Lyfið LDN (Low Dose Naltrexone) /Lág-skammta-Naltrexone er nú fáanlegt á Íslandi

Árbæjarapótek hefur nú hafið sölu á lyfinu LDN hérlendis. Skammstöfunin LDN stendur fyrir Low Dose Naltrexone eða á íslensku Lág-skammta-Naltrexone.

Þessi áfangi er mjög athyglisverður, því um er að ræða annað apótekið í Evrópu sem afgreiðir LDN.  Íslenskir neytendur geta líka glaðst við þær fréttir að LDN er núna nær helmingi ódýrara en áður hefur verið.  Mánaðarskammturinn frá Árbæjarapóteki kostar3.800 kr. og er það afgreitt gegn lyfseðli frá lækni.Apótekið vinnur samsetningu lyfsins út frá sömu aðferðum og leiðandi LDN apótek í Bandaríkjunum. Lyfið er blandað á staðnum og afgreitt í fljótandi formi, 1 milligram Naltrexone í millilítra og skammta sjúklingar sér sjálfir eftir læknisráði.

Mikill fjöldi íslenskra sjúklinga hefur undanfarin 2 ½ ár fengið LDN duft-hylki frá Skotlandi og hefur mánaðarskammtur lyfsins kostað þannig rúmlega 7.000 kr. með póstkostnaði og öllu. Sambærileg afgreiðsla á fljótandi LDN hefur einnig verið fáanleg í Skotlandi á nokkurn vegin sama verði og hér. En vegna þess að endingartími fljótandi lausnar er styttri en LDN dufthylkja, hafa Íslendingar ekki getað flutt inn fljótandi LDN með góðu móti sjálfir. Íslenskir neytendur geta því glaðst við þær fréttir að LDN er nær helmingi ódýrara hér.

Hvað er LDN?

LDN er eins og áður segir skammstöfum fyrir: Low Dose Naltrexone. Litlir skammtar af lyfinu eru teknir rétt fyrir svefn. Nú er það oft notað við gigtarsjúkdómum, sjálfsofnæmissjúkdómum og taugahrörnunarsjúkdómum. Vísbendingar eru um að lyfið hjálpi við meðhöndlun ýmissa krabbameina. Forrannsóknir á LDN benda til að það hjálpi um 50% – 80% sjúklinga eftir því um hvaða sjúkdóma er að ræða.  Naltrexone, virka efnið í LDN, var upphaflega þróað til að loka á endorfínviðtakendur í líkamanum til að hjálpa morfínefnafíklum úr ofskömmtunarástandi. Naltrexone hefur verið gefið í um 50 – 100 mg og viðurkennt af heilbrigðisyfirvöldum víða um heim til þessara nota í nokkra áratugi.

Aðrir eiginleikar lyfsins komu í ljós um það leyti sem einkaleyfi á Naltrexone var að renna út. Athugull læknir í New York, dr.Bernard Bihari, áttaði sig á að með notkun LDN í smáskömmtum um 4,5 mg rétt fyrir svefn, var hægt að fá líkamann til að auka framleiðslu Endorfína. Endorfín eru hormón sem líkaminn framleiðir og gegna hlutverki við að stýra ónæmiskerfinu í baráttu þess við sjúkdóma. Notkun á LDN í þessum tilgangi hefur síðan hægt og bítandi verið að breiðast út um hinn vestræna heim og þar sem Naltrexone er fyrir löngu viðurkennt lyf mega læknar einnig ávísa því í þessum tilgangi.

Þúsundir sjúklinga fullyrða að LDN gegni veigamiklu hlutverki í betri heilsu þeirra. Sá góði árangur sem lyfið er þekkt fyrir í röðum upplýstra sjúklinga hefur samt ekki orðið til þess að lyfið fái almenna útbreiðslu. Það kemur mest til vegna þess að einkaleyfi lyfsins eru útrunnin, við það verður fjárhagsávinningur lyfjafyrirtækjanna enginn við það að fjármagna lokastigsrannsóknir. Engar slíkar lokastigsrannsóknir hafa verið tilkynntar þrátt fyrir baráttu sjúklinga og lækna fyrir því þau 20 ár sem liðin eru frá því að áhrif LDN ónæmiskerfisuppgötvuðust.Samheitalyfjafyrirtæki virðast heldur ekki hafa áhuga á LDN vegna þess að þessar rannsóknir eru ekki til staðar. Vegna þessarar stöðu er Naltrexone hinsvegar tiltölulega ódýrt.

Saga og rannsóknir á lág-skammta-Naltrexone (LDN)

Bernard Bihari MD starfaði árið 1985 við Downstate heilsugæslustöðina í New York og var upphafsmaður LDN meðhöndlunar. Bihari var athugull og vel menntaður læknir með gráður úr bæði Cornell og Harvard háskólunum. Hann hafði umsjón bæði með fíkniefnasjúklingum og HIV smituðum sjúklingum í Downstate. Bihari hafði einnig fylgst vel með þróun sem átti sér stað á lyfinu Naltrexone. Lyfjaeftirlit bandaríkjanna hafði á þeim tíma vonast til þess að þetta lyf gæti komið að gagni við að halda heróínfíklum frá fíkn sinni. Lyfið reyndist ekki vel gegn því vandamáli, það þurfti um 50 mg. til þess að morfínefnin virkuðu ekki og í svo miklu magni skapaði lyfið spennu- og kvíðaástand.

Bihari veitti því athygli að Naltrexone hafði eiginleika til að auka endorfínmagn í blóði. Þegar hann áttaði sig á því að AIDS sjúklingar hans höfðu einungis um 30% endorfíni í blóði miðað við heilbrigða einstaklinga fór hann að prófa lyfið í von um að geta aukið þetta hormón hjá þeim. Rannsóknir dr. Biharis og niðurstöður á áhrifum lítilla skammta lyfsins á HIV smitaða sýndu ótrúlega góðan árangur (Sjá skýrslu unna upp úr fyrirlestri Biharis í Stokkhólmi árið 1988: http://www.lowdosenaltrexone.org/ldn_aids_1988.pdf ).

Eftir þetta fór Bihari að prófa LDN gegn ýmsum öðrum sjúkdómum og gerði sér fljótlega grein fyrir því um hve breiðvirkt úrræði var að ræða. Bihari skráði áhrif lyfsins á marga einstaklinga með ólíka sjúkdóma sem leið betur ef þeir notuðu lyfið. Bernard Bihari lést 16. maí 2010.

Læknirinn dr. David Gluck starfaði um árabil samhliða dr. Bihari og var náin vinur hans. Gluck hefur um árabil haldið áfram starfi dr. Bihari og einnig verið með frábært kynningar- og upplýsingstarf á vef sínum: http://www.lowdosenaltrexone.com . Dr. Gluck er sérfræðingur í forvarnarlækningum og hefur þá trú að LDN sé ein af merkustu uppgötvunum læknisfræðinnar undanfarin 50 ár. Með því að helga líf sitt þessari hugsjón hefur dr. Gluck stuðlað að því að þúsundir manna eignist mannsæmandi líf aftur og verið í einum af aðalhlutverkum LDN baráttunnar í heiminum. Listi yfir LDN rannsóknir er að finna á: http://www.lowdosenaltrexone.org/ldn_trials.htm og sjá má forsíðu upplýsingavefs dr. David Gluck á: (http://www.lowdosenaltrexone.org/).

LDN hópurinn á Íslandi hefur notið góðrar leiðsagnar á vef dr. Gluck hann. Hann tók vel í umleitan okkar um að koma LDN í sölu hérlendis og útvegaði apótekara með reynslu í LDN framleiðslu frá bandaríkjunum til þess að ráðleggja með framleiðsluna á Íslandi. Það hefur ekki verið sjálfsagt að fá gott LDN erlendis en hjálp dr. Gluck tryggði okkur fyrsta flokks vöru hérlendis.

Áhrif  LDN á svæðisgarnabólgu ,,Crohn´s sjúkdóm“

Þó að lokastigsrannsóknir á LDN hafi ekki farið fram er talsvert af frumrannsóknum sem staðfesta framúrskarandi öryggi lyfsins og benda eindregið til góðs árangurs LDN meðhöndlunar. Til dæmis hafa komið fram afgerandi niðurstöður í frumrannsókn á virkni lyfsins á svæðisgarnabólgu (Crohn‘s sjúkdóm). Þessi árangur ætti að vekja athygli sérfræðinga hérlendis á fullyrðingum sjúklinga um að lyfið verki einnig ótrúlega vel við meðhöndlun sáraristilbólgu (Colitis Ulcerosa) enda sjúkdómarnir báðir sjálfsofnæmissjúkdómar í þörmum. Einnig eru margar frásagnir um að lyfið hjálpi við meðhöndlun iðraólgu (IrritableBowelSyndrome / IBS). Mikið hefur verið fjallað um LDN sem úrræði í meðhöndlun ótal sjálfsofnæmissjúkdóma og er áhugaverð í því samhengi að sjá þær vísbendingar um öryggi lyfsins sem koma fram í þessari frumrannsókn.

Vísindamenn í Pennsilvaníuháskóla tóku sig til árið 2006, undir forystu Jill P. Smith M.D. og framkvæmdu fyrstu forrannsóknina á áhrifum LDN á svæðisgarnabólgu.  Niðurstöðurnar voru sláandi dæmi um áhrif LDN. Eftir 12 vikur kom fram rénun sjúkdómseinkenna hjá tveimur þriðju hluta þátttakenda og 89% upplifðu breytingu til hins betra.

Þessi frumrannsókn var birt í apríl 2007 útgáfu bandaríska meltingarfærafræði-tímaritinu: AmericanJournal of Gastroenterology : http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/17222320 . Rannsóknin dró athygli að því hlutverki sem ópíumefnablokkerar (opiateantagonists) eins og LDN leika í heilun og viðgerðum á vefjum. Litlar aukaverkanir komu fram hjá sjúklingum í rannsókninni en sjö af sautján þátttakendum upplifðu þó svefntruflanir sem er algengt á fyrstu vikum LDN inntöku á meðan ónæmiskerfið er að taka við sér.

Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna og fleiri aðilar hafa nú styrkt Jill P. Smith til áframhaldandi rannsókna, svokallaðrar annars stigs rannsókn (Phase 2 trial) á áhrifum LDN á svæðisgarnabólgu. Búist er við að rannsóknirnar staðfesti getu og öryggi LDN í meðhöndlun sjálfsofnæmissjúkdóma. Ljósmyndir úr smiðju Jill P. Smith. M.D, af áhrifum LDN á líffæri, skaddað af völdum svæðisgarnabólgu, bæði fyrir og eftir meðhöndlun með lyfinu LDN má sjá á http://www.lowdosenaltrexone.org/. Þar er um að ræða áhugaverða og augljósa heimild um getu LDN til þess að græða skaddaða líkamsvefi og virkni þess við meðhöndlun sjálfsofnæmissjúkdóma í meltingarvegi.

Rannsókn á áhrifum LDN á vefjagigt

Margar frásagnir sjúklinga af notkun LDN til þess að slá á og halda niðri einkennum vefjgigtar urðu til þess að Jarred W. Younger og Sean C. Mackey í læknaddeilld Stanford háskóla tóku sig til og hóf að rannsaka sannleiksgildi þessara fullyrðinga. Niðurstöðurnar voru á þann veg að LDN minnkaði einkenni vefjagigtar um meira en 30% framyfir lyfleysu sem var gefin samanburðarhópi. Rannsakendur ályktuðu að LDN geti verið árangursrík, ódýr og mjög ásættanleg meðferð við vefjagigt. http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/19453963 og http://snapl.stanford.edu/research/ldn.html

Á sama tíma og íslenskt heilbrigðiskerfi glímir við mikinn niðurskurð, má auðveldlega gera ráð fyrir því að vegna þess að LDN er ódýrt geti það sparað milljarða í heilbrigðiskerfinu. Lyfið er breiðvirkt, tiltölulega auðvelt, öruggt meðferðarúrræði. Margir sjúklinga hérlendis hafa undanfarið 2 1/2 ár fengið að reyna frábærar breytingar á heilsu sinni til hins betra við  lyfsins.

LDN.  Lífgjafir og samhjálp á Íslandi

Ég hafði legið í krítísku ástandi, nær rúmfastur í lítilli blokkaríbúð í vesturbænum í 1 ½ ár vegna einhverra veikinda sem engin greining fékkst á annað en að kalla þau: Síþreytu. Í veikindunum gekk ég í gegnum hræðilegt ástand. Enginn staðfesting fékkst í heilbrigðiskerfinu á því að eitthvað alvarlegt væri að gerast og flestir í kringum mig gerðu sér ekki grein fyrir að ég væri í hættu. Seinna kom í ljóst að ég var að fást við sjálfsofnæmissjúkdóminn M.E. Ég fjallaði um þetta á sínum tíma í viðtalsgrein í Fréttatímanum í okt. 2011 http://www.frettatiminn.is/daegurmal/eg_gat_hvergi_hropad_a_hjalp/).

En það átti það fyrir mér að liggja að losna út úr ólýsanlegu víti kvala og vanlíðunar sem engan endi virtist ætla að taka. Í veikindunum gat ég verið við tölvuna u.þ.b. klukkutíma á dag og notaði þann tíma til að finna út úr því hvað sjúklingar erlendis með sama sjúkdóm voru að fást við. Eftir nokkra mánuði fann ég sögur um lyfið LDN og hvernig sjúklingar sögðust hafa eignast betra líf á lyfinu. Heimilislæknirinn minn hafði reynst mér vel og ég bað hann að hjálpa mér. Hann tók umleitan minni um að skrifa upp á LDN af áhuga og eftir að hafa farið yfir nokkrar for rannsóknir á lyfinu, samþykkti hann að skrifa upp á það.

Margt bendir til að sjálfsofnæmis sjúkdómurinn M.E. orsakist af vanvirkum, erfðatengdum Methyl-efnaskiptum í líkamanum og að nýleg, svokölluð lífvirk B-vítamín muni hjálpa okkur sem erum með þennan sjúkdóm. Ég er nýbyrjaður að fá slík sérhæfð vítamín og er á LDN samhliða. Meðhöndlunin lofar góðu og ég á von um að eignast nýtt líf. En ég hefði ekki átt þennan möguleika nema fyrir tilstuðlan LDN.

Ég býð M.E. og vefjagigtarsjúklinga og aðstandendur þeirra hjartanlega velkomna í Fésbókar- sjálfshjálparhópinn okkar þar sem við fjöllum um þetta og aðrar nýjungar í læknisfræði og spjöllum saman: https://www.facebook.com/groups/110472485698262/.  Einnig vill ég benda á Fésbókarsíðu M.E. félags Íslands: https://www.facebook.com/pages/ME-f%C3%A9lag-%C3%8Dslands/152484924812136

Íslenski LDN hópurinn

Fésbókin er frábær, hún hefur gefið sjúklingum sem eru rúmliggjandi og bundnir heimavið möguleika á að vinna saman. Fljótlega eftir að ég fékk að reyna LDN lífgjöfina stofnaði ég Fésbókarhópinn: Undralyfið LDN (Low Dose Naltrexone) á Íslandi (https://www.facebook.com/groups/114217441992197/) og leitaðist við að kynna LDN fyrir fólki með aðra sjúkdóma og sendi út tilkynningar. Ein af þeim fyrstu sem komu þar inn var Marta Bjarnadóttir sem hafði verið að glíma við M.S.sjúkdóm og M.E. um árabil. Hún hafði verið nær algjörlega heimabundin og verið tjáð af læknum að sjúkdómurinn væri komin á lokastig og það væri ekkert meira hægt að gera fyrir hana. Hún var komin í það sem er kallað: Síversnun, sem er lokastig M.S. sjúkdómsins, henni hafði fara aftur í nokkuð langan tíma án þess að fá rönd við reist.

Marta átti líklega ekki langt eftir og var í virkilega slæmu ástandi. Henni tókst að fá M.S. sérfræðinginn sinn, lækninn John Benedikts, til að leyfa henni að prófa LDN. Það er skemmst frá að segja að Marta eignaðist miklu betra líf eftir nokkrar vikur á LDN og þegar hún kom aftur til læknisins þá þekkti hann hana varla fyrir sömu manneskju. Fyrir framan hann sat nú glaðvær og hraustleg manneskja en hún hafði varla haldið jafnvægi á stólnum í síðustu heimsókn til hans.

Þessi árangur varð til þess að bæði John Benedikts og Sverrir Bergmann læknir hófu að skrifa upp á LDN fyrir þá M.S. sjúklinga þar sem LDN meðferð átti við. Sverrir hélt eftirminnilegan fyrirlestur um LDN fyrir fullu húsi M.S. félagsins árið 2011 http://www.msfelag.is/?PageID=113&NewsID=880 og http://www.msfelag.is/?PageID=113&NewsID=890 . Einnig má finna í Megin Stoð félagsriti MS félagsins 1. tbl. 29. árgangi 2012 á blaðsíðu 4 viðtal sem Páls K. Pálssonar tók við Sverri Bergmann lækni um LDN. http://msfelag.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2727 . Sverrir Bergmann læknir lést í febrúar 2012.

Marta átti síðan eftir að hjálpa þjáningarsystkinum með M.S. alls staðar á landinu að nálgast lyfið frá Skotlandi og valda straumhvörfum í starfinu okkar á Fésbókinni. Síðan bættust fleiri stjórnendur við hópinn, þærJórunn Inga Kjartansdóttir, Helga Dögg Ingvadóttir, María Pétursdóttir og Alma Eðvaldsdóttir.  Ásdís Erla Valdórsdóttir hefur einnig aðstoðað við upplýsingaöflun. Fólk alls staðar af landinu hjálpast á hópnum við að bera saman bækur sínar. Nú eru í hópnum rúmlega 1.500 manns og mikil samhjálp. Marta sagði frá reynslu sinni í Morgunblaðinu 11. ágúst 2011 http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/08/11/hefur_fundid_kraftaverkalyf/ .

Sjálfboðastarf LDN hópsins

Hópurinn hefur reynt að hjálpa sjúklingum með fleiri sjúkdóma en M.S. og M.E. til að átta sig á LDN meðferð. Möguleikar lyfsins eru miklu, miklu meiri en hafa verið viðurkenndir hér á landi. Við höfum ennþá bara séð toppinn af ísjakanum af því hvað talið er að hægt sé er að gera með LDN.

Allt starf LDN hópsins til hjálpar öðrum að átta sig á eiginleikum LDN er sjálfboðastarf og engin fjárhagslegur ávinningur af því. Við teljum að það þurfi að taka LDN alvarlega og skoða lyfið markvisst hérlendis til að meðhöndla gigtarsjúkdóma, sjálfsofnæmissjúkdóma, taugahrörnunarsjúkdóma og áhrif þess á krabbamein. Ekkert bendir til annars en að minni aukaverkanir fylgi notkun LDN og það virki stundum betur en mörg önnur lyf sem notuð eru við þessum sjúkdómum.

Við hvetjum lækna og heilbrigðisstarfsfólk sem eru með efasemdir um LDN vegna skorts á lokarannsóknum að skoða lyfið sem mögulegan þátt í rýmri samúðarmeðferð sjúklinga langt genginna af veikindum sínum. Saga lyfsins er sérstök og það hefur ekki fengið farveg í venjulegri markaðsþróun. Við bjóðum heilbrigðisstarfsfólk velkomið á LDN hópinn okkar: http://www.facebook.com/groups/114217441992197/

M.E. (síþreytu) sjúklingar hérlendis hófu þá þróun sem er búin að eiga sér stað á LDN á Íslandi. Þessi sjúkdómur, þrátt fyrir mikið fötlunarstig og félagslega erfiðleika sjúklinga, mætir enn vantrú heilbrigðisstétta. Okkur finnst að lyfið eigi að skoða sem meðferðarkost fyrir þá M.E. sjúklinga sem hafa áhuga á því.  Við bendum á nýstofnað félag M.E. sjúklinga á Fésbókinni: https://www.facebook.com/pages/ME-f%C3%A9lag-%C3%8Dslands/152484924812136).

Við álítum LDN vera mjög gott lyf. En eins og önnur lyf er það ekki fullkomið og virkar mismunandi á sjúklinga. Það þarf að taka það stöðugt inn, áhverju kvöldi, því að það læknar ekki sjúkdóma heldur gerir ónæmiskerfinu auðveldara að kljást við þá.

Fjöldahreyfing

Í kringum lyfið LDN hefur skapast mjög sérstök fjöldahreyfing sjúklinga um allan vestræna heim. Þetta er fólk sem hefur góða reynslu af lyfinu og hefur kynnt lyfið í sjálfboðastarfi fyrir öðrum sjúklingum sem gætu þurft á því að halda. Ástæðan fyrir þessu framtaki er, eins og áður segir,  sú að einkaleyfi á LDN rann út um það leyti sem áhrif þess á ónæmiskerfið uppgötvuðust og lyfið hefur því ekki fengið að njóta venjulegrar markaðsþróunnar.  Það eru þúsundir sjúklinga sem staðhæfa að þetta lyf hafi bjargað lífi þeirra og enn fleiri sem álíta að það hafi stöðvað framgöngu sjúkdóma sem þeir eru að kljást við. Oft er um að ræða sjúkdóma sem á yfirborðinu virðast ólíkir og óskyldir. Fullyrðingar um þessa breiðvirkni lyfsins hafa fengið marga lækna til þess að fyllast vantrú og álíta í fljótheitum að um rugl sé að ræða. Þetta hljómar einhvernvegin of gott til að vera satt.

Fjölhæfni lyfsins er samt ekki fjarstæðukennd þegar haft er í huga að LDN hvetur líkamann til að auka endorfínframleiðslu sína, en lágt endorfín í líkamanum er einmitt algengt hjá mörgum er þást af krónískum sjúkdómum. Læknisfræðirannsóknir undanfarinna ára hafa leitt það í ljós að Endorfín gegna mikilvægu hlutverki í ónæmiskerfi líkamans. Reynslan af LDN hefur nú rutt brautina fyrir rannsóknum á nýrri grein sem eru kölluð Opioid Growth Factor.

Einn af öflugustu málsvörum LDN lyfsins er Linda Elsegood forstöðukona rannsóknarsjóðsins, hún hefur verið óþreytandi baráttumaður fyrir því að sjúklingar með hina ýmsu sjúkdóma fái að reyna lyfið og hefur verið okkur innan handar hérlendis með vandfundnar upplýsingar. Slóð LDN Rannsóknarsjóðsins er: http://www.ldnresearchtrust.org/

LDN rannsóknarsjóðurinn ,,Low Dose Research Trust“ birti lista yfir sjúkdóma sem LDN gæti haft jákvæð áhrif á. Hann má finna á slóðinni: http://www.ldnresearchtrust.org/uploadeddocuments/ conditions-where-ldn-could-be.pdf

Maija Haavisto, finnskur rithöfundur og sjálfstæður rannsóknaraðili hefur verið í aðalhlutverki hvað varðar það að kynna LDN fyrir M.E. sjúklingum víðast hvar. Hún opnaði augu mín fyrir möguleikum lyfsins í meðhöndlun þess sjúkdóms. Bók hennar heitir ,,The Broken Marionette“ sem má finna á slóðinni: http://www.brokenmarionettebook.com/

Um LDN meðhöndlun

Athugið að lyfið er lyfseðilsskylt og meðhöndlun þarf alltaf að vera undir læknishendi. Samantektin hérna fyrir neðan er ekki ætluð sem leiðbeiningar um LDN meðferð eða til að koma í staðin fyrir leiðbeiningar læknis. Þessum upplýsingum er safnað saman af áhugamanni og eru eingöngu ætlaðar til fróðleiks. Sérstakleg eru þær hugsaðar til hægðarauka fyrir þá af eldri kynslóðinni sem eiga erfitt með að nálgast samanburðarupplýsingar á öðrum tungumálum hjá erlendum sjálfshjálparhópum.

Ráðlagt er að taka LDN rétt fyrir svefn. Tímasetningin er mikilvæg því væg spennueinkenni koma fram við töku lyfsins ef það er tekið á öðrum tímum. Tilvalið er fyrir sjúklinga sem eru á svefnlyfjum að taka þau hálftíma áður en LDN er tekið inn.

Flestir sjúklingar tala um að svefninn batni mikið við notkun LDN. Aftur á móti truflar lyfið suma í því að ná að sofna. Læknar ráðleggja því oft að taka LDN og lítið vatnsglas með sér í rúmið og taka lyfið rétt áður en sjúklingurinn er að sofna. Lyfið byrjar þá að virka EFTIR að hann sofnar og veldur þannig engum vandræðum í því að hann detti útaf (sofni).

Þó LDN sé gefið í örskömmtum getur ónæmiskerfið tekið mjög kröftuglega við sér í byrjun notkunar. Það er mjög vel þekkt að þegar sjúklingar byrja á LDN að þeir ganga í gegnum u.þ.b. 10 daga þreytutímabil á meðan ónæmiskerfi líkamans er að fara af stað. Stundum koma fram aukin sjúkdómseinkenni á meðan á þessu stendur. Oft ráðleggja læknar hvíld á meðan þetta aðlögunartímabil stendur yfir. Það er einnig vel þekkt að stundum þurfa sjúklingar að sofa miklu meira meðan þeir ganga í gegnum þetta tímabil og þeim er ráðlagt að byrja LDN meðferð þegar gott tækifæri er til hvíldar og afslöppunar. Læknar tala líka um væg aðlögunartímabili og hvíld þegar fólk eykur við LDN skammtinn ef það hefur ekki byrjað á fullum skammti í upphafi.

Ráðfærið ykkur alltaf við lækni um bæði gömul og ný lyf í tengslum við LDN meðferð. Reynið að finna lækni sem þekkir til lyfsins. LDN skal ekki taka með morfínverkjalyfjum því það dregur úr virkni þeirra. Farið eftir því sem læknar ráðleggja hvað varðar skammtastærðir. LDN virkar venjulega ekki betur í stærri skömmtum en 4.5 mg. Stærri skammtar en 4.5 mg. eru venjulega til ógagns. Sumir læknar ráðleggja 3.0 mg. af LDN fyrsta hálfa mánuðinn og síðan fullan skammt eftir það (4.5 mg).

Það er fullt af fólki sem gengur samt miklu betur á LDN meðferð í smærri skömmtum.  Dr. Bernard Bihari LDN frumkvöðull ráðlagði fólki að prófa allavega að feta sig upp í fullan skammt (4.5 mg.) með tíð og tíma. Í sumum tilfellum ráðleggja læknar sem hafa unnið mikið með LDN að það sé tekið 2. til 3. hvern dag (fyrir svefn). Sérstaklega þegar LDN er notað við liðagigt.  Eftirfarandi aðferð við LDN meðferð er einnig beitt af læknum sem þekkja lyfið. Aðferðin snýst um að byrja rólega á lyfinu. Þeir ráðleggja þá gjarnan 1/3 af hylki (1.5 mg.) til að byrja með í u.þ.b. mánuð. Síðan er sjúklingum ráðlagt að prófa smám saman stærri skammta, u.þ.b. mánuð í senn. Sumir prófa næst hálft hylki (2.25 mg.) eða 2/3 úr hylki (3.0 mg) og síðast fullan skammt (4.5 mg). MS sjúklingum með vöðvaspasma er af sumum sérfæðingum ráðlagt að taka ekki stærri skammta en 3.0 mg.

Sjúklingum með sjálfsofnæmissjúkdóma og MS er yfirleitt ráðlagt að prófa að feta sig alla leið upp í fullan skammt (4.5 mg.) en það er alls ekki einhlýtt. Stundum þarf aðlögun að fullum skammti að gerast á nokkrum mánuðum. Allir læknar sem þekkja eitthvað til lyfsins ráðleggja fyrst og fremst að fólk fylgist vel með hvernig þeim líður þegar þeir prófa sig áfram með skammtastærðir og að halda sig við það magn sem þeim líður best á. Það borgar sig ekki að ýta á eftir LDN þó að stefnt sé að eins háum skammt og hægt er (allt að 4.5 mg). Þó lyfið sé í örskömmtum getur ónæmiskerfið tekið mjög mikið við sér. Margir sjúklingar finna bestu áhrifin af LDN á minni skömmtum en 4.5 mg. eftir að hafa prófað stærri en fullan skammta. Sumir finna einnig að þeir geta aukið skammtastærðina eftir langan tíma á minni skömmtum.

Læknar tala ávalt um að búast megi við auknum draumförum fyrstu 1 – 2 vikurnar á LDN. Venjulega hætta þær eftir þann tíma en ef auknar draumfarir halda áfram ráðleggja sumir læknar að minnka skammtinn eitthvað tímabundið þar til þær réna.

Það er vel þekkt hjá bæði körlum og konum að finna fyrir aukinni kyngetu á LDN. En stundum finna karlmenn fyrir því að þessi góðu áhrif minnka ef tenir eru skammtar yfir 3.0 mg. Þessi skammtur  3.0 mg. (eða minna) getur því verið óskaskammtastærðin fyrir marga samkvæmt læknum sem þekkja þessa hlið á lyfinu.

LDN virkar fljótt á meirihluta sjúklinga. Það gerist þó ekki alltaf. Margir fá líka að reyna hin góðu áhrif lyfsins eftir að hafa verið á því í nokkra mánuði.

Ef LDN virkar fyrir þig og þú finnur fyrir góðum breytingum á lífi þínu og heilsu,  þarftu að muna að LDN er ekki lækning og að lyfið er ætlað til stöðugrar inntöku. Varað er við að fara of geyst í upphafi LDN meðferðar. Sjúklingum er oft ráðlagt að fara vel með sig og að ana ekki óhugsað út í hluti sem voru þeim erfiðir áður en þeir byrjuðu á lyfinu og taka sinn tíma í að átta sig á nýjum álagsmörkum. Fullt af fólki ofmetur getu sína og fer framúr sér þegar það finnur að LDN er að byrja að virka. Það er auðvelt að brjóta niður hin góðu, smávaxandi áhrif lyfsins. Mundu að LDN hefur langtímaáhrif. Leyfðu þér að njóta batans í rólegheitum.

Ýmislegt sem sjúklingar á sjálfshjálparhópum tala um að hjálpi þeim við LDN meðhöndlun:

Margir sjúklingar á LDN hafa með notkun steinefnisins Magnesíum frá Peter Gillhams fengið mikla hjálp með svefn. (Heilsuhringurinn Náttúruleg slökun slóðin: http://www.heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=219:natturleg-sloekun-magnesium&catid=12:meefereir&Itemid=16). Þetta magnesíumduft þarf að blanda út í sjóðandi vatn áður en það er tekið inn hálftíma fyrir svefn. Það virkar oft mjög slakandi og endurnærandi á spennta vöðva og svefninn verður betri.

Sum okkar í íslenska LDN hópnum hafa tileinkað sér GAPS fæðið þegar við fórum að finna meiri orku frá LDN meðferðinni. Á því höfum við fengið að reyna breytingar til hins betra. Þessi aðferð tekur tillit til samstarfs meltingarflóru og ónæmiskerfis. Aðferðin er mjög áhrifarík til að lágmarka efnaskiptavandræði, heilaþoku og verki sem fylgja krónískum sjúkdómum og efla ónæmiskerfið. Um aðferðina er fjallað í bókinni: Meltingarvegurinn og geðheilsan. GAPS sjálfshjálparhópur er á Fésbókinni: http://www.facebook.com/group.php?gid=137644745171&ref=ts

Höfundur: Gísli Þráinsson árið 2012

Heimildir:

Samansafn læknisfræði sem varðar LDN: ThePromise of ,,Low Dose NaltrexoneTherapy“ höfundar Elaine A. Moore og SamanthaWilkinson. http://www.elaine-moore.com/Books/ThePromiseofLowDoseNaltrexoneTherapy/tabid/102/Default.aspx

HonestMedicine, höfundur JuliaSchopick: http://www.honestmedicine.typepad.com/

Upplýsingavefur um  LDN:  http://www.ldnscience.org/

Hugleiðingar um hlutverk LDN í almennri heilsugæslu:  http://ldn4cancer.com/techpapers/ldn_for_disease_prevention_quality_of_life.pdf

Verið velkomin á fésbókarhópinn: UndralyfiðLDN (LowDoseNaltrexone) á Íslandi. Við bjóðum lækna og heilbrigðisstarfsfólk einnig velkomið. https://www.facebook.com/groups/114217441992197/

Upplýsingaskrár LDN rannsóknarsjóðsins ,,Low Dose ResearchTrust“ , sem erbæði fyrir fagfólk og áhugamenn, birti lista yfir sjúkdóma sem LDN gæti haft jákvæð áhrif á, hann má finna á slóðinni:http://www.ldnresearchtrust.org/uploadeddocuments/conditions-where-ldn-could-be.pdf og slóð LDN Rannsóknarsjóðsins er: http://www.ldnresearchtrust.org/

 

 

 

 Flokkar:Greinar og viðtöl

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , ,

%d bloggers like this: