Hveitióþol getur skaðað heilann

Lengi hefur verið vitað að óþol fyrir glúten úr hveiti (og fleiri korntegundum) getur valdið alvarlegum meltingarsjúkdómi, celiac-sjúkdómi. Nú hefur tekist að sýna fram á að glutenóþol getur einnig valdið alvarlegum sjúkdómi í miðtaugakerfinu sem m.a. lýsir sér í hreyfingarörðugleikum o.fl., jafnvel án þess að um dæmigerðan celiacsjúkdóm sé að ræða samhliða. Segulómunar myndir af heila þessara sjúklinga sýna að heilinn hefur rýrnað í sumum tilfellum. Sé hætt að nota glúten lagast þetta oft, séu breytingarnar ekki gengnar of langt, en þá eru breytingarnar varanlegar. Vísindamenn telja helst að hér sé um einhverskonar ónæmisviðbrögð að ræða, nokkurskonar ofnæmi mætti e.t.v. nefna það.

Oft hefur verið rætt um að „heilaofnæmi“ gæti e.t.v. valdið t.d. sumum geðsjúkdómum eða MS. Fáir vísindamenn hafa þó viljað samþykkja þá skýringu. Kannske er hér að verða breyting á. Ég hef áður sagt frá þessu í Heilsuhringnum en vegan þess hversu mikilvægt er að fólk viti þetta og taki alvarlega bendi ég aftur á það. Korntegundir sem innihalda glúten eru, auk hveitis, rúgur, bygg og hafrar. Þó er álitið að sumir geti e.t.v. notað hafra í einhverjum mæli, því að glútenið í þeim sé dálítið öðruvísi en í hinum korntegundunum. Ekkert glúten er að öðru jöfnu í maís, en nú er ræktaður í Bandaríkjunum erfðabreyttur maís sem inniheldur glúten. Því er ekki lengur hægt að treysta honum. Einnig hefur verið bent á að kjöt og mjólk úr dýrum, sem að mestu lifa á glútenríku fóðri, kunni að valda ofnæmisviðbrögðum hjá fólki með glútenóþol. Um það vill greinarhöfundur þó ekkert fullyrða.

Heimild: The Lancet, 14. nóvember 1998

Höfundur: Ævar Jóhannesson árið 2001

 Flokkar:Greinar, Skrif Ævars Jóhannessonar

Flokkar/Tögg, , , , , ,

%d bloggers like this: