Er þetta framtíðin?

Samvinna lækna og sjúklinga

,,Ný von fyrir þá sem þjást af krabbameini, hjartasjúkdómum, MS, ofnæmi og alls kyns efnaskiptasjúkdómum“. Þannig hljóðar yfirskrift bæklings um American Biologics stofnunina, sem er sjúkrahús og lækningamiðstöð í Mexíkó. Þar segir ennfremur að American Biologics hafi verið fyrst allra lækningamiðstöðva í heiminum til að sameina allar þekktar ,,óhefðbundnar“ lœkningaaðferðir gegn hrörnunarsjúkdómum á viðurkenndu nútíma sjúkrahúsi þar sem boðið er upp á fullkomna sjúkrahúss- og lœknisþjónustu eins og hún gerist best.

Í nóvember s.l. voru stödd hér á landi þau Dr. Roberto Tapia læknir við American Biologics og Patricia Prince sem einnig starfar þar. Þau voru hér í heimsókn hjá Náttúrulækningafélagi Íslands, m.a. til að kynna sér Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði og gafst okkur, nokkrum félögum úr H.h., þá tækifæri til að hitta þau að máli og fræðast lítillega um þau sjálf og starf þeirra við þessa áhugaverðu stofnun, American Biologics í Mexíkó. Dr. Roberto Tapia kvaðst vera borinn og barnfæddur í Mexíkó og þar nam hann einnig læknisfræði. Hann kenndi um skeið eðlis- og efnafræði í framhalds og læknaskóla.

Síðast liðin 10 ár hefur dr. Tapia starfað við American Biologics í Mexíkó og hefur m.a. þróað þar sérstaka meðferð við sjúkdómi sem nefndur hefur verið á íslensku langvarandi þreytueinkenni (Chronic Fatigue Syndrome). Hann er enn að vinna að því verkefni ásamt því að sinna almennum læknisstörfum við stofnunina. Undanfarin ár hefur Dr. Tapia farið mjög víða um heiminn til að halda fyrirlestra um starf sitt og American Biologics stofnunina.

Hér á landi hélt hann fyrirlestur fyrir almenning á vegum NLFÍ. Í framhaldi af þessari grein er skýrt frá þeim fyrirlestri ásamt þeirri hlið American Biologics sem snýr að læknavísindunum. Patricia Prince er bandarísk að uppruna og sagðist fyrst hafa tengst „óhefðbundnum“ lækningaaðferðum árið 1977 þegar hjá henni greindist krabbamein í brjósti. Hún starfar nú við American Biologics, aðallega að því að hjálpa sjúklingum í gegnum þá andlegu og tilfinningalegu erfiðleika sem gjarnan fylgja erfiðum sjúkdómum. Hér á eftir er ætlunin að greina lítillega frá þessu starfi hennar. Fyrst skulum við þó kynnast aðdragandanum að því að hún fór að starfa við American Biologics og við gefum Patriciu orðið:

Fyrirbyggjandi?
„Þegar krabbameinið greindist hjá mér var hin hefðbundna meðferð sem boðið var upp á mjög róttæk skurðaðgerð. Ég var sjúkdómsgreind með stungusýni sem í dag er ekki talið mjög áreiðanlegt en var í þá daga nánast litið á sem óskeikula greiningaraðferð. Það var lagt til við mig að ég léti skera af mér bæði brjóstin til að fyrirbyggja að ég fengi mein í það brjóstið sem ekkert mein hafði greinst í. Ég átti vinkonu sem farið hafði til Mexíkó árið 1975 í meðferð vegna brjóstakrabbameins og þar sem henni hafði vegnað prýðilega og hún lifir enn í dag, ákvað ég að feta í fótspor hennar. Á þessum tíma voru þeir sem leituðu ,,óhefðbundinna“ leiða til lækninga vissulega álitnir stórskrýtnir.
Meðferðin sem ég gekkst undir var margþætt. Hún samanstóð m.a. af ákveðinni næringu, vítamínum svo sem laetrile o.fl., steinefnum og einnig því að ná tökum á streitu, en eins og flestir vita eru krabbameinssjúklingar ekki bara líkamlega illa staddir heldur einnig og ekki síður andlega og tilfinningalega. Fljótlega fór ég að vinna með öðrum krabbameinssjúklingum út frá því sem ég var sjálf að læra, fyrst á mínum heimaslóðum og síðar einnig í Mexíkó. Og nú er ég í fullu starfi hjá American Biologics.

Ég vinn aðallega með sjúklingunum að því að hjálpa þeim að ná tökum á sjálfum sér, sjúkdómnum og streitunni sem honum fylgir, einnig reyni ég að hjálpa þeim að breyta lífsháttum sínum. Mitt starf snýr þannig fyrst og fremst að tilfinningahlið sjúkdómanna. Ég ferðast mikið með læknunum til ýmissa staða, aðallega þó Dr. Tapia, þar sem hann heldur sérfræðilega fyrirlestra um sjúkdóma og meðferð þeirra en ég fjalla aftur á móti um málið frá sjónarhóli leikmanns. Þannig nálgumst við viðfangsefnið frá ólíku sjónarhorni og bætum hvort annað upp“. En hvernig vinnur Patricia með sjúklingunum? Hún segist aðallega vinna á sjúkrahúsinu, ýmist með einum í einu eða fleirum saman í hóp.

Trúin á bata er mikilvæg
,,Til okkar kemur fólk á mismunandi forsendum“, segir Patricia. ,,Sumir hafa sjálfir tekið ákvörðun um að fara í þessa meðferð og ertu nokkuð reiðubúnir til að takast á við það sem því fylgir en aðrir koma e.t.v. til að þóknast fjölskyldu sinni. Hvað sem því líður er mjög mikilvægt að fólk trúi að því geti batnað og mitt starf snýr, eins og ég hef þegar sagt, fyrst og fremst að tilfinningum og felst m.a. í því að hjálpa sjúklingunum að taka ákvarðanir sem óhjákvæmilega þarf að taka ef bati á að vera mögulegur. Við reynum að gera okkur grein fyrir ýmsum grundvallaratriðum varðandi streitu og hvað þarf til að ná tökum á henni, en margir hafa aldrei heyrt neitt um þá hluti.

Sumir sem leita til American Biologics vita lítið meira um stofnunina en að í Mexíkó ráði menn yfir einhverju sem hjálparfólki jafnvel til að læknast af alvarlegum sjúkdómum, og þangað vilja þeir komast. Ég legg mikla áherslu á hugleiðslu, sjónrænar ímyndir (visualizations) og jákvætt hugarfar, en þegar ég fer að fjalla um þessa hluti skella margir í lás vegna þess að fyrir þeim hljómar allt slíkt eins og galdur, þó að í raun sé um mjög hagnýtar aðferðir að ræða sem flestir nota á einn eða annan hátt, án þess að gera sér e.t.v. grein fyrir því. Þess vegna þarf ég ávallt að finna leiðir til að auðvelda sjúklingunum að tileinka sér það sem við viljum kenna þeim og komast að því hvar hver og einn er staddur, andlega og tilfinningalega til að vita hvar unnt er að hefjast handa. Til þess að ná bata þarf sjúklingurinn að taka mjög skýrar ákvarðanir. Hver og einn þarf t.d. að svara samviskusamlega spurningunni:

Trúi ég að ég geti orðið heilbrigður? Enginn öðlast nokkru sinni það sem hann trúir ekki að hann fái. Til að auðvelda þetta fræðum við sjúklingana vel um sjúkdómana sem þeir em haldnir. Við upplýsum þá m.a. um hvað krabbamein sé, hvar í líkamanum það fyrirfinnist, í hvaða líffæri, hvar líffærið sé staðsett o.þ.h., en ótrúlega margir vita ekki hvar sum líffærin eru í mannslíkamanum eins og t.d. miltað. Einnig þurfa sjúklingarnir að vita hvað þarf til að hið sýkta líffæri geti starfað vel, hvers konar næringu það þarf að fá, hvernig æxli hegða sér og hvernig hægt er að minnka þau. Það getur orðið erfitt að verða heill ef maður veit ekki hvað að er. Því hvetjum við sjúklinga okkar mjög til að tileinka sér alla mögulega fræðslu, til að læra allt um það sem að þeim amar og hvernig það birtist. Þegar einstaklingur gerir sér grein fyrir því að hann á möguleika á bata má sannarlega sjá augu hans taka breytingum.

Mikilvægar ákvarðanir
Þegar því stigi er náð bið ég sjúklingana að taka aðra ákvörðun með því að svara spurningunni: Vil ég að mér batni?
Þeirri ákvörðun að vilja fá bata, fylgir mikil ábyrgð og á sama hátt fylgja því oft ýmis „þægindi“ að vera veikur s.s. heilmikil athygli, auk þess sem veikum leyfist ýmislegt sem heilbrigðum leyfist ekki. Sjúklingarnir þurfa líka að svara spurningunni: Er ég reiðubúinn til að greiða gjaldið sem greiða þarf til að verða heilbrigður? Er ég tilbúinn til að axla ábyrgðina sem því fylgir?

Við gerum þeim mjög vel grein fyrir því að hingað komi maður ekki með líkamann í viðgerð líkt og bíl til bifvélavirkja. Læknarnir útskýra í hverju meðferðin felst og hvers vegna henni er beitt, við hverju megi búast, hvort einhverjar aukaverkanir kunni að fylgja o.s.frv., því það er afar mikilvægt að sjúklingurinn skilji hvað um er að vera. Læknirinn getur ekki unnið einn, samvinna læknis og sjúklings er grundvallaratriði ef góður bati á að nást. Margir spyrja: Hvað þarf ég svo að gera þetta lengi? Okkar svar við því er: Hversu lengi langar þig til að lifa? Þitt er valið. Þú getur dáið efþú vilt, ábyrgðin er þín. Þannig þurfa sjúklingar okkar að taka margar mikilvægar ákvarðanir sjálfir og til þess að auðvelda þeim það enn frekar leiðbeinum við sérstaklega um ákvarðanatöku.

Einnig fjöllum við um áhyggjur og hvernig skipta megi þeim í fjóra flokka. Í fyrsta lagi höfum við áhyggjur af því sem aldrei gerist; í öðru lagi af því sem kemur okkur ekkert við; í þriðja lagi af því sem ekkert er hægt að gera í; og í fjórða lagi höfum við áhyggjur af því sem við getum gert en gerum ekki. Við kennum hvernig hægt er að ná stjórn á eigin lífi en flestir hafa enga stjórn á neinu. Við erum oft svo upptekin af því að reyna að stjórna því sem alls ekki er hægt að hafa stjórn á, að við áttum okkur ekki á að það er ýmislegt sem við getum vel stjórnað, ýmislegt sem enginn getur haft stjórn á nema við sjálf svo sem tjáning okkar og tal, göngulag, hreyfingar, hugsanir, hvað við hlustum á, lesum o.s.frv. Við getum vissulega stjórnað mjög mörgu s.s. eigin andliti og jafnvel andliti annarra með því t.d. að brosa. Við leggjum líka áherslu á að fólk gæti vel að líkamsstöðu sinni því hún getur haft afgerandi áhrif á líðan.

Það má jafnvel sjá á líkamsstöðu fólks hvað hrjáir það. Það sem hér hefur verið nefnt er meðal þess sem Patricia Prince vinnur með í upphafi til þess að skapa betri líðan hjá sjúklingunum, en þá fyrst er hægt að snúa sér að öðrum verkefnum eins og því að ná tökum á streitunni, ímyndum, hugleiðslu o.fl. „Það er ekki alltaf auðvelt að læknast af alvarlegum sjúkdómi. Batinn verður ekki stigvaxandi þannig að líðanin verði æ betri með degi hverjum. Allir eiga sína slæmu daga af og til og það er ekkert óeðlilegt við það en nauðsynlegt að sjúklingarnir geri sér grein fyrir því. Við reynum að fá þá til að skilja að kvíðinn, þunglyndið og aðrar erfiðar tilfinningar sem þeir kunna að upplifa eru ekki endilega sprottnar af sjúkdómnum, heldur eru jafnvel bara eðlilegur hluti daglegs lífs. Að vilja læknast af sjúkdómi og verða heill heilsu er ekki alltaf auðvelt. Það er eiginlega eins og að leggja upp í ævintýri þar sem maður trúir að allt fari vel um síðir þó að ýmsir erfiðleikar geri vart við sig á leiðinni“, sagði Patricia að lokum.

Höfundur Ingibjörg G.Guðmundsdóttir árið 1991Flokkar:Meðferðir

%d bloggers like this: