Það hægt að lækna geðsjúkdóm og bæta lífsgæði segir Jordans Fallis sérfræðingur í geðsjúkdómum og heilabata

Þó að Jordan Fallis sé núna eftirsóttur sérfræðingur á sviði næringarfræði, heilabata og geðheilbrigði hafa hlutirnir ekki alltaf verið þannig. Árið 2010 varð Jordan fyrir alvarlegu langvarandi heilsutjóni sem gjörbreytti lífi hans. Það ár fékk hann tvisvar sinnum alvarlegan heilahristing og um svipað leyti flutti hann í gamalt hús sem hafði orðið fyrir miklum vatnsskemmdum. Hann vissi ekki á þeim tíma að húsið var fullt eitraðri myglu. Líkamleg og andleg heilsa hans hrakaði hratt, hann missti lystina og léttist úr 180 pundum í 130 pund.

Fyrst leitaði hann til hefðbundna lækna
Læknarnir greindu Jordan með fullt af mismunandi krankleikum þar á meðal alvarlegt þunglyndi, kvíðaröskun, félagsfælni, heilahristingsheilkenni og langvarandi þreytuheilkenni. Þeir sköffuðu kröftug lyf, þar á meðal þunglyndislyf, örvandi lyf, geðrofslyf sem sjaldan bættu málið, gerðu oft illt verra og fylgdi alltaf ný einkenni og aukaverkanir. Læknarnir sögðu hann verða að taka lyf það sem eftir væri ævinnar og fara heim og hvíla sig, hann myndi á endanum verða eðlilegur aftur. En svo varð ekki honum bara versnaði.

Að lokum fékk hann taugaeitruaráhrif sökum myglunnar og lyfjanna. Í kjölfarið fylgdi rafsegulofnæmi sem er mjög algengt hjá fólki sem hefur orðið fyrir heilaskaða og hvers kyns eitrunum, þar með talið myglu. Jordan áttaði sig á því að örugglega fælist lausnin ekki í því að fara að ráðum læknanna sem fólust í því að taka pillur og hvíla sig heima. Enginn gaf honum skynsamleg svör. Jordan skildi ekki hvernig þessir hámenntuðu læknar gátu ekki hjálpað honum að komast aftur í eðlilegt horf. Lyf voru það eina sem þeir buðu og hann var ekki sáttur.

Hann áttaði sig á að margir læknar fylgjast ekki með fyrirbyggjandi rannsóknum utan klínískrar læknisfræði og þess vegna þekkja þeir ekki það úrval meðferðarúrræða sem hafa þróast á undanförnum árum. Rannsóknir sýna að flestir læknar eru að meðaltali 17 árum á eftir núverandi læknisfræðiritum og sannreyndum læknisfræðilegum gögnum.

,,Ekki misskilja mig segir Jordan, læknar eru ekki vandamálið. Flestir þeirra eru eðlilegt, velviljað fólk sem gerir sitt besta í biluðu kerfi“.

Eftir þessa skelfilegu reynslu hóf Jordan rannsóknir. Fyrst skoðaði hann vísindarit, læknisfræðilegar rannsóknir og ráðfærði sig við hundruð leiðandi vísindamanna um allan heim til að finna nýjustu og bestu leiðirnar til að endurheimta andlega heilsu. Svo hóf hann tilraunir á eigin líkama, heila og huga. Hann prófaði mismunandi kenningar á sjálfum sér og var eigið tilraunadýr í leit að lausnum á langvinnum veikindum, vitrænni hnignun og geðsjúkdómum.

Hann uppgötvaði árangursríkar óhefðbundnar lausnir eftir tilraunir sínar á hundruðum fæðubótarefna, mataræði, tækjum, heimspeki og lífsstílsþáttum. Loksins urðu framfarir á heilsu hans og hann komst að því að það var ekki bara eitthvað eitt sem hafði valdið því að heilinn hans og líkami brotnuðu niður, heldur uppsöfnun ýmissa efna í líkamanum. Einnig voru nokkur undirliggjandi vandamál sem þurfti að taka á og laga.

Nú skrifar Jordan Fallis á heimasíðu sína Optimak living dymamics  https://www.optimallivingdynamics.com/ um rannsóknir og hagnýtar lausnir fyrir heila og geðheilsu og er með um 90.000.000. fylgendur. Hann segir ,,aðalatriðið sem þú þarft að vita er þetta: þú getur haft meiri stjórn á heila þínum og andlegri heilsu en þú heldur.

Heila og hug er hægt að lækna hvort sem þú ert með langvarandi geðsjúkdóm eða vilt bara bæta heilastarfsemi þína. Það er undir þér komið að taka fyrsta skrefið í átt að því að endurheimta andlega heilsu og auka seiglu þína og bæta þannig lífsgæði þín. Byrjaðu núna. Þú munt ekki sjá eftir því“.

Þetta er stytt endursögn en hér má finna sögu Jordans Fallis í fullri lengd: https://www.optimallivingdynamics.com/about/

Ingibjörg Sigfúsdóttir í október 2022

Meira verður sagt frá kenningum Jordans Fallis í næstu viku.

 

 Flokkar:Greinar, Næring

Flokkar/Tögg, , , ,

%d bloggers like this: