Barninu líður betur ef það er nuddað

Snerting er okkur öllum mikilvæg og þá sérstaklega ungbarninu sem í gegnum snertingu myndar tengsl við foreldra sína eða þá aðila sem annast það. Ungbarnsnudd ýtir undir nánari kynni foreldris og barns. Einnig eykur nuddið vellíðan barnsins. Þekktur fæðingalæknir, Yerndi Gordon að nafni segir: ,,Nudd er gagnlegt gegn magakrampa, harðlífi, niðurgangi, hósta, kvefi og óværð. Það er öflugt samskipta form án orða og myndar þannig sterkari bönd milli foreldra og barns“. (Clare Maxwell-Hudson: 1984, 104). Ýmsar rannsóknir renna stoðum undir ágæti þess að nudda börn. Rannsókn gerð við háskólann í Miami Medical Center sýndi að fyrirburar sem voru nuddaðir daglega stóðu öðrum fyrirburum framar líkamlega og sýndu betri árangur á taugaprófum.

Börn sem fengu mikla líkamlega snertingu við móður sína á fyrstu árunum sýndu við 3 ja árs aldur hærri greindarvísitölu á Stanford-Binet prófi, en samanburðarhópur sem hafði ekki fengið eins mikla snertingu. Eins hafa mongoliðabörn sýnt miklar framfarir eftir að farið var að nudda þau. Fram að 7 mánaða aldri má nudda barnið tvisvar á dag. Þegar barnið er farið að hreyfa sig meira er nóg að nudda það 2-3svar í viku. Aldrei má nudda barn sem er með hita. Velja skal hentugan tíma dagsins.

til vil er gott að nudda barnið á kvöldin og baða það síðan, þá er það afslappað og sefúr vonandi vel. Ágætt er að hafa herbergishitann um 24°C. Gott er að sitja á gólfinu með krosslagða fætur eða liggja á hnjánum með barnið á teppi fyrir framan sig. Hveitikímolía eða möndluolía eru ágætar nuddolíur. Byrjað er með stutta stund og tíminn síðan lengdur. Byrjað er að nudda fætur, síðan magann, brjóst (nudda stutt þar), handleggi, andlit, bak og nuddinu síðan lokið með nokkrum strokum. Nuddað er hægt en taktfast og ekki of fast. Látið streyma hlýju til barnsins og haldið augnsambandi við það.

Framkvæmd
1. FÆTUR. Barnið liggur á bakinu og öðrum fæti lyft upp og hann allur strokinn og hnoðaður. Farið eins að með hinn fótinn.
2. /L/N, Strokið frá hæl að tá og til baka. Þumlinum þrýst undir ilina og hver tá nudduð vel.
3.  HANDLEGGIR.  Scrokið frá öxl og fram á hendi og síðan kreist varlega. Farið eins að með hinn handlegginn.
4. MAGINN. Hendur lagðar á magann þannig að þumalfingur nema við nafla, síðan strokið út til hliða neðan við rifbein.
5. ,,VATNSHJÓLIГ. Á neðri hluta magans eru gerðar víxlhreyfingar með hendurnar upp á rönd eins og myndin sýnir.
6. ,,SÓL OG MÁNI“. Strokið er réttsælis kringum naflann með hvorri hendinni á eftir annarri. Við kveisu (kolik): ,,Vatnshjólið“   gert sex sinnum, fætur barnsins eru síðan beygðar að maganum og haldið í nokkrar sekúndur og rétt  úr fötunum. Síðan er ,,sól og máni“ gert sex sinnum og fætur síðan beygðir að maga. Aftur ,,vatnshjólið“ sex sinnum og endað á því að beygja fætur að maga.
7. BRJÓSTIÐ. ,,Opin bók“. Hendurnar lagðar á brjóst barnsins, þeim síðan rennt til hliðanna eins og verið væri að slétta síður í bók. Hendurnar færðar aftur á mitt brjóstið með hjartalaga hreyfingu án þess að lyfta þeim upp.
8. ANDLITIÐ, Enni barnsins strokið með þumalfingrunum eða öllum fíngrunum, frá miðju og út til hliðanna.
9. EYRUN.  Smá hringir gerðir í kringum og bakvið eyrun. Strokið frá eyrum og fram á höku.
10. BAK. Barnið lagt á magann. Annarri hönd haldið um rassinn en með hinni er strokið frá hnakka niður á rass. Eins er unnt að strjúka til skiptis með höndunum eftir hrygg barnsins, fyrst frá öxlum og niður og svo öfugt.
11. BAKIÐ. Smá hringir eru gerðir með fingurgómunum eftir hrygg barnsins.
12. TEYGJA. Haldið er um aðra hönd barnsins og gagnstæðan fót. Hendi og fótur er krossað og síðan rétt úr og teygt létt á. Æfingin er gerð 4-5 sinnum. Síðan er farið eins að með hina höndina og samsvarandi fót. Nuddinu lýkur síðan með því að strjúka barnið hátt og lágt.

Heimildir: Clare Maxwell – Hudson: Fjölfræðibókin um nudd, Reykjavík, Iðunn, 21988. Tímaritið Halsa nóvember 1988. Þýdd grein B.G. árið 1989Flokkar:Fjölskylda og börn, Greinar

%d bloggers like this: