Hann læknaði sykursýki með kalíumríku grænmeti

Bandaríski læknirinn Henry G. Bieler, M.D. gaf út bókina ,,Food is your best medicine” árið 1982. Bieler starfaði sem læknir fram yfir miðja tuttugustu öld. Snemma á læknisferlinum komst hann á þá skoðun að flesta sjúkdóma mætti rekja til rangrar næringar og með réttri næringu mætti lækna flesta sjúkdóma.

Í bókinni segir hann frá því hvernig hann hjálpaði fólki að takast á við sykursýki með sterkjulausu kalíumríku grænmeti og segir að aðalefnaþáttur brisins sé kalíum. Þess vegna sé kalíum auðugt grænmeti sérstaklega ákjósanlegt þegar brisið hafi misst getu sína til að stjórna blóðsykrinum.

             

Seljujurt, steinselja, kúrbítur og strengjabaunir er soðið í vatni og mixað í blandara. Sjúklingurinn fær ekkert annað að borða meðan sykur mældist í þvagi hans og hann þarf að liggja í rúminu til að varðveita orku sína svo að lifrin og brisið fái tækifæri til að vinna verk sín óáreitt af sýrum og áreynslu.

Það getur tekið þrjá eða fjóra daga fyrir sjúklinginn að losna alveg við sykurinn. En þá fær hann létt fæði og getur tekið upp venjubundið líf aftur þar til að aftur kemur sykur í þvagið. Þá fastar hann á grænmetissoði/seyði úr fyrrnefndu kalíum auðugu grænmeti þar til þvagið er sykurlaust. Venjulega tekur það helmingi styttri tíma í seinna skiptið að verða sykurfrí. Að endingu er tekið upp sykurlaust mataræði sem hentar í hverju tilviki.

En þrátt fyrir að brisið nái aftur að starfa hefur það skaðast og einnig lifrin, svo ekki má búast við að einstaklingurinn fái hundrað prósent fullkomna heilsu og geti lifa fullkomlega eðlilega. Í vægu tilfelli mun sjúklingurinn bregðast vel við sterkju og takmörkuðum sykri í mataræði.

Bieler segir að mörg þúsund orð hafi verið skrifuð um ágæti hrás grænmetis samanborið við soðið. Einfalda reglu þurfi að muna: fólk þurfi að elda grænmeti til að brjóta niður sellulósa sem grænmetis fruman er geymd í. En grasbítar noti gerjun og hafi til þess aðskildan maga.

Þarmavegur mannsins er þannig gerður að gróf fæða er nauðsynleg til að eyða úrgangsefnum hratt og jafn mikilvægt er að halda vöðvum þarmanna sterkum. Í því sambandi hefur hrátt grænmeti mikla þýðingu svo innihald þarmana verði ekki of þurrt.

Ingibjörg Sigfúsdóttir þýddi og endursagði í febrúar 2021.

 



Flokkar:Næring

Flokkar/Tögg, , , , , , ,

%d bloggers like this: