Amalgam

Í sænska vikuritinu, SAXONS, 30. maí 1982, er mjög athyglisverð grein um ofangreint tannfyllingarefni, sem vera mun eitthvað mismunandi að samsetningu. En hluti þess mun þó alltaf vera kvikasilfur.Gunnar Wiklund segir frá óskemmtilegri reynslu sinni, sem enginn læknir botnaði neitt í, en allir töldu stafa afstreitu. Loks tókst honum að sanna orsökina. Síðan hefur komið í ljós,að þúsundir Svía hafa gengið í gegnum sama víti. Og þar sem þetta sama efni er notað hér til tannfyllingar, tel ég mér skylt að vekja athygli á því. Til að gera langt mál stutt, mun ég stikla á höfuðatriðum.

Árið 1967 veitti Gunnar því athygli að ekki var allt með felldu. Hann fékk svimaköst, átti erfitt um mál og tapaði minni. Honum var ljóst, að hann væri alvarlega veikur. Þetta sama ár fékk hann gullspöng á tennur og leið þá mun betur. 1968 gerði hann sér grein fyrir að orsakanna væri að leita í tannfyllingunum. Hann var tengdur rafiðnaðinum. Og af hendingu bar hann spennumæli að munninum, og útslagið var mjög kröftugt. „Ég var með ,,rafhlöðu“ í munninum. Og straumstyrkurinn reyndist vera 70 ,,microamper“. Það er næstum ótrúlegt. Það fannst læknunum einnig og hristu höfuðið. Hann hefði bara unnið of mikið og ætti að slaka á. Í 13 ár var hann að hluta eða alveg örkumla. „Milli 1975 og 78 var ég rúmliggjandi,“ segir hann. ,,báru mig ekki.“ Sjúkdómseinkennin líktust MS-veikinni. Vöðvar rýrnuðu og 1979 var hann ekki mikið meira en bein og bjór, 49 kg í stað 78. Þá fyrst viðurkenndu læknar að veikindi hans væru ekki ímyndun. Gunnar skipti um tannlækni.

Tannfyllingamar voru teknar og hann fékk gullfyllingar í staðinn. „Ella væri ég ekki lifandi nú,“ segir Gunnar. Með hinum nýju fyllingum gjörbreyttist heilsa hans og hann þyngdist um 20 kg, á hamingjusamt heimili, og er hlaðinn lífsorku og starfsgleði. Hann telur aðeins tímaspursmál, hvenær orsakir veikinda hans verða viðurkenndar af læknum og tannlæknum með bótaskyldu trygginga. Mats Hanson, dósent við háskólann í Lundi, lítur ekki á þetta sem sjúkdóm, heldur eitrun með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hann kvað raunar svo fast að orði, að það væri hneisa að nota AMALGAM. Ólífrænt  kvikasilfur væri hættulegasta eitrið í tannviðgerðarefnum, sem sé smám saman að brjóta niður heilsu sænsku þjóðarinnar. Hann vill því láta banna gull/ amalgam blöndur og allt AMALGAM. Í stað þess eigi tannlæknar að nota vel prófaðar, sterkar gullblöndur eða blöndu af kísil og gleri. En AMALGAM sé „forkastanlegt“ að nota.

Hann bendir á og rökstyður, hve gífurlegt eitur kvikasilfur er. Það tengist blóði og vefjum, án þess að nokkuð verði við gert, setjist í heila, lifur, nýru, hafi áhrif á  miðtaugakerfið með langri röð sjúkdómseinkenna. Jafnframt geti kvikasilfureitrun haft áhrif á erfðaeiginleika. Hann fordæmir því notkun tannviðgerðarefna með kvikasilfri, en segir að flestir fullorðnir Svíar beri kvikasilfur í munninum. Í greininni er bent á, að kvikasilfureitrun gegnum AMALGAM hafi verið uppgötvuð í Þýskalandi um 1920, en vísindalegar og vel staðfestar staðreyndir hafi verið hundsaðar.  Þessi mál eru nú komin undir mat sænskra dómstóla.

Tæring tannviðgerðarefna verður af ,,Oral Galvanism“, eða rafstraum, sem myndast milli ólíkra málmefna í tannfyllingum.

Í tímaritinu ,,Milö och Framtid“ er á þetta bent, og að ef til vill séu tannfyllingar ein höfuðorsök slæmrar heilsu fjölda fólks. Ofangreindar upplýsingar vitna um ríka ástæðu til að fólk – einnig tannlæknar geri sér grein fyrir hugsanlegri hættu af tannfyllingum, sem hér er lýst. Gunnar Wiklund lýsir 13 ára sjúkdómsvíti. Það er óhugnanlegt, að tannfyllingar skuli hafa verið orsökin, og að allar líkur séu til, að mikill fjöldi fólks berjist við heilsuleysi af sömu orsökum. – Fyrst og fremst þurfa tannlæknar að taka málið til alvarlegrar athugunar. -Fyrir slík ,,slys“ sem þetta þarf að byggja í eitt skipti fyrir öll.

Höfundur: Marteinn Skaftfells 1982Flokkar:Eitrun og afeitrun

%d bloggers like this: