IMMUNOCAL- Náttúrlegt fæðubótarefni – Til móts við heilbrigði og langlífi

Mörg undanfarin ár hef ég ásamt fleirum bent á nauðsyn þess að læknisfræðin fari að einbeita sér að því að styrkja og virkja ónæmiskerfi mannslíkamans í stað þess að láta sem það skipti litlu máli eða sé hreinlega ekki til. Og hér er í raun um að ræða mjög einföld sannindi sem allir geta skilið án þess að hafa neins konar læknismenntun.

Við erum vissulega öll afrakstur úrvals okkar eigin tegundar samkvæmt þróunarkenningu Darwins, „dýrategundar“ sem er auðvitað enn í þróun og væri útdauð ef ónæmiskerfi mannslíkamans kæmi ekki til. Enda hafa ýmsir sjúkdómar fylgt okkur alla tíð þrátt fyrir Darwins-úrvalið. Það er án efa einnig rétt að ónæmiskerfi okkar tengist beint sjálflækningar-kerfi mannslíkamans. En eins og oft kemur í ljós líður sjúklingum nær ávallt miklu betur strax daginn eftir að hann hefur tekið þá ákvörðun að leita sér lækningar. Og einhver staðar í þeim sál-líkamlegu tengslum hefst lækningin sjálf. Sem sagt, hún er innbyggð og virkar ef „kveikt“ er á henni.

Út frá sjónarmiði lyfjaiðnaðarins sem allir vita að eiga mikilla hagsmuna að gæta innan læknisfræðinnar – er hagsmunum þeirra best borgið ef manneskju sem er orðin veik – batnar seint eða ekki – en um leið vita þessir hagsmunaðilar að undir öllum kringumstæðum þarf að halda viðskiptamönnum þeirra á lífi – því dauður maður borgar ekki! – Og þannig vill einmitt til að mannslíkaminn er ótrúlega aðlögunarhæfur jafnvel við inntöku á alls konar eitri í smáum skömmtum! Undanfarin misseri hefur farið að bera á umtali um styrkingu ónæmiskerfisins hér á íslenskum markaði og er það mjög til bóta. Eitt af því nýja á þessu sviði sem er nú að koma á markaðinn hér er efnið Immunocal sem er 100% náttúrulegt fæðubótarefni.

Það er m.a. samsett úr þrem amínósýrum sem saman mynda hið mikilvæga líkamsbyggingarefni GLUTAÞÍON (GSH). Glutaþíon hefur yfirburða næringargildi og má framleiða úr kröftugu mjólkurpróteini sem er einangrað úr mysu. Immunocal er kröftugt fæðubótarefni sem líkist mest móðurmjólk í náttúrunni og hefur líkt og hún ónæmishvetjandi áhrif. Með þessu nýja efni er reyndar komið fram efni sem bæði háskólalæknislærðir, svo og hinir sem nota óhefðbundnar læknismeðferðir jafnhliða eru sammála um að uppfylli öll þau skilyrði sem setja þarf um framleiðslu og virkni. Og það er vel. Glutaþíon er á hinn bóginn nauðsynlegasta og náttúrulegasta andoxunarefni innan eigin fruma mannslíkamans. Það hefur m.a. það hlutverk að losa líkamann við eiturefni og styrkir um leið veikburða eða bæld ónæmiskerfi. Glutaþíon er nánast fitu- og mjólkursykurlaust (hvort tveggja undir 1%) og hefur engar aukaverkanir.

Rannsóknarsaga Glutaþíons
Það var Dr. Gustavo Bounous – heimsþekktur læknir og sérfræðingur á sviði GSH – sem uppgötvaði leiðina til að framleiða efnið. Upphafið var það að niðurstöður margra ára rannsókna í hópi háskólalækna sýndu fram á að líftími tilraunadýra lengdist til muna með notkun þessa einangraða mjólkurpróteins í fæðu þeirra. Þetta jók styrk ónæmiskerfisins á margvíslegan hátt, þar á meðal sem aukin mótstaða við sýkingum; færri krabbameinsáföll; og mikil ónæmissvörun þegar saumað er að ónæmiskerfinu með örvandi efnum.

En hvað er Glutaþíon – GSH?
Glutaþíon er efni sem er samsett úr eftirfarandi þrem amínósýrum: Glutamin sýru, glycin og svo þeirri mikilvægustu sem er cystein. Það er hún sem gefur efninu líffræðilega virkni. GSH er að finna í næstum öllum frumum líkamans. Lengi var vitað að ekki er unnt að koma aukalegu GSH fyrir inní frumunum. Efnið verður að myndast inni í þeim sjálfum. – En nú er komin fram ein leið enn til þess að koma þessu byggingarefni þar fyrir, þ.e. með því að taka inn Immunocal-efnið sem er mjög virkt. Það var því mikilvægi glutaþíon við að styrkja ónæmiskerfið sem leiddi til þróunar á Immunocal.

Við eðlilegra starfsemi frumanna í mannslíkamanum myndast skaðleg úrgangsefni sem nefnast stakeindir eða sindurefni. Innan líkamans er ýmis konar varnarstarfsemi í gangi til þess að eyða þessum hættulegu efnum. Glutaþíon er eins og áður segir eitt höfuðnáttúrlega andoxunarefnið sem er í öllum frumum. Og önnur veikari andoxunarefni eins og C- og E-vítamín virka einungis ef glutaþíon er til staðar í frumunum. Mest er af því lifrinni, þar sem það vinnur sem aðal afeitrunarefnið.

Líkami okkar reiðir sig á rétt viðbrögð ónæmiskerfisins þegar við verðum fyrir utanaðkomandi áreiti eins og af völdum sýkla, veira og sníkjudýra. Þarna leikur glutaþíon aðalhlutverkið, t.d. í fjölföldun á hvítu blóðfrumunum sem snúast til varnar við þessari áreitni. Í dag er Immunocal eina náttúrlega efnið sem örugglega eykur og viðheldur glutaþíon efninu. Þannig er margvíslegri eitrun, mengun og krabbameinsvaldandi efnum eytt úr líkama okkar með aðstoð niðurbrotsstarfsemi glutaþíon á eiturefnum.

Aðrar aðferðir til þess að hækka hlutfall glutaþíon í frumunum voru fyrr á tímum þau efni sem innihéldu N-acetylcystein (NAC). Engu að síður hafa þau annað hvort mjög stuttan líftíma eða eitraðar aukaverkanir. Inntaka af hreinu glutaþíon er einnig möguleg en niðurstöður sýna að það er næstum fullkomlega oxað og þar með áhrifalaust þegar það kemur í þarmana. Sjálf cystein-amínósýran síast illa inn í líkamann og getur einnig virkað sem eitrun. Mjólkurprótein hefur smávægilega líffræðilega möguleika sem byggingarefni fyrir GSH en það skemmist auðveldlega í framleiðslu og meðhöndlun. Og það leiðir af sér litla líffræðilega virkni.

Líffræðilegt BV-gildi hennar (mælikvarði nauðsynlegra amínósýra) er það næst hæsta sem þekkist. Það inniheldur mikið af hinu sjaldgæfa cystin próteini sem er framleitt með nýrri aðferð sem skilar af sér 90% hreinu próteindufti og hinni upphaflegu, líffræðilegu virkni. Með öðrum orðum: Aðferðin tryggir auðveldlega hæsta magn af virku glutaþíon. Immunocal er þannig eina efnið með einkaleyfi sem viðheldur ónæmiskerfinu og eykur áhrif glutaþíon innan mannslíkamans. Strangt gæðaeftirlit er viðhaft við framleiðslu efnisins og prófanir eru stöðugt gerðar til að tryggja óvenjulega eiginleika þessa efnis.

Læknatilraunir
Læknatilraunir í Norður Ameríku og Japan hafa sýnt fram á kosti Immunocal. Rannsóknarniðurstöður á eyðni fela í sér jákvæðar niðurstöður fyrir Immunocal. Samskonar jákvæðar niðurstöður koma frá vísindamiðstöð í Atlanta sem sérhæfir sig í sjúkdómum vegna eyðni og þar sem Immunocal kom við sögu.

Þá hefur krabbameinsmiðstöðin í Nova Scotia (Dalhouse University) kynnt áhrif Immunocal á meinvörp. Virtir háskólar í Montreol og Boston eru að rannsaka samskonar gögn um krabbamein í blöðruhálskirtli. Þá er verið að gera tilraunir á sjúklingum við Háskóla í München með alvarlega sjúkdóma og þá sem fara í skurðaðgerðir. Japanskar rannsóknir hafa sýnt jákvæð áhrif á lifrabólgu vegna Immunocal. Við aðrar rannsóknir á Immunocal hefur verið sýnt fram á að það ræðst gegn alvarlegum sýkingum. Og Immunocal eykur glutaþíon magnið í líkamanum.

Nokkrir kostir Glutaþíon – Ónæmiskerfið
Einstaklingar með veikburða ónæmiskerfi hafa lágt glutaþíon magn. Glutaþíon magnið í heilbrigðu fólki minnkar einnig þegar það berst við sjúkdóma. Hvítu blóðkornin eru nauðsynleg fyrir ónæmissvörunina. Til þess að hvítu blóðkornin geti sinnt hlutverki sínu fyrir ónæmiskerfið verða þau að hafa nægjanlegt magn af glutaþíon í sér til þess að virknin og ónæmissvörunin verði eðlileg.

Öldrunarferlið
Það er þekkt staðreynd að þegar við eldumst þá snarfellur glutaþíon magnið í líkamanum. Lágt magn af glutaþíon veldur mörgum sjúkdómum, svosem gláku, Alzheimer, Parkinson, æðaþrengingum o.fl.

Andoxunarvirkni
Andoxunarefni eru vel þekkt. Þau leika nauðsynlegt hlutverk í að viðhalda heilbrigði og koma í veg fyrir sjúkdóma. Glutaþíon er eitt aðal andoxunarefni frumanna.

Taugasjúkdómar
Læknisfræðileg sönnun er til fyrir því að fólk með taugahrörnunar-sjúkdóma eins og MS, ALS, Alzheimer, Parkinson og fleiri hafa lítið glutaþíonmagn í líkamanum.

Krabbamein
Glutaþíon leikur stórt hlutverk í að eyða mörgum krabbameinsvaldandi efnum og einnig að viðhalda ónæmisvirkni til að sjá fyrir sterkari vörn gegn krabbameini.

Íþróttafólk
Mikil vöðvahreyfing veldur oxun eða stakeindum sem síðan leiðir af sér vöðvaþreytu og lélega frammistöðu. Glutaþíon gerir stakeindirnar óvirkar. Mjólkurprótein stuðlar að vöðvavexti.

Eiturefni, mengun, geislun
Glutaþíon eyðir margvíslegri mengun, krabbameinsvaldandi efnum og eiturefnum þar á meðal kolmónoxíð og sígarettureyk. Það seinkar skemmdum af völdum geislamengunar eins og þeirri sem þynnir ósonlagið.

Eyðni (AIDS)
Hátt magn af glutaþíon eykur lífsmöguleika eyðnisjúklinga. Mikið hefur verið skrifað um sannanirnar fyrir því hvað aukið glutaþíon-magn gerir fyrir eyðnisjúka. Óhikað má mæla með því að sjúklingar sem verða fyrir áföllum eða aðrir sem greinast skyndilega með hættulega sjúkdóma taki inn þetta nýja ónæmisstyrkjandi efni. Tíminn mun svo leiða í ljós hvort að það nær að vinna sér sess sem háttskrifað varnarefni gegn nokkrum skæðum sjúkdómum nútímans sem læknisfræðin virðist ekki eiga nein svör við. Þá má einnig hugsa sér að mæla með því að fólk sem er undir sérstöku álagi taki þetta inn sem forvörn gegn hugsanlegum sjúkdómum vegna bælds ónæmiskerfis síns. Og enn skal lögð á það áhersla að streituáhrif, tilfinningaleg eða af öðrum ástæðum bæla ónæmiskerfi okkar. Streita getur því leitt til dauða.

Án efa munu koma fram í byrjun nokkrar úrtöluraddir sem nokkuð ber á hér í þjóðfélagsumræðunni. Þær raddir halda því fram að allt sem heitir fæðubótarefni sé unnt að fá úr fæðu okkar. Og ennfremur að fæðubótarefni séu í raun ónauðsynleg markaðsblekking. Að baki þeim standi gróðafíklar sem vilji blekkja almenning. Þeir sem þekkja vel til á alþjóðavettvangi vita að hér er á ferðinni áróður úr herbúðum lyfjaframleiðenda sem sjá ofsjónum yfir því hversu mikla markaðshlutdeild samkeppnisaðilar þeirra í heilsuefnageiranum hafa náð á undanförnum árum. Og hvers vegna skyldu menn hafa tekið það upp hjá sjálfum sér að kaupa ónæmisstyrkjandi fæðubótarefni? Efni sem eru ekki niðurgreidd af hinu opinbera? – Gæti það verið vegna þess að nú liggja fyrir mun betri upplýsingar um virkni ýmissa efna en áður? Og svo hitt að nú er almenningur – sem yfirleitt er seinþreyttur til vandræða – að snúa sér í æ ríkara mæli að því að hugsa fyrir eigin heilsufari svo hann þurfi ekki að verða fórnarlamb æ ógegnsærra háskóla-lækniskerfis.

Frekari upplýsingar um þetta nýja efni er að fá á slóðinni: www.immunocal.com – og – www.glutathione.com

Höfundur: úlíus Júlíussyni P.O. BOX 12027 132 Reykjavík sími: 565 5878 fax: 565 5879 e-mail: juliusj@ismennt.is  skrifað árið 1999.



Flokkar:Næring

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , , , , , , , ,

%d bloggers like this: