Nýr lífsstíll

Á aðalfundi Heilsuhringsins 11. apríl 1989 flutti Hallgrímur  Magnússon  læknir erindi er nefndist „New Start“, en hver stafur felur í sér hugtökin:

N  Nutrition      =  Næring
E  Exercise        =  Æfing
W  Water           =  Vatn
S  Sun                 =  Sól
T  Temperance  =  Hófsemi
A  Air                   =  Loft
R  Rest                 =  Hvíld
T  Trust                 = Trú að það sem verið er að gera sé það rétta.

Vani, hvað er það?    Það er eitthvað sem við höfum leyft heilanum að ákveða og það getur verið mjög erfitt að ráða við vana sem slíkan. Meðvitundin segir að við getum stjórnað daglegum vana okkar, hætt að reykja ef okkur langar til, náð okkur niður í vigt ef við viljum, tekið á móti nýjum hugmyndum, en við erum öll þrælar vanans. Það skiptir engu máli hvort vaninn er góður eða slæmur. Við höfum öll heyrt um stórreykingamanninn sem segir: Ég vildi þessa sígarettu ekki. Og um þann sem er að létta sig: Mig langaði ekki í þennan ís en samt borðaði ég hann. Sálfræðingar skipta hegðun venjulega í tvo hluta, þann meðvitaða og hinn sem við köllum undirmeðvitundina. Meðvitaði hlutinn er sagður vera um 10%, undirmeðvitundin er afgangurinn af stjórn heilans og mun erfiðara er að eiga við þann hluta.

Við gerum okkur grein fyrir því að hver hugsun og framkvæmd kemur frá heilanum. Hún kemur frá mörgum stöðum í einu og myndar síðan þessa ákveðnu hugsun, eins og ljósmynd sem sett er saman úr mörgum ögnum. Á þessu sjáum við strax að þar sem við sjálf myndum þessa hugsun um tvískiptingu hugans er hún ekki rétt. Allur heilinn er vinnandi í einu en okkar eigin eftirtekt kemur eingöngu með upp á yfirborðið þann hluta sem geðlag okkar eða innblástur kallar á hverju augnabliki. Sérhver vani er samspil hugar og líkama, þ.e.a.s. heilinn mótar hugmyndina og líkaminn fylgir á eftir. Þetta kemur vel í ljós þegar við t.d. horfum á íþróttamenn eða tónlistarmenn og dáumst að hve vel þeir gera hlutina. En það sýnir fyrst og fremst að þetta geta þeir án þess að þurfa að hugsa stöðugt um það.

Með því að hugsa um vana þá getum við séð að hann getur einnig verið af hinu slæma fyrir líkamann t.d. í sambandi við reykingar og ofát. Einnig getum við hugsað okkur að samspil líkama og hugar sé eins og blaðra. Ef blásið er í hana þá tútnar hún út. Þannig gefur líkaminn eins mikið eftir og hann getur til þess að taka á móti því sem hugurinn býður uppá. Sem betur fer eru engar takmarkanir á starfsemi heilans eða hugans og alltaf möguleikar á að búa til nýjan vana. Þannig tekur allur heilinn þátt í sér hverjum vana sem við myndum og við getum hugsað okkur að margar milljónir af boðum gangi í gegnum heilann og líkamann, t.d. við að sveifla tennisspaða. Þessi litla hreyfing kemur af stað svo miklum breytingum í frumum líkamans að tölva gæti ekki fylgt því nákvæmlega eftir. Hún getur ekki tekið allt sem tengist þessari litlu hreyfingu, s.s. breytingar í hormónum, sjón, hvötum, vöðvum o fl.

Ef við ætlum að byggja heilann upp frá þessu þurfum við að mynda vana á þrennan hátt. Í fyrsta lagi að mynda vanann. Jákvæðar hugsanir þurfa að fylgja og hann þarf að vera í góðu jafnvægi við það sem fyrir er. Góður vani verður alltaf svo mikill hluti af sjálfum manni að hann verður ósjálfráður þegar hann er myndaður. Gerum okkur grein fyrir því að allt er til í okkur sjálfum bæði hvað snertir gott og illt. Athygli er nauðsynleg í þessu sambandi. Þannig getur maður hugsað sér að ef maður kaupir rós þá fylgir rósinni fegurð en þyrnarnir gefa til kynna sársauka. Við látum huga og líkama vinna saman svo við vitum ekki hvað gerist.

Næring
Við skulum nú velta fyrir okkur 8 grundvallarþáttum lífsins og byrja á næringu en mörg orðatiltæki gefa einmitt til kynna að maðurinn sé það sem hann borðar. Matur er mannsins megin o.fl. mætti tína til. Rétt næring hefur gífurlega mikil áhrif á alla starfsemi einstaklingsins. Næringu má skipta í nokkra þætti, þ.e.a.s. fyrst hin nauðsyn legu efni, sem síðan má skipta í stóra og litla  flokka. Stóru flokkarnir eru eggjahvítuefni, kolvetni og fita. Síðan koma efni eins og steinefni sem skipta má í tvo hópa, annars vegar það sem við þurfum mikið af og hins vegar hópa af efnum sem við þurfum lítið af. Efnin sem við þurfum mikið af em t.d. Kalk, Magnesíum, Natríum, Kalíum og hin sem við þurfum lítið af eru snefilefni eins og Zink, Seleníum og Króm. Enn einn hópur af efnum sem verður að vera til staðar til þess að líkaminn starfi eðlilega eru fjörefni, víta mín. Þau eru bæði fituleysanleg og vatnsleysanleg.

Til þess að líkaminn starfi á sem eðlilegastan þá þarf hann nauðsynlegan fjölda af hitaeiningum eða uppbyggingarefnum en þau fær hann úr kolvetnum, próteinum og fitu. Ef athugað er hvernig fæðan er samansett á Vesturlöndum í dag sjáum við að einhvers staðar á milli 30-40% af hitaeiningum fáum við úr fitu og megnið af fitunni er það sem við köllum einómettað en ráðlagt er að reyna að minnka fitu neyslu niður í 25-30% og þá að auka fjölómettaða  fitu á kostnað þeirrar einómettuðu. 12% eggjahvíta á að vera í matnum og er það nokkurn veginn það sem við borðum í dag. Síðan eru það kol vetni sem gera þá á milli 40-50%. Í dag skiptist þetta þannig að 22% eru það sem við köllum  sterkja, 6% eru náttúrulegur sykur og 18% unninn sykur. Ráðlagt er að breyta þessu þannig að sterkjuhlutinn fari upp í um 40% og 10% verði náttúrulegur sykur. Þarna kemur í ljós að helst eigi að sleppa öllum unnum sykurefnum eða öllum unnum kolvetnum.

Til að breyta þessu má t.d. auka neyslu á ávöxtum, grænmeti og heilu korni. 1 öðru lagi hætta sykurneyslu, t.d. hætta neyslu á gervisykri og er þá mjög mikilvægt að fylgjast með því hvað stendur utan á matnum sem við kaupum og ekki nota sykur ef hann er gefinn sem fyrsta, annað eða þriðja sterkasta efnið. Í þriðja lagi minnka fituneyslu, borða minna af feitu kjöti, minna af unnum mat, smjörlíki,  smjöri og dýrafitu. Auka neyslu á fjölómettaðri fitu, t.d. í fiski, og hugsanlega fuglakjöti einnig. Í fjórða lagi hætta að nota forunninn mat. Hægt er að gera stóra hluti með því að matbúa allt sjálfur og nota þá náttúrulega unnin hráefni. Fæða í dag er alls ekki nógu góð vegna mikils af sumu og lítils af öðru. Þ.e.a.s. við fáum nógu margar hitaeiningar án þess að önnur efni fylgi sem líkaminn þarf á að halda til að geta starfað eðlilega.

Þetta er talið vera einhver sterkasti áhrifavaldurinn í umfangi margra sjúkdóma sem hrjá mannkyn í dag, s.s. hjartasjúkdómar, krabbamein, sykursýki, offita, tannvandamála og óeðlilegrar starfsemi í ónæmiskerfinu. Í því sem við borðum í dag koma jú hitaeiningar mikið úr fitu og sykri en þar er ekki mikið af vítamínum og steinefnum. Segja má að þarna séu 2/3 hlutar hitaeininganna samankomnir og þess vegna þurfi 1/3 hlutinn að vera mjög næringarefnaríkur til að fullnægja þörfinni á þeim 44 efnum sem líkamanum eru nauðsynleg. Það sem við gerum í dag er, að við borðum óhollan mat og tökum síðan vítamín og steinefni í töflum sem vel væri hægt að fá úr matnum ef við hugsuðu betur um hvað við settum ofan í okkur.

Bíll getur aldrei unnið fullkomlega nema hann fái það besta bensín og olíu sem hægt er að fá. Rannsókn var nýlega gerð í Bandaríkjunum sem tók til 37.800 manna og var fylgst með fæði þeirra í 3 daga. Kom í Ijós að fæðan innihélt ekki nóg af 6 nauðsynlegum næringarefnum, þ.e.a.s. A vítamíni, C vítamíni, B 6 vítamíni, Kalki, Járni og Magnesíum. Ekkert var spáð í efni eins og D vítamín, E vítamín, Zink og Joð.

Önnur rannsókn sem gerð var árið 1910 af sömu stofnun í Bandaríkjunum sýndi að einstaklingurinn fékk mun meira af vítamínum og snefilefnum í fæðunni vegna þess að þá var notaður náttúrulegri matur en sá sem við notum í dag. Lélegasta fæðið var hjá stúlkum sem voru að vaxa upp og konum sem voru sífellt að spá í þyngdina með því að vera á svokölluðu megrunarfæði. Einnig verður að athuga, að í dag er fólk á alls konar lyfjum t.d. Pillunni, lyfi gegn magasári, lyfi gegn háum blóðþrýstingi og þetta gerir í raun og veru allt kröfu til betri næringar. T.d. kallar Pillan á það að konur sem nota hana þurfa á meira B 6 og Zinki að halda. Reykingafólk þarf meira af C og E vítamíni og fólk sem notar vín þarf mikið af C, E og öll B vítamínin. Margir þeirra sem framleiða mat eru byrjaðir að bæta í hann vítamínum og snefilefnum.

Var byrjað á þessu upp úr 1970 þá kom í ljós að rottur sem borðuðu morgunverðarkorn og aðrar sem fengu að borða pakkann utan af morgunverðarkorninu sýndu ekki neinn mun á næringarástandi sínu. Einnig ber þess að geta að auglýsingarmáttur alls konar vítamínmeðferða er mikill og hefur þetta töluvert mikið að segja um verðmyndun á vörum, sér í lagi í hinum vestræna heimi þar sem máttur auglýsinga er mikill. Ef aðeins er vikið að öðrum vítamínum og snefilefnum þá þurfum við nauðsynlega á þeim að halda og að einhverju leyti fáum við þau úr matnum sem við borðum.

Manneldisráð hefur gefið út það sem kallað er ráðlagður dagskammtur af vítamínum en þar komum við að því að þessi ráðlagði dagskammtur er ekki til fyrir öll snefilefni og vítamín. Ráðlagður dagskammtur sýnir það magn sem þarf til að hindra skortseinkenni í heilbrigðum einstaklingi en segir ekkert til um það magn sem einstaklingur þarf á að halda til þess að hann starfi í sem hæstum gír. Ráðlagður dagskammtur segir eingöngu til um það magn sem 70 kg manneskja þarf til þess að hindra skort. Hann tekur ekkert tillit til líkamsstærðar, kyns, hvernig vinnu einstaklingurinn stundar, hvort hann stundar einhverja áreynslu, hvernig loftslag er, hvernig næringu við borðum, breytingar sem verða á líkamanum í sambandi við sjúkdóma og hvort við erum haldin einhverjum sjúkdómi sein hindrar upptöku þessara efna í þörmunum.

Síðan má kannski minnast á eitt af því mikilvægasta í þessu sambandi sem er að við erum öll einstaklingar sem höfum okkar eigin vél og hún er sérstök og þess vegna þarf einstaklingurinn mismunandi mikið af hverju einu næringarefni fyrir sig. Þannig getur RDS (ráðlagður dagskammtur) aldrei orðið nema takmörkuð leiðbeining um hvernig við eigum að nota þessi efni. Ef farið er eftir RDS skammti þá hindrar það skortseinikenni eins og t.d. skyrbjúg við C vítamínskort, en við fáum kannski smátt og smátt fram skort á því með allt öðrum einkennum. Einkenni sem hugsanlega geta stafað af skorti á vítamínum eru t.d. þreyta, slappleiki, slen, maður á erfitt með að sofna, vanhæfni til að hugsa rökrétt, finnst hann ekki vera í því formi sem hann þekkir sig áður. O.fl. mætti telja upp. Í þessu sambandi má aðeins minnast á það sem kallað er næringarlyfjafræði þ.e.a.s. við notum efni sem líkamanum eru nauðsynleg í miklu stærri skömmtum en eðlilegt er og erum við þá að nota þau til að lækna einkenni eins og önnur lyf.

Ástæðan fyrir því að við þurfum vítamín og snefilefni er að nútíma meðhöndlun á fæðu veldur því að vítamín og snefilefni tapast úr henni þegar við eldum og jafnvel þegar við frystum fæðuna eyðileggjum við vítamín. Loft- og vatnsmengun auka þörf okkar fyrir vítamín og snefilefni. Mörg af þeim lyfjum sem við erum að nota í dag hafa áhrif á hæfileika líkamans til að nota vítamín og snefilefni. Við notum mikið af vítamínum þegar við þurfum að melta lélegt fæði og einnig hefur stress í nútíma þjóðfélagi áhrif á vítamínforða okkar. Þannig að grundvallarhugmyndin er sú, að vegna nútíma lífshátta þurfum við meira og meira afvítamínum og snefilefnum en sú fæða sem við borðum gefur okkur minna og minna af vítamínum og snefilefnum. Þannig þurfum við meira en fáum minna. Mismunurinn er næringarskortur. Án þess að geta bætt upp þennan skort verðum við stressuð og stress veldur sársauka og sjúkdómum.

Það hefur komið fram að hegðunarmunstur einstaklings hefur mikið að segja varðandi sjúkdóma. Þannig er talið að hafa megi töluverð áhrif á lífsstíl 50% einstaklinga í 10 stærstu áhættuhópum dauðsfalla í Bandaríkjunum. Þarna komum við t.d. inná sígarettureykingar, mikla áfengisneyslu, ólögleg lyf, fæðu og ónóga hreyfingu. Þá komum við að kerfinu eins og það er í dag. Það umbunar ekki neinum hvorki einstaklingnum né lækni fyrir að gera eitthvað í því að auka heilsu einstaklingsins og efla eðlilegt og gott líferni einstaklingsins, heldur eykur það þörfina fyrir dýrari sjúkrahúsþjónustu þannig að kerfið er byggt upp til þess að meðhöndla sjúkdóma en ekki til að viðhalda heilsu.

Við læknar verður að athuga það að sjúklingar eru allt aðrir í dag heldur en þeir voru fyrir 25-30 árum. Þannig hefur sjúkdómsmyndin breyst mjög mikið í þjóðfélaginu frá því að vera það sem kallað er láréttur sjúkdómur, þ.e.a.s. sjúklingurinn lá í rúminu og gat sig varla hreyft, var haldinn sjúkdómi sem varð að fá meðhöndlun inni á sjúkrahúsum. Í dag er aftur á móti það sem kallað er lóðréttur sjúkdómur þ.e.a.s. sjúklingurinn gengur uppistandandi, kennir sér einhvers meins eða vanheilsu sem oft er mjög erfitt að henda reiður á þar sem ekkert fellur inn í skólabókina. Þessi sjúkdómahópur hefur oft verið kallaður geðfélagsleg vandamál.

Fólk spyr lækna allt öðruvísi í dag heldur en það gerði fyrir 20 árum. Í fyrsta lagi er miklu fleira fólk sem hefur áhuga á að vita meira um heilsuvandamál sín en áður og vill vera meðhöndlað sem einstaklingar í samvinnu við lækninn en ekki eins og dauðir hlutir. 1 öðru lagi vilja sjúklingar oft á tíðum fá meiri upplýsingar um það sem við köllum heilsufræðileg ráðlegging. Hvað varðar fyrirbyggjandi ráðstafanir þá verður einstaklingurinn að taka miklu meiri þátt í því að ákveða sig að hann fylgi þeim leiðbeiningum í lífsstíl, matarvenjum og mörgu fleiru, til þess að árangur náist. Þannig ræður einstaklingurinn miklu um árangur þessarar meðferðar með réttum lífsháttum, heilinn stjórnar jú öllum líkamanum.

Komið hafa fram á seinni árum sannanir fyrir því að maður fái betri efni í heilann með heilbrigðara lífi. Betri heilaefnafræði þýðir, að við getum hugsað rökréttar. Öllu er stjórnað af heilanum, og til þess að heilinn geti stjórnað þarf hann að fá efni úr fæðunni, orku og aðallega nýtir hann glucosa (sykur) sem stærstan hluta af sinni orku. Þessi orka er nauðsynleg til að geta hugsað, stjórnað hormónum, stjórnað nauðsynlegum hlutum eins og hjartslætti og öndun, stjórnað vöðvasamdrætti, fínna hversu mikið maður svitnar og margt fl.

Til þess að heilinn geti nýtt blóðsykur eða sykurinn í blóðinu þarf hann á mörgum hjálparefnum að halda, t.d. vítamínum og steinefnum. Þannig er, að til þess að heilinn starfi á eðlilegan hátt, þá er hann mjög háður nægilegu magni af þessum næringarefnum, meira háður því en nokkur annar hluti líkamans. Þegar heilinn nýtir sér sykur sem orkugjafa þá hjálpa  vítamín og steinefni til við f)öldan allan af efnahvörfum sem leiða af sér efni sem við köllum taugaboðefni. Þessi taugaboðefni eru efni sem hjálpa til við að flytja boð milli hluta í miðtaugakerfinu þ.e.a.s. flytja boð frá einum hluta líkamans til annars og stjórna þannig hvernig við hugsum, hvernig við munum, hvernig við hegðum okkur og hvernig skapi við erum í.

Í dag þekkjum við 30 mismunandi efni sem starfa í heilanum, og hvert þessara efna hefur sína hæfileika í annað hvort að auka starfsemi eða minnka starfsemi heilans. Þau finnast á mismunandi svæðum í heilanum og eru vanalega mismunandi að styrkleika á vissum stöðum eftir því hver hluti heilans hefur með þau að gera. Þannig geta hegðunarvandamál, taugasjúkdómar, flogaveiki og margir aðrir sjúkdómar verið í beinu sambandi við það hvað við höfum af þessum taugaboðefnum í sérstökum stöðum í heilanum.

Heilinn stjórnar útljósum á þessum taugaboðefnum að hluta til með notkun orku sem fæst með því að brjóta niður sykur. Þó heilinn sé aðeins 2% af heildarvigt líkamans þá notar hann 20% af öllu því súrefni sem í líkamanum er og 15% af sykrinum. Þannig er heilinn og stjórn líkamans beint háð því hvað við borðum. Heilinn er einangraður frá afganginum af líkamanum með því sem við köllum heilahimna og þessi himna hindrar að efni geti farið sjálfkrafa inn í heilann. Næring og önnur efni sem heilinn þarf að nota fara aðeins í gegnum heilahimnuna eftir ákveðnum flutningsleiðum. Magnið afmörgum heilaboðefnum er í beinu sambandi við upptökuna á þessum efnum frá blóðinu. Þ.e.a.s. hversu mikið fer yfir heilahimnuna og inn í heilann.

Ef við tökum amínósýruna tryptophan sem þarf að komast inn í heilann til að mynda heilaboðefnið serotonin, en  taugaboðefnið serotonin stjórnar t.d. svefni einstaklingsins, matarlöngun, o.fl. mætti til nefna. Tryptophan kemur frá eggjahvítuefnum sem við borðum, t.d. er mikið tryptophan í mjólk. Ef maður eykur tryptophan í fæðu þá eykur maður sjálfkrafa magn serotonins í heilanum og getur þar af leiðandi haft jákvæð áhrif á svefn.

Rannsóknir hafa sýnt fram á, að 8 af vanalegum taugaboðefnum sem stjórna hegðun einstaklingsins eru mjög háð magni því sem við látum í okkur. Lítum nú aðeins á annað fæðuefni, þ.e.a.s. hina miklu sykurnotkun. Spjöllum þá aðeins um gervi sykurefni einnig. Mikil sykurneysla hefur alltaf tilhneigingu til að auka vigt einstaklingsins jafnvel þó ekki sé neytt neinna aukakaloría. Bragð í munni veldur insúlínlosun og mjög mikil sætindi valda mikilli insúlín notkun. Mikið insúlín í blóði virðist vera stærsti þátturinn í því að mynda auknar fitubirgðir. insúlín hefur einnig áhrif á hvernig við brennum þessum fitubirgðum. Sykur  og önnur efni sem bragðast sæt geta valdið því að maður verður háður þeim og það veldur því, að alltaf eftir nokkrar klst. hefur maður mikla þörf fyrir að fá sér einhver sykurefni.  Þessi sykraði matur er vanalega með hátt fitu- og sykurmagn og hindrar þetta að maður fari í gegnum fráhvarfseinkenni.

Fráhvarfseinkenni virðast vera bundin við útlosun á stresshormóni í líkamanum sem einnig hafa bein áhrif á insúlínmagn líkamans. Hver sem er háður sykri og sykurbragði ætti að sleppa honum alveg í allavega nokkra mánuði. Tölum aðeins meira um sykur í mat, þ.e.a.s. unninn sykur. Þegar einstaklingi er ráðlagt að hætta sykurnotkun fær hann það sem kallað er fráhvarfseinkenni. Þessi fráhvarfseinkenni geta verið höfuðverkur, spenna, svefntruflanir, verkir í öllum liðum, þunglyndi og þreyta. Þetta tekur frá 4-10 daga að hverfa. Í einni rannsókn frá Bandaríkjunum þar sem sjúklingar voru komnir til þess að grennast, kom í ljós að 3/4 hlutar afsjúklingunum voru það sem maður getur kallað háðir sykri. Skrifað hefur verið að þegar einstaklingur hættir að borða sykur, koma einkenni eins og höfuðverkur, svefntruflanir, þunglyndi, spenna og óstöðuleiki. Orkumagn einstaklinga eykst mjög mikið og óþægindi eins og liðverkir, höfuðverkir, verkir í sambandi við brjóstsviða frá meltingarvegi og mörg fl. einkenni koma fram.

Það sem er mjög greinilegt í sambandi við þetta er, að mörg einkenni koma fljótlega fram aftur hjá einstaklingnum þegar hann byrjar að nota sykur aftur og getur maður prófað þetta á þennan hátt. Það tekur oft á tíðum ekki nema örfáar mínútur frá því að einstaklingurinn borðar sykur þar til hann fær þessi einkenni. Þannig hefur verið rannsakað að ef hægt er að halda niðri sykurneyslu þá verður mikil bót á heilsu einstaklingsins. Hópur af fólki sem hefur verið settur í sykurbann og settur á fjölþætta næringu. Breytir mjög mikið líðan sinni, það styrkir enn einu sinni þá kenningu, að mikið af vandamálum í nútíma læknisfræði, geti hugsanlega verið háð matnum. Við komum aftur að því að ef líkaminn og heilinn á að starfa á eðlilegastan hátt verður líkaminn að fá þau efni sem þarf. Nokkur önnur atriði sem vert er að minnast á í sambandi við mikla sykurneyslu eru, að til er svokallað candida vandamál (sveppasýking), og einnig of lágur blóðsykur.  Gervisykur veldur sömu svörun á insúlín vandamálum og sykur.

Þjálfun
Ef síðan er farið út í það sem næst er fjallað um í orðum okkar þ.e.a.s. þjálfun eða áreynsla, þá kemur maður aðeins inn á það sem má kalla kannski einn aðal sjúkdóm nútímans, en það er áreynslu- eða hreyfingarleysi á vöðvakerfi líkamans. Vöðvarnir eru stærsta líffæri líkamans s.s. um 40% af líkamsvigtinni. Í vöðvum, sinum og liðböndum er mjög mikið af taugaendum sem bera boð til miðtaugakerfisins. Þessum boðum þarf miðtaugakerfið á að halda til þess að geta starfað eðlilega. Ef þessi boð koma ekki til miðtaugakerfisins, getur það hindrað eðlilega taugavöðvahreyfingu. Þannig verður að vera eðlilegt jafnvægi á milli líkamlegrar hreyfingar og hvíldar. Ef þetta jafnvægi ruglast í aðra hvora áttina þá gerast ýmsar óæskilegar breytingar. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu fyrirbæri á síðari árum og hefur verið stuðst við rannsóknir á geimförum sem eru staddir í þyngdarleysi og svarar margt til rannsókna hjá fólki sem reynir ekki á vöðva sína á eðlilegan hátt.

Þegar vöðvar veikjast t.d. vegna minniháttar slyss, rólegs lífs, vegna stöðubreytinga og vegna daglegrar áreynslu myndast í vöðvunum svokallaðir þegjandi punktar sem vanalega eru verkjalausir en geta þó valdið vissum óþægindum í hreyfingum liða. Það sem síðan getur sett þessa punkta á stað eru atriði eins og kuldi, stress, óvarleg hreyfing og þá myndast verkur frá þeim. Þessir verkir sem myndast leiða til aukins hreyfingarleysis vegna hræðslu einstaklingsins að hættulegt sé að hreyfa sig. Vel er þekkt sú staðreynd að veikir vöðvar í kviðvegg eru mikilvægir fyrirboðar á myndun bakverkja. Ef vöðvi er hvíldur í eina viku eftir t.d. beinbrot og annað slíkt þá missir hann 20% af vöðvastyrknum. Þegar þessi vöðvamassi minnkar þá kemur bandvefur í staðinn sem starfar jú ekki eins og vöðvi. Þetta er t.d. algengt hjá fólki sem þarf að ganga undir aðgerðir vegna bakvandamála. Þessi missir leiðir til lélegrar stjórnar á hreyfingum og gerir það að verkum að einstaklingurinn á ekki nægilega gott með að takast á við það sem hægt er að kalla hreyfing eða áreynsla daglegs lífs. Þetta leiðir þá ennþá til áframhaldandi  hreyfingarleysis.

Einnig  veldur hreyfingarleysi úrkölkun á beinum, þannig að maður er lokaður inni í vítahring. Þegar bandvefur fær að myndast, þá hindrar hann eðlilega hreyfingu á liðum og stöðugir verkir koma í staðinn. Vegna þessara óþæginda þá halda einstaklingar að þeir séu hættulega veikir sem veldur þeim miklum áhyggjum og ennþá gengur hringurinn og leiðir til aukinna vöðva- og beinverkja sem leiðir til oftrúar einstaklingsins á lyflækna og alla aðra heilbrigðisþjónustu. Ef aðeins er minnst á áhrif áreynsluleysis á hjarta og æðakerfi þá veldur það auknu álagi á ósjálfráða taugakerfið, sérstaklega þann hluta sem kallast sympatískur. Þetta álag leiðir til þess að hjartsláttur eykst. Æðar dragast meira saman og niðurstaðan verður sú að blóðþrýstingurinn hækkar. Einnig verður hjartslátturinn hraðari og það þýðir að æðar hjartans fá minni tíma til að fylla sig, einstaklingurinn verður ennþá lélegri í úthaldi og fer að fá óþægindi fyrir brjóstið þ.e.a.s. brjóstverki. Lungun verða einnig fyrir breytingum vegna þessa. Þau þenjast ekki eins vel út og aukin mótstaða verður við innöndun. Áreynsluþol minnkar. Meltingarkerfi. Hreyfing er nauðsynleg fyrir eðlilega meltingu.

Við hreyfingarleysi verður minni örvun af matnum um leið og hann kemur í munninn þ.e.a.s. örvun sem á sér stað niður til maga og briskirtils um myndun á meltingarefnum. Þetta leiðir til þess að hreyfingar maga og garna verða hægari, matur gengur síður niður, einstaklingur finnur fyrir hægðastoppi og við það bætist eitt vandamál í viðbót sem er of mikill líkamsþungi. Þetta getur einnig haft áhrif á þvagkerfið hjá okkur. Það verður aukin hætta á nýrnasteinsmyndun vegna beinaútkölkunar sem getur leitt til aukinnar þvagsýkingar. Áhrif á miðtaugakerfi er það að einstaklingurinn þolir ver stressáhrif frá þjóðfélaginu þannig að mikið ber á þunglyndi og alls konar svefntruflunum. Ónæmiskerfið verður einnig lélegra vegna hreyfingarleysis og það starfar þá ekki eins vel sem getur leitt af sér fleiri sjúkdóma. Þannig að þegar talað er um breytingu á lífsstíl þá verður maður að íhuga hreyfinguna vandlega. Aukin hreyfing hefur í för með sér betri viðbragðsflýti, bætir svefn, minnkar blóðfitu, lækkar hvíldarpúls, bætir blóðrásina. Eykur þéttleika beina og bætir garnahreyfingar.

Markmiðið er að æfa sig þannig að maður fái 60-80% af hámarkspúlsi sínum, en maður getur sagt að hámarkspúlsinn sé 220 – hversu gamall þú ert og síðan á maður að halda 60-80% af þeirri tölu í kannski hálftíma til klst. Byrja rólega og halda sig við hreyfingu sem heldur þessum púls uppi, skokka, ganga, sippa, dansa og hjóla kemur til greina. Með því að gera þessar hreyfingaar þá eykur maður brennsluhluta í frumum og maður verður betri til að framleiða þá orku sem líkaminn þarf til þess að vöðvar, ónæmiskerfi, frumuendurnýjun og heilastarfsemi sé í lagi. Þetta er nauðsynlegt til þess að manni líði betur í lífinu. Oft heyrir maður setningar, að einstaklingurinn hafi ekki tíma til þess að gera neinar æfingar. Þá spyr maður á móti, hefur þú tíma til að borða.

Ef þú hefur tíma til að borða þá hefur þú líka tíma til að reyna á þig. Þú þarft að eyða klst. á dag í þetta og ein klst. á dag er jú 1/24 hluti af öllum deginum og ef þú hefur ekki tíma til þess að eyða þeim tíma í þetta þá þarftu að taka líf þitt til endurskoðunar og ákveða hvað þú átt að setja í fyrsta sæti í lífinu. Það merkilega í þessu öllu saman er, að þegar maður kynnir sér meðferðarlista hjá hinum og þessum líknarfyrirtækjum t.d. frá hjartafélögum, krabbameinsfélögum, gigtarfélögum o.fl. þá tala þeir alltaf um sem heilsubætandi aðgerðir t.d. það að hætta að reykja, vera eðlilegur í þyngd miðað við hæð, bæta áreynsluþol, lækka blóðþrýsting og bæta hlutföll góðra og slæmra kólesteról í líkamanum. Og einmitt á þessa hluti hefur hreyfing mjög mikið að segja.

Vatn:
Margir einstaklingar í nútíma þjóðfélagi þekkja ekki í sundur þorsta og hungurtilfinningu og rugla þessu stöðugt saman. Ef það er einhver spurning þá á maður að byrja á að drekka glas af vatni. Það getur gengið erfiðlega að venja sig á að drekka vatn en allir eiga að geta það á nýjan leik og hugsanlegt er að bragðbæta það eitthvað í byrjun t.d. með sítrónu. Vatn er nauðsynlegt lík amanum og er um 60% af heildarþyngd líkamans. 011 efnahvörf eiga sér aðeins stað í vökva. Næringar- og niðurbrotsefni eru flutt í vökvalausnum og vatnið hefur jú mikla hitaeiginleika. Það hjálpar líka til að gefa form fyrir líkamsvefina. Undir eðlilegum kringumstæðum drekkum við um 1200 ml. af vatni á dag en maður getur þurft að auka neyslu þess mjög mikið ef maður reynir á sig. Það er eingöngu mjög lítið magn af vatni sem kemur með fæðunni, efnahvörf í líkamanum framleiða aðeins vatn einnig. Margt feitt fólk drekkur mjög lítið vatn. Ráðlagt er að drekka s.s. 6 venjuleg vatnsglös á dag og allt í lagi að fara upp undir 20 glös á dag.

Sólarljós:
Uppspretta lífs á jörðinni. Lífið er og verður sennilega lengi ennþá óráðin gáta, og e.t.v. er mannkyni hollast að svo sé. Sólarljósið hefur vakið allt til lífs á jörðu vorri og viðheldur því og eykur sífellt margbreytni þess. En á hvern hátt þetta verður er að miklu leyti hulið. Það er kunnugt að engin efnaskipti geta  átt sér stað án verkana og krafts sólarljóssins, hvorki í hinni svokölluðu lifandi eða dauðu náttúru. Allt sem lifir, bæði jurtir og dýr eiga tilveru sína að þakka þeim straumi orku sem berst frá  sólinni til jarðarinnar. Þessi straumur af orku sem vér köllum sólargeisla berst til jarðarinnar með  öldumyndaðri hreyfingu í ljósvakanum. Vegna  ofurhita sólar kastast þeir út frá henni með hraða  sem nemur 300 þús. km/sek. Þetta er hraði ljóssins og við þann hraða er miðað þegar mældar eru miklar vegalengdir í himingeimnum. Þá er talað um ljóstíma. Ljósið tekur um 8 mín. að berast frá  sólinni til jarðarinnar. Sólarljósið sem vér sjáum er hvítt en greina má það í mismunandi litageisla.

Allir kannast við regnbogann, þegar sólargeislar falla á regn í lofti klofna þeir í litageisla. Þannig er í öðrum kanti regnbogans rauðir geislar, þá rauðgulir, gulir, grænir, bláir, indigobláir og síðast fjólubláir. Gulur hefur meiri bylgjulengd en hinir bláu geislar styttri bylgjulengd. Geislum með langa bylgjulengd gengur best að þrengja sér í gengum gufuhvolfið og ná yfirborði jarðar en það eru hitageislarnir. Líf, bæði jurta og dýra er háð skyni sólarinnar. Í algeru myrkri lifa hvorki né þrífast, hvorki jurtir né dýr til lengdar og þar sem sólargeisla nýtur alls ekki, þar getur ekkert líf kviknað og ekkert fræ sprungið út. Þar geta heldur engin efnaskipti átt sér stað. Við þekkjum það frá örófi alda að sjúkrahús og meðferðarstofnanir ýmisskonar eru hafðar á þeim stöðum þar sem sást mikið sólarljós.

Dugar að nefna það að Hippocrates hinn gríski, sem er kallaður höfundur læknisfræðinnar, og lifði fyrir u.þ.b. 23 öldum, notaði sólböð til lækninga á eynni Kos Grikklandshafi. Eitt af því sem hann hélt fram viðvíkjandi heilbrigði og lækningar hafa reynst sígild sannindi. Hippocrates hélt því m.a. fram að það væri náttúran sjálf sem læknaði meinsemdir og sjúkdóma manna og dýra. Læknisfræðin gerði ekki annað en að styðja hana að þessu verki. Hippocrates sagði einnig að vellíðan og heilbrigði væru komin undir samræmi og samstarfi allra líffæra líkamans og þegar truflun yrði á starfi eins líffæris hefði það áhrif á heildina, á allan líkamann. Sólarljósið var notað til hressingar og lækninga.

Þannig getur maður sagt að án sólarljóss verður allt starf líffæranna ómögulegt og fer úr skorðum. Ef þess nýtur ekki við er líkaminn litlu betur farinn en bifreið sem vantar rafmagnsneistann til að kveikja í bensíninu. Við vitum að sólarljósið hefur mikil áhrif á einstaklinginn. Það hefur áhrif í gegnum húðina, til að mynda D vítamín. Einnig berast boð um útfjólublátt jós til heilans frá húðinni sem getur haft margvísleg áhrif á starfsemi líkamans. Einnig er vitað að augun nema sólarljósið og við það að fá birtu í sig þá hefur það áhrif á taugaboðefni sem kallast Melantonin og er það talið hafa mikið að segja í sambandi við svefnvenjur einstaklingsins. Einnig er talið hugsanlegt að Melantonin hafi fleiri áhrif í líkamanum.

Talið er að þeir sem ganga með gleraugu hindri upptöku á sólarljósinu og fái þess vegna ekki nóg af því, sem getur valdið skaða fyrir einstaklinginn. Gerðar voru fyrir mörgum árum síðan tilraunir með notkun sólarljóss í sambandi við krabbamein og voru fyrstu niðurstöður úr þeim tilraunum mjög jákvæðar en fjárveitingar voru ekki veittar fyrir áframhaldandi tilraunum. Mikið hefur verið talað um aukningu á húðkrabbamein á síðari árum en sýnt hefur verið fram á, að fólk sem fær húðkrabbamein er mestmegnis þeir sem nota sólböð í mjög skamman tíma en eru annars inni við og eru ekki undir hvata frá sólinni. Svo að gera það að daglegum vana að njóta sólar, þarf ekki endilega að þýða, að það sé aukin hætta á húðkrabbameini.

Hóf: Er orð sem auðvelt er að misskilja. En það þýðir raunverulega það að gera ekkert í of miklu magni. Þetta er mjög mikilvægt ekki aðeins af mórölskum ástæðum, heldur verður maður að hugsa að líkaminn vinnur innan ákveðinna takmarka og þegar maður gerir eitthvað í hófi, þ.e.a.s. borðar, hvílir sig, vinnur eða reynir á sig, þá á að gera það innan þessara marka. Vani myndast frá undirmeðvitundinni en eingöngu ef honum er leyft að myndast án þess að þrýsta of mikið á. Ef maður gerir eitthvað í of miklu magni þá getum við valdið streitu í líkamanum sem er mjög óhollt fyrir hann.

Loft: Líkamanum er jú nauðsynlegt að fá súrefni og það fáum við úr andrúmsloftinu. Við þekkjum öll, að þegar við sjáum börn úti í leik eru þau oftast mjög vel útlitandi, rjóð og lystargóð og full af lífsfjöri og kæti. En þegar kyrrsetur og innivist taka við verður oft mikil breyting á þessu. Kyrrsetu má hugsa sér sem byrjun á heilsuleysi. Þannig er loftið sem sólin hefur leikið um nauðsynlegt hluti til að lífið geti haldið sihum gangi. Blóðið tekur súrefni upp og færir það til líkamans og um leið færir blóðið vefjum líkamans aðrar fæðutegundir. Við þetta þá flytur það burt óhreinindi og önnur brennsluefni. Vellíðan okkar er komin undir að líkaminn starfi á sem eðlilegastan hátt.

Hvíld: Eitt sem er líkamanum nauðsynlegt er að hvíld og starf þurfa að haldast í eðlilegu jafnvægi. Líkja má líkamanum við rafhlöðu, starfíð eyðir rafmagni úr rafhlöðunni. Svefn og hvíld gefa tíma og tóm til endurnýjunar á því sem eyðst hefur við starfið.

Trú: Síðasta orðið þ.e.a.s. traust eða trú er eingöngu hér til þess að vekja athygli á því að til þess að hlutir geti gengið á eðlilegan hátt og líkaminn geti starfað á eðlilegan hátt þarf að vera til staðar trú á því að einstaklingurinn er að lifa eftir sínu eðlilega formi og hann sé að gera það sem er best fyrir líðan sína í hvert og eitt skipti. Þá komum við að því að hreint loft, vatn, næringarrík fæða, hæfileg hreyfing t.d. ganga að kvöldi til, góður nætursvefn, lykillinn að þessu öllu er vani. Þetta eru sterkar forvarnir fyrir slæma heilsu ef þú getur gert það að vana. Stundum kemur það fyrir að góður vani er alls enginn vani í raun og veru heldur vinnur líkaminn þetta algerlega sjálfkrafa því að hér er um góðan vana að ræða.

Þarna komumst við kannski að þeirri niðurstöðu að ef við ætlum að halda góðri líðan og heilsu að þá verðum við aðhugsa um alla þessa hluti og getum þá kannski tekið undir með Jónasi Kristjánssyni frá 1938 að óeðlilega óheppilegt fæði og einnig óheppilegir og heimskulegir lifnaðarhættir séu þau atriði sem valda mestri vanlíðan einstaklinga hér á landi, þ.e. ekki sjúkdómar sem stafa af eðlilegu striti við náttúruleg og nauðsynleg störf heldur hrein og bein vanþekking á meðferð á líkamsvél mannanna. Sú vél er allra véla verst meðhöndluð. Ekkert ber greinilegri vott um að eitthvað meira en lítið sé bogið við menningarástand nútímans heldur en hið stöðugt vaxandi át eitraðra deyfilyfja sem þagga niður þreytutilfinninguna án þess að ráða bót á orsökum hennar. Til þess að bæta úr meinbugum menningarinnar þarf fyrst að ráða bót á næringunni bæði hinni efnalegu og andlegu. Þá mun margt sem aflaga fer lagast af sjálfu.

Höfundur : Hallgrímur Magnússon læknir árið 1989



Flokkar:Greinar og viðtöl

Flokkar/Tögg, , , , , , ,

%d bloggers like this: