Spyrjir þú heimilislækni þinn um C- vítamínskort, mun hann trúlega minnast á skyrbjúg. Komi niacin (b-3) til tals mun pellegra-sjúkdóminn bera á góma, og thíamín (B-l) mun tengjast beri-beri. Í raun er því þannig varið, að tengist vítamínskortur ekki beint ákveðnum sjúkdómi, eru allar líkur á því að mikilvægi þess vítamíns gleymist. Með tilliti til þessarar staðreyndar, virðist nú sem B-6 vítamín sé nýlega orðið myndugt. Bandarískur lífefnafræðingur, dr. Karl Folkers, lýsti því yfir fyrir skömmu á vísindaráðstefnu, að lífefnafræðilegar rannsóknir síðustu fimm til sex ára, hafi leitt til þeirrar niðurstöðu, að til sé B-6 (pyridoxin) hörgulsjúkdómur í fólki. Sjúkdómur þessi er taugaröskun sem venjulega gengur undir nafninu „carpal tunnel syndrome“ (Eiginl. „úlnliðs-slíðraeinkenni“. Þýð.). Carpus er læknisfræðilega heitið á úlnlið. Bein og liðbönd í úlnliðnum mynda slíður, sem taugar og sinar liggja eftir og gera þér kleift að hreyfa fingurna og stjórna snertiskyninu.
,,Þegar sjúkdómurinn kemur fram, safnast vökvi saman í slíðrunum og þrýstir á taugina“, útskýrir dr. Folkers. ,,Þetta leiðir síðan til dofa og tilfinningaleysis í fingurgómunum. Sjúklingar segja mér stundum, að armar þeirra eða hendur ,,sofni“ að nóttu til. Vel má vera að þeir hafi í raun sofið á handleggnum, en mig grunar að líklegri skýring sé sú, að þeir séu haldnir „carpal tunnel syndrome“. Vegna þess að taugin er undir þrýstingi geta fleiri og alvarlegri einkenni komið í ljós -þar á meðal sársauki í olnboga eða öxlum og lélegt grip í höndum. Stundum eru einkennin svo alvarleg, að sjúklingarnir verða óvinnufærir. Um árabil voru sjúklingar sem þjáðust af þessum sjúkdómi, yfirleitt látnir gangast undir skurðaðgerð, sem létti þrýstingnum aftauginni. Það er þó ekkert launungarmál, að skurðaðagerð ber ekki ávallt fullkominn árangur, og allt eins líklegt er að sá bati sem fæst, verði að engu á nokkrum mánuðum.
Svo er dr. Folkers og samstarfsmönnum hans við Lífefna- og læknisfræðilegu rannsóknarstofnunina í Texas fyrir að þakka, að varanlegur bati á þessum sjúkdómi er nú í augsýn með því að gefa þessu fólki B-6 vítamín. Dr. Folkers og samstarfsmenn hans komust að þessari niðurstöðu með því að nota nýtt blóðpróf, sem getur greint og mælt nákvæmlega B-6 vítamínsskort. Rannsóknarmennirnir urðu fyrstir til að uppgötva, að sjúklingar sem þjáðust af „carpal tunnel ,,syndrome“, voru haldnir mjög alvarlegum skorti á B-6 vítamíni, sem fyrr hafði ekki verið veitt athygli. Og það sem meira er um vert – viðbótarskammtur af B-6 bætti ávallt úr þessum skorti og einkenni sjúkdómsins hurfu.
Prófun með snuðpillum (placebo)
Næsta skrefvar að endurtaka rannsóknina og beita hinni virtu tvívirku blindprófstækni. Aðferð sú byggist á því, að hvorki sjúklingarnir né læknarnir sem stunda þá vita hverjir fá lyfið sem prófa á og hverjir fá gagnslausar snuðpillur. Sjúklingarnir brugðust vel við B-6 vítamíngjöfinni, en sýndu alls engin viðbrögð við snuðpillunum. Þegar sjúklingarnir sem verið höfðu á snuðpillunum voru síðan látnir fá B-6 vítamín sýndu þeir sömu batamerki og hinir. Dr. Folkers sagði í viðtali við „Prevention“:
,,Við erum komnir það langt áleiðis, að við tengjum sjúkdóminn B-6 skorti, og höfum sýnt fram á það, að sjúkdómurinn bregst vel við B-6, svo framarlega, að hann hafi ekki leitt til vefjarýrnunar“. Og Folkers bætir við: ,,Það sem mér finnst nánast ótrúlegt (en virðist engu að síður vera satt) er, að einstaklingar sem þjáðst hafa af sjúkdóminum um árabil – áratug eða jafnvel fimmtán ár – sýna furðulegan bata. Ég leyfi mér ekki að segja að um 100% bata sé að ræða, en batinn er það mikill, að sjúklingarnir þurfa ekki að gangast undir skurðaðgerð á höndum sínum. B-6 meðhöndlunin gerir þeim kleift að lifa eðlilegu lífi. Ekki er þörf neinna risaskammta af B-6. Ég er hins vegar alveg sannfærður um það, að hinn meðmælti dagskammtur (RDA), sem er aðeins tvö milligrömm, er allt of lítill.
Rannsóknir sýna, að mjög hátt hlutfall íbúa Bandaríkjanna þjáist að öllum líkindum af skorti á B-6 vítamíni. Mín skoðun er sú, að sá dagskammtur, sem að gagni mætti koma, væri u.þ.b. 25 mg, eða jafnvel allt að 35 mg. Það felur í sér, að til þess að gæta heilsunnar sem best, þurfi að taka viðbótarskammt af B-6, ofan á daglegt fæði. Satt best að segja er meiri hætta í því fólgin að taka ekki inn viðauka af B-6 en að taka hann inn. Auk þess er næstum ómögulegt að fá svo mikið B-6 úr daglegu fæði -jafnvel þótt neytt sé matar sem auðugur er af þessu efni, t.d. banana, lax, kjúklinga, lifrar og sólblómafræja.“ Tilvitnun í dr. Folkers lýkur. En dr. Folkers hefur fleira að segja um B-6 vítamín.
,,Ef til vill hafið þið heyrt minnst á ,,kínversku veitingahúsa-sjúkdómseinkennin“,“ segir hann. ,,Þau koma í ljós u.þ.b. 20 mín. eftir máltíð, sem inniheldur umtalsvert magn afmono-natrium -glutamat (MSG), sem í daglegu máli gengur undir nafninu þriðja kryddið. Þeir sem næmir eru fyrir þessu efni fá höfuðverk, finna til hita og roða í andliti og fá yfir sig annarlega tilfinningu.“ Að áliti dr. Folkers má ætla, að þeir sem eru ofnæmir fyrir þriðja kryddinu, séu þeir sem þjást af skorti á B-6. Kenningu sína sannaði hann með því að sýna fram á, að viðauki af B-6 gat algerlega komið í veg fyrir slík viðbrögð. Snuðpillur höföu hins vegar engin áhrif til hins betra. Afleiðing þessarar athugunar varð sú, að Folkers fékk áhuga á því að fá úr því skorið, hvort þeir sem þjáðust af ,,carpal tunnel syndrome“ væru einnig ofnæmir fyrir þriðja kryddinu, úr því að hvorir tveggja virtust þjást af skorti á B-6 vítamíni. Tækifæri til athugunar á slíkri samvirkni gafst hjá nemanda nokkrum, sem var mjög þjáður af „carpal tunnel syndrome“ og samtímis afalvarlegum B-6 vítamínsskorti.
Kínversku sjúkdómseinkennin“
Dr. Folkers óttaðist að nemandinn brygðist of harkalega við, gæfi hann honum 8.5 g af þriðja kryddinu, eins og vanalega er gert í prófunum á því, svo að hann minnkaði skammtinn niður í 4 g, sem sjaldan valda viðbrögðum hjá sjálfboðaliðum í slíkum tilraunum. Engu að síður komu hin áætluðu kínversku veitingahúseinkenni fram eftir 20 mín. ,,Carpal tunnel einkennin sýna, aðskort hefur B-6 vítamín mánuðum eða árum saman,“ segir dr. Folkers, ,,en kínversku veitingahúsaeinkennin leiða í ljós hörgul á B-6 yfir tímabil sem aðeins varir í 20-60 mínútur.“
Í aðalatriðum virðist orsök beggja einkennanna vera hin sama. ,,Þó svo að B-6 geti nú státað af því að skortur þess valdi hörgulsjúkdómum, má ekki gleyma öðrum nýuppgötvuðum gagnlegum eiginleikum þess. Leit stendur nú yfir að efnum, sem draga úr samloðunareiginleikum blóðflaganna (blóðfrumur sem ákvarða storknunareiginleika blóðsins) og blóðtappamyndun í æðakerfinu. Eitt þeirra efna, sem rannsóknarmenn telja að lofi góðu er B-6 vítamín, sérstaklega sé það í formi pyridoxal-5-fosfat (PALP). Samkvæmt því sem segir í ritstjórnargrein í læknatímaritinu Lancet 13. júlí 1981, hafa tilraunir sýnt að PALP breytir starfsemi blóðflaganna með því að bindast eggjahvítuefnum á yfirborði þeirra. Það eru einmitt þessi yfirborðseggjahvítuefni sem eiga hlut að máli í storkumynduninni.
Tilraunir með PALP á heilbrigðum sjálfboðaliðum renndu stoðum undir þessar kenningar. Efnið kom ekki aðeins í veg fyrir að blóðflögur mynduðu kekki, heldur lengdi það einnig þann tíma, sem blóð sjálfboðaliðanna var að storkna. Vegna þess að kekkjamyndun og flöguvirkni virðast vera mikilvægir þættir í þróun æða kölkunar, leggja vísindamennirnir til að hæfilegir skammtar B-6 vítamíns, t.d. 40 mg á dag, kunni að nægja til að koma í veg fyrir að slíkir sjúkdómar nái að þróast (Samkv. nýjustu upplýsingum gæti verið, að þessi merkilegi eiginleiki B-6 til að koma í veg fyrir blóðkekkjamyndun, sé í tengslum við örvun þessa vítamíns og nokkurra fleiri efna á myndun gamma-línólensýru í líkamanum. Úr henni getur síðan myndast prostaglandin E-1, sem vitað er að hefur líka eiginleika og áður greinir, á samloðun blóðflaga. Sjá grein um kvöldvorrósarolíu í vorbl.1 Heilsuhr. 1982. Þýð.).
Nýrnasteinar hættu að myndast
Um leið og B-6 vítamín virðist geta hjálpað við að hindra myndun blóðkekkja, greina aðrar heimildir frá því, að það kunni einnig að geta hjálpað þeim, sem þjást af þrálátri, endurtekinni myndun nýrnasteina, sérstaklega þeirrar tegundar, sem myndast úr oxalsýrusöltum. Þetta er haft eftir dr. A.R. Harrison, lækni og samstarfsmönnum hans við Sjúkrahús heilags Péturs og Þvagfærasjúkdómastofnunina í Lundúnum. Þeir gerðu tilraun á manni, sem þjáðst hafði af nýrnasteinum árum saman, og gáfu honum 200 mg af B-6 tvisvar á dag.
Hann neytti vítamínsins í fimm mánuði á árinu 1977 og hefur verið laus við steina síðan. Sami árangur náðist með kvensjúkling, sem fengið hafði að jafnaði einn nýrnatein mánaðarlega, þar til B-6 meðferð hófst. Hún hefur nú verið laus við nýrnasteina í þrjú ár. ,,Þessum sjúklingum hefur ekki hrakað, þótt alllangur tími sé liðinn,“ skrifar dr. Harrison. Og hann segir að þessir sjúklingar ,,virðist hafa hlotið varanlegan bata með því að nota pyridoxin (B-6)“. (British MedicalJQurnal 27. júní 1981.) Þér kann að virðast furðulegt, hvernig B-6 getur haft áhrif á nýrnasteinamyndun. Það vekur furðu margra. Bandarískir læknar telja sig geta borið fram hugsanlega skýringu. Skýrt hefur vrð frá því, að bæði magnesíum og B-6 hafi reynst vel við að hindra nýrnasteinamyndun.
Vísindamenn við Kaliforníuháskóla hafa komið með þá tilgátu, að B-6 gæti á einhvern hátt líkt eftir verkunum magnesíums. Þeir voru ekki vissir um það, hvernig þetta gerðist, en grunaði að B-6 yki verkanir magnesíums á þann hátt, að það hjálpaði til við flutning efnisins gegnum frumuhimnumar. Þessa kenningu reyndu þeir að sanna með því að gefa sjálfboðaliðum inn 100 mg af B-6 tvisvar á dag í einn mánuð. Síðan báru þeir saman magnesíumstyrkinn í sjálfboðaliðunum fyrir og eftir tilraunina. Niðurstaðan styrkti hugmyndir þeirra fyllilega. Eftir B-6 meðferðina hafði styrkur magnesíums aukist umtalsvert í öllum sjálfboðaliðunum, hafði meira en tvöfaldast eftir fjögurra vikna meðhöndlun. (Annals of Clinical Laboratory Science, júlí-ágúst 1981). B-6 vítamín virðist vera mjög fjölhæft vítamín. Það getur læknað ,,carpal tunnel syndrome“, dregið úr hættu á myndun blóðkekkja og jafnvel komið í veg fyrir að nýrnasteinar myndist. Nú vita vísindamenn einnig, að B-6 er eitt þeirra efna sem nauðsynleg eru til að ónæmikerfi líkamans starfi eðlilega, og geti jafnvel stuðlað að því, að krabbamein taki sig ekki upp á nýjan leik.
Í rannsókn sem fram fór við ,,Imperial Gancer Research“ Fund rannsóknarstofuna í Lundúnum, voru sjúklingar látnir gangast undir rannsóknarmeðferð til að ákvarða líkur á því, hvort meinsemdin mundi taka sig upp aftur. Það sem læknarnir gerðu var að efnagreina þvag sjúklinganna með tilliti til niðurbrotsefnis, sem myndast við niðurbrot B-6 vítamíns í líkama sjúklinganna og er þekkt undir nafninu 4-PA. Lágt magn þessa efnis í þvaginu endurspeglar skort B-6 vítamíns. Niðurstöður athugunarinnar sýndu, að sjúklingarnir, sem allir höfðu þjáðst afbrjóstkrabbameini, að þeir sem höföu lágt magn 4PA í þvaginu voru í verulega meiri hættu, að meinsemdin tæki sig upþ aftur, en hinir sem voru með hærra magn. (EuropeanJournal of Cancer, febr. 1980). Heilsu þinnar vegna skaltu leggja á minni ástæðumar fyrir því, að þú þarfnast B-6 vítamíns og gættu þess vel að þig vanti það ekki.
Þýtt úr: ,,Prevention“ af Flóka Kristinssyni árið 1982.
Flokkar:Fæðubótarefni