Sænskt rúgbrauð

Uppskriftin nægir í 2 rúgbrauð.
1 l súrmjólk
1 1/2 dl síróp
2 tsk. salt
5 tsk. matarsódi
2 dl grahamsmjöl
3 dl sigtimjöl
2 l/2 dl skornir hafrar
1 2/3 dl hveitiklíð
1 2/3 dl rúgmjöl
2 1/3 dl hveitikím
5 dl hveiti
Öllum þurrefnunum er blandað vel saman. Síðan er vökvunum bætt í. Hrært vel og látið í vel smurt form. Ofninn hitaður upp í 175°C. Bakað neðst í ofninum í minnst 85 mínútur. Ef einhverja mjöltegund vantar má setja því sem henni nemur af öðrum.Flokkar:Uppskriftir

%d bloggers like this: