Tóbak

Á síðustu árum hefur mikið verið skrifað um skaðsemi tóbaks og ekki að ástæðulausu. Skaðsemi þess var þó löngu sönnuð áður en hún var viðurkennd. Tóbaksframleiðendur höfðu dygga þjóna, þar á meðal lækna, sem véfengdu skaðsemi þess. Í skjóli sérfræða sinna höföu þeir áhrif skaðleg áhrif. Því miður eru til læknar sneyddir áhuga fyrir heilbrigði náungans og tengja nafn sitt öðrum ,,hugsjónum“. Langt er síðan að athugulir læknar gerðu sér grein fyrir heilsufjendsku tóbaksins. Prófessor N.G. Kjellberg í

Uppsölum gaf út bækling árið 1891 þar sem hann vakti athygli annarra lækna á þessum fjanda þjóðarinnar, sem bryti niður heilsufarslega,  siðferðilega og fjárhagslega, kannski meira en þeir allir væru færir um að byggja upp. Árið 1897 skrifaði prófessor C.G. Santesson við ..Karolinska Institutet“ í Stokkhólmi tvö smárit um tóbakið, sem stúdentasambandið ,,Verðandi“ gaf út, og hann var ekki síður viss um skaðsemi þess  en kollegi hans Kjellberg. 19231ýsti.E.J.Fahr því yfir,aðaukning lungnakrabba fylgi sígarettunni.

Árið 1937 skýrði hinn kunni krabbameinssérfræðingur A.H. Roffi frá Buenos Aires frá því, að með „botnfallinu afbrennslu sígarettunnar, botnfallinum sem veldur þér hósta og blettar fingur þína, framkalli hann krabbamein í tilraunadýrum“. Hann mun fyrstur manna hafa sannað með tilraunum sínum að í tóbakstjörunni eru krabbameinsmyndandi efni. 1958 tókst svo að einangra þetta efni, „benzopyren“. Skömmu síðar lýsti annar kunnur læknir því yfir, að rannsóknir hans hefðu leitt í ljós að 98% lungnakrabba væri afleiðing tóbakstjöru.

Stórframleiðendur tóbaksins mótmæltu því, að nokkurt samband væri milli tóbaksins og lungnakrabba og hótuðu þeim blöðum, sem birtu greinar um það, að þau fengju ekki auglýsingar frá þeim, en sígarettuframleiðendur áttu stærstu auglýsingar blaðanna. Og blöðin þögðu. Í kjölfar óhemju áróðurs fjórfaldaðist salan á skömmum tíma. Svo fársjúkir afféhyggju voru þessir auðugu tóbaksframleiðendur, að þeir veigruðu sér ekki við að stuðla að einum kvalafyllsta sjúkdómi sem hrjáir hinn siðmenntaða heim. Er ekki óhætt að telja þá meðal hinna fátækustu og aumustu allra?

En sannanir hlóðust upp. Hlutbréf í ,,American Tobacco Company“ féllu úr 78$ í 62$. ,,Tóbakið“ lét þó ekki standa á svari. Þar höfðu líka farið fram rannsóknir og samkv. þeim voru engar sannanir fyrir hendi. Tóbaksframleiðendur stungu nú upp á opinberri rannsókn þar sem fylgjast átti með 200.000 reykingamönnum í fimm ár. Verkefnið var falið framkvæmdastjóra ameríska krabbameinsfélagsins, dr. Hammond, með 22.000 aðstoðarmönnum.

Nokkrum mánuðum síðar birtu blöðin fyrstu niðurstöður rannsóknanna. Dr. Hammond sagði á fundi með yfir 1000 læknum: ,,Við höfum ekki rétt til að bíða eftir  lokaniðurstöðum – það varðar líf manna. Af 32.381 sem ekki reyktu fundust 4 krabbameinstilfelli, en af 100.000 reykingamönnum 265. Við sama tækifæri lýsti hann yfir því, að hann hefði reykt allt að 3 pökkum á dag, er hann hóf þessa athugun, ,,en þegar ég sá fyrstu niðurstöðurnar hætti ég og ekkert getur fengið mig til að byrja aftur“. Samhliða þessari athugun kom í ljós, að hjarta- og æðasjúkdómar voru 63% tíðarimeðal reykingamanna. Við lok rannsóknarinnar hafði komið í ljós, að tóbakið var orsök margra annarra sjúkdóma. Í næstu tbl. verða stuttir staðreynda þættir um tóbakið. Fleiri gagnleg og fróðleg verkefni verða unnin á sama hátt. (Heimildir: Tobakken og vi og gögn frá Alþjóðastofnun gegn reykingum).

2. hluti – Birt vor 1983

Hinn kunni rússneski vísindamaður, prófessor I. Yankelovitch segir: „Áhrif nikotins á æðakerfi heilans eru þau, að það tapar þanþoli sínu og þrengist. Afleiðingin er sú, að blóðstreymi og súrefni til heilans verður oflítið, svo að úr eðlilegri starfsemi dregur. Hinn frægi taugasérfræðingur, dr. Pierce Clark frá New York skrifar: „Eitrið þrengir sér gegnum taugakerfi og verkar í fyrstu örvandi, en síðan lamandi.“ Eftir að hafa kannað sömu áhrif, segir dr. Poul Cololian í skýrslu: „Tóbakið verkar greinilega á andlega skerpu. Reykingamaðurinn hefur slakara minni og dómgreind. Og þó að þeir viti að tóbakið hafi skaðleg áhrif, halda þeir samt áfram, því að slaknað hefur á viljastyrk, einnig starfsþreki.“ Og dr. J. Poucel segir tóbakið slæva athyglisgáfu, einbeitingu og framtak.

Hættulegt eitur
Dr. K. Venzmer segir: „Nikotin er háræðunum hræðilegt eitur. Áhrifin á sum dýr eru hættuleg, þótt það sé þynnt niður í 1/4 milljónustu hluta. Spörfuglar deyja strax, ef gler stöng, vætt í nikotini, er haldið rétt við nef þeirra. Sé dropi nikotins látinn drjúpa á nef dúfu, flýgur hún, en dettur síðan dauð niður. – Að éta vindil, eins og komið hefur fyrir í heimskulegum veðmálum, leiðir óhjákvæmilega til dauða. Dr. J. Malmejac og J. Tournade létu í tilraun hund gleypa tóbaksreyk og rannsökuðu svo áhrifin: herpingu háræða, aukinn hjartslátt og breytingu í starfsemi meltingarfæra o.s.frv. Viku seinna sprautuðu þeir 2 mg af nikotíni í blóð hans. Áhrifin voru hin sömu. –

Það er því ljóst, að áhrifin af hverri sígarettu eru álíka og dæling 2 mg nikotins inn í blóðið. Ýmsir telja, að C-vítamín örvi bæði andleg og líkamleg afköst, verndi taugarnar og vinni þá að sjálfsögðu gegn þreytu. En komið hefur í ljós, að innöndun tóbaksreyks eyðir vítamínum í líkamanum. Þetta skýrir stöðuga þreytu, sem þjáir reykingamenn. – Dr. Clarence Lieb bendir á vaxandi fjölda þreytusjúklinga, er inna af hendi dagleg störf með erfiðismunum. Læknisskoðun bendir ekki á neitt óeðlilegt, annað en að mikill hluti þessara sjúklinga eru stórreykingamenn. En Dr. J. Nussbaum segir, að mjög fáir reykingamenn trúi því, að óskiljanleg þreyta, sem þeir kvarta yfir og gerir þeim lífið leitt, stafi aftóbakseitrun.

Róar taugarnar?
Dr. Harald Fink, hinn kunni ameríski sálgreinandi, segir í bók sinni „Don’t Liver on Your Nerves“, að reykingar séu ein mynd sjálfs-sefjunar.“ „Löngun í sígarettu, glas afvíni, sprautu fíkniefna stafar af því, að menn eru orðnir þrælar þessara eiturefna,“ segir dr. Robert Jackson, og að þessi sterka löngun vitni um að eitrið sé orðið ráðandi afl, sem sé að brjóta andlegt og líkamlegt mótstöðuafl. Og því lengur sem taugamar séu pískaðar á þennan hátt, þeim mun meira slakni á þeim. Dr. Lieb, er hefur helgað sig rannsóknum á áhrifum tóbaksins, varar reykingamenn við þeim hættulega vítahring, sem þeir eru í. Næsti þáttur fjallar m.a. um „konuna heilbrigði og fegurð.“

Rannsóknir hafa sýnt, að maður sem ekki reykir, andar inn sem svarar einni sígarettu á klukkutíma, sé hann staddur í reykmettuðu herbergi.

Rannsóknir á dyrum hafa sýnt fram á, að neysla DDT skordýraeiturs (gegn um fæðu) getur haft margs konar truflanir á heilsufari í för með sér. Notkun efnisins hefur nú verið bönnuð í mörgum löndum, þ.á m. í Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Svíþjóð.

3. hluti – Birt haust 1983

Hinn frægi svissneski próf. O.Gsell komst að raun um að af 150 sjúklingum með lungnakrabba voru 84.7% stórreykingamenn. Af þessum hóp voru aðeins 1.3%,sem EKKI reyktu. Forseti danska krabbameinsfélagsins sagði til viðvörunar: „Þér skulið vita, að þeir, sem reykja 20 sígarettur á dag, fá um 1 lítra af tjöru í sín veiku lungu.“ Getið er um rannsóknir í mörgum löndum. Og niðurstöður þeirra allra eru hinar sömu: tóbakið er höfuðorsök lungnakrabba og fleiri alvarlegra sjúkdóma. Í Bretlandi tóku 41.021 læknar þátt í opinberri rannsókn, sem stóð í 4 ár. Af 10.000 tilfellum lungnakrabba dóu:

Af þeim sem ekki reyktu ……………………. 1.4
Af þeim sem reyktu 5 sígarettur á dag …… 5.9
Af þeim sem reyktu 15sígaretturádag ……..13.5
Af þeim sem reyktu 25 sígarettur á dag …..16.7
Af þeim sem reyktu 50 sígarettur á dag …. 29.5

Skýrslan var afhent heilbrigðisráðherra, sem varð mjög miður sín, þar eð tóbakið skilaði ríkinu yfir 700 milljónum punda tekjum árlega. -Hann hikaði við að birta þessar hræðilegu tölur, þær lágu í salti í 8 mánuði. Læknarnir, sem voru orðnir þreyttir á biðinni, birtu skýrsluna í Medical Research Council. Samkvæmt rannsóknum þeirra mátti 8. hver reykingamaður búa sig undir að deyja úr lungnakrabba. Daginn eftir birti ráðherrann skýrsluna og benti á tóbakshættuna. Við birtingu skýrslunnar féllu hlutabréftóbaksiðnaðarins um 71 milljón punda (£). Læknarnir héldu rannsóknum sínum áfram. Og í mars 1962 birti The Royal College of Physicians skýrslu undir titlinum ,,Smoking and Health“, (Tóbak og heilbrigði), skýrslu óumdeilanlegra staðreynda, sem vakti athygli um allan heim. Enda fjallaði hún ekki einungis um krabbamein, heldur margar „heilsusyndir“ tóbaksins aðrar. Þessar upplýsingar höfðu mikil áhrif. Sígarettuneysla minnkaði um 25 milljónir á dag.

Tóbaksreykurinn
Í honum eru 84 efni, þar af 30 eitruð, 5 krabbamyndandi og 1 vírus mjög skaðlegur. Flestar sígarettur, segir dr. Clarence Lieb, innihalda 4% glyserin til að vinna gegn innþornun. En þegar glyserinið brennur með tóbakinu, myndar það „acreolin“, sem var ein af hættulegustu gastegundum fyrri heimsstyrjaldar.

Hjarta reykingamannsins slær ofhratt
Clarence Lieb tekur dæmi: Hjarta reykingamanns, sem slær 82 sinnum á mínútu, fer niður í 72 slög, hætti hann að reykja. ,,Með öðrum orðum“, segir dr. Lieb, „hjarta reykingamannsins slær 10.000 sinnum oftar á dag en ef hann reykir ekki.“ Sígarettan eykur því erfiði hjartans til mikilla muna. Dr. J. Pouchel benti á, að reyki þunguð kona 2 sígarettur á dag, er það nóg til að fjölga hjartaslögum fóstursins um 5 til 40 slög á mín. – Það skýrir ef til vill hvers vegna 6% barna mæðra, sem reykja, deyja innan 2ja ára aldurs.

Tóbaksreykurinn og blóðið
Umleið og við kveikjum í sígarettu, minnkar blóðrás til handa um helming eða meira. Nikotínið herpir saman æðarnar. Í Bandaríkjunum leiddi rannsókn í ljós, að náin tengsl eru milli sígarettunnar og hjartasjúkdóma.

Þeir sem reyktu 10 sígarettur á dag voru í           29%
Þeir sem reyktu 20 sígarettur á dag voru í           89%
Þeir sem reyktu 40 sígarettur á dag voru í         115%
þeir sem reyktu yfir 40 sígarettur á dag voru í  241 %
meiri hættu en þeir sem ekki reykja. Þá hefur komið í ljós, að kyngeta þeirra, sem reykja, getur minnkað til muna.

Höfundur: Marteinn Skaftfells árið 1982

 



Flokkar:Eitrun og afeitrun

%d bloggers like this: