Brenninetlan er næringarmesta jurt sem til er

Rætt við Huldu Leifsdóttur íslenska flókalistakonu í Rauma í Finnlandi, sem stofnaði brenninetluvinahóp og framleiðir rósavatn, salva og sápur. Hún hefur kynnt sér og notað hómópatíu í 15 ár með góðum árangri, einnig nemur hún grasalækningar og hélt sitt fyrsta villijurtanámskeið nýverið. Nú fær Hulda orðið:

Hulda: Ég hef búið í Finnlandi í 19 ár og er gift finnskum manni sem er rithöfundur og þýðandi. Öll þessi ár hef ég verið með garð þar sem ég rækta lækningajurtir, matjurtir og rósir sem ég nota í te og geri olíur fyrir salva.Síðan ég var 11 ára hef ég hneigst að andlegum vísindum, þá fékk ég fyrstu dulrænu bókina í jólagjöf. Ég leita alltaf eftir meistara í öllu sem ég læri og er sjálfsmenntuð á mörgum sviðum. Ég fór í tveggja og hálfs árs nám í listaskóla hér í Finnlandi og hef haldið margar einkasýningar, einnig tekið þátt í samsýningum. Ég mála akrílmyndir og hef stundað íkonamálun í mörg ár, hjá Rétttrúnaðarkirkjunni í Finnlandi.

Frá unga aldri hef ég haft áhuga á öllu sem viðkemur heilrænum lækningaleiðum. Ég er með annað stig í Reiki og hef einnig lært aðra heilunaraðferð sem heitir ,,Cammalot Seichem“ . Ég hef ekki unnið við hana en nota hana fyrir sjálfa mig. Hómópatía virkar vel á alla fjölskylduna og sérstaklega hafa remedíur haft góð áhrif á 8 ára son okkar sem er ofvirkur.

Í nokkur ár hef ég verið við nám í grasalækningum hjá Gail Faith Edward í Maine í Ameríku. http://www.blessedmaineherbs.com/springinitaly.html hún kennir grasalækningar eins og þær voru kenndar áður fyrr, frá konu til konu, sem er: ,,Leið vitru konunnar, leiðin í gegnum villta hjartað“. Gail Faith Edward kennir það að tengjast náttúrunni á öllum sviðum og að hlusta á hjartað því að hjartað er annar heili okkar. Einnig kennir hún að horfa á og kynnast náttúrunni eins og náttúran er. Leyfa henni að vera eins og hún er, virða hana og blessa, hlusta, þakka og ganga vel um hana því að náttúruna er heilög. Ein tilvitnun þessa grasalæknis er fræg: ,,það er betra að þekkja eina jurt á fjörtíu vegu en fjörtíu jurtir á einn veg“. Ef upp koma kvillar eða sjúkdómar er leið vitru konunnar að nota jurtir til að viðhalda góðri heilsu og koma á jafnvægi aftur. Hún fjallar um umhverfið og kennir að nota þær jurtir sem vaxa næst okkur og bendir á að í umhverfi okkar vaxa einmitt þær jurtir sem við þörfnumst.

Ég hef lesið mikið og lært ýmislegt frá Hildergard von Bingen sem er frumkvöðul grasalækninganna í Evrópu og ég er í félaginu hér í Finnlandi. Hildergard er verndari minn á vinnustaðnum í listahúsinu mínu. Einnig hef ég kynnt mér amerískar grasalækningar og lesið kenningar ,,Susun Weed“ sem er rödd ,,The Wise Women Tradition“ í Ameríku,sem hefur verið mjög áhugavert að kynnast.

Brenninetlan gerir okkur falleg.

Ég man ekki eftir brenninetlu heima á Íslandi þó vex hún þar en ég kynntist henni hér í Finnlandi, hún er núna villijurtársins hér. Þekking og reynsla fólks af brenninetlu er varðveitt hér og gerðar hafa verið miklar rannsóknir á eiginleikum hennar. Fyrir nokkrum árum stofnaði ég hér í Rauma brenninetluvinahóp, sem fer saman í tínsluferðir á hverju ári. Brenninetlan er uppáhaldið mitt, ég alveg elska hana! Ég hef haldið um hana fyrirlestur í klukkutíma og gæti talað lengur, hún er að verða sérgrein hjá mér.

Brenninetlan er næringarmesta jurt sem til er á jörðinni. Næringarinnihald hennar er 60 sinnum meira en í blaðsalati, þrisvar sinnum meira kalk en í mjólkinni, sjö sinnum meira af járni er í henni en í spínati og fimm sinnum meira af C- vítamíni en er í appelsínum. Brenninetlan er búin að vera lengi hjá okkur og hún brennir. Susun Weed (sem var áður getið) segir að það sé vegna þess að hún vill vekja athygli á sér og hægja á okkur. Því að það er hægt að taka um brenninetlu án þess að brenna sig. Brenninetlan vinnur á öllum sviðum líkamans þess vegna er hún svo kröftug.

Brenninetla endurvinnur orkuna okkar og jarðtengir okkur. Hún er góð fyrir æðarkerfið, nýrnastarfsemina og sérstaklega gegn þvagfærasýkingum. Hárið verður fallegt og neglur sterkar. Brenninetla er góð við alls konar húðkvillum. Ófrískar konur ættu að drekka vel af henni vegna þess hve járnrík hún er. Á breytingaskeiðinu styrkir hún beinin, nærir taugakerfið og viðheldur heilbrigðu hjarta og kemur í veg fyrir beinþynningu af því að hún er kalk auðug. Kynlífshvötin eykst, þunglyndi og tilfinningasveiflur minnka, Heilbrigð stjórn á adrenalíni viðhelst sem er mjög áríðandi á þessu tímabili. Regluleg neysla brenninetlu viðheldur jöfnum blóðsykri og gefur alveg græna orku. Hún nærir vel ónæmiskerfið, einnig minnka neysla hennar alls konar tauga- og giktarverki. Hún er góð gegn ofnæmi og astma. Brenninetlufræin eru góð fyrir skjaldkirtilinn.

Fyrir börnin er brenninetlan sérstaklega góð því að hún styrkir bein, tennur, vöðva, heila og eykur einbeitingu. Brenninetludrykkur er grænn orkudrykkur og hann má fá frítt úr náttúrunni. Sjálf drekk ég brenninetlute og seyði reglulega og orkan mín endurnýjast algjörlega.

 

Við munum heyra fleira frá Huldu síðar, netfang hennar er: hulda.leifsdottir@nettikirje.fiFlokkar:Fæðubótarefni, Greinar, Næring

Flokkar/Tögg, , , , ,

%d