Húsasótt

Lengi hefur sú umræða verið í gangi hérlendis að sum hús séu verri en önnur að búa í án sjáanlegrar ástæðu. Margir hafa tjáð sig um þessa hluti í ræðu og riti og sagt sögur af heilsufari sínu og sinna fjölskyldumeðlima sem hljóma oft á  tíðum ótrúlega. Talað hefur verið um þrálátar svefntruflanir, hjartsláttartruflanir, þreytu og slen, höfuðverk, óeðlilegt ryk í íbúðinni, kulda og loftleysi. Einnig hefur verið talað um óeðlilegar blóðnasir, exem og marbletti án áverka. Í umræðunni eru þessi áhrif oft sett í samband við rafsegulsvið. Engin skýring hefur fundist á þessu fyrirbæri og hafa heilbrigðisyfirvöld ekki sýnt þessu neinn áhuga. Í ræðu og riti fagmanna um þessi mál er yfirleitt látið að því liggja að um hugarburð sé að ræða.

Margir þeir sem hafa búið við húsasótt og fengið bót eru oft furðu lostnir yfir því hvernig hús getur breyst á stuttum tíma úr því að vera óþægilegur staður að búa á yfir í að vera gott heimili. Það sem einkennir slík hús er m.a. mikil rykmyndun og ló á gólfum, kuldi, sót á veggjum t.d. í kring um myndaramma, pirringur meðal íbúa og óeðlileg streita. Svefntruflanir eru algengar og hafa sumir lýst því eins og þeir fái adrenalínskot stuttu eftir að farið er í háttinn. Ekki verður nánar fjallað um þetta hér en þessum hlutum er gerð góð skil í bókinni: –Rafsegulsvið! Hætta eða hugarvíl?“ eftir Valdemar Gísla Valdemarsson. Talað er um óþægileg „svið“ eða „strauma“ sem fólk upplifir og hafa lagfæringar á þessu fyrirbæri oft tengst rafmagni. Því hafa þessi „svið“ eða „straumar“ verið tengdir rafmagni og kallað rafsegulsvið.

Undirritaður hefur gert mælingar á híbýlum fólks gagnvart rafsegulsviði s.l. 15 ár og er ljóst að rafsegulsvið getur ekki nærri alltaf skýrt húsasótt. Fjölmörg dæmi eru til um fólk sem finnur til óþæginda innan húss án þess að nokkurt rafsegulsvið sé til staðar og öfugt, þar sem fólki líður vel getur allt eins verið töluvert rafsegulsvið.
Ráðstafanir gagnvart húsasótt hafa oft á tíðum tengst rafmagni en þó  ekki nærri alltaf. Stundum hefur aðgerð ekki haft nein áhrif á styrk geislunar þó íbúar finni mikinn mun á heilsu sinni eftir aðgerðir.

Það sem meira er að fjölmargir tala um minna ryk í híbýlum sínum, betri og dýpri svefn og líkamleg sem og andleg líðan betri. Ráðstafanir sem gerðar hafa verið hafa oft verið fundnar upp fyrir tilviljun og eru ekki endilega í rökrænu samhengi við rafgeislun. Í Þýskalandi fyrir tæpum eitthundrað árum var maður að nafni Gustav von Paul að vinna við rannsóknir á legu vatnsæða neðanjarðar. Hann hafði með sér vatnsleitarmenn sem gengu um með spáprik og fundu vatn. Þessi aðferð hefur verið til frá örófi alda og er notuð í dag af fjölda manns við að finna rör í jörðu, rafmagnsstrengi eða vatn.

Von Paul rannsakaði lítið þorp sem kallast Vilsbyburg. Hann skráði vatnsæðar inn á kort með mikilli nákvæmni. Hann tók eftir því að ef vatnsæð lá undir hús þá var oft sprunga í húsveggnum þar sem æðin lá undir. Ennfremur tók hann eftir því að ef vatnsæð lá undir rúmstæði þá var iðulega einhver veikur í því rúmi. Hann dró þá ályktun að það að sofa ofan við vatnsæð gætið valdið heilsutjóni. Við frekari rannsóknir sá hann að krabbamein var algengasti sjúkdómurinn sem hrjáði fólk sem var þannig staðsett til rúms að það lá yfir vatnsæð. Í Englandi er þekkt fyrirbæri sem kallast Geopathic Stress. Það er landssvæði sem álitið er að hættulegt sé að vera á, til lengri tíma. Að sofa á slíku svæði geti framkallað svefntruflanir og andlega sem líkamlega vanlíðan.

Þessi GS svæði eru oftast í eins til þriggja metra breiðum línum sem liggja eftir yfirborði jarðar kílómetrum saman. Allar lýsingar á áhrifum GS svipar til þeirra einkenna sem við þekkjum af húsasótt og Gustav von Paul lýsir í rannsóknum sýnum af Vilsbyburg.  Á norðurlöndum er þetta fyrirbæri þekkt undir heitinu „jordstråler“ eða „erdestrahlen“ í þýskalandi. Talið er að rafmagn hafi áhrif á þessar línur og geri þær erfiðari að búa við en ella og því hafi margir sett  vanlíðan í samband við rafmagnstæki. Hér á landi hefur þetta fyrirbæri verði kallað „jarðgeisli“ eða „jarðára“.  Brynjólfur Snorrason  hefur líklega verið fyrstur manna hér á landi að benda á þetta fyrirbæri en margir sjáendur hafa einnig talað um litaðar línur á yfirborði jarðar sem geti „sýkt“ staði og valdið óþægindum ef fólk dvelur í þeim í lengri eða skemmri tíma.

Allra verst er að vera með rúm í slíkri línu og vinnuaðstöðu. Fyrir utan að þessi „svið“ hafi bein áhrif á líkamsstarfssemina þá virðast þau hafa mikil áhrif á gerlagróður. Brynjólfur Snorrason hefur margoft bent á það að ef frystihús er með mikla „jarðgeislamengun“ í bland við „rafmengun“ innandyra þá er salmonella og kamfylobacter þrálátara vandamál en annarsstaðar þar sem slíkir geislar eru ekki. Einnig eru til skráðar athuganir á því hvernig unglax hefur sýkst í tálknum af völdum einfrumungs sem kallast „costia“ og olli miklu tjóni á unglaxi við laxeldisstöðina  Silfurlax í Ölfusi. Til að draga úr áhrifum „jarðgeisla“ eða „Geopathic Stress“ hafa verið prófaði ótrúlegustu hlutir. Allt frá kúlu úr samankrumpuðum álpappír og upp í víravirki sem grafið er í garði þar sem „jarðgeisla“ hefur orðið vart.

Í Englandi er rekið fyrirtæki sem kallast  Geomack. Þar hafa menn sérhæft sig í „GS“ áhrifum s.l. 15 ár og framleiða breiða línu af tækjum sem nothæfar eru til að glíma við þetta áreiti. Undirritaður hefur gert tilraunir með þessi tæki og í ljós hefur komið að tvær gerðir tækja virðast nothæfar hér á landi til að minnka neikvæð áhrif „jarðgeisla“. Í upplýsingum frá Geomack kemur fram að rannsóknir á áhrifum sem tækin þeirra hafa á fólk séu jákvæð. Rannsóknir hafa farið fram í Wageningen háskólanum í Hollandi og voru gerðar á konu sem bjó við GS.

Myndir af blóðsýni fyrir uppsetningu tækis og síðan eftir uppsetningu tækja sýna að blóðkornin eru mun eðlilegri eftir að tækið var sett upp.

Efri myndin sýnir blóðflögur áður en tæki var sett upp. Flögurnar eru klesstar saman og súrefnisflæði um blóðrás skert. Eftir að búið var að setja upp tæki frá Geomack mynduðust blóðflögurnar svona. Engar aðrar breytingar voru gerðar á högum viðkomandi sem  rannsóknin var gerð á. Tækin sem Geomack framleiða kallast Energizer  og eru til af mismunandi stærðum og gerðum. Hérlendis hafa einungis tvö tæki sýnt árangur en það eru „Energizer 7700pure“ og „Energizer 9000pure“ Framleiðendur láta lítið uppi um innihald tækjanna en segja að líta megi á þessi tæki sem fínstillta kristalla, stillta til að hafa sem mest hreinsandi áhrif á GS.

Heimasíða Geomack er http:// www.geomack. com og má þar sjá vitnisburð ánægðra viðskiptavina. Höfundur: Valdemar Gísli Valdemarsson http://www.simnet.is vgv@simnet.isFlokkar:Rafmagn, Umhverfið

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , , ,

%d