Fyrir 50 árum sýndu bandarískar rannsóknir fleiri krabbameinstilfelli á norðlægum slóðum, sem má koma í veg fyrir með auknu D-vítamíni

Cedric Garland læknir og lýðheilsufræðingur var einn af fyrstu læknum sem áttaði sig á því að skortur á D-vítamíni veldur krabbameini. Hér segir hann frá kortlagningu NASA á krabbameinstilfellum í Bandaríkjunum sem leiddi í ljós að á svæðum sem er lítið um sól er mikið um krabbamein. Cedric Garland er fæddur 10. nóvember 1946 og er nú prófessor á eftirlaunum „Professor Emeritus“. Hér fær hann orðið og segir frá upphafi og ástæðum þess að hann hóf rannsóknir á D-vítamíni og krabbameini:

Þannig fann ég verkefni lífs míns

Sumarið 1974 vorum við Frank bróðir minn í heitu fyrirlestra herbergi í Johns Hopkins lækna háskólanum í Baltimore, Maryland. Ég var kominn frá Los Angeles til Baltimore til að taka við starfi sem lektor við John Hopkins læknaháskólann og Frank Garland bróðir minn var að byrja sem framhaldsnemi þar. Við vorum tveir ungir og ákafir sóttvarnalæknar. Hitinn var kæfandi og við horfðum hvor á annan, „Minntu mig á hvers vegna við fluttum hingað“ muldraði Frank. Hlýr vindur streymdi inn í gegnum rimlagardínur sem mynduðu hávaðasaman takt í opnum gluggunum.

Robert N. Hoover kom inn hann vann hjá Bandarísku krabbameinsstofnuninni sem kennir sig við umhverfis- og faraldsfræði ,,National Cancer Institute Environmental Epidemiology“. Hann var í þykkri úlpu og buxum og hann var með fyrirferðarmikla skjalatösku ásamt skjávarpa og glærum. (Þetta var löngu fyrir daga PowerPoint). Dr. Hoover fór úr úlpunni, settist niður og setti inn stóra rekka af myndaglærum. Sjá mátti á svip hans að hann virtist ekki vera hrifinn af hitanum og rykinu í loftinu í þessu gamla herbergi. Næsti klukkutími heillaði bæði Frank og mig, þó að ég verði að viðurkenna að það var ekki af þurrum vitsmunum dr. Hoover, né kaldri framkomu hans. Það voru gögnin og þær ályktanir sem við Frank drógum á augabragði af kortunum sem hann varpaði fram og áttu eftir að breyta lífi okkar.

Ég leyfi mér að stíga eina mínútu til baka og minna á hvað var að gerast í kringum árið 1974. Þá var Richard Nixon forseti Bandaríkjanna og 23. desember 1971 hafði hann lýst yfir „stríði gegn krabbameini“ og undirritað lög sem báru heitið „National Cancer Act“ eða Landslög um krabbamein. Lögin urðu til þess að meira fjármagn fór í krabbameinsrannsóknir. Jæja, til að berjast í stríði, taldi ríkisstjórnin, að það yrðir að hafa kort. Spurðu hvaða hershöfðingja sem er. Kort eru forgangsatriði bardagaáætlunar. Þau eru nauðsynleg skjöl sem hershöfðingjar og aðmírálar rannsaka. Án korta fyrir stefnu og samræmi myndu hermenn vera ómarkvissir í baráttu sinni. Skip myndu taka þátt í tilviljunarkenndum bardögum.

Hvað var nákvæmlega verið að berjast við? Hvar var mest um krabbamein?
Til að svara þessum spurningum skipuðu Nixon og fólk hans Bandaríska krabbameinsfélaginu (National Cancer Institute) að búa til kort af dánartíðni krabbameina í Bandaríkjunum. Það var þar sem dr. Hoover kom inn í myndina. Hann var meðal fólksins í Bethesda, Maryland í úthverfi Washington, D.C., sem hafði það hlutverk að búa til þessi kort. Lýðheilsuskóli Johns Hopkins háskólans var næsti lýðheilsuskóli við Bethesda, svo hann ætlaði að prófa gögnin sín á nokkrum „tilraunadýrum“ frá Johns Hopkins háskólanum.

Dr. Hoover byrjaði að sýna glærurnar. Þeir höfðu gögn frá 3.056 sýslum í Bandaríkjunum, frá árunum 1959 – 1969. Bjartur rauður litur þýddi háa krabbamein dánartíðni, dökkblár þýddi lága krabbamein dánartíðni. Tölurnar voru leiðréttar fyrir aldri og sérstaklega fyrir kyni.
Tíðnin var sundurliðuð eftir aldri og kyni. Einnig var sundurliðunin eftir kynþætti. Þetta leit út eins og frábær mósaík úr pínulitlum bútum af lituðu gleri. Fólk í salnum virtist þreytast frekar fljótt á mynd glærunum, en ekki Frank og ég. Við vorum undrandi á landfræðilega mynstrinu.
Nær öll kortin voru rauðari á norðurslóðum og meira blá á suðursvæðunum. Gögnin voru sláandi skýr fyrir okkur. Svo sýndi hann kortið af brjóstakrabbameini.


Á kortinu sem sýndi brjóstakrabbamein var nærri tvöfalt meira um brjóstakrabbamein á norðlægum slóðum en suðlægum.

Þetta vakti sérstaka athygli okkar Franks vegna þess að við vorum nýbúnir að keyra þvert yfir landið, að hluta á leið 66 í gegnum svæði með heitri, sterkri sól í Arizona, Nýju Mexíkó og Texas. Við áttuðum okkur á því að á þessum svæðum gjætu jafnvel nokkrar mínútur af sólarljósi gefið manni mikið af D-vítamíni. Svo fórum við austur á bóginn – þar sem við upplifðum þrengslin, loftmengunina og skort á sólarljósi. Við áttuðum okkur strax á því að skortur á sólarljósi var þátturinn í breytileika í dánartíðni margra krabbameina. Við vissum líka að sólarljós gaf D-vítamín og að skortur þess var orsök mynstursins. Sólin og áhrif hennar höfðu lengi heillað okkur. Við fundum fyrir áhugaleysi fundargestanna, en það ýtti kröftuglega undir áhuga okkar.

Þarna varð það augljóst að D-vítamínskortur átti stóran þátt í brjóstakrabbameini.
Við Frank sem stóðum hlið við hlið hrukkum við og var báðum mjög brugðið. Hvernig gat fólk horft á þessi kort og ekki tekið eftir þessu augljósa sambandi – eða stóð því bara á sama? Vorum við Frank virkilega þeir einu í herberginu sem þóttu þessar upplýsingar merkilegar? Aðrir vísindamenn í herberginu ráðlögðu okkur seinna að hætta þessum fáranlegu vangaveltum strax. Frá því augnabliki, varð það eins konar köllun okkar Franks að sýna fram á tengsl D-vítamíns og krabbameina. Þetta var svo augljóst.

Við ákváðum að byrja að rannsaka ristilkrabbamein vegna þess að fjölmargar rannsóknir á brjóstakrabbameini voru í gangi – og ristilkrabbamein var minna rannsakað. Við birtum fyrstu vísindagrein okkar árið 1980 í fagtímaritinu „International Journal of Epidemiology“ (alþóðlegu tímariti faraldursfræðinga). Ég hélt að heimurinn myndi breytast með vísindagrein okkar. Það hélt Frank líka, en ekkert gerðist. Enginn trúði þessu. Engin viðbrögð. 

 Á þessum árum hélt fólk almennt að ófullnægjandi trefjar í mataræði væru orsök ristilkrabbameins. Því að um tvö hundruð árum áður, fundu séra Sylvester Graham og heilsuáhugamaður að nafni Kellogg upp heilhveiti-kexið / grahamkexið auk kornmetis í pökkum (corn flakes o.fl.) og fékk það mjög góðar viðtökur. Þrátt fyrir góða og mikla sölu, minnkaði tíðni krabbameins ekki, ekki einu sinni pínulítið.

Þrátt fyrir að samstarfsfólk okkar hafi ráðlagt okkur að hætta þessum rannsóknum á tengingu D-vítamínskorts og krabbameins, þá héldum við áfram rannsóknum okkar og útgáfu vísindaritgerða á þessu sviði. Í hvert sinn sem við birtum vísindaritgerðir okkar gerðist ekkert. Eina gagnrýnin var sú, að auk norður/suður mælinga á dánartíðni í ristli og brjóstakrabbameini, þá sýndu einnig austur/vestur mælingar hærri tíðni brjósta- og ristilkrabbameins í austurhluta landsins samanborið við vesturhlutann.

Eftir að við Frank fluttum aftur til Kaliforníu fórum við að íhuga þessar mælingar með framhaldsnema að nafni Edward Gorham. Með hjálp Ed skoðuðum við loftmengunarmynstur með súru röku lofti og fundum tengsl við dánartíðni í ristli og brjóstakrabbameini. Brennisteinsdíoxíð og súlfatkristallar í loftinu draga úr útfjólubláu ljósi og draga úr geislum sem framleiða D-vítamín. Þessi mengun er mun algengari í austurhluta landsins.
Við þrír birtum rannsókn sem lýsti þessum tengslum. Við gerðum einnig rannsóknir á mataræði. Þá kom í ljós eftir margra ára rannsóknir, að starfsfólk sem vann innanhúss og neytti matar sem innihélt meira D-vítamín, var með lægri tíðni ristilkrabbameins. Eftir margra ára rannsóknir kom jafnframt í ljós, að þeir sem voru með meira af D-vítamíni í blóðinu, höfðu lægri tíðni ristilkrabbameins. Samt haggaðist hið stóra læknasamfélag nánast ekkert.


Við urðum ánægðir þegar William B. Grant,djarfur vísindamaður gekk til liðs við okkur. Hann var doktor í eðlisfræði frá Tækniháskólanum í Kaliforníu og hafði unnið hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA). Hann tók þátt í að birta rannsóknir á D-vítamíni gegn krabbameini, þar á meðal margar rannsóknargreinar þar sem höfundar voru einn eða fleiri okkar. Grant hefur ritað fjölmargar vandaðar vísindagreinar um þetta efni. Þessar greinar hleyptu nýju lífi í D-vítamín- og krabbameins-rannsóknir. Greinar hans vöktu mikla athygli í Evrópu, sem enn leiddu til aukinna vísindarannsókna á D-vítamíni. Það náðist með mikilli vinnu og þrautseigju. Við stöndum í miklu þakklæti við Grant fyrir mjög vandaðar rannsóknir hans ásamt alþjóðlegum samanburði sem hann hefur framkvæmt.

Undir stjórn Edwards Giovannucci, í Harvard School of Public Health, birti hópur virtra vísindamanna fyrstu ritgerðina af mörgum, sem voru byggðar á stórum hóprannsóknum, sem lýstu hvernig lítið D-vítamín tengist aukinni tíðni krabbameins. Þessar vísindarannsóknir sýndu fram á án nokkurs vafa að D-vítamín kemur í veg fyrir krabbamein í ristli, meðal annarra krabbameina og að það dregur úr dauða vegna krabbameins í blöðruhálskirtli.

 

  Fljótlega bættust við þennan hóp dr. Charles Fuchs og Kimmie Ng frá Dana Farber krabbameinsmiðstöð Harvard. Þau staðfestu enn frekar að D-vítamín fyrirbyggir margar gerðir krabbameina og eykur lífslíkur hjá sjúklingum með brjósta- og ristilkrabbamein. Þessir vísindamenn lögðu mikið af mörkum til skilnings og viðurkenningar á D-vítamíni gegn krabbameini þannig að vísindasamfélagið og læknasamfélagið, sem er lengra komið, hefur áttað sig á þessu. Þó lengra komnir vísindamenn og fræðasamfélag lækna hafi verið að sannfærast um að D-vítamín geti komið í veg fyrir eða dregið úr tíðni og dauðsföllum margra krabbameina, voru fáir meðal almennings sem áttaðu sig á mikilvægi D-vítamíns til að fyrirbyggja krabbamein eða sem hluta krabbameinsmeðferðar.

Framfarir á þessu sviði og skilningur meðal almennings var lítill þrátt fyrir miklar vísindalegar framfarir sem sanna að D-vítamín fyrirbyggi krabbamein frá árinu 1980, þegar hún kom fyrst fram.

Tvær fyrri rannsóknir bentu til þess að sólarljós eða húðkrabbamein væri í öfugu hlutfalli við krabbamein í heildina en tengdu það ekki við D-vítamín.

Mitt í öllum þessum vísindaframförum, hittum við Carole Baggerly.
Augnablikið er rótgróið í vitund mína. Við sóttum ráðstefnu hjá Heilbrigðisstofnuninni. Allir sömu ráðstefnugestirnir voru þarna að venju. Stóru gagnrýnendur D-vítamíns voru vel kynntir og fylltu flesta stólana en við vorum líka með nokkra D-vítamínfræðinga í salnum. Kona sat hins vegar í annarri fremstu röðinni sem var okkur ókunnug. Við fylgdumst vandlega með henni, hún lét lítið fara fyrir sér á þessari tveggja daga ráðstefnu, en ég tók eftir því að hún hlustaði á hvert orð og skrifaði nákvæmar glósur. Hún beið og hlustaði. U.þ.b. 10 mínútum áður en fundinum lauk, rétti hún upp höndina og ýtti á hljóðnemahnappinn til að tala. Það mátti greina rautt ljós á hljóðnemanum hjá henni. Það varð þögn. Svo hlustaði ég á það sem ég myndi kalla ræðu aldarinnar um D-vítamín.

,,Berið þið ekkert skynbragði á mikilvægi?“ hrópaði hún hátt, til undrandi vísindamannanna. Áhorfendum var brugðið. Þeir voru agndofa og of mikið brugið til að geta horfst í augu við þessar staðreyndir. Skipuleggjendur gáfu merki um að fundinum væri lokið. Við Frank og Ed gengum fram í salinn til að taka í hönd þessarar konu með þakkir fyrir kraftmikil orð hennar. Það augnablik var upphaf að sambandi okkar bræðra við Carole Baggerly sem er mannlegur orkubolti, hún kemur hlutunum í framkvæmd. Hún hjálpar til við að koma boðskapnum um D-vítamínskort og krabbameinsvörn til almennings og hún hefur gert það með virðingu og fagmennsku.

Við rannsakendur / vísindamenn erum góðir í að framkvæma rannsóknir en Carole er góð í að láta hlutina gerast. segir hreint út þegar hún stendur frammi fyrir áskorun: „Áfram – framkvæma – áfram“.

Þú sem ert að lesa þetta ættir fyrst að hugsa um sjálfan þig og fjölskyldu þína. Láta mæla D-vítamínið í blóðinu og gæta þess að ná a.m.k. 40 ng/ml (100 nmól/L). Þú ættir að segja lækninum þínum frá því hvað þú ert að gera og leitaðu ráða hjá honum. Konur ættu að miða við hærri mörk, jafnvel 60 ng/ml (150 nmól/L).

Carole Baggerly stofnaði samtökin Grassroothealth.org eftir að hafa sjálf fengið brjóstakrabbamein. Sjá greinina: Nægilegt D-vítamín getur komið í veg fyrir brjóstakrabbamein sýna rannsóknir Carol Baggerly. https://heilsuhringurinn.is/2021/04/14/naegilegt-d-vitamin-getur-komid-i-veg-fyrir-brjostakrabbamein-syna-rannsoknir-carol-baggerly/

Höfundur greinarinnar: Cedric Garland útskrifaðist sem læknir frá John Hopkins læknaháskólanum og er meðlimur í bandaríska háskólanum í faraldsfræði. (A.C.E. = the American College of Epidemiology eða ACE).

Höskuldur Dungal þýddi, stytti örlitið og endursagði í september 2022

 



Flokkar:Greinar

Flokkar/Tögg, , ,

%d bloggers like this: