Seyði af banana betra en svefntöflur

Á heimasíðu David Wolfe er margt fróðlegt að finna t.d. er sagt að seyði af banana virki eins og svefnlyf en veldur ekki aukaverkunum.

Bananar eru ríkir af kalíum og magnesíum en margir vita ekki er að bananahýði er  jafnvel enn ríkara af kalíum og magnesíum en innihaldið. Hýðinu er oftast hent en veður ekki gert eftir þennan lestur. Kalíum og magnesíum eru gagnleg fyrir taugakerfið og til að slaka á vöðvunum. Í raun er magnesíum eitt mikilvægasta steinefni fyrir slökun vöðva og getur dregið úr vöðvakrömpum ásamt öðrum verkjum og sársauka. Það þarf líka magnesíum til að takast á við streitu, slaka á og sofna.

Kanill er mikilvægur og góður til að koma jafnvægi blóðsykurinn. Þegar blóðsykurinn er í jafnvægi getur það bætt svefninn.

Seyði af banana fyrir góðan svefn:

Aðferð

  • 1. Banani með hýði þveginn vel og endar báðumegin skornir af
  • 2. Settur í lítinn pott með köldu vatni látinn sjóða í 10 mínútur
  • 3. Ef óskað er má sáldra kanil í vatnið
  • 4. Einnig má bæta í ögn af stevíu í ef óskað er
  • Seyðir er drukkið sem te. Soðna bananann er hægt að borða með kanil daginn eftir.

Þetta eru punktar úr grein eftir David Wolfe sem heitir: Better than that sleeping pill –banana cinnamon tea recipe for deep sleep. Slóðin er: http://www.davidwolfe.com/banana-cinnamon-tea-deep-sleep/

I.S.



Flokkar:Annað, Ýmislegt

Flokkar/Tögg, , , , , ,

%d