Erfðabreytt skepnufóður og matur – er það málið? 3.hluti

Erfðabreytt ræktun matjurta og neysla þeirra hefur í för með sér:

  • • Þróun ,,ofurillgresis”
  • • Þróun  eiturþolinna ,,ofurskordýra”
  • • Nýja tegund hættulegrar lífveru sem finnst  í erfðabreyttri uppskeru
  • • Eyðingu og tap á náttúrulegum sýklavörnum (plantna, dýra og manna)
  • • Minnkuð jarðvegsgæði
  • • Minni uppskeru
  • • Minna næringarefnainnihald uppskeru
  • • Aukningu sjúkdóma og skæðarisýkla
  • • Stórkostlega hækkun á tíðni ófrjósemi, fæðingargalla, andvana fæðingum og skyndidauða.

Ofur-illgresi og ónæmi fyrir eitri

Gríðarleg eyðilegging á umhverfi fylgir ræktun erfðabreyttrar uppskeru. Erfðabreytt korn með gen sem fælir skordýr (Bt korn) og átti að verða til að minnka skordýraeitursnotkun (og gerði það í byrjun),er farið að missa virkni – innan við  10 árum eftir að fyrstu  fræ með þessa eiginleika voru sett á markað.

Gegnum notkun á Roundup hefur orðið til ,,ofurillgresi” með mótstöðu gegn illgresiseyði og krefst stöðugt eitraðri efna í meira magni. Vegna þessa er nú Monsanto að þróa nýtt eiturefni, að hluta til úr bannaða eitrinu Agent Orange sem notað var til að drepa gróður í Vietnam stríðinu og á að nota á matjurtirnar þegar Roundup er hætt að virka.Frá árinu 1996 þegar erfðabreytt fræ var kynnt til sögunnar til ársins 2011 hefur notkun illgresiseyðis aukist um 25% árlega vegna aukinnar mótstöðu.

Árið 1998 – u.þ.b. 2 árum eftir að Roundup Ready sojabaunir komu á markað, greindist áður óþekkt lífvera í soja. Þessi lífvera er af svipaðri stærð og vírus og vex mjög vel í sambýli við aðrar örverur s.s. bakteríur, sveppi og vírusa.  Dýralæknar uppgötvuðu lífveruna í kjölfar hárrar tíðni ófrjósemi og aukinnar tíðni skyndilegra fósturláta og vitað er að hún hefur áhrif á nautgripi, hross, svín, sauðfé og alifugla. Þar sem þessi lífvera hefur slík áhrif á svo margar ólíkar dýrategundir er viðbúið að hún hafi sömu áhrif á menn. Hjá sumum bændum vestanhafs er hún orðin verulegt vandamál, sem ógnar eðlilegri endurnýjun gripa á búum og þar með rekstrargrundvelli þeirra. Auk þessa veldur hún sjúkdómum og dauða hjá plöntum. Lífveran finnst í erfðabreyttum maís og sojabaunum, en einnig í jarðvegi þar sem þessar jurtir eru ræktaðar með glyphosate og þar sem húsdýraáburður sem inniheldur mikið magn glyphosate er borinn á tún.

Ný áður óþekkt líffvera sem finnst í erfðababreyttu fóðri, s.s. soja og maís veldur ófrjósemi, fósturláti og vansköpun.

10303292_10153100998893747_795799839163595377_n

 

Mynd af http://news.163.com/12/0513/16/81D9LD9P00014AEE.html

Líflaus jarðvegur og minna næringarefnainnihald

Rannsókn sem gerð var af Navdanya í Indlandi á efnum í jarðvegi sem erfðabreytt bómull hafði verið ræktuð í um 3ja ára skeið leiddi í ljós, að á þessum 3 árum varð veruleg hnignun á jarðvegslífi og efnaframboði í jarðvegi erfðabreyttu plantnanna. Þessi rannsókn er sú fyrsta sem skoðar langtíma áhrif erfðabreyttrar bómullar með tilheyrandi eiturefnanotkun á jarðveginn. Áhrif erfðabreyttrar uppskeru á lífverur í jarðvegi eru almennt ekki rannsökuð og niðurstöðurnar benda til að öryggiskröfur og fullyrðingar líftækniiðnaðarins í sambandi við ræktun erfðabreyttra matvæla séu rangar.

Á 3 árum minnkaði heildarlífmassi örvera um 8,9%, bakteríum hafði fækkað um 14%, geislasveppum (sem eru nauðsynlegir til að brjóta niður sellulósa til að skapa mold) hafði fækkað um 17%, lífsnauðsynleg ensím sem gera næringarefni aðgengileg fyrir plöntur höfðu einnig minnkað mikið, fosfórsýra hafði minnkað um 26,6% og köfnunarefnishvatar um 22,6 %. Fullyrðingar framleiðenda erfðabreyttra matvæla þess eðlis að þau innihaldi meira af næringarefnum en matvæli ræktuð með hefðbundnum hætti fá ekki staðist.  Snefilefni s.s. járn, manganese og sink getur minnkað allt að 80-90% í erfðabreyttri plöntu m.v. óerfðabreytta. Skortur á þessum efnum veikir líkama neytandans og gerir hann m.a. útsettan fyrir sjúkdómum og skortseinkennum.

Margföldun á eiturefnanotkun

Virka efnið í Roundup illgresiseyði heitir Glyphosate. Glyphosate er ekki ,,bara” illgresiseyðir. Efnið var í upphafi með einkaleyfi sem steinefna klóbindir (chelator) og sem sýklalyf. Það binst steinefnum/snefilefnum mjög fastri bindingu  og gerir þau óaðgengileg fyrir plöntur og lífverur í jarðvegi að nýta sér. Efnið dregur frá plöntunum næringu og veikir þær og  það er þannig sem það drepur aðskotaplöntur á akrinum s.s. illgresi. Árið 2007 var notað í Bandaríkjunum 184mill. punda af glyphosate og magnið eykst jafnt og þétt um allan heim með meiri notkun erfðabreytts fræs.

Þar sem glyphosate er einnig öflugt sýklalyf útrýmir það hagstæðum örverum í jarðvegi, sem nauðsynlegar eru fyrir plöntuna til að starfa og framleiða hágæða næringu, en ýtir undir vöxt sjúkdómsvaldandi sýkla.Þetta á líka við um örverur í innyflum þess sem neytir efnisins með plöntunni. Leyfar glyphosphate í fæðu nægja til þess að framkalla slíka virkni. Rannsóknir hafa sýnt að Roundup er eitrað fyrir erfðaefni (DNA) manna, jafnvel þó það sé þynnt út margfalt það sem leyft er að nota til úðunar í landbúnaði.

Glyphosate sem plantan tekur upp, gegnsýrir hana alla og það er ekki hægt að þvo það af – því það er inni í vefjum jurtarinnar. Á undanförnum árum hefur magn leyfilegs glyphosate  í erfðabreyttri uppskeru verið hækkað, sums staðar mörg hundrað falt m.v. það sem áður var leyft. Fyrir því virðist engin önnur ástæða en sú að það er verið að aðlaga reglurnar að því aukna magni sem nú er úðað á matjurtaakra með erfðabreyttum plöntum og finnst þ.a.l. í uppskerunni – ekkert af þessari uppskeru mætti  nota til fóðurs eða manneldis,ef ,,gömlu” viðmiðin væru enn í gildi. Á sama tíma eru að koma fram upplýsingar um að hættan af notkun glyphosate hafi verið stórlega vanmetin og að það sé engu  betra – jafnvel verra en Agent Orange.

Sigríður Ævarsdóttir


Flokkar:Annað, Ýmislegt

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , , ,

%d bloggers like this: