Úr einu í annað

Hér fara á eftir 6 stuttar greinar, fyrirsagnir eru:

Brjóstamyndatökur fækka ekki dauðsföllum.
Fáir þora að segja þetta upphátt,
Getur hákarlalýsi læknað psoriasis?,

Nýtt náttúrlegt sveppalyf,
Hómópatalyf læknar heymæði.

Brjóstamyndatökur fækka ekki dauðsföllum
Nýlega  voru birtar niðurstöður úr fjöldarannsókn í Málmey í Svíþjóð á gagnsemi eða gagnsleysi þess að röntgenmynda reglulega brjóst kvenna á aldrinum 45- 69 ára í baráttunni við brjóstakrabbamein. Nálægt 42 þúsund konur tóku þátt í rannsókninni og var skipt upp í tvo jafnstóra hópa. Annar hópurinn var brjóstaskoðaður reglulega með 1 1/2-2 ára millibili og skulum við nefna hann hér „Rannsóknarhóp“. Konur í hinum hópnum voru ekki skoðaðar, nema þá í þeim tilfellum þar sem rökstudd ástæða var talin til að óttast brjóstakrabbamein. Þann hóp skulum við kalla ,,Viðmiðunarhóp“. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar breska lækna tímaritinu ,,British Medical Journal“ 15. okt. 1988, en rannsókninni lauk 31. des. 1986. Við lok rannsóknarinnar höfðu 588 konur í rannsóknarhópnum þurft að fara í aðgerð vegna brjóstakrabbameins en 447 í viðmiðunarhópnum. Þetta er nálægt því 25% munur.

Ýmis fleiri ummæli eru höfð eftir honum í dagblöðum sem hér verða ekki rakin. Líkurnar á því að röntgenmyndataka valdi krabbameini eru ekki miklar en þó fyrir hendi. Þó tel ég miklu líklegra að hinn lélegi og jafnvel neikvæði árangur sem rannsóknin sýnir, stafi af því hversu læknismeðferðin sem konurnar fá, finnist hjá þeim krabbamein, sé árangurslítil og jafnvel verri en engin, ef marka má rannsóknina. Því kann svo að vera að fleiri konur deyi hlutfallslega af þeim sem meinsemdin finnst hjá á algeru byrjunarstigi, heldur en hjá hinum, þvert ofan i það sem álitið hefur verið, og þá af afleiðingum læknismeðferðarinnar. Vel má vera að sumar þær konur hefðu aldrei fengið brjóstakrabbamein sem uppgötvast hefði, en byrjunareinkennin gengið til baka, hefðu þær verið látnar í friði. Þetta er erfitt að sanna en tölfræðilega virðist rannsóknin styðja þá tilgátu. Ýmsar aðrar athuganir sýnast einnig benda til þess að hefðbundin meðferð við krabbameinum sé  i sumum tilfellum meira til ills en góðs, eins og reyndar kom fram í greininni ,,Blóðsugan og geislabyssan“, eftir Edgar  Borgenhammar, prófessor, sem við birtum í H.h. 1-2 tbl. 1988, en hér verður það ekki rakið nánar.

Fáir þora að segja þetta upphátt
Í framhaldi af þessu langar mig til að vitna í grein sem kom í danska blaðinu ,,Politiken“, sunnudaginn 9. október 1988, en þar ræddi cand. polit. Anita Alban frá Dansk Sygehus Institut, sem er opinber stofnun, um krabba meinslækningar. Hún segir m.a. ,, t.d. gætum við lagt  niður stóran hluta krabbameinslækninganna,  vegna þess að þær eru gagnslausar. En vegna  þess að við þorum ekki að segja þetta upphátt  er haldið áfram að nota þessar aðferðir. Þó  eru þær bæði dýrar og valda sjúklingunum þjáningum. Nota mætti þetta fé t.d. í viðtöl eða aukna aðhlynningu sjúklinganna. Við sumar tegundir krabbameina er vitað að lyfjameðferð hefur engin áhrif (nema brjóta sjúklinginn niður.Þýð). Samt er meðferðin notuð vegna þess að hún sýnir að eitthvað sé verið að gera“. Hverjir tala mest um skottulækningar? Mættu kannski einhverjir þeirra líta sér nær? Læknatímaritið

,,The New England Journal of Medicine“ birti árið 1986 grein undir nafninu ,,Framfarir i krabbameinslækningum“. þar er komist að þeirri niðurstöðu að við séum að tapa í baráttunni gegn krabbameininu og að óhjákvæmilegt sé að breyta um viðhorf í krabbameinslækningum, eigi að verða einhverjar umtalsverðar framfarir á þeim vettvangi í framtíðinni. Þetta er í raun viðurkenning þess að krabbameinslækningar síðustu 20-30 áranna séu grundvallaðar á röngum forsendum og muni heldur ekki í framtíðinni koma til með að skila neinum umtalsverðum árangri, fremur en þær hafa gert hingað til, nema breytt sé um stefnu, sem nú mun álit ýmissa sérfræðinga, enda þótt þeir fáist kannski ekki til að viðurkenna það opinberlega. Deilt hefur verið harkalega á handahófskennda lyfjanotkun, bæði frumueiturs- og  steralyfja, sem hvort tveggja brýtur ónæmis kerfið niður og skilur sjúklinginn eftir í líku ástandi og eyðnisjúkling á lokastigi. Líkt má segja um geislalækningar. Verki lyfjameðferðin ekki á krabbameinsfrumurnar, sem oft á sér stað, er þetta ein öruggasta leiðin sem hægt er að finna til að koma sjúklingunum yfir í eilífðina.

Ég skora á hvaða sérfræðing, sem vera skal, að reyna að hrekja þessi orð mín. Auk þess eru frumueiturslyfin, öll með tölu ,,skottulæknislyf“, sé notuð sú skilgreining á  lyfjum sem krafist er fyrir ,,náttúrulyf“. Ekkert þeirra hefur verið prófað með tvíblindum prófunum, m.a. vegna þeirrar stað reyndar að aukaverkanirnar eru svo yfirþyrmandi að prófunin yrði ekki „blind“ nema nokkra fyrstu dagana. Því liggja engar vísindalegar sannanir fyrir því, að nein sú krabbameinsmeðferð sem notuð er um þessar mundir, nema e.t.v. skurðaðgerðir hafi nokkurn sannanlegan bata í för með sér. Sennilega er þó gagn að lyfjameðferð og geislalækningum i vissum tilfellum við ákveðnar tegundir krabbameina, en alls ekki allar, og ég endurtek. Sú skoðun er þó aðeins byggð á persónulegu mati og reynslu, án neinna vísindalegra sannana, blanda aftrú og reynsluvísindum, m.ö.o. ekta ,,skottulækningar“, sé notuð sú skilgreining sem venjulega er gripið til af andstæðingum náttúrlækninga,  þegar rætt er um að, ,náttúrulyf’ eða mataræði lækni eitthvað.

Á þessum sömu 20-30 árum hefur kostnaður vegna krabbameinslækninga margfaldast að raungildi í flestum þróuðum löndum. Samt er hlutfall þeirra sem látast úr krabbameini nánast óbreytt eða jafnvel hærra en það var fyrir aldarfjórðungi í flestum iðnríkjum, þ.á.m. Íslandi. Þessum staðreyndum er ekki hægt að loka augunum fyrir með neinum talnaleik sem einhver möppudýr kunna að reyna að setja á svið til að fegra ástandið í augum almennings. Síðan er þessi læknisfræðilegi skrípaleikur í sumum tilfellum notaður til að hindra að fólk reyni eitthvað annað, sem vissulega er oft heldur ekki grundvallað á fullkominni vísindalegri þekkingu- en hefur þó eigi að siður stundum sýnt athyglisverðan árangur. Er ekki kominn tími til að fara að taka þessi mál til alvarlegrar íhugunar áður en lengra er haldið á sömu braut ?

Getur hákarlalýsi læknað psoriasis?
Nýlega barst sú frétt frá Svíþjóð að læknir þar í landi, sem ekki var nafngreindur, hefði skrifað grein um það að sjúklingar sem notað höfðu hákarlalýsi við krabbameini hefðu einnig læknast af psoriasis á meðan þeir notuðu hákarlalýsið. Þegar greinarhöfundur heyrði þetta kipptist hann við, því að hann hafði einnig sjálfur fengið grun um þetta sama. Svo var mál með vexti að hann hafði í nokkra.mánuði fylgst með konu sem notað hefur hákarlalýsi við krabbameini í lunga. Konan hafði áratugum saman þjáðst af  psoriasis og reynt fjölmörg lyf án teljandi árangurs. Er konan hafði notað lýsið í nokkurn tíma veitti hún því athygli að hún var betri í húð inni en hún hafði áður verið. Batinn hélt áfram og þegar hún hafði notað það í nálega tvo mánuði voru öll ummerki um psoriasis horfin. Þessi kona notaði einnig’jurtalyf frá Ástu Erlingsdóttur við krabbameininu og því er vel hugsanlegt að þau hafi einnig komið hér við  sögu, en eftir að hafa heyrt um grein sænska læknisins finnst höfundi þessa rabbs allt eins líklegt að lækningin sé hákarlalýsinu að þakka.

Gaman væri að fá fréttir um hvort fleiri sem notað hafa hákarlalýsi hafa líka sögu að segja, t.d. hvort flasa í hári hafi minnkað eða horfið eða einhverjir húðsjúkdómar hafi lagast. Því miður er ekki hægt að fá hákarlalýsi keypt hér á landi, nema fólk sé svo heppið að þekkja einhvern sem stundar hákarlaveiðar. Af þeirri ástæðu koma þessar upplýsingar fáum að gangi, meðan ekki tekst að koma vitinu fyrir einhverja aðila í Lyfjanefnd ríkisins, sem banna innflutning á hákarlalýsi frá Norðurlöndum. Bann Lyfjanefndar er byggt á þeirri forsendu, að vegna þess að rannsóknir i Svíþjóð sýndu fjölgun á blóðflögum í fólki, sem notaði hákarlalýsi við krabbameini, þá væru líkur á því að hákarlalýsi gæti stuðlað að myndun blóðtappa i æðum. Þar gleymdist að þetta fólk var allt með alltof fáar blóðflögur vegna geisla- og lyfjameðferðar og hákarlalýsið leiðrétti að hluta til þennan blóðflöguskort, en stuðlaði ekki að óeðlilegri fjölgun blóðflaga. Oluf Lindahl, læknir og prófessor í Svíþjóð ræddi þetta í forustugrein í tímaritinu Biologisk Medicin á síðasta ári og komst að þeirri niðurstöðu að sennilega drægi hákarlalýsi frekar úr hættu á blóðtöppum, heldur en að það stuðli að myndum þeirra.

Nýtt náttúrlegt sveppalyf
Í nágrannalöndum okkar er nú farið að nota náttúrulegt efni, capryl-sýru til lækninga á candida albican-sveppasýkingu. Caprylsýra er stutt mettuð fitusýra og er að sögn unnin úr kokóshnetum. Einnig mun hún finnast í geitamjólk, eins og nafnið bendir til, (capri = geit) og sennilega eitthvað i feitum mjólkurvörum t.d. smjöri. Til þess að gera er skammt síðan farið var að nota caprylsýru sem sveppalyf og fyrstu upplýsingarnar sem greinarhöfundur fékk um hana voru í Journal of Orthomolecular Medicine nr. 2, 1987. Síðan hafa ýmsar aðrar upplýsingar borist úr mörgum áttum, bæði austan hafs og vestan. Þó hefur greinarhöfundur ennþá ekki séð neina virkilega góða, vísindalega úttekt á gagnsemi hennar, en allir sem skrifað hafa um hana hæla henni og telja jafnvel að hún kunni að valda straumhvörfum í meðferð langvarandi sveppasýkingar. Langvarandi candidasýking er nú af ýmsum talin einn mesti bölvaldur i vestrænum þjóðfélögum og kunni hún að vera ein höfuðorsök fjölmargra sjúkdóma í ónæmiskerfinu og jafnvel ýmissa annarra. Þar má nefna ofnæmissjúkdóma, sjálfsónæmissjúkdóma, gigtarsjúkdóma, blóðsykurstruflanir og jafnvel geðtruflanir og lyfja- og áfengisfíkn.

Óheppilegt mataræði, ógætileg lyfjanotkun og getnaðarvarnarpillur eru oft nefnd sem helsta orsök þessa faraldurs sem tröllríður nú vestrænum þjóðum. Tölur sem nefndar hafa verið um tíðni candida sýkingar eru frá 20% og allt upp í 50%. Sveppasýking er talin algengari hjá konum en körlum og gæti það bent til þess að getnaðarvarnarpillan eigi töluverðan þátt í því hversu þessi sjúkdómseinkenni eru nú útbreidd. Að sögn þeirra sem reynt hafa, útrýmir caprylsýran sveppunum hvar sem er í líkamanum á skömmum tíma, án hliðarverkana. Þó má sennilega búast við einhverjum óþægindum á meðan líkaminn er að aðlagast því að vera án sveppa og þeirra eiturefna sem þeir framleiða og berast út í blóðið.  Eins og ég áður hef sagt frá í þessu riti mynda candidasveppir eiturefnið acetaldehyd,sem einnig myndast við niðurbrot áfengis í lifrinni. Verði umtalsvert magn þess í blóði getur það bundist taugaboðefninu dópamíni og-myndað efnasambönd með líkar verkanir og morfín. Líkaminn getur með tímanum orðið háður þessu eiginframleidda ,,fíkniefni“, eins og á sér stað við áfengisfíkn.

Hið sama getur trúlega gerst við langvarandi sveppasýkingu. Þegar sveppasýkingin er læknuð koma ,,fráhvarfseinkenni“, líkt og á sér  stað þegar áfengisneyslu er hætt. Samkvæmt þessari kenningu ætti þá að vera til bóta að nota stóra skammta af B-3 vítamíni (nikotínamid), nálægt 500 mg. á dag, á meðan fráhvarfseinkennin eru að réna.  Caprylsýra fæst ennþá ekki hér á landi en verið getur að leyfi fáist til að flytja hana inn bráðlega. Í nágrannalöndunum, t.d. í Noregi, er nú farið að nota hana. Hún er yfirleitt seld sem ‘náttúrulyf“ í heilsufæðubúðum, án lyfseðils. Líklegt er að þetta ,,náttúrulega“ sveppalyf eigi eftir að hjálpa mörgum i framtíðinni og verði mikilsverð viðbót við önnur hliðstæð efni sem notuð hafa verið t.d. „spilantes“, fjallagrös, litunarmosa, „lapacho“, hvítlauk og „propolis“ að ógleymdum ,,acidofílus“  mjólkurgerlunum og AB-mjólkinni.

Hómópatalyf læknar heymæði
Ekki alls fyrir löngu sagði breska læknatímaritið ,,The Lancet’ frá því að tvíblind prófun hafði verið gerð, sem sannaði þær fullyrðingar sem haldið hefur verið fram að hægt sé að lækna heymæði með blómafrjókornum. Búið var til hómópatalyf úr blómafrjókornum með því að leysa þau upp í blöndu úr vatni og spíritus og þynna síðan þá blöndu eftir aðferðum hómópata, sem lýst er í síðasta blaði. Blandan var síðan gefin í dropatali í nokkurn tíma og við það læknaðist heymæðin, sem er ofnæmi fyrir frjódufti í lofti. Höfundur þessa rabbs hefur ekki í höndunum upplýsingar um hversu mikil þynning var notuð, en ef einhver vildi prófa þetta gæti hann tekið eina teskeið (eða belg) af ógerilsneyddum blómafrjókornum og sett í lítið vel þvegið meðalaglas (helst nýtt, ónotað) og hálffyllt það með kláravíni. Þetta glas er síðan merkt ,,Móðurlausn“.

Glasið er hrist vandlega og látið standa í nokkurn tíma, svo að setjist vel til í því þau frjókorn sem ekki leysast upp. Síðan er annað samskonar glas tekið og látnir út í það nálægt 5 ml (ca. stór matskeið) af kláravíni og einn dropi af móðurlausninni settur út í seinna glasið, saman við kláravínið. þá er glasið hrist vandlega, 80-100 sinnum og slegið í lófann í hvert skipti. Þetta glas er merkt C-l, sem þýðir að móðurlausnin hefur verið þynnt 100 sinnum og ,,efld“ með því að hrista hana og er því „aflvirkt“ hómópatalyf með eflinu C-l. Þetta er svo endurtekið í nýjum og nýjum glösum, þannig að einn dropi er alltaf tekinn úr næsta glasi á undan og glösin merkt í réttri röð C-2,-C-3,C-4 o.s.frv. upp í t.d. C-6. Ólíklegt er að þurfi að þynna lausnina meira til að fá virkni, án hættu af aukaverkunum, vegna ofnæmissvörunar.  Síðan er C-6 lausnin notuð, nokkrir dropar á tungu 2-3 sinnum á dag í 10-12 daga. Ekki lengur í bili, en þetta má endurtaka aftur eftir einn til tvo mánuði ef ástæða þykir til. Hómópatalyf geymast næstum því í ótakmarkaðan tíma i lokuðum glösum og því má geyma t.d. lausn C-5 og nota til að búa til meira af C-6 eftir þörfum síðar. Verið gefur að efli C-6 sé ekki það efli sem hentar öllum og því er þessi uppskrift hér birt án allrar ábyrgðar um árangur. Gaman væri ef einhver vildi prófa þetta og láta mig vita hvort lyfið virkaði.Flokkar:Úr einu í annað, Greinar

%d bloggers like this: