Viðbótarmeðferð rannsökuð á Landspítala háskólasjúkrahúsi

Á Landspítala háskólasjúkrahúsi fór fram fjölþjóða rannsókn á áhrifum höfuðbeina-og spjaldhryggjarmeðferðar með svæðameðferð á líðan krabbameinssjúklinga í lyfjameðferð. Jakobína Eygló Benediktsdóttir og Vigdís Helga Eyjólfsdóttir unnu við rannsóknina í 3 ár í sjálfboðavinnu.

Tildrög rannsóknarinnar var sú að árið 2006 fór Martine Faure-Anderson þess á leit við Jakobínu Eygló Benediktsdóttur sjúkraliða og svæða- og viðbragðsfræðing að kanna hvort Landspítali háskólasjúkrahús vildi taka þátt í fjölþjóðlegu rannsóknarefni sem hófst við Marie – Curie insitute í París árið 2002. Rannsóknin snérist um hvort áhrif viðbótarmeðferða sem veittar eru með snertingu á fótum myndu auka lífsgæði krabbameinssjúklinga í lyfjameðferðum á sjúkrahúsum. Dr. Martine Faure-Anderson er doktor í læknisfræði og hómópatíu, einnig er hún menntuð í grasalækningum, nálastungum, osteopatíu, höfuðbeina-og spjaldhryggjarmeðferð ásamt svæða-og viðbragðsfræði.

 

Árið 1974 stofnaði dr. Andersons-kólann ,,Association Reflex Therapy total Faure Alderson“ þar sem lögð er áhersla ásérstaka tegund af svæðanuddi á fótum. Eiginleikum höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferðar ásamt svæðameðferð er blandað saman. Í nuddinu er lögð áhersla á áhrifasvæði höfuðtauga, hryggjar og mænutakturinn stilltur með tækni höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferðar. Meðferðin er sérstaklega sniðin að fólki er greinst hefur með krabbamein.

Í 5 ár hefur dr. Anderson stundað rannsóknir með nemendum sínum við Marie – Curie insitute í París á áhrifum höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferðar með svæðameðferð á einstaklinga í krabbameinsmeðferðum. Rannsóknin var unnin í sjálfboðavinnu og kynnt að lokum á Euro Cancer ráðstefnunni í Parísárið 2007.

Umsóknarferli rannsóknarinnar hér á landi svar að mestu í höndum Hallfríðar Maríu Pálsdóttur. Leyfi fékkst til þriggja ára og rannsóknin hófst haustið 2007. Hún var framkvæmd í samræmi við Helsinkisáttmálann um vísindarannsóknir á mönnum og samþykkt af Vísindanefnd.

Rannsóknin var hluti fjölþjóðlegrar rannsóknar sem framkvæmd var samtímis á fimm eftirtöldum stöðum:

  • · Michigan State University Hospítal í Bandaríkjum Norður Ameríku,
  • · Adventist Hospital í Sydney í Ástralíu,
  • · Sir Charles Gairdner Hospital í Pertt í Bretlandi,
  • · Marie-Curie Insititute í Frakklandi,
  • · Landspítala háskólasjúkrahúsi í Reykjavík.
  • Sjálfboðaliðar sáu um rannsóknirnar í París, Reykjavík, Perth og Sydney.

Hjúkrunarfræðingar völdu af handahófi einstaklinga sem voru í lyfja- og geislameðferð á Dagdeild krabbameinslækninga en á Blóðlækningadeild valdi Jakobína Eygló þá sjúklinga sem gátu þegið meðferðina. Öllum sem þátt tóku var kynntur tilgangur og markmið rannsóknarinnar og hver sjúklingur skrifaði undir samþykki.Á Blóðlækningadeild tóku 59 sjúklingar þátt, en á Dagdeild blóð-og krabbameinslækninga þáðu 25 sjúklingar meðferð.Að jafnaði var meðhöndlað í 10 skipti einu sinni í viku. Hver meðferð stóð yfir í 35 til 60 mínútur og var haga eftir ástandi sjúklingsins og sjúkrasögu. En oft reyndist erfitt að veita sjúklingum 10 meðferðir samfellt því að þeir dvöldu mis lengi inn á deild.

Úrvinnsla gagna

Rannsókninni lauk í júní árið 2010 og gáfu helstu niðurstöður vísbendingu um að höfuðbeina-og spjaldhryggjarmeðferðar með svæðameðferð stuðli að betri andlegi líðan og lini líkamlega verki. Vísbendingar voru um að meðferðin hafi meiri áhrif á andlega þætti, svo sem þunglyndi og kvíða sem eru algengar aukaverkanir krabbameinsmeðferða heldur en aukaverkanir á borð við ógleði.

Í úrvinnslunni var notast við tölvuforritið Excel.

Vegna þess að erfitt var að veita margar samfeldar meðferðir sökum breytilegs ástands þátttakenda var ákveðið eftir fjóra meðferðartíma að skoða niðurstöður 59 þátttakenda á Blóðlækningadeild eftir fjórar meðferðir. Teknar voru saman tölur eftir hvern tíma og fundið meðaltal fyrir þá. Slíkt hið sama var gert fyrir alla fjóra meðferðartímana. Niðurstöðurnar voru síðan settar saman í graf sem sýndi breytingar milli meðferðatímanna. Svo var ákveðið að skoða niðurstöður þeirra25 þátttakendaá Dagdeild og blóð og krabbameinsdeild sem fengu 10 meðferðir. Notuð var sama aðferð við úrvinnslu og áður var lýst.

Þau atriði sem voru rannsökuð sýndu undantekningarlaust að höfuðbeina-og spjaldhryggjarmeðferðar með svæðameðferð hefur góð áhrif á líðan einstaklinga með krabbamein. Stuðst var við huglægt mat þátttakenda á líðan sinni fyrir og eftir meðferð. Spurt var 12 spurninga þar sem þátttakandi lýsti ástandi sínu á skalanum frá 1 til 10, þar sem 1 táknaði bestu líðan en 10 verstu líðan.

 

Greinilegur árangur kom eftir 4 meðferðir og eftir því sem fólk fékk fleiri meðferðir var vísbending um að líðan væri betri.

Í byrjun meðferðar– eftir 10 meðferðir

Verkir 3.6. 1.3 á skalanum 1-10

Þunglyndi 5.7 1.9 á skalanum 1-10

Ógleði 2.1. 1.0 á skalanum 1-10

Kvíði 5.4. 1.9 á skalanum 1-10

Líðan 6.3. 2.1 á skalanum 1-10

Öndun 2.4 1.1 1. er eðlilega öndun

Árangur þessarar rannsóknar er vonandi vísir að meiri samvinnu milli hefðbundinna háskólalækninga og  óhefðbundinna /viðbótarmeðferða.

 

Höfundar: Jakobína Eygló Benediktsdóttir og Vigdís Helga Eyjólfsdóttir árið 2012Flokkar:Greinar og viðtöl

Flokkar/Tögg, , , , , ,

%d