Cordyceps-fjölhæft jurtalyf

Cordyseps eða ,,tólffótungs-sveppurinn „(caterpillar fungus) er lækningajurt sem er þekkt fyrir eiginleika sinn til að auka lífsþrótt, hreinsa lungun og bæta úthald þeirra sem nota hana. Besta cordyceps er talið koma frá Tíbet og nágrenni og vaxa hátt til fjalla, dæmigert í 9.000 feta hæð (ca 2.700m) yfir sjávarmáli. Hefðbundin notkun er að nota jurtina sem matjurt eða krydd með ýmsum mat t.d. andakjöti, kjúklingum eða svínakjöti, eða nota seyði af henni eins og te. Í kínverskri læknisfræði er hún sögð næra nýrna Yin og Yang og varðveita lungun. Í nútíma lækningum er hún notuð við nýrnabilun, hjartveiki, lifrarbólgu, lungnasjúkdómum, kynferðislegu getuleysi og ýmsum sjúkdómum frá ónæmiskerfinu, þ.m.t. krabbamein, sykursýki og síþreytu, auk þess að íþróttafólk notar jurtina til að bæta árangur sinn. Tilraunir á rannsóknarstofum sýna að cordyceps örvar virkni interferons, hindrar bakteríur og sumar veirur, t.d. lifrarbólgu B, örvar nýrnahetturnar og róar taugakerfið.

Auk þess eykur cordyceps myndun ATP í mitókondríunum hvatberunum, og eykur þar með þá orku sem frumurnar ráða yfir um allt að 50%. Áhrifin á hjartað koma fram sem betri og öflugari dælukraftur, minnkun á samloðun hjá blóðflögum og minni blóðfita, bæði kolesterol og þríglyseríð. Á kínverskum sjúkrahúsum og meðferðarstofnunum hefur cordyceps verið notað við langvarandi lungnakvefi, astma, hjartveiki, berklum og öðrum öndunarsjúkdómum. Í einni könnun sem gerð var við læknaháskólann í Peking (Beijing Medical University) var 65 astmasjúklingum sem ekki hafði tekist að hjálpa með vestrænum læknisaðferðum gefinn kostur á að taka þátt í könnun á hvort cordyceps gæti eitthvað hjálpað þeim. Rúmlega 81% þeirra fengu bata. Flestir innan 5 daga, án hliðarverkana. Cordyceps hefur reynst vel við ýmiskonar krabbameini.

Í mörgum tilfellum varð minnkun á æxlum og hjá næstum öllum batnaði líðanin. Flestir fengu ýmsa aðra krabbameinsmeðferð auk cordyceps svo að erfitt er að meta hvað var því að þakka og hvað var öðru að þakka, t.d. lyfja- eða geislameðferð, sem margir fengu einnig. Svo virðist að cordyceps hvetji eða virki NK frumur (NK, natural killer cells, sbr. grein í vorblaði Hh 2000 um ónæmisvirkni og krabbamein, MGN-3). Í Kína er hefð fyrir að nota cordyceps við nýrnabilun og getuleysi. Einnig sýnir kínversk könnun að 5g dagleg neysla lækkaði blóðþrýsting um 15% að meðaltali. Venjulegur skammtur er oftast á bilinu 1-3g. Best er að taka jurtalyfið á fastandi maga. Komi fram einkenni frá meltingarfærum t.d. loftmyndun eða uppþemba er þó betra að taka cordyceps með máltíð. Full virkni næst venjulega á einum til þrem vikum. Varað er við því að sett hefur verið á markað (í Bandaríkjunum) eitrað cordyceps, blandað blýi til að auka þyngd þess.

Heimild: Andrew Gaeddert, Townsend Letter for Doctors and Patients, júlí 2000.

Höfundur Ævar Jóhannesson  2000

 Flokkar:Úr einu í annað

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , , , , , ,

%d bloggers like this: