Á okkar tímum hefur æ meir komið í ljós hversu mikla þýðingu ólífuolían hefur fyrir heilsu mannsins. En um leið tökum við eftir því að heilsufarslegt gildi þessarar hágæða náttúruvöru er háð gæðum ólívuávaxtanna og hvernig olían er unnin. Í þúsundir ára hefur ólívutréð verið álitið ein mikilvægasta olíuuppsprettan. Ólívutrjálundur tilheyrir menningarlandslagi Miðjarðarhafssvæðisins. Fólkið á þessum svæðum lifði að mestu leyti á einhæfu fæði og fékk lítið af eggjahvítuefnum og þá mest úr jurtaríkinu. Fitan kom svo til eingöngu frá ólívuolíu. Við var að búast að þessi fæða myndi skapa ójafnvægi næringarefna innbyrðis, samanborið við fjölbreyttara mataræði, og með tímanum mætti búast við að heilsufarsástand íbúanna færi hrakandi.
Þetta gerðist hins vegar ekki. Faraldsfræðileg rannsókn á næringu og sögu Miðjarðarhafssvæðisins sem gerð var af Ameríkananum A. Keys árin 1954, 1957, og 1975 sýndu að heilsufarslegt ástand var gott í samanburði við önnur lönd. Í tengslum við vísindalegar rannsóknir var sú ályktun gerð að í ólívumenningu Miðjarðarhafsins hefðu menn fundið ágæta og prófaða formúlu fyrir næringu, einnig við krappar aðstæður, og að menn gáfu sér leyfi til að gefa ólífuolíunni stóran hluta af heiðrinum fyrir þetta. Nánari rannsóknir staðfestu að hægt væri að þakka ólívuolíunni fyrir eftirfarandi áhrif á mannslíkamann:
1. Ólífuolían hindrar hörðnun í æðakerfinu sérstaklega í hjartanu.
2. Ólífuolían tekur þátt í uppbyggingu tauganna.
3. Ólífuolían styrkir beinin og varnar gegn beinþynningu.
4. Ólífuolían hjálpar til við að koma í veg fyrir sýkingar.
5. Ólífuolían er læknalyf fyrir lifur, gall og þarma.
Skýringar á einföldum þáttum
1. Eftir rannsóknir á Krít á 280 manns á aldrinum 63 ára, fundust óeðlilega fáir með sjúkdóma í hjarta og kransæðum. Alls fundust einungis tvö tilfelli hjartaáfalls. Þetta er í mikilli mótsögn við aðstæður í Bandaríkjunum og á norðlægum slóðum í Evrópu. Fæðan á Krít innihélt mikið hlutfall af fitu, en stór hluti hennar var ólívuolía. Hin jákvæðu áhrif á æðakerfið má útskýra með því að benda á hvað ólívuolían inniheldur lítið af mettuðum fitusýrum. Sú skoðun að einungis fitur með hátt hlutfall af fjölómettuðum fitusýrum haldi kólesterólinu í lagi og hindri þannig sjúkdóma í æðakerfinu, hefur verið hrakin með rannsóknum á síðari árum. Það hefur leitt til þess að ólívuolían hefur verið mikils metin. Samsetning hennar er mjög harmónísk. Hún inniheldur líka mikið af ,,fytosterolum“ sem í ríkum mæli hindra að kólesteról úr matnum komist út í blóðið. Það sem kemur í ljós í greiningarniðurstöðum með tilliti til fitusýra og annarra efna í ólívuolíunni, er verkun frá sólarljósi og sólarvarma. Ólívuolían ber þessa heilsusamlegu virkni inn í líkama mannsins og minnkar líkur á hörðnun.
2. Það eiga sér einnig stað lífleg fituefnaskipti í hjarta- og taugakerfi. Taugakerfið þarfnast þess að fá fjölbreyttar fitusýrur. Í ólífuolíunni finnum við þessar fjölbreyttu fitusýrur og þess vegna er hún svona mikilvæg fyrir uppbyggingu tauganna.
3. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að ólívuolían örvar upptöku næringarefna inn í beinin og hefur jákvæð áhrif á beinþéttni. Það var þegar þekkt að hjá fólki á suðlægum slóðum sem notar mikið af ólífuolíu, voru beinbrot af völdum beinþynningar mjög sjaldgæf. Í tilraunum með rottur kom í ljós að rottur sem fengu ólívuolíu samanborið við þær sem fengu venjulegt fóður, mynduðu þær sem fengu ólívuolíu 10% þéttari bein. Einnig var gerð rannsókn á 135 konum frá Montpellier. 45% kvennanna notuðu ólífuolíu reglulega. Flóknar vísindalegar aðferðir voru notaðar og niðurstöðurnar voru þær að ólífuolían viðheldur upptöku steinefna inn í beinin og hefur áhrif á beinþéttni.
Jákvæð áhrif ólífuolíunnar á steinefnaskipti beinanna, má meðal annars útskýra út frá vítamín- og ensíminnihaldi olíunnar. Hálfur til einn lítri af ólífuolíu á mánuði er það sem mælt hefur verið með í þessu tilliti. En eins og áður var nefnt í þætti 1. um áhrif gegn hörðnun, er það yfirgnæfandi þáttur sem er mikilvægur: „ljósmagn“ olíunnar sem afleiðing sólaráhrifa. Þetta getum við skilið því við vitum að beinkröm (rakitis) sem er orsök lélegar upptöku líkamans á steinefnum hjá börnum stafar af ljósskorti.
4. Ólífuolían hindrar sýkingar því sjúkdómsspírur þrífast ekki í henni. Hún er gjarnan notuð sem lögur fyrir niðursuðuvörur sem þola illa að geymast eins og til dæmis vörur úr sjónum og er þá eins og rotvörn. Ólívuolían hefur góð áhrif á þarmaflóruna og á húðina. Sem húðolía er hún mikils metin vegna vermandi eiginleika sinna.
5. Ólífuolían örvar gallflæðið og gerir að gallið verður léttfljótandi og virkara. Með því örvast þarmastarfsemin þannig að ristillinn tæmir sig reglulega.
Lifrin fær stuðning fyrir afeitrunarstarf sitt. Til þess að örva gallið er gott að taka inn eina matskeið af ólífuolíu á morgnana með nokkrum dropum af sítrónusafa í. Skilyrði þess að fá ofangreind áhrif frá ólívuolíunni fyrir mannslíkamann, er að gæði olíunnar séu fyrsta flokks. Olía sem er unnin á náttúrulegan hátt án allra hjálparefna og úr ólívum af bestu fáanlegu gæðum hefur milt og þægilegt bragð. Venjuleg olía á markaði hefur oft svolítið biturt bragð sem mörgum líkar illa. Hið góða náttúrulega bragð er hins vegar nauðsynlegt fyrir virkni hennar í líkamanum og er lýsandi fyrir það gildi sem hún hefur fyrir heilsuna.
Udo Renzenbrink Ólífuolía inniheldur mikið magn af E-vítamíni sem er mjög gott andoxunarefni. Hún inniheldur 76% af einómettaðri fitusýru, 8% af tvíómettaðri fitusýru og 16 % af mettaðri fitusýru. Yggdrasill býður upp á nokkrar tegundir af ólífuolíu og eru þær allar unnar úr lífrænt ræktuðum ólífum og eru úr fyrstu kaldpressun (extra virgin eða nativ ekstra). Ólífuolíuna má nota í salöt, bakaða rétti og til steikingar á pönnuna. Þó er gott að vita að hún er auðvitað best ef við gætum þess á að hita hana ekki of mikið.
Höfundur: Hildur Guðmundsdóttir
Flokkar:Næring