Xylitol

Xylitol er fimm karbóna sykur-xylósi, sem finnst í margskonar ávöxtum og grænmeti, svo sem plómum, maís og hindberjum. Mannslíkaminn framleiðir dálítið af efninu og myndast það í efnaskiptum fólks. Megnið af því xylitoli, sem er á markaðnum í dag kemur hinsvegar úr maískorni og berki bjarkarinnar. Xylitol hefur verið þekkt í lífrænni efnafræði, að minnsta kosti síðan 1890 og þótt það eigi sér langa sögu í lífrænni efnafræði, gerðist fremur lítið viðvíkjandi því á fyrri hluta síðustu aldar. Litið var á xylitol sem eitt þeirra fjöldamörgu sætu kolvetna (kolhydrata) sem efnafræðingar einöngruðu á þessum tíma.

Vísindamennirnir gerðu sér ekki ljósa líffræðilega eiginleika xylitols, fyrr en eftir seinni heimsstyrjöld, þá kom í ljós að virkni þess er óháð insúlíni í blóði. Brautryðjendur í þessari þróun voru í Japan, Þýskalandi og (fyrrum) Sovétríkjunum. Í Japan var xylitol t.d. notað við að endurlífga fólk úr dái vegna sykursýki. Þess vegna var xylitol fyrst og fremst notað við rannsóknir, þar til í seinni heimsstyrjöldinni að sykurskortur olli því í sumum löndum, t.d. Finnlandi, fóru vísindamenn að leita eftir einhverju til að nota í stað sykurs.

Talið var að slík efni væru til, t.d. í harðviði. Rannsóknarmenn og verkfræðingar hjá fyrrverandi Finnish Sugar Co. ltd (Finnskur sykur h.f.) þróaði aðferð til að framleiða xylitol í smáum stíl, en það var aðeins tímabundið og var hætt eftir stríð, þegar ekki var lengur sykurskortur. Hugmyndin gleymdist þó ekki algerlega og aðferðin var smátt og smátt endurbætt. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að xylitol er ekki aðeins sætugjafi, heldur getur og komið í veg fyrir allskonar smit. Venjan er sú, að smit verða við það, að baktería kemst inn í líkamann, ræðst á frumurnar og smitar þær. Ef xylitol er hinsvegar til staðar gengur þetta ekki eftir. Bakteríurnar geta að vísu innbyrt xylitolið, en tekst ekki að melta það og nýta sem næringu.

Á hvorn veginn sem fer, verður ekki um frekari vöxt eða þróun að ræða. Vísindamenn við Turku háskólann í Finnlandi uppgötvuðu fyrstir áhrif xylitols á tannheilbrigði snemma á áttunda tug síðustu aldar, það vinnur gegn tannskemmdum,og hefur sannað sig sem ágætis vopn í baráttunni við tannskemmdir. Sama má segja um eyrnabólgur, munnþurrk, ofnæmi, astma og jafnvel beinþynningu, – nýlegar uppgötvanir hafa leitt það í ljós. Yfir 1.500 rannsóknarskýrslur hafa verið gefnar út um Xylitol, það hefur verið notað sem sætuefni í matvæli fyrir fólk síðan á árunum milli 1960-1970 og er nú leyfilegt að nota það í matvæli, lyf og vörur til að bæta munnheilsu fólks í meira en 35 löndum.

Igibjörg Sigfúsdóttir árið 2003



Flokkar:Næring

%d bloggers like this: