Nokkrir fróðleiksmolar um lifandi fæðið hennar Annettu!

Hver var Annetta?
Jú, amma hins síðar heimsþekkta heilsufrömuðar Dr. Ann Wigmore, kallaði ömmustelpuna sína Annettu. Hún ól hana upp í Litháen, þar sem Ann Wigmore fæddist 4.mars 1909. Amma hennar var grasalæknir og stór sál, sem hjálpaði öllum, hvort sem um óvinahermenn var að ræða eða vini. Amma hennar lagði ríka áherslu á að barnabarnið hennar nýtti ævi sína til að líkna öðrum. Ann Wigmore sækir hugmynd sína að þessum lífsstíl, sem hún kýs að kalla Lifandi fæði lífsstílinn til Hippocratesar, föður læknisfræðinnar. Hann lagði megináherslu á VATN, LOFT og SÓLARLJÓS til heilunar og sagði að það væri undirstaða alls. Hann lagði einnig ríka áherslu á fæðuna sem við neytum „Látið fæðið verða lyfið ykkar“ (Letyour food be your medicine).

Ann Wigmore lagði stund á rannsóknir á mataræði og áhrif þess á líkamann áratugum saman og þróaði þennan lífsstíl út frá þeim rannsóknum. Hún hafði sér til aðstoðar lífeðlisfræðinga, lækna og fleira fagfólk, sem hún sótti fróðleik til, til viðbótar við það sem hún uppgötvaði sjálf. LFL – Lifandi fæði lífsstíllinn leggur mikla áherslu á ensím-ríkan mat, auðmeltanlegan og nærandi með því að nota spírur, gerjun og blöndun fæðisins.

Matur sem vex upp af Móður Jörð er undirstaðan, grænmeti og ávextir. „Móðir Jörð er tenging okkar frá líkama okkar til æðra sjálfsins og þaðan til Guðs föður okkar“ segir Ann. Þegar við sendum góða næringu til frumanna og „frárennsli“ úrgangsefna líkamans er í góðu lagi, er líkaminn í ástandi til að koma jafnvægi á kerfið og sjálfsheilun fer í gang, bæði sálræn og líkamleg.

Það er þess vegna sem innan LFL er lögð svo rík áhersla m.a. á orkusúpuna, kornsafann, hveitigrassafann og svo ristilhreinsunina. Ann Wigmore fékk margar alþjóðlegar viðurkenningar vegna góðs árangurs við meðferð á krabbameini, hvítblæði, blóðtappa, sykursýki og öðrum útbreiddum nútímasjúkdómum. Með margbrotnum rannsóknum sínum og gagnlegum aðferðum á sviði næringarfræði, sýndi hún margoft fram á að líkaminn getur læknað sig sjálfur ef honum eru gefnar réttar aðstæður til þess. Ann Wigmore nálgaðist verkefnið heildrænt. Verkefnið var heilbrigði mannsins, lífsgleði, auðugt og gefandi mannlíf. Hún var menntuð í guðfræði auk sinnar miklu þekkingar á næringarfræði. Líkami, andi, hugur, tilfinningar sál. Allt þarf að vinna saman. Rétt næring, hvíld, hreinsun, slökun,  jákvæðar og uppbyggjandi hugsanir.

Hér eru nokkur dæmi úr staðhæfingum hennar, en þær notaði hún sem andlega hugarmeðferð:
* það er friður innra með mér og ég er í fullkomnu jafnvægi við sjálfa(n) mig og alheiminn. Ég elska alla og allir elska mig.
* ég leyfi krafti lífsorkunnar að flæða frjálsum í gegnum mig. Allt sem virðast vera hindranir, er uppleyst og leið mín er opin, auðveld og árangursrík.
* ég gef auðveldlega og tek jafnauðveldlega og frjálsmannlega á móti.
* ég sleppi hendinni af gömlum hugmyndum og slitnum hlutum og hleypi öllu sem ég óska mér inn í líf mitt og meiru til.

Dr. Ann Wigmore lést í eldsvoða í Boston 16. febrúar 1994. Hún skildi eftir sig mikið og stórt ævistarf. Það er okkar að sjá til þess að hennar stórkostlegu kenningar lifi og nýtist mörgum.

Lifandi fæði
Hveitigrassafi (wheat-grass juice) Kornsafi (rejuvelac) Spírur Maukaður matur (grænmeti, ávextir) Orkusúpa. Matur sem er af fersku grænmeti, ávöxtum, korni, spírum, fræjum og hnetum inniheldur þá næringu sem líkaminn þarfnast. Maukað fæði er sérstaklega ráðlagt fólki sem á við einhverja sjúkdóma að stríða.Þá þarf líkaminn ekki eins mikla orku til að melta matinn,orku sem betur er varið í annað s.s. að heila líkamann.

Orkusúpa
Hálfur bolli spírur (1/2 am.cup) Hálfur til einn bolli grænt grænmeti (broccoli, spínat, agúrkur, kímblöð). Hálf til ein teskeið af smátt söxuðum sölum. Kornsafi eða vatn er sett til að þynna. Eitt epli eða einn banani, eða rófa/gulrót. Hálft til eitt avokató er sett í síðast, þegar hitt hefur maukast vel saman. Súpan þarf aldrei að vera eins á bragðið. Það fer eftir því hvernig þið blandið matnum saman. Setjið allt í blandara og maukið vel saman. Þykkt súpunnar fer eftir vatnsmagninu sem þið setjið í. Blandið uns hún verður jöfn og þykk- álíka og jógurt. Borðið eins mikið af orkusúpunni og þið viljið. Líkaminn þarf í rauninni ekki á öðru að halda en henni.(!)

Orkusúpa Ann Wigmore
Hér er uppskrift af þeirri orkusúpu, sem Ann Wigmore mælir með og sjálf neytti hún ekki annarrar fæðu mörg síðustu árin sín. Í þessari súpu er að finna öll þau næringarefni,sem líkaminn þarf.

1 tsk söl hálfur bolli spírur (1/2 am.cup)
1 gulrót (rófa blómkál, kál eða tómatur) villt grös (s.s. fíflablöð, hvönn, blóðberg, fjallagrös) Grænmeti chlorophyll-ríkt (blaðgræna) s.s. sólblómakímblöð, graskerskímblöð, bókhveitiplöntur, sellerí, spínat, broccoli, kúrbítur, agúrka. Kornsafi eða vatn.
1 avokatoávöxtur(vel þroskaður) Maukaður matur er fullur af vítamínum, steinefnum, ensímum og öðrum efnum sem nauðsynleg eru fyrir líkamann. Sé maturinn maukaður með kornsafa leysast næringarefnin auðveldar upp.

Höfundur: Elfa Björk Gunnarsdóttir



Flokkar:Næring, Uppskriftir

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , ,

%d bloggers like this: