Jafnvægi í mat – hormónar í jafnvægi – heilsa í jafnvægi

Mataræði okkar samanstendur af þremur orkugjöfum; kolvetni, prótínum og fitu. Þessir orkugjafar sjá okkur fyrir orku og örva losun ákveðinna hormóna í líkamanum. Þegar við innbyrðum þessa orkugjafa í réttum hlutföllum léttumst við, öðlumst meiri orku og höldum blóðsykrinum í jafnvægi. Þegar við borðum mest megnis kolvetni, bregst líkaminn við auknum blóðsykri með því að framleiða hormónið insúlín. Insúlínið kemur í veg fyrir að við getum nýtt okkur líkamsfitu til brennslu og við verðum aftur svöng eftir 1-2 tíma ef við borðum kolvetni í of miklum mæli. Svarið við þessu er mataræði sem inniheldur minna af kolvetnum. Jafnframt er nauðsynlegt að borða rétt magn af prótínum. Þegar það er gert, bregst líkaminn við með því að losa hormónið glúkagon út í blóðið sem veldur því að líkaminn fer að nota meira af líkamsfitu til brennslu. Þessu æskilega hlutfalli náum við ef 40% af kaloríum mataræðisins koma úr kolvetnum, 30% úr próteini og 30% úr fitu. Hugmyndin að baki mataræðinu kom fyrst fram hjá bandarískum lífefnafræðingi, dr. Barry Sears að nafni, þegar hann gerði tilraun til að hafa áhrif á svokallaða „eicosanoids“. Eicosanoids, sem kalla mætti fitusýruhormóna, stjórna mörgum mjög mikilvægum líffræðilegum ferlum eins og æðaútvíkkun/þrengingu, bólguhvetjandi og bólgueyðandi, hvetja til blóðtappamyndunar og eyðingar o.s.frv. Þar sem þessir hormónar hafa oft andstæðar verkanir er mjög mikilvægt að þeir séu í jafnvægi til þess að kjörheilsu sé náð. Þar sem þessir hormónar eru samsettir úr fitusýrum, t.d. GLA, EPA og fleiri, hélt dr. Sears því fram að hægt væri að stjórna þeim með því að taka þessar fitusýrur inn í ákveðnum hlutföllum, búa til töfrapillu (hann hafði unnið mikið fyrir lyfjafyrirtæki og á reyndar enn mörg einkaleyfi í þeim geira). Eftir miklar tilraunir sá hann að það var nær ómögulegt því hlutföllin voru algerlega einstaklingsbundin. Að lokum sá hann að það sem hafði mest áhrif á þessa hormóna var insúlín og því er nær eingöngu hægt að stjórna með mataræði. Þannig varð hugmyndin að þessu mataræði til. Í dag níu árum seinna hafa selst yfir 3 milljónir af bók dr. Sears, The ZONE, þar sem hann útskýrir mataræðið. Hundruð þúsunda Bandaríkjamanna fylgja þessu mataræði daglega. Þar á meðal eru margir heimsklassa íþróttamenn og fjöldinn allur af sykursjúkum en þetta mataræði hefur reynst þeim mjög vel. Of langt mál er að rekja hér allar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu, það verður kannski tilefni í aðra grein, en samkvæmt þeim er þetta mataræði æskilegasta leiðin til bættrar heilsu, stjórnunar á líkamsþyngd, betra orkujafnvægis yfir daginn og jafnvægis á blóðsykri. Hægt er að fá nánari upplýsingar um 40/30/30 mataræðið í Heilsubúðinni Musteri sálarinnar á horni Klapparstígs og Njálsgötu.Flokkar:Greinar

Flokkar/Tögg, , , , , ,

%d bloggers like this: