Inngangur.
Á undanförnum áratug hefur athygli lækna og næringarfræðinga beinst í æ ríkari mæli að mikilvægi trefja í fæðunni. Hugmyndin um gagnsemi þeirra er þó langt frá því að vera ný því að fylgjendur náttúrulækningastefnunnar hafa barist áratugum saman við að fá þessa viðurkenningu læknavísindanna, og hafa notað mjög lík rök og nú eru almennt viðurkennd. Höfundur minnist þess að fyrir 30 til 35 árum, las hann í dagblaði grein eftir þekktan íslenskan lækni, þar sem hann réðist heiftarlega á náttúrulækningamenn fyrir ,,að halda slíkum fjarstæðum fram“, og bætti við, að þessum öfgamönnum væri ,,sæmra að færa að því vísindaleg rök, að líkaminn gæti notfært sér ,,cellulosa“ til orkuframleiðslu, heldur en bera á borð fyrir almenning fáranlegar hugmyndir sínar um nauðsyn grófmetis í fæðunni.
Nú er þó öldin önnur, sem betur fer, og nú vilja allir ,,Lilju kveðið hafa“, og eins og þekktur íslenskur vísindamaður og háskólakennari orðaði það. ,,Nú þykjast læknarnir allt í einu vera að uppgötva mikilvægi trefjanna. Ég veit ekki betur en að náttúrulækningamenn hafi vitað þetta áratugum saman, en talað fyrir daufum eyrum.“ Vissulega er gleðilegt, þegar sigur vinnst í einhverju máli, og nú er varla hægt að opna svo tímarit um læknisfræðileg eða manneldisfræðileg efni, án þess að rekast þar á nýjar og athyglisverðar rannsóknir og upplýsingar um gagnsemi trefja, til að fyrirbyggja eða lækna hina ólíklegustu sjúkdóma. Sjúkdómar sem trefjar eru notaðar við lækningu á eru m .a.: Meltingartruflanir, hægðatregða, ristilpokar (diverticulosis), gyllinæð, æðahnútar, þindarslit, gallsteinar, hátt kólesteról í blóði, æðakölkun, kransæðasjúkdómar, æðastíflur í fótum, sykursýki og ýmislegt fleira sem of langt er upp að telja. Upplýsingarnar sem hér birtast eru fengnar úr fjölda tímaritsgreina, og verður reynt að draga efni þeirra saman í örstuttu máli.
Hvað eru trefjar?
Fæðutrefjar eru úr sömu frumefnum og sykur, þ.e. kolefni, vetni og súrefi, sem raða sér upp í langar keðjur. Oftast er aðalefnið í þeim treni, öðru nafni frumhýði (cellulose) og finnast þær í flestum ómeðhöndluðum matvælum úrjurtaríkinu, t.d. ávöxtum, grænmeti, baunum, fræjum og hnetum, að ógleymdu heilkorni. Til trefja teljast t.d. lignin og pektin, það síðarnefnda finnst í ríkum mæli í eplum og fleiri ávöxtum. Efnakljúfar í meltingarfærum manna geta yfirleitt ekki klofið trefjarnar sundur í frumparta sína, þ.e. sykur, þannig að þær berast ómeltar gegnum meltingarfærin. Af þeirri ástæðu töldu vísindamenn áður fyrr að þær væru líkamanum gagnslausa og að best væri að fjarlægja þær úr fæðunni. Nú hafa, eins og áður segir, hugmyndir manna breyst í þeim efnum og verður hér á eftir skýrt frá nokkrum atriðum sem þar skipta máli.
Tregar hægðir og ristilpokar
Tregar hægðir eru af mörgum taldar einhver algengasti menningarsjúkdómurinn. Samkvæmt fjölmörgum heimildum má í flestum tilfellum lækna þennan sjúkdóm með því einu að taka hveitiklíð í hæfilegum skömmtum. Skurðlæknirinn dr. Neil S. Painter segir eftirfarandi í ,,Chirugica Belgiza, nóv. 1979″: ,,Ristillinn líkist röð lítilla blaðra og fæðan hreyfist frá einni blöðru til annarrar, eða frá einu hólfi til annars með röð háttbundinna samdrátta. Í þess um ferli þar sem hólfin innihalda fæðuleifar, eru þessar leifar meira samanþjappaðar þar sem hólfin mætast og samdrátturinn verður að vera nægur til að þrýsta leifunum áfram inn í næsta hólf. Það er mjög kvalafullt ,,en“ því minni úrgangsefni sem eru í leifunum, þess meiri þrýsting þarf til að hreyfa þær áfram.“
Á nokkrum árum, segir dr. Painter, orsakar þessi hái þrýstingur það, að smápokar myndast á ristlinum. Bólga hleypur oft í pokana, sem stundum gerir uppskurð óumflýjanlegan. Þrátt fyrir það, þurfa þessir pokar ekki endilega að vera svo mikið vandamál, vegna þess að sé nægilegra trefja neytt í fæðunni, lækkar sá þrýstingur sem þarf til að hreyfa matarleifarnar áfram og óþægindin hverfa. Þetta segja dr. Painter og aðrir læknar, sem rannsakað hafa þennan sjúkdóm og mæla með að byrja á því að taka tvær teskeiðar af hveitiklíði þrisvar á dag og auka síðan skammtinn þar til hægðir verða mjúkar og koma tvisvar á dag án áreynslu. Þetta er ekkert töfralyf, aðeins nokkuð sem þú verður að nota daglega. Trefjar eru ómissandi hluti íæðunnar sem óhjákvæmilegt er að nota til æviloka.
Gyllinæð, æðahnútar og þindarslit
Ef hægðirnar eru mjög harðar þarf óhemju þrýsting til að losna við þær. Hinn þekkti læknir dr. Denis Burkitt, sem rannsakað hefur áhrif trefja á mannslíkamann manna mest segir, að við slíkar aðstæður myndist þrýstingur í kviðarholinu sem geti orðið milli 200 og 400 mm á kvikasilfurssúlu (ca. 0,25-0,5 kgcm2). Vitað er að þessi þrýstingur flyst til bláæðanna í fótunum og æðanna við endaþarminn við slíkar aðstæður. Við langvarandi hægðatregðu bila þessar æðar smám saman og fara að þenjast út. Lokur í æðunum, sem varna því að blóðið renni í öfuga átt, bila ein af annarri og hnútar fara að myndast. Dr. Burkitt neitar að fallast á þá almennu trú, að barnsfæðingar hafi áhrif í þessu sambandi
bendir á að indverskar konur eigi yfirleitt fleiri börn en konur á Vesturlöndum, en á Indlandi eru æðahnútar mjög sjaldgæfir. Einnig bendir hann á að æðahnútar séu heldur algengari meðal karlmanna en kvenna. Sama skýring gildir um gyllinæð eins og æðahnúta, enda er gyllinæð raunar æðahnútar við endaþarminn. Þindarslit er það kallað, þegar opið á þindinni þar sem vélindað kemur niður í gegnum hana, teygist sundur, eða rifnar, þannig að hluti magans getur þrýst gegnum opið upp í brjóstholið. Sjúkdómur þessi er algengur á Vesturlöndum en nær óþekktur í sumum þróunarlöndunum.
Dr. Burkitt telur að orsakir þindarslits séu þær, að sá óhemju þrýstingur sem myndast þegar fólk rembist við að losna við harðar hægðir, leiðist upp í gegnum kviðarholið og þrýsti maganum upp að þindinni, og þetta endi fyrr eða síðar með því, að þindin gefi eftir eða rifni og maginn þrýstist upp í opið. Besta ráðið við þessu öllu er að neyta nægra trefja til að halda hægðunum mjúkum. Gildir það sama og áður er sagt, að byrja með fremur litla skammta afhveitiklíði og auka smátt og smátt, þar til hægðirnar verða eðlilegar. Þá fæst um leið bót á þessum hvimleiðu sjúkdómum, ef þeir eru ekki komnir á mjög hátt stig. Í mjög slæmum tilfellum getur þó skurðaðgerð verið nauðsynleg til að fullur bati fáist, en þá er nauðsynlegt að nota trefjarnar eftir aðgerðina, svo ekki sigi fljótlega aftur á ógæfuhliðina.
Gallsteinar
Gallið myndast í lifrinni og er að mestu samsett úr lesitini, gallsýrum og klóesteróli. Ef kólesterólhlutfallið verður of hátt getur gallið yfirmettast of kólesteróli og fer þá kólesteról að falla út og mynda gallsteina. Stærð slíkra steina getur verið frá örlitlum örðum og upp í að vera eins og hænuegg að stærð. Steinarnir setjast oft að í gallblöðrunni en stundum ganga litlir steinar áfram niður í gallrásina og niður í meltingarfærin og valda þá engum skaða. Ef þeir ná að stækka verulega komast þeir ekki þá leið og lokast endanlega inni í gallblöðrunni. Þar vaxa þeir áfram ef kólesteról innihald gallsins heldur áfram að vera hátt. Ef slíkt gerist, endar það með því, að gallblaðran bólgnar og getur þá þurft að fjarlægja hana af þeim sökum. Þó að búið sé að fjarlægja gallblöðruna eru þó vandamálin ekki úr sögunni, ef gallið heldur áfram að vera yfirmettað af kólesteróli, því að steinar halda áfram að myndast og geta stíflað gallrásina.
Fæði, snautt af mettaðri feiti, hjálpar nokkuð, og lyf hafa verið búin til, sem koma í veg fyrir að gallið mettist af kólesteróli. Best hefur reynst efni sem nefnist ,,chenodeoxychol sýra“, sem er náttúrleg gallsýra og oftast nefnd ,,cheno“ til styttingar. Ef hún er tekin inn, eykur hún hæfileika gallsins til að halda kólesteróli í lausn, svo minni líkur eru á að steinar myndist. Ekki er vitað um hugsanlegar langtíma aukaverkanir af notkun hennar, en dýratilraunir gætu bent til að varasamt sé að nota hana mjög lengi en þess er þörf, ef gagn á að vera að, því að steinar byrja að myndast um leið og notkun hennar er hætt. Dr. K. Holub við Wilhelmina sjúkrahúsið í Vínarborg hefur gert athyglisverðar tilraunir til að koma í veg fyrir gallsteina.
Notar hann maísolíu og B-6 vítamín sem lofa góðu. Sennilega koma þær rannsóknir inn á myndun prostaglandina, t.d. PGE-1, sem aðrar rannsóknir sýna, að vinnur gegn kólesteróli (smbr. Kvöldvorrósarolía H.h. vorbl. 1- 1982). Nú hefur komið í ljós að trefjar í fæðinu minnka stórlega líkurnar á að gallsteinar myndist. Nokkrir læknar við læknadeild háskólans í Bristol sýndu nýlega fram á það, að hveitiklíð minnkaði kólesterólmettun gallsins í sex gallsteina sjúklingum og á tveimur þeirra varð gallið undirmettað eftir sex vikna meðferð. Þeir hafa lagt fram þá tilgátu, að hveitiklíð verki þannig, að í ristlinum komi það í veg fyrir myndun eða hindri upptöku annarrar gallsýru sem nefnist ,,deoxychol sýra“. Þessi gallsýra dregur úr náttúrlegri myndun líkamans á ,,cheno“.
Þeir sjúklingar sem athugaðir voru, sýndu að meðaltali 33% lækkun á ,,deoxychol sýru“ en 27% hækkun á ,,cheno“ í gallinu. Hækkað „cheno“ þýðir minni kólesteról mettun en ólíkt því að taka ,,cheno“ inn örvar þetta eigin framleiðslu líkamans sjálfs á gallsýrunni. Fleiri hugmyndir hafa komið fram hjá öðrum vísindamönnum. Ein er sú, að trefjarnar drekki í sig kólesteról úr gallinu, þegar það kemur niður í meltingarfærin, og líkaminn losi sig þannig við umfram kólesteról, sem annars færi á nýjan leik út í blóðrásina. Gallið væri þá einskonar öryggisloki á kólesteról-jafnvægi líkamans og hækkun á kólesteróli í gallinu væri þá ábending um, að líkaminn þyrfti að losa sig við kólesteról. Það er þó því aðeins mögulegt, að nægar trefjar séu í fæðunni til að drekka það í sig. Trefjamar kunna e.t.v. einnig að hindra upptöku kólesteróls úr fæðunni, svo að hlutverk þeirra er þá tvíþætt í sambandi við lækkun kólesteróls. Þó að þessar rannsóknir séu enn á frumstigi, benda ýmsar aðrar rannsóknir á trefjum næstum óyggjandi til þess, að þær séu mjög mikilvægar við lækningu gallsteina.
Hátt blóðkólesteról, hjarta og æðasjúkdómar
Í danska blaðinu ,,Ude og hjemme“, 18. mars 1982, er sagt frá nýju trefjaefni, sem komið er á markaðinn í Danmörku og nefnist ,,Lejguar“. Í blaðinu eru viðtöl við lækna og frásögn konu sem hafði notað trefjaefnið. Læknarnir voru á einu máli um ágæti þess og töldu það vera ,,næstum því ofgott til að vera satt“, að slíkt náttúrulyfs kyldi finnast. Trefjaefni þetta er unnið úr baunategund sem nefnist „guarbaunir“ og vex í Bandaríkjunum og Pakistan. Á undanförnum árum hafa komið fram athyglisverðar frásagnir af öðrum trefjaefnum en þeim sem getíð er um í Ude og hjemme, t.d. hveitiklíði. Þess vegna hefur höf.
Ákveðnar efasemdir um að þetta sérstaka trefjaefni hafi neina teljandi yfirburði yfir þau trefja efni sem á markaðnum eru, en efnið er tiltölulega dýrt miðað við trefjaefni almennt. Sennilega má því yfirfæra rannsóknir sem gerðar hafa verið á „Lejguar“ yfir á aðrar miklu ódýrari trefjar. Þetta breytir því þó ekki að frásögn „Ude og hjemme“ er allrar athygli verð, og einnig það hversu læknastéttin tók þessu efni opnum örmum, þó að ýmis önnur trefjaefni hafi fengist í Danmörku áratugum saman, án þess að læknar virðist hafa vitað af þeim.
Dönsku læknarnir segja að ,,Lejguar“ hafi reynst frábærlega við hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og offitu. Svo virðist að jafnvel standi til að gera það lyfseðilsskylt á Norðurlöndum, ,,til þess að það verði ódýrara fyrir notendur“!!! Rannsóknir við háskólann í Southarnpton sýna að fólk sem neytir trefja í ríkum mæli, hefur að meðaltali lægri blóðþrýsting en fólk sem neytir lítilla trefja. Þeir gerðu þar þá tilraun, að láta fólk sem lifað hafði á trefjaríku fæði breyta til og neyta lítilla trefja í fæðunni, og einnig báðu þeir fólk sem neytt hafði trefja í litlum mæli að auka notkun sína á hveitiklíði og grófu brauði. Árangurinn lét ekki á sér standa. Blóðþrýstingur þeirra sem fóru á trefjalausa fæðið hækkaði en lækkaði hjá hinum sem juku trefjanotkunina.
Tilraun var gerð með að gefa kanínum fæði sem innihélt mikla mettaða fitu, sem fljótlega hækkaði blóðþrýstinginn í þeim en ef þeim voru um leið gefnar trefjar í ríkum mæli varð hækkunin óveruleg. British Medical Journal, 19. nóv. 1977 segir frá rannsókn sem fór fram á 337 karlmönnum og stóð í 10 ár. Niðurstaðan var sú, að þeir sem neyttu mest af trefjaríkri fæðu fengu fæst hjartaáföll. Aðrar rannsóknir hafa sýnt, að ýmiskonar trefjar lækka kólesteról í blóði, og við dýratilraunir hefur jafnvel tekist að snúa við æðakölkunareinkennum. Ekki er fyllilega ljóst hvernig trefjarnar vinna gegn hjarta- og blóðrásarsjúkdómum, en e.t.v. er tilgátan í kaflanum um gallsteina, að trefjarnar hindri upptöku kólesteróls í ristlinum, nægileg skýring, en þó gæti fleira átt eftir að koma í ljós við nánari rannsóknir.
Lágur blóðsykur og sykursýki
Sé sykurs neytt án þess að trefjar fylgi með, hækkar blóðsykurinn mjög ört að skömmum tíma liðnum. Viðbrögð líkamans við þessu eru þau að briskirtillinn framleiðir insúlín í miklu magni, en það fær blóðsykurinn til að lækka aftur. Vegna þess hversu sykurinn fer hratt út í blóðið, þarf miklu meira insúlín til að ná blóðsykrinum niður, heldur en magn sykursins í raun og veru gefur tilefni til, ef sykurinn bærist hægar út í blóðið. Niðurstaðan verður sú, að fljótlega fellur blóðsykurinn mjög hratt, því að enginn nýr sykur berst frá meltingarfærunum, hann vinnst strax upp. Afleiðingin verður of lágur blóðsykur (hypoglycemia).
Sé sykurs neytt á nýjan leik endurtekur sama sagan sig aftur með snöggri hækkun blóðsykursins, nýju insúlínskoti og meðfylgjandi blóðsykurslækkun. Þetta reynir mjög á blóðsykursstjórnkerfi líkamans, auk þess sem blóðsykurinn er stöðugt að fara upp og niður og insúlínmagn blóðsins er oft of hátt, en blóðsykurinn of lágur. Því íylgja ýmiskonar óæskileg áhrif, sem væri nægilegt efni í sérstaka grein, sem e.t.v. kemur í blaðinu síðar. Ef trefja er neytt með sykrinum, fer sykurinn ekki nærri því eins hratt út í blóðið, heldur halda trefjarnar honum í sér og gefa aftur frá sér smátt og smátt á nokkuð löngum tíma. Blóðsykurinn fer því aldrei eins hátt og insúlínframleiðslan verður minni. Vegna þess að sykurinn er í langan tíma að berast úr meltingarfærunum út í blóðið fellur blóðsykurinn ekki niður aftur, heldur helst stöðugur í langan tíma.
Ef insúlínframleiðslan er skert, eins og á sér stað í sykursýki, er mjög mikilvægt, að ekki fari mikill sykur í einu út í blóðið. Þar koma því trefjarnar að góðum notum og í mörgum tilfellum afvægri sykursýki nægir það til að halda blóðsykrinum stöðugum, að neyta aldrei sykurs eða sætinda, nema nota trefjar með. ,,Án þeirrar stjórnunar á sykurupptökunni, sem næst með trefjunum er sykurupptakan hraðari en líkaminn er fær, um að ráða við. Hið eðlilega stjórnkerfi líkamans er yfirkeyrt. Það er einmitt þess háttar skyndileg stórframleiðsla á insúlíni (sem fæða með miklu afhreinsuðum sykri veldur æ ofan í æ), sem truflar starfsemi briskirtilsins og leiðir til sykursýki.“ (Lancet, l.okt. 1977). Margar athuganir víða um lönd sýna að trefjarík fæða er eitt besta ráðið til að halda blóðsykrinum jöfnum og stöðugum og þar með að koma í veg fyrir of lágan blóðsykur og minnka líkur á sykursýki.
Ýmislegt annað
Sýnt hefur verið fram á, að trefjaríkt fæði stórminnkar líkur á offitu. Trefjar draga í sig vatn og bólgna út í meltingarfærunum og skapa á þann hátt mettunartilfinningu, enda þótt þær sjálfar innihaldi fáar meltanlegar hitaeiningar. Auk þess er trefjaríkur matur yfirleitt þannig, að lengri tíma tekur að borða hann en trefjalaust sætmeti eða fitu. Þannig fá meltingarfærin tíma til að framleiða meltingarsafa og geta tekið á móti fæðunni á þann hátt sem þeim er upphaflega ætlað. Svengdartilfinningin hverfur þá áður en jafnmargra hitaeininga hefur verið neytt. Fjölmargar rannsóknir sýna, svo ekki leikur á neinn vafi, að fólk sem þjáist af offitu léttust yfirleitt, ef það bætir trefjum í fæði sitt.
Besti árangurinn næst vitanlega með því að draga um leið úr neyslu fitu og sykurs og sé það gert samviskusamlega og trefjum bætt í fæðið er óhætt að lofa árangri, auk þess sem líklegt er að almennt heilsufar batni til muna. Trefjar í fæðu minnka líkur á að mikið af sterkri saltsýru berist úr maganum niður í skeifugörnina og hamlar þannig gegn skeifugarnarsári. Sé mikið aftrefjum í fæðunni geta þær drukkið í sig heilmikið af óheppilegum úrgangsefnum þegar niður í ristilinn er komið. Sum þessara efna liggja undir grun um að vera krabbameinsvaldar (sbr. Krabbameinsvaldandi efni í kjöti. H.h. sept. 1979).
Hvort tveggja er, að sé úrgangurinn trefjaríkur er hlutfallslega minna af eitruðum úrgangsefnum í honum og einnig hitt, að trefjaríkur úrgangur dvelur styttri tíma í ristlinum en trefja lítill. Þannig má færa rök fyrir því að líkaminn taki upp minna magn óheppilegra úrgangsefna ef trefja er neytt, og einnig, að þessi sömu úrgangsefni fái síður tækifæri til að hafa skaðleg áhrif á ristilinn. Athuganir virðast einnig benda til þess, að krabbamein í ristli sé miklu sjaldgæfara meðal einstaklinga og þjóðflokka, sem neyta trefjaríkrar fæðu, heldur en hinna, sem gera það ekki. Þó að fleira komi þar sjálfsagt við sögu er þessi munur svo sláandi að full ástæða er til að taka hann alvarlega.
Trefjarík fæða
Eins og fyrr segir fást trefjar úr fjölmörgum fæðutegundum. Auðvelt er að fá trefjar úr heilkornsbrauði. Einnig eru trefjar í grænmeti, rótarávöxtum og flestum aldinum. Hnetur, baunir og ýmiss konar fræ hafa ísér trefjar. Auk þess hýðishrísgrjón og aðrar heilkornsmatvörur. Af pakkafæðu er ,,All-Bran“ góður trefjagjafi, auk þess ,,Krúska“ sem kemur frá fyrirtækinu Nutana og er sett út í súrmjólk. Besti trefjagjafinn sem við eigum völ á og jafnframt sá ódýrasti er þó sennilega hveitiklíð. Auðvelt er að blanda því í ýmsan mat, t.d. súrmjólk, jógúrt, grauta, brauð og jafninga. Auk þess má hræra því út í grænmetis- eða ávaxtasafa.
Sé eingöngu notað brauð úr hýðiskorni og nokkrar sneiðar af slíku brauði borðaðar daglega, ásamt tveimur til þremur matskeiðum af hveitiklíði með öðrum mat, ætti þörfinni á trefjum að vera sæmilega borgið. Þetta er þó dálítið einstaklingsbundið og sumir virðast þurfa meira en aðrir til að halda góðum hægðum.
Það verður hver og einn að finna sjálfur. Vegna þess að trefjar drekka í sig mikið vatn, verða þeir sem byrja notkun á trefjum að drekka nokkru meira heldur en þeir hafa áður gert, að öðrum kosti getur orðið vatnsskortur í líkamanum. Þeir sem óvanir eru að neyta trefja verða að byrja rólega og smá auka skammtinn, annars geta þeir átt á hættu að ofbjóða veikluðum meltingarfærum sínum. Gott er fyrir það fólk að byrja með því að fara að nota gróft brauð í stað hvíts. Síðan má bæta einni skeið af hveitiklíði við og þar næst annarri og halda áfram þar til hægðir eru komnar í fullt lag. Ekki má þá slá slöku við heldur verður að halda áfram að nota trefjarnar það sem eftir er ævinnar. Munið að trefjar eru ekki lyf, heldur lífsnauðsynlegur þáttur fæðisins, þáttur sem ekki má vanmeta.
AÐALHEIMILDIR: Prevention, apríl 1976 júní 1977 október 1978, apríl 1979, ágúst 1980 og apríl 1982. Auk þess: Ude og hjemme 18. mars 1982. O.Jl.
Höfundur: Ævar Jóhannesson árið 1982
Flokkar:Greinar, Skrif Ævars Jóhannessonar