Mikilvægi réttrar öndunar fyrir alla líkamsstarfsemi

Við lifum ekki nema í 2 til 4 mínútur án súrefnis, þar af leiðandi er súrefni lang mikilvægasta efni líkamans. Vitað er að líkaminn er 71 til 75% vatn  og að súrefni er stór hluti af vatni. Þannig má segja líkaminn sé 81% súrefni. Allur matur sem kemur beint úr náttúrunni inniheldur líka vatn og súrefni. Vatn brotnar niður allstaðar í líkamanum. Þegar við öndum að okkur bindast fjögur súrefnismólekúl við hvert rautt blóðkorn og fara svo út í vefi líkamans, þau eiga síðan að sjá um að losa súrefnið frá rauðu blóðkornunum til að bruninn verði fullkominn í líkamanum.

Við skulum taka dæmi: Við eðlilegan bruna í líkamanum á einu grammi af sykri fáum við 36 ATP (skammstöfunin ATP er Adenosin-þrífosvat og er notuð fyrir orkubirgðir líkamans). Við fullkominn bruna myndast vatn og koltvísýringur, vatninu pissum við en koltvísýringnum öndum við út að einhverju leyti. En ef líkaminn fær ekki nóg súrefni til að eðlilegur bruni eigi sér stað, verður gerjun, sem eru viðbrögð líkamans til að ná sér í orku. Bruninn verður ófullkominn og orkan verður minni, sem leiðir til þess að úr einu grammi af sykri fáum við aðeins 2 ATP. Svo myndast sýrur sem safnast upp og geta valdið alls konar óþægindum. Vitað er að það hefur letjandi áhrif á alla starfsemi líkamans þegar safnast upp mjólkursýra í vefjum líkamans.

Rannsóknirnar benda til þess að best sé að anda í gegn um nefið, því að þá fer loftið lengri leið og það er lengri tíma að fara út. Síðasta loftið sem fer frá lungunum stoppar í nefkokinu, þannig er koltvísýringsríkt loft það fyrsta sem kemur í lungun við næstu innöndun. Ef við öndum í gegnum munninn verður loftið súrefnisríkara en snauðara af koltvísýringi, afleiðingin verður oföndun. Rannsóknir hafa sýnt að það virðist vera að koltvísýringurinn stýri öllu súrefnis ferli líkamans og að hann þurfi að vera 6,5 % í lungna blöðrunum. Þegar þetta hlutfall breytist hætta rauðu blóðkornin að losa súrefni út í vefi líkamans, sem eykur á gerjunina, sem áður var nefnd.

Nú er vitað að hlauparar og útiverufólk fá alveg jafnt kransæðastíflu og þeir sem gera ekki neitt. Það er talið stafa að oföndun. Það var árið 1871 sem hollenskur læknir lýsti fyrst oföndunar einkennum sem eru: Svimi og stund um yfirlið, þessi einkenni hafa oft verið sett í samband við það að heilinn sé ofmettaður af súrefni, en sannleikurinn er sá að þegar við öndum frá okkur of miklu af koltvísýrungi þá losnar súrefnið ekki frá rauðu blóðkornunum og raunverulegur súrefnisskortur á sér stað. Þó að það sé skrítið til þess að hugsa þá er í raun og veru ekki um súrefnis skort að ræða heldur skort á koltvísýringi í lungunum. Ef við öndum of mikið þá þýðir það að við fáum minna súrefni út í vefi líkamans, því fylgja kvillar sem við köllum sjúkdóma og reynum svo að meðhöndla einkenninn án þess að spyrja um raunveruleg orsök.

Öndun leiðrétt
Rússneskir vísindamenn komust að því fyrir 50 eða 60 árum síðan, að þar er ekkert efni eins öflugt og koltvísýrungur í því að draga saman alla slétta vöðva líkamans. Þannig að þegar koltvísýringurinn minnkar í líkamanum vegna oföndunar, koma samdrættir í æðar líkamans, sem leiðir til hás blóðþrýstings, astma og fleiri sjúkdóma. Rússneski læknirinn Buteyko hefur eytt starfsævi sinni í því að rannsaka oföndun og hvernig er hægt að meðhöndla hana. Hann hefur þróað próf til þess að sjá hvort menn ofanda eða ekki.

Fyrsta skrefið er að anda rólega að sér í tvær sekúndur, síðan  númer tvö að anda frá sér rólega í þrjár sekúndur. Mæla síðan tímann hvað maður getur haldið lengi niðri í sér andanum. Ef það er minna en 10 sek þá er maður alvarlega veikur, ef það er minna en 25 sekúndur þá þarf að leita læknis, 30-40 sek. eru viðunandi og 60 sek. eru mjög gott. Buteyko heldur námskeið um víða veröld til þess að kenna fólki að anda upp á nýtt. Engin ætti að byrja á aðferðum hans nema að fá rétta tilsögn í byrjun.

Þó er eitt sem hann ráðleggur sem er hægt að prófa, það er að líma plástur fyrir munninn á sér á næturnar og anda þannig í gegnum nefið, við það minnka t.d. hrotur mikið. Þegar sofið er með opinn munninn veldur þurrkurinn í hálsinum hrotum. Rússar hafa einnig þróað einfalt tæki til þess að lækna oföndun, það byggist á því að andað er niður í kút í gegn um slöngu. Þannig er andað að sér sínu eigin útöndunar lofti að einhverju leyti, síðan er hægt að breyta stillingum á tækinu á mánaðar fresti til þess að auka álagið á öndunarstöðvarnar í heilanum. Þegar þetta tæki er notað þá tekur það 5 mánuði að ná fullkomnum árangri og endurstilla magn koltvísýringsins í lungnablöðrunum.

Ósónmeðferð
Árið 1881 birti Jhon H. Kellogg fyrstu rannsóknarniðurstöður um ósón til lækninga (sem er þrígilt súrefni 03 ). Nú er það notað til lækninga í Þýskalandi, Ítalíu, Ísrael, Kúbu og mörgum fleiri löndum. Ósón er ekki andað að sér beint því að það ertir öndunarveginn en það má gefa það á 24 mismunandi vegu t.d. að setja það beint í eyra eða endaþarm, drekka ósónerað vatn, eða að anda því að sér í gegnum ólífu olíu, einnig er hægt að ósónera græna ólífu olíu þangað til hún verður þykkt krem, þá er hún orðin mettuð af súrefni og hægt að bera hana á margs kona húðvandamál, einnig nota hana þannig sem nudd olíu. Sú aðferð sem þó hefur orðið vinsælust á síðustu árum er að nota ósón gufubað. Það er vegna þess að hiti og ósón virka mjög vel saman áhrifin á líkamann eru eftirfarandi:

  • 1. Það drepur óæskilegar bakteríur, vírusa, og á annan óæskilegan örverugróður í líkamanum.
    2. Bætir blóðrás.
    3. Hvetur til munbetri súrefnis notkunar í líkamanum.
    4. Myndar peroxíð sem vinna með peroxíðum sem okkar eigin frumur mynda.
    5. Hjálpar líkamanum að takast á við krabbamein.
    6. Eykur virkni í ónæmiskerfinu.
    7. Eykur orkuframleiðslu í líkamanum í gegnum svokallaðan ,,Krebs-hring“.
    8. Eykur framleiðslu á ákveðnum efnahvötum sem eru líkamanum bráðnauðsynlegir t.d. ,,glutaþionperoxidase, catalase,superoxide dismutase og prostacyline“.

Þegar notaður er hiti og óson saman í hitaklefa þá tekur húðin upp ósonið sem síðan brotnar niður í súrefni þegar það er komið inn í líkamann og einnig að það myndast einstakt O-mólíkól sem virkar eins og hvati. Líkaminn byrjar allur að hreinsa sig og getur orðið til þess að í ljós koma alls konar sjúkdómseinkenni þeirra sjúkdóma sem áður hafa herjað á (kallað healing crisis). Slíkt sést ekki við notkun á öðrum meðferðum með ósón, sem er mjög góð sönnun þess að þessi aðferð virkar vel í líkamanum.

Mikilvægt er við þessa meðferð eins og svo margar aðrar náttúrulega meðferð að gætt sé að því að hjálpa ristlinum til þess að vinna vel t.d. með réttu mataræði, ásamt Vido Bidosa (drykkur sem inniheldur 83 mismunandi tegundir af góðum örverum) og stórum skömmtum af C vítamíni. Einnig má binda við þetta lifrarhreinsun og hentugar æfingar til þess að hjálpa eitlakerfinu í líkamanum að hreinsa sig. Það verður einnig að muna það að þegar líkaminn er orðin veikur, þá tekur það tíma að ná heilsunni aftur og á leiðinni getur þurft að fara í gegnum margt sem tekur á t.d. alls konar sjúkdómseinkenni þeirra sjúkdóma sem áður hafa herjað á. (healin crisis). En að lokum þá getur maður verið þess fullviss að sigur vinnst og heilsan kemur aftur.

Máttur hitans
Hippocrates sem löngum hefur verið kallaður faðir læknisfræðinnar sagði að hann gæti læknað alla sjúkdóma ef hann gæti kallað fram hita hjá þeim sem væri veikur. Til eru margar sögur um að einstaklingar hafa læknast af mismunandi sjúkdómum eftir að þeir fengu hita. Í ayurvedísku læknisfræðinni er gufubað ein af fimm hreinsi meðferðum sem stundaðar eru og þeir segja að til þess að fá besta árangurinn verður höfuðið að vera kalt. Líkaminn notar hita sem vörn gegn sjúkdómum. Þegar við fáum hita er líkaminn í raun og veru að verjast bakteríum, vírusum eða sveppum og með hitanum gerir hann þessar örverur óskaðlega fyrir líkamann og líkaminn verður hraustur á eftir. Bakteríur brotna niður við hita og líkaminn hreinsar niðurbrotsefnin út t.d. með því að svitna.

Hitinn eykur starfsemi í ónæmiskerfi líkamans og eykur þannig hvít blóðkorn sem eru ein helsta vörn líkamans gegn árásum. Hiti hjálpar við að afeitra líkamann með því að leysa eiturefni úr fituvefnum. Til eru mjög margar leiðir í nútíma læknisfræði til þess að reyna að lækna hin ýmsu mein sem hrjá okkur mennina. Flestum er það sammerkt að þeir sem nota þær lofa skjótum bata sem er í flestum tilfellum er ekki rétt, því að þegar líkaminn byrjar að lækna sig sjálfur, þá byrjar hann á því sem hann telur mikilvægast, sem getur verið allt annað en þau einkenni sem hrjá einstaklingin. Einnig í sambandi við allar náttúrulegar aðferðir þá skiptir gríðarlega miklu máli að hugarfarið sé rétt að maður gleymi sjúkdómnum og hugsi um lækninguna. Mataræðið er einnig alltaf einn af hornsteinum þess að bati náist sem fyrst.

  • Hitinn:
    Minnkar sársauka.
  • Þyngdartap verður.
  • Hreinsandi fyrir líkamann.
  • Læknar appelsínuhúð.
  • Árangursríkt fyrir íþróttamenn.
  • Ónæmiskerfi líkamans vinnur betur.
  • Húðin verður heilbrigðari.
  • Minnkar streitu og álag á líkamann.
  • Þrjátíu mínútur í heitu baði valda brennslu á 600 kal.
  • Hefur góð áhrif á vöðvabólgu, króníska þreytu, vegna áhrifa á ósjálfráða taugakerfið.
  • Hjálpar mjög hreinsikerfum líkamans, tekur álag af nýrum og lifur.
  • Eykur styrkleika á vaxtarhormónum í líkamanum, sem hefur jákvæð áhrif á hormónastarsemina.

Áhrif á hjarta og æðakerfi eru þau að húðæðarnar opnast og það verður betra flæði um þær. Hjartað getur farið að slá mun hraðar og það verða kröftugri slög en þrýstingur hækkar ekki frekar lækkar vegna áhrifa æðakerfið. Þetta veldur því að vefir líkamans fá mun meira súrefni og það bætir líðan þeirra og þeir verða fljótari að jafna sig t.d. eftir áverka. Einnig berst öll næring betur út í vefi líkamans og öll óhreinindi sem verða til við vinnslu vöðvanna komast betur á brott.

Höfundur: Hallgrímur Magnússon æknir. I.S. bjó til prentunar árið 2003



Flokkar:Greinar og viðtöl

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , , ,

%d