferð til þess að minnka eiturefnauppsöfnunina í blóðinu vegna leifa af ómeltri fæðu.
Fæðubótarefni sem inniheldur ensím getur verið lykillinn að vandamálinu án þess að þurfa að breyta nokkru öðru. Virðist næstum því of einfalt? Aðalsmerki sígildrar heilunar er einmitt einfaldleiki. Með þessu erum við ekki að bæta neinu nýju við. Við erum einfaldlega að setja í fæðuna aftur það sem er tekið úr henni við vinnslu: ensím. Við leyfum þá líkamanum að finna aftur sitt fyrra jafnvægi vegna þess eins að við hættum að eitra hann. Ef við krefjumst þess að halda okkur við þessa fæðuómynd sem skyndibitamenningin færir okkur þá er okkar eina björgun frá því að grafa okkar eigin gröf, að taka inn fæðubótarefni með náttúrulegum ensímum í.
HEIMILDIR
CDC- National Vital Statistics – 1999.
Naisbitt, J- Megatrends 2000 – Harpe 1991.
D’Raye, T – Food Enzymes – Avieca 1997.
Howell, Edward, MD- Enzyme Nutrition -Avery 1988
Bieler, H MD – Food Is Your Best Medicine- Random House, 1965.
Price, W, DDS- Nutrition and Physical Degeneration -1939 Keats
Tilden, JH, MD – Toxemia Explained – Kessinger 1926.
Lee, RoyaL, DDS- Conversations in Nutrition -Standard Process 1955.
Wiley, H MD- The Foods and Their Adulterations – 1930.
Guyton, AC, MD – Medical Physiology – Saunders 1996.
Twogood, D- No Milk – Wilhelmina 1991.
Whittaker, J, MD- Best and Worst of Today’s Supplements
Carrel, Alexis MD- Man, The Unknown – 1935 MacFadden
Jensen, Bernard – Empty Harvest – Avery 1990
Anderson R – Cleanse and Purify – 1998
Mendelsohn R, MD- Confessions of a Medical Heretic
Fallon & Enig – “Soy Products for Dairy Products?
Health Freedom News Sept. 1995.
“How Safe is Soy?” -Newlife Magazine May 1996.
O’Shea T- “The Magic Bean? Soy-tainly Not!”
www.thedoctorwithin.com 2001
Höfundur: Stefanía Arna Marinósdóttir
Flokkar:Fjölskylda og börn, Greinar