Kristbjörg Kristmundsdóttir og Eymundur Magnússon garðyrkjubændur fluttu erindi á haustfundur Heilsuhringsins Ábyrgð – Frelsi – Samvinna árið 1990
Lífræn ræktun hefur sú ræktun verið kölluð, þar sem engin tilbúin kemísk aukaefni eru sett í jarðveginn. Þessi kemísku aukaefni eru í formi tilbúins áburðar, varnarlyfja og eiturefna, sem eru til varnar gegn sjúkdómum og meindýrum sem herjað geta á uppskeru og ávexti jarðar. Lífræn ræktun er í raun vistfræðileg ræktun þar sem leitast er við að rækta í takt við grundvallar atriði vistfræðinnar, þar sem hringrás efnanna er gaumgæfilega skoðuð og síðan nýtt til ræktunar innar.
Þar er unnið í takt við náttúruna, með náttúrunni, en ekki á móti henni.
Hefðbundin ræktun með tilbúnum áburði og eiturefnanotkun er í mótsögn við vistfræði jarðarinnar. Tilbúinn áburður er verksmiðjuframleidd næringarsölt sem eru í því formi að þegar þau leysast upp íjarðvegsvatninu eru þau tilbúin beint fyrir jurtina til að taka upp í gegnum rætur sínar. Þessi kemíski tilbúni áburður er yfirleitt köfnunarefni, fosfór og kalí, sem er talinn nauðsynlegastur plöntunum, en þær þurfa um 30 önnur snefilefni líka. Mold eðajarðvegur er ein af gullkistum alls lífs, því í henni eru örverur, bakteríur og smádýr, eins og blessaður ánamaðkurinn okkar, sem vinna að því að brjóta niður jurtaleifar í aðgengilegt form fyrir rætur plantna til upptöku.
Með lífrænni ræktun vinnum við með þessum litlu lífverum, örvum þær til dáða, t.d. með því að gera safnhauga úr lífrænum efnum. Þar getum við notað gras, lauf, þang, mold, fiskúrgang, hálm, afklippur ýmiss konar, húsdýraáburð og annað sem fellur til. Þessar litlu örverur jarðvegsins eru ekki bara góðar til að brjóta niður jurtaleifar, heldur hafa þær líka því hlutverki að gegna að drepa meindýr sér til matar og halda þannig í burtu þeim meindýrum sem herjað geta á plöntur.
En ef við notum tilbúinn áburð, þá drepum við smátt og smátt allt örverulífið í moldinni og hún verður geld og lífvana. Síðan hættir okkur til að nota meiri og meiri tilbúinn áburð til að viðhalda því uppskerumagni sem hægt var að kreista úr jörðinni meðan hún var sæmilega lífmikil. Einnig er þörfin fyrir notkun jurtalyfja orðin meiri því plöntueinstaklingarnir eru krafturinn og varnarkerfi þeirra mun lakara en hjá þeim plöntum sem eru í góðu vistfræðilegu jafnvægi. Við ræktun t.d. kartaflna með tilbúnum áburði í samajarðveginum í áratuga raðir, verður moldin eins og áður sagði gjörsamlega lífvana.
Kartöflumæðumar eru afsprengi undanfarinna árganga og geta ekki verið sterkari en efni standa til, því er varnarkerfi þeirra mjög áfátt og þeim er mun hættara við sjúkdómum. Ef svo koma upp sjúkdómar, er eitrað fyrir þeim til að bjarga uppskerunni. Mjög mörg þessara eiturefna brotna ekki niður íjarðveginum nema kannski á löngum tíma svo plöntumar taka til sín þessi efni og geta ekki losað sig við þau aftur. Þá eru við komin að okkur mönnunum, við neytum síðan þessara afurða. Getur þetta verið ein af ástæðunum fyrir þeim mikla ofnæmisfaraldri sem herjar nú á okkur mannskepnumar, og fyrir liðagigtinni, vöðvabólgunum, krabbameininu og svo framvegis. Tengist það því að við sitjum uppi, full af aukefnum sem sett eru í fæðuna, við ræktun og framleiðslu hennar. Síðan er það hagfræðilegi þátturinn. Jú, mikið rétt!
Hefðbundin ræktun með tilbúnum áburði og jurtalyfjanotkun gefur meiri uppskeru og meiri arð til að byrja með. En það má ekki bara góna á arðsemisútreikninga heldur líka á gæðin. Lífrænt ræktað grænmeti er mikið ríkara af næringarefnum, það er meira „lifandi“, það er bragðbetra, geymist betur, það er ekki hætta á of háu nítratinnihaldi í því, það er hrein og tær næring fyrir okkur mennina og síðast en ekki síst mengar vistfræðileg ræktun ekki umhverfið.
Hvað er dýrmætara en ómenguð jörð og náttúra sem er kraftmikil og í jafnvægi? Margvíslegar aðferðir eru til að verja uppskeru í lífrænni ræktun, en þær eru alltaf á þann hátt að vistkerfið býður ekki skaða af. T.d. er kálflugan mikill skaðvaldur í rófu- og kálgörðum. Hún verpir eggjum sínum í yfirborð moldarinnar við rætur plantnanna og lifir svo lirfan á plöntunni, drepur hana eða gerir hana óneysluhæfa. Við kálflugunni má sjá með ýmsum ráðum. Það sem hefur reynst okkur best er sú vitneskja að skítaflugan sem er gulbrún og sækir í nýjan kúaskít, getur ekki kosið sér betri fæðu en lirfu kálflugunnar.
Þannig er þegar rófu og kálplöntumar eru komnar upp, hellum við meðfram þeim þunnri mykjublöndu og við það þyrpast að skítaflugumar. Síðan breiðum við akrýldúk (sem er þunnur en þéttur og loft, vatn og sól eiga greiðan aðgang í gegnum) yfir akrana og lokum skítafluguna inni hjáplöntunum, þannig að þegar kálflugan verpir er skítaflugan tilbúin að vinna sitt verk. Þessi aðferð er sú besta sem við höfum reynt en hún er ekki 100% útrýming á kálflugum en reyndar er kálflugueitur það ekki heldur. Önnur „hjálpartæki“ til varnar sníkjudýrum eru ýmisleg, t.d. sandur gegn sniglum eða sniglaseyði, fíluvökvi, brenninetluseyði, Maríuhænur, hvítlauksseyði, regnfangste og sambýli plantna. T.d. eru flauelsblóm góð vörn gegn sníkjudýrum sem leggjast t.d. á tómataplöntur. Fyrir utan svo hvað nytjajurtir og skrautplöntur una sér vel saman og mynda ákveðið jafnvægi. Það þarf bæði að fæða líkamann og sálina.
En aðalatriðið þarna er að skapa jurtunum hin bestu skilyrði, ómengað vatn, loft og mold sem inniheldur næga lifandi næringu í góðu jafnvægi við umhverfið án tilbúins áburðar og annarra eiturefna.
Reynsla þeirra sem stundað hafa lífræna ræktun í fimm ár eða meira, er sú að varnarkerfi moldarinnar og um leið plöntunnar, er orðið svo gott að ekki sé lengur þörf á sérstökum vörnum gegn sníkjudýrum og pestum eftir þetta langa ræktun. Og uppskeran eykst með hverju árinu sem líður. Lífræn ræktun er umhverfisvernd! Við jarðarbúar stöndum frammi fyrir því í dag að mengun er ógnvænlega mikil ájörðinni okkar, mun meiri og-víðtækari en við gátum ímyndað okkur. Það er sama hvert litið er mengunin er jafnt í lofti, á landi og í vatni. Dökk ský liggja yfir mörgum stórborgum vegna mengunar. Ar, vötn og innhöf eru svo menguð að ekkert líf þrífst í þeim lengur.
Um leið og við mengum með eiturspúandi verksmiðjum og bílum er verið að höggva regnskógana á Amazonsvæðinu sem er stærsti súrefnisgjafi jarðarinnar. Eyðing ósonlagsins er einn kafli út af fyrir sig. Síðan er það allur efnaúrgangurinn – það er ekki bara bein mengun frá landbúnaði. Lyfjaverksmiðjur gefa frá sér geysilegan efnaúrgang sem enginn veit hvað á að gera við, því enginn vil taka það að sér að losa þjóðfélagið við hann. Þetta eru ekki einu verksmiðjumar, en þessar verksmiðjur eru meðal annars að framleiða efni sem við mennirnir notum til að lækna okkur með, um leið og við eitrum umhverfið.
Og hvað erum við að lækna? Eru það menningarsjúkdómar sem herja á okkur vegna þeirrar fjarlægðar sem við höfum skapað á milli okkar sjálfra og lífkeðju jarðarinnar? Erum við úr takt við móður jörð sem fæðir okkur og klæðir? Arðrænum við hana með röngum viðhorfum og lifnaðarháttum okkar velferðarþjóðfélags, og er það að steypa okkur í glötun? Við erum búin að gleyma því að við erum hluti af náttúrunni og við verðum að hlusta á takt hennar og vera í takt við hana. Jörðin okkar er eins og einn stór líkami og við erum búin að fara svo illa með hann að nú verður að snúa við blaðinu á öllum sviðum, ef ekki á illa að fara. Við þurfum að skoða alla jörðina og ábúendur hennar á heildrænan hátt.
Ég ætla aðeins að koma betur inn á, hvað við getum gert til að lækna jörðina okkar og um leið okkur sjálf. Hið fyrsta er að reyna að mynda jafnvægi á milli okkar og náttúrunnar. Ef við tökum t.d. mennina. Með hverju nærum við okkur? Er það með lifandi og ferskri næringu sem er í sinni upphaflegustu mynd eða hendum við í maga okkar líflausu rusli sem safnast fyrir í líkamanum og veikir hann? Berum við yfirleitt nokkra virðingu fyrir okkur sjálfum líkamlega eða andlega. Og til hvers eru við á jörðinni? Ég vil einnig halda því fram að við getum læknað okkur mennina á sama hátt og við reynum að lækna jörðina með-vistfræðilegum og heildrænum aðferðum.
Það þarf að byggja upp tengsl okkar við náttúruna aftur, og ef nauðsynlegt er að nota lyf, að nota þá lyf sem hvorki menga jörðina við framleiðslu þeirra, né sem veikja aðra starfsemi líkamans í staðinn fyrir það sem verið er að lækna. Við þurfum líka að líta á tengsl milli tilfinningaástands og líkamlegra einkenna sjúkdóma. Mikið af streitu, neikvæðu sjálfsmati, ótta, óöryggi og öðrum tilfinningalegum vandamálum hljóta alltaf að veikja líkamann svo það þarf líka að athuga við lausnir líkamlegra sjúkdómseinkenna og sem fyrirbyggjandi aðgerðir.
Við erum meira en bara líkami, við höfum marga aðra eðlisþætti, sem skipta ekki síður máli en líkaminn. Eins og ég talaði um áðan eru tilfinningamar eðlisþáttur sem við finnum ekki síður fyrir en líkamanum, en sorglegt er hvað þeim þætti er lítill gaumur gefinn. Ég held að eitt af grundvallaratriðum til heilunar sé að skoða manninn sem eina heild. Við höfum líka huga og hugsanir okkar skipta mjög miklu máli. Í einhverri sálfræðibók las ég að undanfari tilfinningar sé alltaf hugsun og að hugsunin bregst við af gömlum vana við hinum ýmsu áreitum sem við verðum fyrir.
Þannig að með því að breyta neikvæðu hugsanamynstri okkar í jákvætt, hljótum við strax að hafa mikil áhrif á okkur sjálf og umhverfið með breyttri hegðun og viðbrögðum. Ég vona að mér hafi tekist að gefa lítillega hugmynd um hvað lífræn ræktun er, en ég vona ennfremur að ég hafi vakið ennþá fleiri spurningar og þar af leiðandi vangaveltur um, hvernig við getum læknað jörðina og okkur sjálf. Við erum öll samábyrg, hvar sem við stöndum í þjóðfélaginu og hverjar sem skoðanir okkar eru. Aðalatriðið er að við stöndum öll saman og spyrjum okkar innri mann og helst Guð líka: ,,hvernig getum við grætt öll sárin, okkar og jarðarinnar, eytt þjáningunni og óttanum úr brjósti okkar og elskað náttúruna, hvert annað og okkur sjálf?“
Höfundar: Kristbjörg Kristmundsdóttir og Eymundur Magnússon garðyrkjubændur
Flokkar:Umhverfið