Hvað er NLP? (Neuro Linguistic Programming)

NLP er hugmyndarfræði sem er byggð á því að öll hegðun sé lærð og hafi ákveðið mynstur (venjur). Þetta mynstur er hægt að tileinka sér,læra eða breyta því. Það er hægt að brjóta upp hegðunina og tileinka sér nýjar venjur. Það má því segja að NLP sé fræði hegðunarmynstra og allra þeirra ótal anga sem frá þeim liggja. Með NLP er hægt að átta sig á eigin mynstri svo og annarra. NLP fræðin er ein aðferð til þess að sjá fyrir hegðun og að stjórna henni. Með NLP tileinkar maður sér sveigjanleika, skilvirkni og möguleika fyrir sálfan sig og aðra í lífinu. NLP er undirmeðvitundarfræði og er fyrir alla! Það er okkar innra tungumál milli hugsana og undirmeðvitundar. Með því að þekkja okkar innra tungumál hjálpar það okkur að sjá skýrar hvað má bæta til að styrkja hegðun okkar og hugsanir á áhrifaríkari hátt dagsdaglega í samskiptum við okkur sjáf og aðra. Hver vill ekki bæta sig? Á bak við NLP liggur forvitni og hrifning, á „fólki almennt “

Dæmi: Hvers vegna gerum við það sem við gerum? Hvernig hugsum við? Hvernig lærum við? Hvers vegna verðum við reið? Hvað er á bak við velgengni fólks? Hvaðan koma okkar útkomur (lausnir)? Með NLP fræðunum er hægt að skoða og læra hvernig við hugsum og hvernig líðan okkar er dagsdaglega. Möguleikarnir eru nánast óendanlegir, ekki satt?

NLP: Neuro… (Tauga) Öll hegðun mótast af úrvinnslu taugaboða sem koma frá skynfærunum fimm, AUGU-EYRU-….

Linguistic… (Málfars) Málfar skipuleggur hugsanir okkar og hegðun í samskiptum okkar við aðra.

Programming… (Forritun)Ýmsar leiðir sem hægt er að velja til að skilja enn betur hugsun okkar og gerðir sem skila okkur betri árangri.

Sefjun
Sambandið milli NLP og dáleiðslu (sefjun). Einn hluti af NLP er upprunninn af rannsóknum á dáleiðslu og dáleiðslumeðferðum og því er dáleiðsla eitt af verkfærunum sem notuð eru í NLP. Hvað er dáleiðsla?(sefjun) Þegar þú ert í dáleiðsluástandi (sefjun) einbeitir þú þér aðeins að einum hlut í einu í stað þess að flökta með hugann úr einu í annað. Þetta þýðir að sá hluti heilans (oft nefnt rökhugsun) sem spyr spurninga, dæmir, skilgreinir, gerir samanburð og býr til mælikvarða, er að hluta til eða þá allur úr sambandi. Þetta er það samband sem gerir manni kleift að hafa samskipti við annan hluta heilans, undirmeðvitundina og er skilgreint sem sefjun eða dáleiðsla. Með því að nota sefjun getum við átt samskipti beint við undirmeðvitundina, þann hluta heilans sem geymir gildin okkar og okkar dýpstu sannfæringu um okkur sjálf. Í sefjunarástandi getum við breytt og endurskoðað gildin og aukið eða breytt sannfæringu okkar. Það sem NLP og dáleiðsla eiga sameiginlegt er að í báðum tilvikum er verið að vinna með hegðunarmynstur. Það var uppgötvað að sefjun er ástand sem er hluti af hversdagslífinu og við notum það til þess að hafa áhrif á aðra og til þess að endurupplifa minningar úr lífinu en einnig til margra annarra hluta. Sefjun er stór partur í NLP fræðunum og er bæði grunnverkfæri sem og tæki til að framkalla breytingar hjá einstaklingnum.

Saga NLP
NLP byrjaði árið 1970-75 með Richard Bandler stærðfræðinema sem var mjög umdeildur, og John Grinder prófessor í málvísindum.Sem stærðfræðinemi byrjaði Bandler að skoða vinnu Fritz Perls sem er faðir Gestalt Theraphy er hann var beðin að ritstýra kensluefni Perl’s fyrir bókina Eyewitness to Theraphy (1973). Hann vann einnig með fjöldskylduráðgjafanum Virginia Satir á sama tíma ,var oft kölluð Kólumbus fjöldskyldu meðferða. Bandler hitti John Grinder sem nemi í sálfræði í Kaliforníu háskóla, Santa Cruz. Árið 1974 byrjuðu  Bandler og Grinder að búa til grind af tungumálamynstrinu (samskiptamynstrinu) sem var notað af Perls,Satir og Milton Erickson (heimsfrægur dáleiðandi) sem þeir síðar gáfu út í bókum þeirra The Structure of Magic (1975-76), Patterns of the Hypnotic,Technicues of Milton Erickson (1975-77) og Changing with Families (1976). Það má segja að þessar bækur séu upphafið af NLP fræðunum. Einnig starfaði Robert Dits með höfundum NLP frá upphafi. En það má segja að Steve og Connirae Andrea hafi skrifað margar af fyrstu bókunum um NLP. Þau voru brautryðjendur í að gera efnið aðgengilegt og losa upp kreddufastar kenningar. Einnig komu fleiri við sögu, sér í lagi Gregory Batson hugsuður og rithöfundur. Þessir einstaklingar létu margt gott af sér leiða, sem hægt er að nota í þessum fræðum, bæði persónulega og faglega. NLP fræðin, eru notuð víða, t.d. í íþróttum, viðskiptum, sölutækni og menntun. Einnig ern hægt að nota NLP fræðin til að rækta okkar innri mann með dýpri skilningi og skoða okkur frá hinum mismunandi sjónarhornnum til að bæta okkur og ná árangri.

Markmið
NLP getur hjálpað okkur að sjá hlutina eins og þeir eru. Þar á eftir er hægt að spyrja sig. Hvað vil ég fá út úr lífinu? Hver er framtíðarsýnin? Hvaða árangri vil ég ná? Hvaða útkomu vil ég sjá? Það er nauðsynlegt að átta sig á því að það er munur á markmiði og útkomu. Það er ekki hægt að ná öllum markmiðunum, en við fáum alltaf útkomu. Þó að það sé ekki endilega útkoman sem við vildum fá, en útkoma engu að síður! Með NLP fræðunum er hægt að átta sig betur á þessu. Hvaða árangri vil ég ná? Hvað vil ég fá út úr þessum aðstæðum? Með þessu móti kemur þú til með að nálgast það sem þú vilt fá og þráir en ekki í áttina að því sem þú óttast. 

* Allir hlutir gerast við ákvörðun.
* Hvenær erum við tilbúin að taka skrefið.
*  Breytingar: Leita, skoða, hugsa/hitta hamingjuna.
* Setja markmið: Telja sér trú um/gefa sér leyfi.
* Fara varlega í að óska sér: Vera viss um hvað það er sem við viljum.
* Líta til baka og skoða gömlu markmiðin: Meta, bæta og setja ný.

Væri ekki frábært að geta nýtt sér NLP fræðin í daglegu lífi til þess að hjálpa okkur? Skoða hvernig við notum okkar innra tungumál. Hvað erum við að segja við okkur sjálf í huganum, t.d þegar að við opnum augun, hver er þín fyrsta hugsun þá? Fyrsta ákvörðunin sem hefur jafnvel áhrif á þig allan daginn. Þú getur ákveðið strax að morgni hvort þú viljir hafa góðan eða slæman dag, ekki satt? Tungumálið sem við tölum við okkur sjálf hefur áhrif á okkur og líðan okkar almennt! Hvernig er hegðun okkar í vinnunni, innan um fjölskylduna eða meðal vina? Ertu einfaldlega að fá þá útkomu sem þig langar að fá? Þarftu að skoða þig, bæta eða breyta? Ertu að nota hæfileikana? Viltu efla þig?Flokkar:Greinar og viðtöl

%d bloggers like this: