Hið fullkomna fæði

Það að ræða um ,,hið fullkomna fæði“ er nokkuð sem ég varla dirfist að reyna. Að kalla eitthvert mataræði „hið eina sanna“ er í raun mistúlkun á grundvallarviðhorfum næringarfræðinnar og aðeins til þess fallið að afvegaleiða og telja okkur trú um að við getum fundið eitthvert fullkomið mataræði, og haldið okkur við það til eilífðar án þess að hafa af því frekari áhyggjur. Svo einfalt er þetta ekki, fyrst þarf að finna grundvallaratriðin og síðan tileinka okkur mataræði sem byggt er á þeim. ,,Hið fullkomna fæði“ er einstaklingsbundið fæði sem er aðlagað og breytt í samræmi við þarfir hvers og eins. Taka þarf tillit til þess hversu virk og athafnasöm við erum, heilsufars, hvar við búum, árstíma og jafnvel daglegs veðurfars. Því þarf að læra að hlusta á persónulegar þarfir eða réttara sagt, viðhalda þeim hæfileika að skynja með innsæi og þekkingu hvers líkaminn þarfnast. Börn sækja oft í ákveðið fæði eða efni eins og t.d. sand. Það getur verið merki um að líkama þeirra vanti eitthvert efni sem er í sandinum.

Meginvandinn er auðvitað sá að núverandi lífsstíll og stressað umhverfi hrekur okkur úr þessu hlustandi innra umhverfi og flest okkar festast í því sem hið tæknivædda samfélag nútímans hefur upp á að bjóða, í stað þess að skapa það sem við þörfnumst til að næra og annast okkur sjálf og fjölskyldur okkar. Góð matvara er þegar til reiðu, en það tekur tíma að safna henni saman (kaupa inn) og matreiða. og e.t.v. kjósum við að eyða ekki í það tíma, heldur stunda vinnu eða sinna ýmsu öðru.

Við þurfum að gera okkur grein fyrir að til þess að finna út ,,hið fullkomna fæði“, verður að gefa því forgang að hugsa um og næra sjálfan sig, því það er grundvöllurinn undir svo mörgu öðru í lífinu. Ef við um stund hverfum frá daglegri veru og lítum heiðarlega á það líf sem við lifum, munum við komast að raun um að bæði í vinnu og heima hjá okkur erum við að hressa upp á okkur með kaffi og öðrum örvandi efnum. Greinilegt er að ýmislegt vantar upp á að við hugsum nógu vel um okkur sjálf. Það að læra að næra og hlú að líkamanum til að gefa honum sem mesta möguleika á þeirri orku sem völ er á, er skynsamlegt frá líffræðilegu og tilfinningalegu sjónarmiði. Og einnig út frá andlegri vellíðan þar sem líkaminn er jú heilagt musteri sem hýsir andann.

Að hlusta á og styðja einstaklingsþarfir sínar, í sambandi við næringu og umhyggju, er ekkert erfiðara en að taka tillit til þess lífs sem við lifum með fjölskyldunni, í vinnunni og svo framvegis. Sum okkar gera í því að halda lifandi þessum hæfileika, sem svo auðveldlega týnist á tækniöld og leggja jafnvel á sig mikið erfiði til að endurvekja hann með því að efla einstaklingsþroska sinn, svo sem með slökunaræfingum, hugleiðslu, skoðun á draumum, gróðursetningu nytjajurta, viðhaldi og umhyggju fyrir gróðri, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. A

ð útbúa náttúrlega fæðu og endurvekja smekk sinn fyrir þessháttar mat, og reyna að forðast unnar matvörur og draga úr neyslu á dósamat og tilbúnum réttum, er góð byrjun. Matur sem frystur hefur verið ferskur, sérstaklega grænmeti, er næst besti kosturinn þegar ekki er völ á nýjum mat. Þungum máltíðum, sem innihalda fitu eða sósur, mætti vel fækka. „Hið fullkomna fæði“ breytist að sjálfsöguðu milli árstíða. Til að mynda eykst notkun á ávöxtum að líkindum yfir sumartímann, og þá er að sama skapi neytt minna magns af kjöti og jafnvel baunum og korni. Á veturna þurfum við mat sem gefur meiri varma, og ekki er mikið um ferskt grænmeti á þeim árstíma og einnig minna af ávöxtum. Spírur, fræ og baunir geta þá gefið okkur smáferskleika inn í vetrarfæðið. Dagleg samsetning á

,,hinu fullkomna fæði“ gæti litið einhvern veginn svona út:
1 Ræktað 5 eða fleiri skammtar af grænmeti og ávöxtum. Helst ferskt.
2 Mjölvi 4 eða fleiri skammtar af heilu korni, kartöflum og þess háttar.
3 Hvíta 2-3 skammtar af spíruðu baunum eða fræjum, soðnum baunum, fiski, eggjum, korni, hnetum, kjúklingum, lambakjöti, nauta- eða svínakjöti.
4 Kalkríkt 2 eða fleiri skammtar og ekki meira en tveir af mjólkurvörum, og því aðeins að ekki sé óþol fyrir þeim. Kalkríkar fæðutegundir eru t.d. hnetur, fræ, grænmeti með græn blöð, eins og spergilkál (brokkoli), mjólk, ostar, skyr og jógúrt.
5 Olíur 1 eða 2 skammta af grænmetisolíum. Ólífu- og sólblómaolíur eru með bestu kostunum. Hnetur og fræ gefa svolítið af E-vítamíni og nauðsynlegum fitusýrum.

Einstaklingsþarfir
Hvernig getum við fundið út hverjar einstaklingsþarfir okkar eru hvað mataræðið snertir? Fyrst og fremst getum við reynt að hlusta á líkama okkar. Ef við höfum gleymt hvernig á að gera það getum við lært það að nýju. Ef við tileinkum okkur ákveðna grunnþekkingu mun fæðuval okkar og neysla í raun verða að nokkurs konar list Auk þess að hlusta á okkur sjálf gerir það okkur gott að fara út í náttúruna og hlusta á hana. Hún er mikill kennari og mun sjá okkur fyrir þeirri fræðslu sem við þörfnumst. Við þurfum að gefa gaum að árstíðunum og vaxtarhring plantnanna, því það gefur innsýn í grundvallarþætti lífs og vaxtar.

Vinna í garðinum við að rækta okkar eigin mat með fjölskyldu og vinum er besta leiðin til að vera í tengslum við móður jörð, og er eitt af leyndarmálunum að baki heilbrigði. Þegar við borðum úr eigin garði ættum við að vera meðvituð um hvar og hvernig þessi matur er framleiddur og eins hvernig líkami okkar notar hann (melting, niðurbrot, tæming). Önnur leið til að styðja einstaklingsþarfir sínar er að vera meðvitaður um eigin heilbrigði. „Hið fullkomna fæði,“ sem rætt er um hér, er einkum miðað við þau/okkar sem almennt búa við góða heilsu og viljum viðhalda því ástandi. Það að breyta fæðinu getur því gert mikinn mun á heilsunni og minnkað líkurnar á því að við fáum ýmsa hrörnunarsjúkdóma.

Mataræði út frá líkamsgerð
Haldið hefur verið fram að við eigum að velja þann mat sem best hentar líkamsgerð okkar metið út frá efnaskiptum. Slíkt efnaskipta „prógramm“ er byggt á könnunum William Donald Kelly sem hefur mikið rannsakað ýmsa þætti næringarfræðinnar. Samkvæmt kenningum hans er um að ræða þrjá mismunandi efnaskipta- eða lífveruhópa, byggt á fyrra mataræði, virkni og lífsreynslu og grunngerða persónunnar.

Hvert okkar passar inn í einn þessara hópa, hvor gerðin sem er ríkjandi af hinum tveim greinum ósjálfráða taugakerfisins, hjá okkur. Ósjálfráða taugakerfið hefur ýmist örvandi eða róandi áhrif á hin ýmsu líffæri líkamans og því eru hóparnir þrír, þ.e. ör (súr), rólegur (basískur) og síðan hinn þriðji hópur sem er með jafnvægi á milli þessara tveggja. Ákveðin lífefnafræði kemur þarna líka við sögu. Flestir eru í jafnvægishópnum og þurfa að halda jafnvægi milli basískra og súrra matartegunda. Ef við erum heilbrigð á fæða okkar að vera meira basísk en súr á vorin og sumrin og aðeins meira súr en basísk á haustin og veturna.

Almennt þarf persóna í jafnvægi að borða mjög fjölbreytilega af hinum stóra flokki náttúrulegra fæðutegunda. Margir halda fram að við þurfum að neyta meira af basískri fæðu, að minnsta kosti um 60%, allt árið um kring. Ef við virðumst frekar vera hin öra manngerð, er líklegt að við höfum súra lífefnafræði. Það gerir okkur ekki aðeins viðkvæmari fyrir alls kyns spennuvandamálum eins og vöðvaspennu, hægðartregðu og svefnleysi, heldur líka fyrir langvarandi hrörnunarsjúkdómum eins og fituhrörnun (þrenging stórra og meðal stórra slagæða í líkamanum vegna fitusöfnunar) eða hækkuðum blóðþrýstingi. Fólki með þessa lífefnafræði eða tímabundið ástand hennar, myndi vegna betur á fæði sem innihéldi meira af grænmeti eða basísku fæði, sem einnig er hvítu- og fituminna. Gott er að neyta mikils af ávöxtum og grænmeti. Léttari máltíðir og jafnvel föstur myndu að líkindum verða til hjálpar fyrir þessa efnaskiptagerð. Eftirfarandi listi sýnir helstu einkenni hinna tveggja meginmanngerða, örrar og rólegar.

Ör manngerð – Súr líkamsgerð.
Ákafari, framkvæmdasamari, virkari, hættir til fljótfærni. Meiri taugaorka fer í orkuframleiðslu. Hugsun, skilningur, rök. Hraðari eða efnaskipti þar sem flóknum lífrænum samböndum er sundrað til að losa orku sem líkaminn þarfnast til viðhalds og orkuþarfa. Tapar auðveldlega þyngd, á í erfileikum með að þyngjast Hættir til vöðvaspennu, harðlífis eða svefnleysis Gefin fyrir líkamsrækt Orka eykst við inntöku á C-vít. Lítil áhrif af inntöku á B3-vit.* Líður betur á basísku fæði

Róleg manngerð
Basísk líkamsgerð. Rólegri, framtakslaus, dregur á langinn. Meiri taugaorku fer í meltingu. Treystir oft á innsæi frekar en rök. Hægari eða tillífunar efnaskipti, orkumyndandi efnaskipti í lifandi frumu úr einföldum næringarefnum í flókin efnasambönd, til viðhalds og orkuþarfa. Þyngist auðveldlega, á í erfiðleikum með að losna við aukakílóin. Hættir til deyfðar og drunga, niðurgangs/harðlífis eða svefnleysis, forðast líkamsrækt. Lítil áhrif á orku við inntöku á C-vit . Mikil áhrif af inntöku á B3-vit.* Líður betur á súru fæði. *Áhrif af inntöku á B3-vit. er einkum hitaroði og dofi í húðinni. Hvaða gerð við erum, sýnir hlutfallslega það magn af súru eða basísku fæði sem við þörfnumst í fæðu okkar. Listar hér fyrir neðan sýna hvern fæðuflokk fyrir sig.

Basískt fæði :*Ávextir*Grænmeti*Sjávargróður*Hirsi*Fræ*Salt*Jurtir*Krydd.   Margir höfundar hafa þessa lista aðeins öðruvísi. Aðalmunurinn er sá að mjólkurvörur eru taldar súrari og slím-myndandi en hér er sýnt. Basíska, eða rólegri persónan, þarfnast fæðu sem er öfugt við hina súru til að koma sér í jafnvægi aftur. Fyrir þessa einstaklinga geta föstur verið stórhættulegar og valda því oft að þreyta eykst ásamt öðrum einkennum. Það að neyta meira af súru fæði, kjöti og fiski, getur oft hjálpað. Mataræði með hærra hvítuinnihaldi (og yfirleitt aðeins meiri fitu) getur eflt orkustig viðkomandi og um leið efnaskipi. Það að skipta persónum svona niður í efnaskiptagerðir minnir mjög á hina kínversku grundvallarlífsreglu um tvískiptingu alls sem er í Yin og Yang. Þessi tvö stig endurspegla mannlegt ástand og heilsu. Alla sjúkdóma má sjá sem ójafnvægi þessarar yin-yang vogarskálar sem breytist dag hvern, allt árið umkring. Lítum aðeins nánar á þetta með tilliti til mataræðis.

Hlutlaust fæði : *Grænmetis-olíur, *Mjólk* Rjóm i*Smjör *Ostar *Hunang
Súrt fæði :*Kjöt *Fiskur *Egg *Baunir *Korn (nema hirsi) *Hnetur *Fæðubótarefni

Árstíðabundið mataræði – Loftslag
Yang veður Yin veður -Heitt/þurrt Vindur/Umskipti Raki/Innhverft Kalt/Blautt
Sumar Vor Haust Vetur -Hiti Kuldi Léttara, kælandi mataræði. Þungt, hitandi mataræði Meiri vökvi Mataræði Þéttur, þungur matur Meira af hráum mat Meira af elduðum mat. Lægra fituinnihald Meiri olíur og hvíta (prótein)

Kælandi Hreinsandi Jafnvægi Uppbyggjandi Vermandi
Vökvar Grænt kálmeti Korn Rætur Fiskur Ávextir Grænmeti Grænmeti Spírur Sjávargróður Salöt Sítrus-ávextir (belgjurtir) Jógúrt (söl, þang, þari) Súpur Fræ/hnetur Persónur sem hafa Yang ríkjandi (súrar-örar) eru framkvæmdasamar og viðkvæmar fyrir einkennum og sjúkdómum sem tengjast spennu og álagi, eins og verkjum í beinagrindavöðvum, höfuðverk, harðlífi, háum blóðþrýstingi og hjarta og/eða æðasjúkdómum. Þessu fólki mundi henta betur að vera á fæði sem er í átt að yin (basískt), þ.e. meira af ávöxtum og grænmeti. Þessir einstaklingar hafa einnig mjög gott af því að taka ávaxtasafa-föstur af og til, sem er sérstaklega basískt fæði. Yin persónur (basískar-rólegar) eru yfirleitt hægari og íhugulli (hugsandi), líklegri til að tengjast listum og öðrum meira tilfinningarlegum starfsvettvangi, frekar en erfiðs vinnu og fjármagns – eða viðskiptasviði, sem er meira fyrir yang fólk.

Yin manneskjur þurfa meira af hitagefandi yang fæði, auðugra af hvítu og fitu, með minna af hinum hráu og kælandi ávöxtum og grænmeti, og eins lítið og hægt er af sætmeti, gerðu úr hvítu hveiti. Ef þetta er tekið saman þá getum við aðlagað grunnmataræði okkar byggt á heilu korni (aðeins meira súrt) og grænmeti (meira basískt) með því að nota annan mat til að skipta yfir í annað hvort meira súrt eða basískt, eftir því sem við á. Með þessa þekkingu í farteskinu, ef við erum í jafnvægi, mun árstíminn og loftslagið segja til um á hvað við þurfum að leggja megináherslu í fæðuvali okkar. Ef við fylgjum þessu plani, mun heilsa okkar batna og við færumst nær því að vera í efnafræðilegu jafnvægi. Þegar því er náð, þurfum við að breyta eða skipta um mataræði aftur til að mæta hinum nýjum þörfum okkar og styðja við hina nýju orkustöðu líkamans. Að vera heilbrigður, verður þá sívökul, endurtekin þróun og aðlögun að okkar síbreytilegu tilvist. Og þá fyrst byrjar fjörið.

Að breyta mataræðinu
Það að borða á hverri árstíð, fæðu sem upprunnin er á þeirri árstíð, er að nærast í takt við náttúruna. Þannig fæði, sem neytt er frá degi til dags, árstíðar til árstíðar, stuðlar að fjölbreytileika. Það er jafnvægið yfir daginn sem skiptir máli, en ekki í hverri máltíð eins og margir halda og viðhafa nú. Ekki skyldi borða ávexti eða ýmiskonar sætan mat, sem inniheldur einfaldar sykrur, á sama tíma og mat sem erfitt eða erfiðara er að melta. Einnig ætti að draga úr því að blanda saman mjölvaríkum mat og hvítu (próteini), því þá batnar meltingin og upptekt á næringarefnum verður yfirleitt betri. Mælt er með að daglegt fæði sé skipulagt í samræmi við þá fæðuflokka sem á að innibyrða á hverjum tíma, ásamt því að taka til greina athafasemi og virkni þann dag, þar með talið æfingar, vinnu og slökun.

Einfalt dagsskipulag er:  náttúrlegt, árstíðabundið, umbreytilegt, í jafnvægi, hæfilegt, vel saman sett. Ef við erum að reyna að þyngjast eða þá losna við umframkíló, munum við að sjálfsögðu aðlaga mataræðið að því. Ef við stundum t.d. lyftingar og erum að byggja upp vöðva, þörfnumst við stærri máltíða og meira af hvítu. Ef við viljum losna við einhver kíló er léttur kvöldverður trúlega lykilatriði að því og sleppa aukabita að kvöldinu, og jafnframt að borða hæfilega í öll mál og auka líkamlega athafnasemi og áreynslu. Stundum þarf að taka tillit til vinnuskipulags og efnaskipta, og þá getur þurft að skipta á máltíðumhádegis og kvölds og hafa aðalmáltíð að kvöldi í staðinn fyrir í hádeginu. Engu að síður er yfirleitt hollara að innbyrða meira af þeim mat sem við neytum fyrr á daginn þannig að við höfum tíma til að brjóta hann niður og melta betur, og réttast er að borða mjög létta fæðu ef eitthvað eftir kl. 20 á kvöldin.

Fæðubótarefni
Jafnvel þótt við borðum „Hið fullkomna fæði“ í langan tíma, þá er erfitt að halda fullkomu jafnvægi á næringarefnum frá degi til dags og nýting fæðunnar fer einnig eftir hversu góð meltingin er almennt svo og upptakan, ásamt því hvort við höldum streitu í lágmarki, eða jafnvel höfum einhverjar sérstakar þarfir. Ef við erum hraust, með mikla og stöðuga orku og sofum vel, lifum í ómenguðu náttúrlegu umhverfi, ergjum okkur ekki úr hófi fram yfir erli dagsins, borðum fjölbreytta og holla fæðu frá móður jörð, og erum með góða meltingu og losun úrgangsefna, þurfum við að líkindum mjög lítið, ef nokkuð, af fæðubótarefnum. Hins vegar er það svo að við sem lifum á síðari hluta 20. aldar hvorki borðum né lifum eins og best verður á kosið.

Við borðum kannski á hlaupum, erum alltaf að flýta okkur, öndum að okkur menguðu lofti, komumst í snertingu við hin ýmsu efni og höfum mikið um að hugsa. Með öðrum orðum, áreitin eru mörg og orkuþörfin í samræmi við það. Þau okkar sem hrærast í þessum lífsstíl nútímans, þarfnast trúlega staðfastrar og næringarríkrar fæðu og með nægilegu magni vítamína, steinefna og annarra snefilefna. Fyllstu varúðar skal hins vegar gæta, því að mörg þessara efna má ekki taka inn í of stórum skömmtum og einhver tvö tekin saman geta hlutleyst hvort annað og dregið verulega úr gagnseminni. Eins þurfa sum fæðubótaefni annarra efna við til þess að líkaminn geti nýtt sér þau, en það er efni í annan pistil og því skal hér látið staðar numið að sinni.

Þýtt og unnið að hluta upp úr bókinni ,,Staying Healthy with Nutrtion“ eftir Elson M. Haas, M.D  Birna G. Konráðsdóttir árið 1999.Flokkar:Næring

%d