Carol Baggerly starfaði við gagnaöflun hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) áður en hún greinist með brjóstakrabbamein árið 2005. Hún fór í hefbundna krabbameinsmeðferð sem fólst í lyfjum, geislum og uppskurði. Eftir meðferðina benti heilsugæslulæknir henni á að hún væri nærri því með beinþynningu, þá spurði Carol: ,,Hvað er það?“ Hann svaraði: ,,Kannski skortir þig D-vítamín?.“
Eiginmaður hennar Leo Baggerly er eðlisfræðingur og kenndi eðlisfræði í háskólum í Bandaríkjunum í 25 ár. Hann gegndi meðal annars störfum hjá ,,Jet Propulsion Laboratory“ og ,,National Institutes of Health“. Þau hjónin fluttu til San Diego árið 1992. Átta árum síðar greindist hann með krabbamein í blöðruhálskirtli og var meðhöndlaður með lyfjum og geislum.
Leo Baggerly
Sem vísindamaður vissi Leo Baggerly meira en flestir sjúklingar um venjulega krabbameinsmeðferð því að í einu af störfum sínum sem eðlisfræðingur, eyddi hann fimm árum í að rannsaka hvernig röntgengeislar dreifast og skilja eftir sig geislunarmerki. Hann vissi líka hvað eitruð efni og skurðaðgerðir gerðu líkamanum en það sem hann vissi ekki á þeim tíma var að vísindamenn höfðu þá þegar bent á að efnasamband sem húðin framleiðir við útfjólublátt ljós sólarinnar er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir brjóstakrabbamein og aðra banvæna sjúkdóma.
Þegar Carol jafnaði sig eftir krabbameinsmeðferðirnar ákvað hún að leita að betri lækningaleiðum gegn brjóstakrabbameini. Innan nokkurra mánaða voru Baggerly hjónin búin að leita uppi allar finnanlegar upplýsingar um D-vítamín. Þau hittu fljótlega Cedric Garland, einn af frumkvöðlum rannsókna á því sviði, sem starfar við Háskólann í Kaliforníu San Diego (UCSD).
Cedric Garland
Fljótlega fór Carol á stóra D-vítamínráðstefnu hjá National Health Institute. Þar komst hún að því að þeir sem rannsökuðu D-vítamín vissu um nauðsyn D-vítamíns gegn krabbameini og hún furðaði sig á að krabbameinslæknirinn hennar vissi það ekki.
Vísindamenn vita mikið um D-vítamín og krabbamein en krabbameinslæknar lesa yfirleitt ekki þessar fræðigreinar.
Næst fóru Baggerly hjónin í heimsókn til helstu D-vítamín fræðinga Bandaríkjanna og eftir sumarið voru þau búin að heimsækja um það bil 25 af bestu vísindamönnunum á sviði D-vítamínrannsókna. Skilaboð vísindamannanna voru einföld og öll á sömu leið:
Komdu D-vítamíni í blóði þínu í á milli 40-60 ng / ml (100-150 nmol / L). Fyrir flesta þýðir það að þeir þurfa að fá í næringunni a.m.k. 4000-5000 alþjóðlegar einingar af D-vítamíni á dag, eða eyða góðum tíma í sól án klæða. Lengd tímans byggist á húðlit fólks.
Dr. Garland telur brjóstakrabbamein fyrst og fremst D-vítamín-skortsjúkdóm.
Eftir að hafa varið mörgum árum í leit að leið til að koma í veg fyrir brjóstakrabbamein, fann Carole Baggerly svar. Hún rakst á rannsókn um D-vítamín frá árinu 2007, sem sagði að nægilegt magn D- vítamíns auki frásog kalsíums, magnesíums og fosfats í þörmum og það geti hjálpað til við að koma í veg fyrir brjóstakrabbamein í 50 prósenta tilfella.
Árið 2007 stofnaði Carol Baggerly ásamt fleirum frjálsu félagasamtökin ,,GrassrootsHealth“ sem eru heilbrigðisstofnanir í Bandaríkjunum og sinna lýðheilsurannsóknum sem ekki eru reknar í hagnaðarskyni. Með samtökunum starfa 48 virtir, heimsþekktir vísindamenn.
GrassrootsHealth samtökin hafa sent út ákall til heilbrigðisyfirvalda um að hækka ráðleggingar um neyslu D-vítamíns í 40-60 ng / ml (100-150 nmól / L) svo að koma megi í veg fyrir veikindi af völdum D-vítamínskorts. Samtökin standa nú fyrir tilraunum til að leysa heimsfaraldur D-vítamínskorts svo koma megi í veg fyrir brjóstakrabbamein.
Árið 2012 hófu samtökin auglýsingaherferð til að binda endi á D-vítamínskort barna alveg frá því þau eru í móðurkviði. Rannsóknir hafa leitt í ljós að rétt D-vítamíngildi getur komið í veg fyrir ótímabæra fæðingu (fósturlát) og sykursýki 1, auk ýmissa tegunda krabbameina og marga aðra kvilla.
Kjörorð GrassrootsHealth eru: Verndum börnin okkar NÚNA!
Þetta eru endursagðir punktar úr greinum á heimasíðu GrassrootsHealth: http://www.grassrootshealth.net.
Hér eru slóðirnar sem vitnað er í: https://www.sandiegouniontribune.com/lifestyle/people/sdut-vitamin-d-advocate-puts-science-to-use-2013apr12-story.html
https://www.health24.com/Medical/Breast/News/could-more-vitamin-d-help-prevent-breast-cancer-20180628
Hér má hlusta á tvo af fyrilestrum Carole Baggerly um D-vítamín og krabbamein:
Dánartíðni vegna brjóstakrabbameins hæst á Íslandi af löndum OECD, samkvæmt skýrslu Landlæknis embættisins.
Ingibjörg Sigfúsdóttir í apríl 2021
Þetta er fyrsta umfjöllun hér um athygliverðar rannsóknir á vegum GrassrootsHealth og Carol Baggerly en ætlunin er að þær verði fleiri.
Flokkar:Reynslusögur